Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 26

Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ 26 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 ÚRVERINU Ljósmynd/Ulfar Steindórsson Valgerður Sverrisddttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, setur rækjuverksmiðjuna Fogo Island Shrimp í gang. Islensk rækjuverksmiðja og veiðarfæragerð á Nýfundnalandi Valgerður Sverrisdótt- ir gangsetti fyrirtækin I OPINBERRI heimsókn Valgerðar Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, til Nýfundnalands og Nova Scotia í síðustu viku opnaði hún formlega tvö fyrirtæki á sviði sjávarútvegs. Annað fyrirtækið er rækjuverksmiðja á Fogo-eyju undan strönd Nýfundnalands og hitt er netaverkstæði og þjónustumiðstöð á Nýfundnalandi. Rækjuverksmiðjan sem Valgerð- ur opnaði á Fogo-eyju heitir Fogo Island Shrimp og er samstarfsverk- efni samvinnufélagsins Fogo Island, sem er í eigu íbúa eyjarinnar, og eignarhaldsfélags í eigu Snæfells, Samherja og Nýsköpunarsjóðs. Verksmiðjustjórinn er Islendingur, Andri Þorleifsson, en ætlunin er að vinna rækju af heimabátum við Fogo og af öðrum bátum á svæðinu. Rækjuverksmiðjan var áður á Islandi Rækjuveiðitímabilið á þessu svæði er frá maí og fram í september, en síðan eru möguleikar að kaupa rækju af stærri rækjuskipunum sem veiða úthafsrækju og að kaupa af skipum sem eru við veiðar á Flæmska hattinum. Með þessu móti má halda vinnslunni gangandi í 10- II mánuði á ári í stað þess að einung- is væri hægt að vinna í 4-5 mánuði ef aðeins væri treyst á afla frá heima- bátunum. Rækjuverksmiðjan er ættuð frá Islandi, en hún var starfandi í Ólafs- vík þar til fyrir rúmum tveimur ár- um þegar rækjukvótinn minnkaði, og mun hún fá þjónustu frá íslensk- um fýrirtækjum á Nýfundnalandi. Þegar Úlfar Steindórsson, fram- kvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, er spurður út í aðkomu Nýsköpunar- sjóðs að þessu verkefni segir hann að Snæfell hafi átt frumkvæðið að verk- efninu og fengið Samherja í lið með sér. Þessi fyrirtæki hafi komist að þeirri niðurstöðu að það þyrfti viðbót inn í þetta verkefni og þess vegna hafi verið leitað til Nýsköpunarsjóðs. „Menn litu bæði á þetta sem tæki- færi til að taka þátt í þessu með ís- lensku fyrirtækjunum og til að geta fengið tengingu inn á Nýfundna- landssvæðið, með það í huga að ef til vill væru fleiri íslensk fyrirtæki sem hefðu áhuga á að fara út í starfsemi þarna,“ segir Úlfar. Netagerð Vestíjarða og Hampiðjan meirihlutaeigendur Rope, Net & Twine Netaverkstæðið Rope, Net & Twine Ltd. var stofnað árið 1992. Lögð var áhersla á hönnun og vinnu á rækjutrollum og einkum höfðað til smærri báta, 15-25 metra langra. Árin 1996 og 1997 átti Rope, Net and Twine í náinni samvinnu við fyrir- tækið ísfell á íslandi og hóf þá að kaupa trollnet og kaðla frá Hampiðj- unni. A frétt í Morgunblaðinu í síðustu viku mátti skilja að Hampiðjan væri eini eigandi Rope, Net & Twine, en fyrr á þessu ári keypti eignarhalds- félagið Kandís, sem er að jöfnu í eigu Hampiðjunnar og Netagerðar Vest- fjarða, meirihluta í félaginu. Eftir kaup Kandís í félaginu keypti félagið 800 fermetra húsnæði í bænum Spaniards Bay, sem stað- settur er á milli tveggja helstu lönd- unarhafna þeirra skipa sem stunda veiðar í Flæmska hattinum. Um 60- 70 skip eiga rétt til veiða í Flæmska hattinum og er markmið fyrirtækis- ins að ná í stóran hlut af þjónustunni við þessi skip og fleiri, meðal ann- arra skip sem eru við grálúðu- og karfaveiðar. Auk neta verður á boð- stólum öll járnavara, þar með taldir toghlerar, hreinsiefni, umbúðir og fleira. Fyrirtækið hefur í samvinnu við