Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Pétur Einarsson í hlutverki Lés konungs.
Við eig-um að vera
undir smásjá
Borgarleikhúsið frumsýnir í kvöld Lé kon-
ung eftir William Shakespeare. Súsanna
Svavarsdóttir ræðir við leikhússtjórann
Guðjón Pedersen, sem jafnframt er leik-
stjóri sýningarinnar, um Lé, verkefnaval
vetrarins, stefnu og framtíðarsýn.
GUÐJÓN Pedersen, hinn nýi leik-
hússtjóri Borgarleikhússins, fer
glæsilega af stað með sitt fyrsta leik-
ár. Fyrsta frumsýning vetrarins er
sjálfur Lér konungur, eftir William
Shakespeare, einn fegursti harmleik-
ur allra tíma.
Með frumsýningunni brýtur Guð-
jón blað í sögu Borgarleikhússins því
þar hefur ekki áður
verið sett upp leikrit
eftir Shakespeare.
Hins vegar er Guð-
jón leikstjóri sýningar-
innar og má með sanni
segja að hann sé á
heimavelli, því þetta er
sjöunda leikrit Shake-
speares sem hann setur
á svið frá því 1990 er
hann leikstýrði Óþelló í
N emendaleikhúsi.
Rómeó og Júlía fylgdi í
kjölfarið í Þjóðleikhús-
inu, síðan Draumur á
Jónsmessunótt í Nem-
endaleikhúsinu, Ofviðr-
ið í Stokkhólmi, Mac-
beth hjá Frú Emilíu í
Héðinshúsinu og Sem yður þóknast í
Þjóðleikhúsinu.
En það er ekki bara nýtt leikrit,
nýtt leikár hjá Guðjóni, heldur nýtt
stai-f í nýju húsi - starf sem hann
hafði nokkurt inngrip í þar sem hann
stýrði leikhúsinu Frú Emilía um
nokkurra ára skeið. Þegar hann er
spurður hvernig honum lítist á nýja
starfið Borgarleikhúsinu, svarar
hann því til að sér lítist „vel“ á það.
„Ég er að læra eitthvað nýtt á hveij-
um degi og á margt ólært - en mér
finnst gaman að mæta í vinnu á
morgnana.“
Nú hefurðu haft hálft ár til að læra
á húsið og Leikfélag Reykjavíkur.
Hvað hefur komið þér mest á óvart?
„Það sem er kannski nýjast fyrir
mér er að það er miklu fleira sam-
starfsfólk hér en var í Frú Emilíu.
Þar vorum við oft á tíðum bara tveir
við Hafliði Arngrímsson. Við gátum
þagað heilu dagana saman og það
skildist. Hér er miklu fleira fólk í
maskínunni."
Ekkert uppvask
Hveijir finnst þér vera helstu kost-
ir og gallar við skipulagið í húsinu?
„Það sem ég stefni að og veit að
verður kostur - en er ekki enn orðinn
kostur því ég er nýr og ég er að læra á
fólkið og það er að læra
á mig - er að ég get ein-
beitt mér meira að leik-
urunum, leikstjórunum
og vissri framtíðarsýn.
Eg hlakka til þess. Það
er mikill munur frá
þeim leikhúsum sem ég
kem frá þar sem maður
var í öllu og endaði á því
að sópa gólfið áður en
áhorfendur komu inn,
vaska upp og gera allt.
Helsti kosturinn er sá
að Leikfélagi Reykja-
víkur hefur tekist að
reka þetta með ekki svo
mörgum starfsmönnum
og við erum í mjög nán-
um tengslum hvert við
annað. Ef við tökum leikhús með
sambærilegar sýningar, til dæmis
Deutsche Teater í Hamborg með
hundrað þúsund áhorfendur, sem er
eins og gott ár hjá okkur, þá eru um
400 starfsmenn þar. Hér eru um sex-
tíu manns í föstu starfi. Vegna smæð-
arinnar getum við því á hverjum degi
tekist á við þau vandamál sem koma
upp.
Helsti gallinn er sá að það hefur
mikið af þekkingu farið út úr húsinu.
Ég varð mjög undrandi þegar ég sá
hvað var í rauninni lítið til af þekk-
ingu hér eftir hundrað ára starfsemi
leikfélagsins. Ég varð til dæmis að
byrja á því að búa til nýja almanna-
tengsladeild. Það var bara fyrirtæki
úti í bæ sem sá um almannatengslin
en ég vildi fá þennan hluta starfsins
inn í húsið. Mér ftnnst það afar mikil-
vægt vegna þess að það er verið að
taka ákvarðanir á hveijum degi um
sýningar og fleira. Við erum að semja
við fyrirtæki, tala við hina og þessa
hópa og almannatengsladeildin verð-
ur að vera mjög lifandi og fylgjast
mjög náið með því sem er að gerast til
þess að hún viti hvað hún er að bjóða
áhorfendum okkar. Þetta kemur líka
inn á útlit. Hvernig vill leikhúsið
kynna sig útlitslega? Og ég held að al-
mannatengsladeildin eigi að vera inn-
an um listamennina sem eru að búa til
sýningamar vegna þess að það eru
einstaklingamir sem geta hjálpað
okkur.“
Framtíðarsýn
Þú talar um framtíðarsýn sem fel-
ur í sér mikla kosti. Hver er hún?
