Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Útlendingar
greiða ekki
fjármagns-
tekjuskatt
INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskatt-
stjóri segir að samkvæmt íslenskum
lögum beri erlendum aðilum ekki að
greiða skatta af vaxtatekjum sem
þeir hafa hér á landi. Skattstjórar
veiti því undanþágu frá greiðslu
þeirra.
I Morgunblaðinu kom fram að
þrátt fyrir að erlendum aðilum beri
að greiða 20% skatt af söluhagnaði
hlutabréfa í íslenkum hlutafélögum
greiða þeir ekki fjármagnstekju-
skatt af skuldabréfum og vaxtatekj-
um. Indriði sagði að ástæðan væri sú
að þegar fjármagnstekjuskattur var
tekinn upp hér á landi árið 1996 hefði
löggjafinn ákveðið að hann næði ein-
ungis til íslenskra aðila. Erlendir að-
ilar væru því undanþegnir fjár-
magnstekjuskatti af bankainn-
stæðum og skuldabréfum.
---------------
Atkvæðagreiðsla um
Reykjavíkurflugvöll
Starfstími
undirbúnings-
hóps lengdur
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
framlengja til 1. desember starfs-
tíma sérfræðihóps sem undirbýr al-
menna atkvæðagreiðslu um framtíð-
amýtingu Vatnsmýrar og
staðsetningu Reykjavíkurflugvallar.
Á fundi borgarráðs sl. þriðjudag
var lagt fram bréf frá Stefáni Ólafs-
syni, formanni hópsins, þar sem lagt
er til að starfstíminn verði lengdur,
enda hafi honum ekki tekist að ljúka
verki sínu fyrir 30. september eins
og að var stefnt.
Ástæðan sé sú að sérfræðilegar
úttektir, sem hópurinn hefur látið
vinna, hafi tekið lengri tíma en ætlað
var. Einnig sé þess að vænta að um
miðjan nóvember ljúki vinnu á veg-
um samráðsnefndar um svæðaskipu-
lag höfuðborgarsvæðisins þar sem
m.a. sé lagt mat á fýsileika þess að
byggja nýjan flugvöll í nágrenni höf-
uðborgarsvæðisins.
íslandsmót ÍF í einstaklingskeppni í boccía á Akureyri um síðustu helgi
HEIMAMAÐURINN Aðalsteinn
Friðjónsson úr íþróttafélaginu
Akri, ÍFA, sigraði í 1. deild á ís-
iandsmóti fþróttasambands fatl-
aðra í boccía sem fram fór í
fþróttahöllinni á Akureyri um
siðustu helgi. Hjalti Eiðsson úr
fþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík,
IFR, hafnaði í öðru sæti og Helga
Helgadóttir, ÍFA, í því þriðja.
Um 200 keppendur frá 13 fé-
lögum víðs vegar af landinu
mættu tii leiks að þessu sinni,
mótið var einstaklingskeppni en
keppt í 6 deildum, rennuflokki og
opnum flokki. Að undirbúningi
mótsins stóðu félagar í Lions-
klúbbnum Hæng og íþróttafélag-
inu Akri. Yfirdómari var Þröstur
Guðjónsson en að auki sáu félag-
ar í Lionsklúbbunum Hæng og
Ösp um dómgæsiu á mótinu.
I 2. deild sigraði Helga Marín
Kristjánsdóttir, Nesi, Anna Elín
Ólafur Ólafsson, félagi í Lions-
klúbbnum Hæng og héraðsdóm-
ari í Héraðsdómi Norðurlands
eystra, við dómarastörf á
íslandsmótinu í boccía.
Aðalheiður Bára Steinsdóttir úr Grósku bar sigur úr býtum í rennu-
flokki en henni til aðstoðar var Helga Helgadóttir.
Hjálmarsdóttir, Ivari, varð í 2.
sæti og félagi hennar Matthildur
Benedikt.sdóttir í því þriðja. I 3.
deild sigraði íris Eva Gunnars-
dóttir, Snerpu, Hrafnhildur
Sverrisdóttir, Snerpu varð í 2.
sæti og Hafsteinn Edvaldsson,
Nesi, í 3. sæti.