Hampiðjuna, Netagerð Vestfjarða og Neta- og veiðarfæragerðina á Siglufírði skipulagt ferð í tilrauna- tankinn í St. John’s í lok þessa mán- aðar. Þar verður lögð áhersla á rækjutroll og hlera tilheyrandi þeim veiðum, ný hönnun verður kynnt og útfærslur af eldri trollum sýndar. Þátttakendur verða meðal annarra skipstjórnarmenn á rækjuskipum og netagerðarmenn. Aðalfundur Samtaka fískvinnslustöðva Rætt um breytingar á starfsumhverfinu AÐALFUNDUR Samtaka fisk- vinnslustöðva verður haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum í dag. Auk hefðbundinna mála, sem snerta afkomu greinarinnar, verður rætt um breytingar á starfsum- hverfinu, en frummælendur munu fjalla um þær og þær teknar fyrir í pallborðsumræðum auk þess sem sjávarútvegsráðherra flytur ávarp. Arnar Sigurmundsson, formaður SF, segir að það sem geri þennan fund sérstakan miðað við oft áður sé að skýrsla auðlindanefndar er nýkomin fram og Evrópuumræðan með öllum þeim afbrigðum sem henni fylgja er á fullri ferð. „Þetta tengist líka skýrslu utanríkisráð- herra til AJþingis í vor, en þar var því varpað fram til hagsmunasam- taka að taka þessi mál fyrir á fund- um sínum og með þessu erum við meðal annars að gera það,“ segir Arnar. Arnar flytur skýrslu stjórnar og Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra ávarpar fundargesti. Ari Edwald framkvæmdastjóri Sam- taka atvinnulífsins flytur síðan er- indi sem hann kallar Stöðu atvinnu- lífsins á tímum mikilla breytinga og Sigurður Einarsson forstjóri Kaup- þings verður með erindið Getur ís- lenskur sjávarútvegur skilað viðun- andi arðsemi? Islenskur sjávarút- vegur og Evrópusambandið er yfirskrift pallborðsumræðna undir stjórn Páls Benediktssonar frétta- manns en þátttakendur eru Róbert Guðfinnsson stjórnarformaður SH og Þormóðs ramma-Sæbergs, Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Vil- hjálmur Egilsson alþingismaður og formaður efnahags- og viðskipta- nefndar, Gunnar Tómasson stjórn- arformaður Þorbjarnar og Björg- ólfur Jóhannsson forstjóri Síldar- vinnslunnar. ERLENT Danir áhyggjufullir vegna fyrirætlana ESB í Nice Óttast að missa neitunarvald Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. SVÓ virðist sem Danir verði að láta í minni pokann hvað varðar neitunar- vald innan EvrópUsambandsins. Dönsk stjómvöld hafa lagt allt kapp á að halda því og hafa notið fulltingis þjóða á borð við Svía og Breta. Fram- kvæmdastjórn ESB með forsetann, Romano Prodi, í broddi fylkingar þrýstir nú hinsvegar mjög á um að draga úr neitunarvaldi einstakra þjóða og taka þess í stað upp meiri- hlutaatkvæðagreiðslur í ráðherraráði sambandsins, þar sem slíkt sé frekar í anda lýðræðis. Dönsk blöð vitna í Poul Skytte Christoffersen, sendiherra Danmerk- ur hjá ESB, en hann segir Breta nú hallast að því að draga úr neitunar- valdinu, nokkuð sem veldm- Dönum miklum áhyggjum og var eitt af því sem tekist var á um í kosningabarátt- unni fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðild að evrópska myntbandalag- inu sem fram fór í síðustu viku. Andstæðingar aðildar hafa þrýst mjög á stjómina um að tryggja það að Danir geti beitt neitunarvaldi í mál- um er varða t.d. danska velferðar- kerfið. Vilja þeir koma í veg fyrir að borgarar ESB-landa eigi rétt til að þiggja þjónustufélagslega kerfisins í hvaða ESB-landi sem þeir séu stadd- ir, en Danir óttast að velferðarkerfi þeirra muni freista margra Suður- og síðar Austur-Evrópubúa. Prodi vill meiri völd fram- kvæmdastjórnarinnar Prodi vill neitunarvaldið á brott og er fastlega búist við að samþykktar verði takmarkanir á því á leiðtoga- fundi ESB í Nice í desember. Segir Prodi