Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 16
16 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBE R 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Framkvæmdir eru hafnar við 15.000 fermetra hús íslenskrar erfðagreiningar
Tveggja milljarða
króna hús reist í
V atnsmýrinni
FRAMKVÆMDIR við nýja
byggingu íslenskrar erfða-
greiningar í Vatnsmýrinni
hófust í gær, en þá tók
Magnús Pétursson, forstjóri
Landspítalans - háskóla-
sjúkrahúss fyrstu skóflu-
stunguna. Að sögn Kára
Stefánssonar, forstjóra ÍE,
verður byggingin um 15.000
fermetrar og er áætlaður
heildarskostnaður um 2
milljarðar króna.
„Það er mikill áfangi að
þetta hús skuli nú vera að
rísa hér í nágrenni við há-
skólann og sjúkrahúsið,"
sagði Kári. „Þegar við vor-
um að leita að lóð fyrir húsið
kom fljótlega í ljós að Vatns-
mýrin væri spennandi kost-
ur vegna nálægðarinnar við
þessar stofnanir, en þær eru
á meðal okkar helstu sam-
starfsaðila."
Framkvæmdum
lýkur eftir ár
Kári sagði að stefnt væri
að því að ljúka framkvæmd-
unum eftir eitt ár og mun
starfsemin þá flytja í nýja
Morgunblaðið/ Ásdís
Magnús Pétursson, forstjóri Landspítalans - háskóla-
sjúkrahúss, tekur fyrstu skóflustunguna að nýju húsi ís-
lenskrar erfðagreiningar í Vatnsmýrinni. Kári Stefánsson,
forstjóri ÍE, fýlgist með.
húsnæðið, sem mun standa
sunnan við nýtt Náttúru-
fræðihús Háskóla Islands,
sem er í byggingu. Hann
sagði að um 400 manns ynnu
hjá fyrirtækinu í dag í fimm
byggingum á tveimur stöð-
um á höfuðborgarsvæðinu, í
Árbæ og Kópavogi.
Eins og komið hefur fram
verður byggingin um 15.000
fermetrar, þar af verða um
4.000 fermetrar neðanjarð-
ar. Að sögn arkitekta húss-
ins verður möguleiki á að
stækka húsið bæði til aust-
urs og vesturs. Varðandi
kjallarabygginguna þá fékk
Nátturuvemd ríkisins málið
til umsagnar og veitti hún
Vatnsmýrin
Líkan af fyrirhugaðri byggingu Islenskrar erfðagreiningar en síki
umlykur húsið og kjallarinn er 4.000 fermetrar.
samþykki sitt, en ítrekaði að
hönnun kjallarans yrði
þannig að vatnabúskapur
svæðisins bæri ekki skaða af
og að vöktunarkerfi yrði
komið á laggirnar til þess að
fylgjast með áhrifum fram-
kvæmda á grunnvatn. Til
samanburðar við stærð húss
ÍE má geta þess að Nátt-
úrufræðihúsið verður um
8.000 fermetrar.
Reynt að raska sem
minnst lifríkinu
Byggingin er hönnuð af
arkitektunum Ingimundi
Sveinssyni, Ólafi Óskari Ax-
elssyni og Jóhanni Einars-
syni, en þeir áttu sigurtillög-
una í samkeppni þriggja
tillagna. Vatnsmýrin hefur
nokkra sérstöðu á höfuð-
borgarsvæðinu vegna fjöl-
breytts lífríkis, mýrlendis og
mikils fuglavarps. Ólafur
Óskar sagði að við hönnun
hússins hefði verið reynt að
raska sem minnst lífríki
Vatnsmýrarinnar og eru
undirstöður hússins m.a.
sérstaklega hannaðar með
það í huga.
Byggingin verður umlukin
grunnu síki sem á að draga
fram sérkenni byggingar-
landsins. Aðkoma bíla verð-
ur frá Sturlugötu og bíla-
stæði verða við Sturlugötu
og Njarðargötu. Byggingin
er mynduð af þremur meg-
inhlutum, skrifstofuhúsnæði
og rannsóknarbyggingu,
sem tengjast um miðrými
með glerþaki. Göngugata
undir glerþakinu er eftir
endilangri rannsóknarbygg-
ingunni og skiptir henni í
tvo meginhluta. Að sögn
arkitektanna var rík áhersla
lögð á sveigjanleika í inn-
réttingum rannsóknarstofa
svo og í lagnaleiðum.
Jarðvinnu lýkur
í desember
Kári sagði að vegna ná-
lægðar og samstarfs við Há-
skóla íslands yrði nemend-
um skólans, sem væru í
framhaldsnámi, gert kleift
að stunda rannsóknarvinnu
tengda náminu í nýju bygg-
ingunni.
Framkvæmdir við jarð-
vinnu hófust um leið og
fyrsta skóflustungan hafði
verið tekin og er gert ráð
fyrir því að þeim ljúki í des-
ember en þá verður næsti
áfangi, sem er uppsteypa,
boðin út.
íslenski hesturinn kynntur
reykvískum skólabörnum
Morgunblaðið/Kristinn
Þær Ásdis Bjamadóttir og Sólveig Ásta Friðriksdóttir
voru n\jög ánægðar með heimsóknina. Ásdís hefur oft far-
ið á hestbak enda á afí hennar hesta.
Morgunblaðið/Kristinn
Albinóahesturinn Svavar Iét sér það vel líka þegar Tara
Halldórsdóttir og Ingvar Ásgeirsson kembdu honum.
NEMENDUR í 5. bekk S í
Laugamesskóla báru sig fag-
mannlega að við umhirðu
hestanna í hestamiðstöð ís-
hesta í Hafnarfirði I gær.