í 4. deild sigraði Ragnhildur
Ólafsdóttir, ÍFR, Davíð Már Guð-
mundsson, Nesi, varð í 2. sæti og
Aðalbjörg Gunnarsdóttir, Firði, í
því þriðja. í 5. deild sigraði
Ragnar Ólafsson, Nesi, Kristín
Björnsdóttir, Eik, varð í 2. sæti
og Kristín Ólafsdóttir, Eik, í 3.
sæti. f 6. deild sigraði Rökkvi
Sigurlaugsson, Grósku, Í 2. sæti
varð Rúnar Erlingsson, Ösp, og í
3. sæti Valdimar Björnsson,
Grósku.
Aðalheiður Bára Steinsdóttir,
Grósku, sigraði í rennuflokki,
Björgvin Björgvinsson, ÍFR, varð
í 2. sæti og ívar Örn Guðmunds-
son, ÍFR, í því þriðja. I opnum
flokki voru aðeins keppendur frá
Akri og fór Þorgerður M. Krist-
jánsdóttir með sigur af hólmi,
Sigurður Guðmundsson varð ann-
ar og Lilja Guðmundsdóttír
þriðja.
Aðalsteinn Friðjónsson ÍFA sigraði í 1. deild íslandsmótsins í boccía.
Hér fylgist hann með félaga sínum Svövu Vilhjámsdóttur í innbyrðis
viðureign þeirra á mótinu.
Morgunblaðið/Kristján
Ámi Sævar Gylfason frá Ösp keppti í 2. deild og hér er hann að kasta
boltanum í einum leikja sinna á mótinu.
Heimamað-
urinn sigraði
í 1. deild
Ástand rjúpnastofnsins hér á landi
U ngatalningar
sýna góða frjósemi
BT bannað að
auglýsa farsíma
á eina krónu
ÁSTAND rjúpnastofnsins hér á
landi var misjafnt eftir landshlutum,
að því er könnun Náttúrufræðistofn-
unar í slands frá sl. vori leiðir í Ijós. Á
Suðvestur-, Vestur- og Norðaustur-
landi voru varpstofnar undir meðal-
lagi og í fækkun eða kyrrstöðu. Það
var helst á Norðvestur- og Austur-
landi að ijúpnastofnarnir virtust
vera sterkir. Einu landsvæðin þar
sem rjúpnastofninn er yfir meðallagi
þetta haust er Austurland og líklega
einnig vestanvert Norðurland.
NI birtir upplýsingar um ástand
rjúpnastofnsins með reglubundnum
hætti, vor og haust. Ungatalningar
siðsumars sýndu góða frjósemi hjá
ijúpunni, ungahópar voru stórir og
nær allir kvenfuglar með unga. Þetta
hefur verið hin almenna regla und-
anfama fjóra áratugi og ástand
stofnsins að hausti endurspeglast því
að mestu af stærð varpstofnsins.
Miklar sveiflur stofnsins
íslenski rjúpnastofninn sveiflast
mikið og hafa yfirleitt liðið um tíu ár
milli toppa. Rannsóknir sýna að
vetrarafföll ráða stofnbreytingum.
Munur á stofnstærð milli hámarks-
og lágmarksára hefur verið þre- til
tífaldur. Greinilegir toppar voru
1966 og 1986. Eftir hámarkið 1986
fækkaði ár frá ári og lágmarki var
náð 1991 til 1994 og nýtt hámark var
1997 til 1998. Rjúpnatalningar á veg-
um Náttúrufræðistofnunar íslands
sl. vor sýndu að fækkun sem hófst
1999 á Norðausturlandi hélt áfram,
einnig að fækkun var hafin á Austur-
landi en þar var hámark vorið 1999.
Á Suðausturlandi virtist rjúpna-
stofninn á uppleið eftir tveggja ára
fækkunartímabil. Kyrrstaða var á
Suðvesturlandi. Mikil fækkun var á
þremur af fjórum talningasvæðum á
Vesturlandi og Vestfjörðum, eitt
talningasvæði í Dalasýslu sýndi
aukningu.
Ungatalningar síðsumars gáfu að
meðaltali um 8 unga á kvenfugl og
flestir kvenfuglar voru með unga.
Eitt af sérkennum íslenska rjúpna-
stofnsins er mikil og góð afkoma
unga frá klaki og fram á haust. Þetta
er almenna reglan og á við hvort
heldur sem stofninn er á uppleið eða
niðurleið, í hámarki eða lágmarki. Af
þessu leiðir að stærð hauststofnsins
ræðst að mestu leyti af stærð varp-
stofnsins. Einu landsvæðin þar sem
rjúpnastofninn er yfir meðaltali
þetta haust er Austurland og líklega
einnig vestanvert Norðurland.
