Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBE R 2000
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Endurbótum á Akureyrarflugvelli lýkur senn
Morgunblaðið/Kristján
Brottfararsalurinn hefur verið lagfærður, veitingaaðstaða færð til í húsinu og byggður glerskáli austan megin
við húsið með útsýni yfir flugbrautina.
Aðstaða bætt og
öryggi farþega aukið
Morgunblaðið/Kristj án
Halla Björg Reynisdóttir, flugumferðarstjóri á Akureyri, við ratsjár-
mynd sem sýnir flugumferð yfir íslandi, en búnaðurinn var nýlega sett-
ur upp í flugturninum á Akureyrarflugvelli og eykur mjög öryggi.
UMFANGSMIKLAR endurbætur
hafa staðið yfir á Akureyrar-
flugvelli og í flugstöðvarbygging-
unni í sumar og haust og fer þeim
senn að Ijúka. Lítið sem ekkert hef-
ur verið hróflað við þeim hluta
byggingarinnar sem nú hefur
gengið í endurnýjun lífdaganna síð-
ustu fjóra áratugi. Nýr búnaður í
flugtumi og endumýjun brautar-
ljósa á flugvellinum auka öryggi
vallarins til muna.
Sigurður Hermannsson umdæm-
isstjóri Flugmálastjórnar á Norður-
landi sagði að nokkurt rask hefði
fylgt framkvæmdum en farþegar
og starfsfólk sýnt mikla þolinmæði.
Nú væru allir vonandi ánægðir,
enda hefði flugstöðin fengið mikla
andlitslyftingu.
Brottfararsalur stækkaður og
veitingaaðstaða færð
Aðstaða starfsmanna var flutt af
fyrstu hæð byggingarinnar upp á
aðra hæð. Rýmið sem við flutning-
inn losnaði á fyrstu hæðinni er nú
notað undir fragtafgreiðslu. Mestu
breytingamar era á miðhluta flug-
stöðvarinnar, í brottfararsal og
veitingasal. Byggður var glerskáli
til austurs og salurinn þannig
stækkaður, veitingasalan var færð
til í húsinu og þar sett upp borð og
stólar.
Nýr glergangur hefur verið
reistur fyrir komufarþega og í enda
hans verður sett upp vegabréfa-
skoðun til að uppfylla megi kröfur
vegna Schengen-samkomulagsins.
Því verkefni verður lokið á næsta
ári.
Engar meginbreytingar eða end-
urbætur hafa verið gerðar á þess-
um hluta flugstöðvarbyggingarinn-
ar í 40 ár, en þetta er elsti hluti
byggingarinnar. Sigurður sagði því
tíma hafa verið kominn á að lag-
færa salinn og færa hann til nú-
tímalegra horfs.
Þá er unnið við það að seija upp
ný brautarljós á flugbrautinni og
sagði Sigurður það auka öryggi á
vellinum. Endurbætur hafa einnig
verið gerðar í flugturni og þar sett
upp ný og fullkomin tæki sem einn-
ig miða að þvf að auka öryggi. End-
urnýjun búnaðarins í tuminum
fólst m.a. í því að settur var upp
skjár, sem er beintengdur við skjá
Flugumferðarstjómar í Reykjavík
og geta flugumferðarstjórar á Ak-
ureyri nú séð alla flugumferð yfir
landinu og hefur það aukið öryggi í
fór með sér. Nýtt sjálfvirkt veður-
kerfi var einnig sett upp í flugturn-
inum en þar má fylgjast með öllum
breytingum sem verða á veðri.
Verkefnum í flugturninum er ekki
lokið, eftir er að lagfæra vinnuað-
stöðu flugumferðarsfjóra og verður
það gert á næsta ári.
Á síðasta ári fóm 194 þúsund far-
þegar um Akureyrarfiugvöll og
hafði þá fjölgað um 13 þúsund frá
því árið áður og er aukningin um
8%. Tölur liggja fyrir um fjölda far-
þega á fyrstu 6 mánuðum þessa árs,
en þá fóm rúmlega 99 þúsund far-
þegar um völlinn og sagði Sigurður
að stefndi í að farþegamir yrðu um
200 þúsund á þessu ári.