Bekkurinn var þar í heimsókn
í boði Félags hrossabænda
sem hefur komið þar á fót
heimsóknarmiðstöð og býður
nú þangað skólabömum úr
Reykjavík.
Umhyggja og ábyrgð
Heimsókn 5. bekkjar S var
liður í tilraunaverkefninu
„Umhyggja og ábyrgð sem er
ætlað að kynna grunnskóla-
bömum í 5. og 9. bekk ís-
lenska hestinn. Fyrri hluti
heimsóknarinnar er helgaður
almennri fræðslu um íslenska
hestinn og fá bömin í hend-
urnar fræðsluefni þar sem
m.a. er gert grein íyrir mis-
munandi gangtegundum og
litum hestsins. Bömin fræð-
ast einnig um reiðtygi og um-
hirðu hesta. I seinni hluta
heimsóknarinnar komast
bömin í návígi við hross, þau
fá að kemba þeim og setja á
þau hnakk og beisli og að lok-
um gefa þeim fóður.
Albinóahesturinn
Svavar
Nemendumir í 5. S í Laug-
amesskóla lýstu allir yfir mik-
illi ánægju með heimsóknina
við blaðamann Morgunblaðs-
ins í gær. Ingvar Ásgeirsson
og Viktoría Halldórsdóttir
fengu að kemba hestinum
Svavari sem þau sögðu vera
„albinóahest.“ Ingvar sagði
aðalatriðin í góðri umhirðu
hrossa vera að kemba vel áður
en hnakkurinn væri settur á.
Hestamaður yrði líka að vera
góður við hestinn. Viktoría
tók undir þetta og sagði rosa-
lega gaman að kemba Svav-
ari. Bæði höfðu þau farið á
reiðnámskeið og haft gaman
af.
Linda Ahn Tuy og Eva Thu
Huong kunnu góð skil á ís-
lenska hestinum enda höfðu
þær báðar farið á hestbak.
Eva sagði að íslenski hestur-
inn væri mjög fallegur og ekk-
ert of lítill. Það væri bara
kostur að hestar væra ekki of
stórir því „annars gæti ég
ekki sett hnakkinn á,“ sagði
Eva. Sigríður Sigurðardóttir
og Tara Róbertsdóttir höfðu
báðar farið á reiðnámskeið.
Tara hafði sjálf farið mörgum
sinnum á hestbak en reyndar
dottið af baki þegar hnakkur-
inn losnaði í einum útreiðar-
túmum. Sigríður sagðist ekk-
ert hafa á móti því að eiga
hest en það væri þó talsvert
langt í að henni tækist að
safna fyrir góðum hesti.
Hestamennska
þroskandi og gefandi
Þær Hulda Geirsdóttir og
Bryndís Einarsdóttir sem eru
umsjónarmenn verkefnisins
segja bömin hafa sýnt hest-
unum mikinn áhuga og hafi
greinilega mjög gott af því að
komast í snertingu við þá.
Þær segja verkefninu m.a.
vera ætlað að gefa börnum
sem búa í þéttbýli tækifæri til
að komast í snertingu við dýr
og finna lyktina af þeim. Með
því að umgangast hestana fái
krakkarnir e.t.v. á tilfinning-
una hversu gefandi og þrosk-
andi það sé að stunda hesta-
mennsku. Þau læri að bera
ábyrgð á öðram, taka tillit til
hestsins og hemja skap sitt
þegar illa gengur. Bömin læri
líka að treysta reiðskjótanum
og finna að hesturinn treystir
þeim.
Verkefnið er styrkt af
framleiðnisjóði landbúnaðar-
ins og er unnið í samvinnu við
Ishesta og Fræðslumiðstöð
Reykjavíkur. Alls munu sjö
skólar í Reykjavík taka þátt í
verkefninu að þessu sinni.
Hulda og Bryndís segja fleiri
skóla og sveitarfélög hafa
sýnt því áhuga en framhaldið
ráðist af fjárveitingu.
Morgunblaðið/Golli
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri skoðar
sögusafnið, sem sett hefur verið upp í Fjölbrautaskól-
anum í Breiðholti í tilefni af 25 ára afmæli skólans.
Fjölbrautaskól-
inn í Breið-
holti 25 ára
Breiðholt
FJÖLBRAUTASKÓLINN
í Brciðholti, FB, er 25 ára
um þessar mundir en skól-
inn tók til starfa 4. októ-
ber 1975. Starfsmenn
skólans, núverandi og
fyrrverandi nemendur og
aðrir velunnarar standa af
því lilefni fyrir afmælis-
hátið sem hófst í fyrradag.
Meðal dagskráratriða
er sögusýning og mynd-
listarsýning fyrrverandi
nemenda FB í Gerðubergi.
Á dagverður haldin
íþróttahátíð í íþróttaluisi
skólans og boðið upp á
skemmtidagskrá í göngu-
götunni Mjódd. í kvöld kl.
20.30 standa fyrrverandi
nemendur fyrir menning-
arkvöldi í Gerðubergi. Á
morguri verður opið hús í
FB og afmælishátíðinni
lýkur á um kvöldið með
viðhafnardansleik í
íþróttahúsinu við Austur-
berg frá kl. 21 til 1.
FB er fyrsti fjölbrauta-
skóli landsins og á sfðustu
25 árum hafa 8000 nem-
endur útskrifast frá skól-
anum. FB er fjölmennasti
framhaldsskóli Iandsins en
1300 nemendur stunda
nám við dagskóla og um
800 í kvöldskóla. Kennar-
ar og starfslið eru um 150.