Náttúrufræðistofnun mun stunda
rannsóknir á vetrarafföllum rjúpna
við utapverðan Eyjafjörð næstu tvo
vetur. í tengslum við þær rannsókn-
ir hefur umhverfísráðuneytið friðað
fyrir skotveiði landsvæði sitt hvoru
megin fjarðarins. Haustið 2000 verð-
ur friðað austan fjarðar og haustið
2001 vestan fjarðar. Megintilgangur
þessa verkefnis er að rannsaka áhrif
skotveiða á vetrarafföll. Búið er að
radíómerkja um 140 rjúpur á þessu
hausti á rannsóknasvæðinu og fugl-
unum verður fylgt eftir í vetur.
Haustið 1999 var gripið til þess að
friða rjúpuna á 730 ferkílómetra
stóru landsvæði í nágrenni Reykja-
víkur og Mosfellsbæjar vegna of-
veiði. Þar gildir friðunin í þrjú ár, frá
1999-2001.
Allar rannsóknir sem byggjast á
merkingum fugla og endurheimtum
merkjum hvíla á góðu samstarfi við
almenning og veiðimenn um skil á
merkjum og upplýsingum um fund
þeirra.
Veiðimenn og þeir sem finna
merkta fugla eru hvattir til að skila
merkinu til Náttúrufræðistofnunar.
Finnandi fær sendar til baka upp-
lýsingar um hvar og hvenær fuglinn
var merktur.
TILBOÐSAUGLÝSINGAR fyrir-
tækisins BT á farsímum brjóta
gegn samkeppnislögum þar sem
verðupplýsingar í auglýsingunum
eru bæði ófullnægjandi og villandi,
að því er segir í úrskurði sam-
keppnisráðs.
Áuglýsingar í bæklingi BT, sem
gefinn var út í júní, gefa til kynna
að Nokia 5110-farsími kosti eina
krónu en samkvæmt erindi sem
Neytendasamtökin sendu sam-
keppnisráði segir að ýmiss konar
kostnaður fylgi með í kaupunum og
hann sé ekki tilgreindur í auglýs-
ingunni. Þannig kosti farsíminn
samtals 12.800 krónur á mánuði en
ekki 1 krónu líkt og segi í auglýs-
ingunni.
Skuldbundinn til að
greiða 12.800 krúnur
Neytendasamtökin kvörtuðu 27.
júní sl. til samkeppnisráðs yfir
upplýsingum í auglýsingabæklingi
BT sem gefinn var út skömmu áð-
ur. í úrskurði samkeppnisráðs seg-
ir: „Auglýsingin sem Neytenda-
samtökin tiltaka er tilboð BT á
Nokia 5110 farsímum sem gefur til
kynna að símarnir fáist á eina
krónu. í auglýsingunni er áberandi
gulur verðmiði sem á stendur „1
kr.“. Fyrir neðan verðmiðann
stendur „Tall2“ sem að hluta til
fellur inn í mynd af farsíma."
Þá segir einnig í erindinu að ekki
sé hægt að kaupa símana á eina
krónu heldur þurfi að greiða ýms-
an annan kostnað sem ekki sé til-
greindur í auglýsingunni. Þannig
þurfi neytandinn að greiða af sím-
anum með afborgunum upp á 400
krónur á mánuði í 12 mánuði,
kaupa símakort á 1.999 krónur og
gerast áskrifandi að einhverri
áskriftarleið hjá Tali en ódýrasta
leiðin kosti 500 krónur á mánuði.
Alls sé því neytandinn skuldbund-
inn til að greiða kr. 12.800 á 12
mánuðum fyrir síma sem auglýstur
er með verðmiða sem á stendur „1
kr.“.
BT, Tæknivali hf., Skeifunni,
Reykjavík er því bannað að birta
auglýsingar þar sem verðupplýs-
ingar eru ekki í samræmi við
reglur um verðupplýsingar í
auglýsingum. Verði ekki farið að
banninu mun samkeppnisráð beita
viðurlögum samkeppnislaga en
samkvæmt þeim er ráðinu heimilt
að beita dagsektum sem geta num-
ið 50.000-500.000 krónum.