Kostnaður við breytingar á flug-
stöðinni nemur um 66 milljónum
króna, endurnýjun brautarjjósanna
27 milljónir og þá var kostnaður við
breytingar í flugturni um 12 milij-
ónir króna. Þá er áætlað að kostn-
aður við vegabréfaskoðun og fleira
vegna Schengen kosti um 6 milljón-
ir króna. Alls nemur því kostnaður
við þessar breytingar um 111 miljj-
ónum króna.
Framkvæmdastj óri SVÞ um breyt-
ingar á tollafgreiðslu Islandspósts
Fullur skilning-
ur á að leysa
þurfí
SAMTÖK verslunar og þjónustu,
SVÞ, hafa átt í viðræðum við Is-
landspóst vegna fyrirhugaðra
breytinga á tollafgreiðslu fyrirtæk-
isins til landsins. Breytingamar
fela það m.a. í sér að framvegis
þarf að skila tollskýrslum til Toll-
stjórans í Reykjavík en ekki tál
pósthúsa eins og áður var hægt.
Eins og fram kom í Morgunblað-
inu í gær eru kaupmenn á Akur-
eyri mjög óhressir með þessar
breytingar og telja að vöruaf-
greiðslu muni seinka í kjölfarið.
Sigurður Jónsson, framkvæmda-
stjóri SVÞ, sagði að fjölmargir
verslunarmenn úti á landi hefðu
haft samband við samtökin vegna
þessa máls. Hann sagði að innan
Islandspósts væri fullur skilningur
á því að leysa þyrfti málið, þannig
að báðir aðilar hefðu hag af.
Sigurður sagði að fulltrúar ís-
landspósts myndu mæta á aðal-
fund Kaupmannafélags Akureyrar
nk. mánudag, til að gera grein fyrir
þessu máli. A þriðjudag eða mið-
málið
vikudag er svo stefnt að fundi
íslandspósts með verslunarmönn-
um á Selfossi.
Um næstu áramót verður öll
tollafgreiðsla fyrirtælqa að fara
fram með rafrænni SMT-toll-
skýrslu. Sigurður sagði að SVÞ
hefði átt viðræður við ríkistoll-
stjóra á árinu vegna þessa. „Við
höfum lagt á það mikla áherslu að
þessi ríkisstofnun verði aðgengileg
fyrir litlu fyrirtækin. Þau geti kom-
ist inn á vefsíðu tollstjóra og lokið
við sínar tollskýrslur þar. Ef þau
hins vegar kjósa að kaupa þessa
þjónustu af millilið geta þau það
líka,“ sagði Sigurður.
Hann sagði að tollstjóraembætt-
ið myndi á næstu dögum tilkynna
hvemig þessum málum verður
háttað frá og með næstu áramót-
um. „Það er tíminn fram til ára-
móta sem er vandamál en Póstur-
inn telur sig þurfa þriggja mánaða
aðlögun að þessu nýja kerfi og því
er nauðsynlegt að menn ræði sam-
an.“
Dixielandsveit
í Deiglunni
ÞAÐ ER ekki oft að heil Dixieland-
hljómsveit frá höfuðborgarsvæðinu
leggur land undir fót út á lands-
byggðina og má því teljast til tíð-
inda að níu manna Dixielandhljóm-
sveit Árna ísleifssonar heldur
norður í land um næstu helgi.
Hljómsveitin heldur tónleika í
Deiglunni á Akureyri á föstudags-
kvöld 6. október kl. 22 og á Hótel
Húsavík laugardag 7. október, en
þar verður jafnframt haldinn dans-
leikur á eftir, þar sem tækifæri
gefst til að dansa eftir hvers konar
tónlist allt frá Charleston upp í
sveiflurokk.
Þessi hljómsveit var stofnuð fyr-
ir tveimur árum og hefur leikið
víða í Reykjavík og nágrenni en
einnig á Jazzhátíð Egilsstaða sl.
sumar.
Meðlimir sveitarinnar eru: Arni
Isleifsson píanóleikari, stjórnandi
og útsetjari, Björn Björnsson ten-
órsax, Friðrik Theodórsson takka-
básúna, söngur og kynningar, Guð-
mundur Norðdahl klarinett og
altsax, Guðmundur Steinsson
trommur, Leifur Benediktsson
bassi, Sverrir Sveinsson kornett,
Þórarinn Óskarsson sleðabásúna
og Örn Egilsson banjó og gítar.