nauðsynlegt að draga svo úr neitunarvaldinu áður en aðildarlönd- um ESB fjölgar, svo að það verði ein- ungis notað í undantekningartilfell- um. I ræðu í Evrópuþinginu á þriðju- dag ræddi Romano Prodi áhyggjur sínar af lýðræðislegum ákvörðunum innan ESB og hvatti í því sambandi til þess að völd framkvæmdastjómar- innar og áhrif yrðu aukin, nokkuð sem er meirihluta Dana þyrair í aug- um. Sagðist Prodi áhyggjufullur vegna tilhneigingar ýmissa ESB- ríkja til þess að eiga beint samstarf í Reuters Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. stað þess að taka mál upp í sameigin- legum stofnunum sambandsins. Slíkt myndi einungis leiða til þess að ESB yrði að hálfgerðum „kjaftaklúbbi" og skrifræðisstjóm þar sem lýðræðisleg áhrif aðildariandanna væm engin. Hvatti Prodi til þess að framkvæmda- stjómin yrði „deigla“ þar sem hags- munir og átök ólíkra þjóða tækjust á og niðurstaðan yrðu tillögur sem sameinuðu þessa ólíku hagsmuni. Prodi minntist enn einu sinni á nið- urstöðu danska þjóðaratkvæðisins sem hann harmaði en kvaðst þó virða hina heilbrigðu umræðu sem fram hafi farið. Lagði hann til að tvö stærstu málin innan ESB, stækkun þess og samband ríkisstjóma aðildar- landanna og framkvæmdastjórnar- innar, yrðu rædd opinskátt í aðildar- löndunum, rétt eins og hefði átt sér stað í Danmörku. Þá sagði Prodi að gefa ætti þeim ESB-löndum, sem vilja meira og nán- ara samstarf innan sambandsins, færi á að vinna að því. Þetta hefur verið nefnd tveggja hraða Evrópa og hefur vakið áhyggjur margra aðildarlanda, þar sem þau óttast að draga muni mjög úr áhrifum þeirra sem vilja fara sér hægar í sameiningarferlinu. Það em einkum Þjóðveijar, Frakkar og nú síðast Belgar sem hafa lýst áhuga á auknu samstarfi, eins konar hrað- ferð í tveggja hraða Evrópu. Tobaksauglýsingar í ESB Bann úrskurð- að ólöglegt Genf, Lúxemborg. AFP, AP. DÓMSTÓLL Evrópusambandsins í Lúxemborg úrskurðaði í gær að til- skipun sambandsins frá 1998 um bann við tóbaksauglýsingum væri ólögmæt. I forsendunum fyrir banninu sögðu stjórnir sambands- ins og þing ESB á sínum tíma að með því væri verið að tryggja frjálsa samkeppni og viðskipti á innri markaði ESB en dómstóllinn telur að stjórnvöld hafi farið út fyr- ir valdsvið sitt með banninu. Tóbaksframleiðendur í Bretlandi andmæltu á sínum tíma tilskipun- inni. Ljóst þykir að sambandið geti sett lög um bann við tóbaksauglýs- ingum á þeirri forsendu að tóbak sé heilsuspillandi en tekið gæti mörg ár að koma slíkum lögum í gegn vegna þess að öll aðildarríkin 15 yrðu að samþykkja þau. David Byme, sem fer með mál- efni heilsu og neytenda í fram- kvæmdastjórn ESB, sagði í gær að bannið hefði verið ógilt með vísan til lagatæknilegra atriða. Samband- ið myndi eftir sem áður berjast gegn tóbaksreykingum. Gro Harlem Brandtland, yfir- maður Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar (WHO), harmaði í gær niðurstöðuna og hvatti einstök að- ildarríki ESB til að setja eigin lög um bann við tóbaksauglýsingum. „Við vitum að tóbaksframleiðend- ur hafa breytt framleiðslu sinni með það að markmiði að neytendur verði fljótt háðir vörunni og hún verði vanabindandi. Hér er því ekki um frjálst val að ræða,“ sagði Bmndt- land í yfirlýsingu sinni. Þar sagði ennfremur að tóbaksfíkn væri sjúk- dómur sem breiddur væri mark- visst út með auglýsingum, tengingu við íþróttir, með markaðssetningu og kostun tóbaksfyrirtækja. Alþjóðaakstursíþróttasambandið, FIA, ákvað á miðvikudag að tób- aksauglýsingar og kostun tóbaks- framleiðenda í tengslum við atburði á vegum þess yrðu bannaðar frá ár- inu 2006.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.