Hagyrðinga- og
sönghátíð í kvöld
LIONSKLÚBBUR Akureyrar og
Lionsklúbburinn Vitaðsgjafi
standa fyrir hagyrðinga- og söng-
hátíð í Iþróttahúsinu við Hrafna-
gilsskóla í kvöld, föstudaginn 6.
október kl. 20.30, undir yfirskrift-
inni „Er hláturtaugin í lagi?“
Fimm landsþekktir hagyrðingar,
Björn Ingólfsson, Ósk Þorkelsdótt-
ir, Friðrik Steingrímsson, Hjálmar
Freysteinsson og Pétur Pétursson
munu leiða saman hesta sína á
skemmtuninni en kynnir er Birgir
Sveinbjörnsson. Að auki munu
tveir af þekktustu söngvurum þjóð-
arinnar stíga á svið, þau Oskar
Pétursson og Sigrún Hjálmtýsdótt-
ir.
Miðaverð er 1.500 krónur en
ágóðanum verður varið til kaupa
og þjálfunar á fíkniefnaleitarhundi
fyrir lögregluna á Akureyri. For-
sala aðgöngumiða fer fram í Bóka-
búð Jónasar á Akureyri.
Nett ehf. sér um rekst-
ur netkerfis bæjarins
AKUREYRARBÆR hefur samið
við Nett ehf. um rekstur netkerfis
bæjarins, fjarskiptatenginga stofn-
ana bæjarins, netþjónustu og um
notendaþjónustu við starfsmenn
bæjarins. Samningurinn er gerður
í kjölfar útboðs á vegum Ríkis-
kaupa og bárust tilboð frá öllum
stærstu tölvufyrirtækjum á Akur-
eyri auk Islandssíma hf. og Áiits
hf. í Reykjavík.
Samningurinn, sem er sá stærsti
sem Nett hefur gert til þessa, fel-
ur í sér að Nett mun annast marg-
víslega þjónustu við starfsmenn og
stofnanir bæjarins. Sem dæmi má
nefna rekstur og hýsingu á net-
þjónum, tengingu á öllum grunn-
skólum við Netið hjá Nett með 2
mb gagnalínum og tengingu á öll-
um leikskólum og ýmsum stofnun-
um sem hingað til hafa ekki verið
með fastlínutengingu, alls 23 að
tölu. Þessu til viðbótar hefur Ak-
ureyrarbær falið Nett að annast
notendaþjónustu við starfsmenn
bæjarins, sem var ekki innan út-
boðsins. Jón Ellert Lárusson,
framkvæmdastjóri Nett, sagði að
Akureyrarbær sýndi fyrirtækinu
og starfsmönnum þess mikið
traust, samningurinn væri stór og
mikilvægur áfangi í framtíðarupp-
byggingu Nett. Hann sagði að Ak-
ureyrarbær væri þarna að fara
nýjar leiðir við rekstur upplýs-
ingakerfis sveitarfélagsins, vinna
ákveðið brautryðjendastarf og að
mörg önnur sveitarfélög muni
fylgjast með hvernig til tekst.
Starfsfólki
fjölgað
Jón Ellert sagðist þess fullviss
að fleiri sveitarfélag myndu fylgja
fordæmi Akureyrarbæjar og bjóða
þennan þátt í rekstri sínum út.
Hann sagði ekkert því til fyrir-
stöðu að Nett geti tekið að sér
sambærileg verkefni fyrir önnur
sveitarfélög og þá muni sú reynsla
sem starfsmenn fyrirtækisins hafi
aflað sér af starfinu fyrir Akureyr-
arbæ koma að góðum notkum.
Yfirmaður netverkefnisins hjá
Nett er Ásmundur Agnarsson og
Jóhann Eiríksson stýrir notenda-
þjónustunni. Fyrir liggur að samn-
ingurinn kallar á fjölgun starfs-
fólks hjá Nett og þegar hafa verið
ráðnir tveir nýir starfsmenn vegna
verkefnisins sem munu hefja störf
á næstu dögum.