„Hún er sú að við getum hér verið
með leikhús fyrir breiðan hóp en um
leið og ég segi það verðum við að geta
geta farið inn í sérþarfir. Við þurfum
að geta hlúð að minnihlutahópum
sem eru mjög margir í dag. Við verð-
um að geta hlúð að börnunum okkar,
eldra fólkinu, nýjum íslenskum leikr-
itum og nýjum erlendum leikritum.
Mig langar til þess að við getum
stofnað hér inni hóp til þess að sinna
því sem ekki má tala um - rannsókn-
arvinnu. Þegar maður segir „rann-
sóknar..." er orðið sjálft svo leiðin-
legt. En það sem ég á við er að getum
við verið djarfari með uppsetningar.
Við eigum að geta verið með hóp
héma innandyra sem getur tekið
visst tímabil og sýnt fjögur verk.
Hann ræður hvað hann eyðir miklum
tíma í það. Hann getur til dæmis
ákveðið að fullæfa verk á þremur vik-
um. Átta vikna æfingatími er orðinn
einhver regla hjá okkur. En þurfum
við svo langan æfingatíma? Ég held
ekki.“
Símennt og tengsl
við erlend leikhús
„Inni í þessari framtíðarsýn er líka
eitt sem ég tel afar mikilvægt og það
er að gefa leikurum, leikstjórum og
tækniliði tækifæri á símennt. í leik-
húsinu finnst okkur oft eins og þessi
náðargáfa, leiklistin, komi að ofan -
bara þegar okkur hentar. En ég held
að við verðum að vera miklu meira
vakandi fyrir því að endumýja okkur.
Það er vissulega dýrt að fara á
námskeið og við emm í basli með að
hafa í okkur vegna þess að í íslensku
leikhúsi era léleg laun en ég held að í
granninn snúist málið ekki um það.“
Heldur hvað?
„Ég held að það snúist um skort á
fullvissu um það hvert sé handverk
okkar leikhúsmanna. Þess vegna eig-
um við erfitt með að víkka það út.
Mér finnst við í leikhúsinu vera sú
Guðjón
Pedersen
Krislján Franklín Magnúss í hlutverki Játmundar.
stétt sem er lötust við að endumýja
sig.“
Hvers vegna heldurðu að það sé?
„Sumpart er þetta sjálfumgleði
sem verður til af því að fólk kemur að
sjá okkur. Aðsókn að leikhúsi er ekki
þannig að við þurfum að spyrja okkur
hvað sé að hjá okkur. Sumpart er
þetta líka vegna þess að við eram á
sama hraða í þessu gæðakapphlaupi
og aðrir. Én ég held að ástæðan sé
ekki sú að við viljum ekki endumýja
okkur. Að minnsta kosti er það alltaf
svo að þegar koma erlendir listamenn
til okkar og kenna okkur eitthvað
nýtt, segjum við: Æðislegt - þetta var
gaman.“
Musteri eða grafhvelfing
tungunnar
„Við þurfum líka að tengjast út fyr-
ir landið, koma okkur í samstarf við
erlend leikhús og leikhópa. Ég sæi
ekkert að því að hingað kæmu fimm
erlendir leikarar sem lékju með fimm
íslenskum leikuram og við lékjum á
ensku, dönsku eða einhverju öðra
tungumáli. Það er alltaf verið að tala
um að tungumálið bindi okkur við ís-
land en ég held að það eigi ekki við
lengur."
Hvers vegna hefur tungumálið
bundið okkur fremur en aðrar þjóðir?
„Það er vegna þess að hjá okkur er
tungumálið svo heilagt. Við þýðum
allt, meira að segja það sem er ekki
hægt að þýða - orðatiltæki og hend-
ingar sem komast ekki til skila í þýð-
ingu. Það er alveg rétt að leikhúsið er
að mörgu leyti musteri tungunnar.
En það má ekki vera dautt. Þá er það
orðið grafhvelfing tungunnar."
Vil afsanna að
klassíkin sé þung
Á efnisskrá vetrarins eru nokkur
stórvirki úr leikbókmenntunum, sum
hver sem leikhúsáhugafólk hefur ár-
um, jafnvel áratugum, saman beðið
eftir að verði færð á svið hér, eins og
Lér konungur og Beðið eftir Godot.
Frá fyrra ári verða fjórar sýningar
teknar upp; Einhver í dyranum sem
framsýnt var í Listahátíð í vor,
Skáldanótt, Kysstu mig Kata og Sex í
sveit. Þau verk sem Guðjón hefur val-
ið á efnisskrána í vetur era, auk Lés
konungs og Beðið eftir Godot, Abigail
heldur partí eftir Mike Leigh, Þjóð-
níðingur eftir Henrik Ibsen, Öndveg-
iskonur eftir Wener Schwab, Kontra-
bassinn eftir Patrick Súskind,
Blúndur og blásýra eftir Joseph
Kesselring og bamasýningin verður
Móglí eftir Rudyard Kipling.
Þær gagnrýnisraddir hafa heyrst
að verkefnavalið hjá þér sé nokkuð
þung þar sem hún inniheldur nokkuð
mikil stórvirki úr leikbókmenntasög-
unni. Hverju svarar þú því?
„Ætli ég sé ekki að afsanna það að
klassíkin þurfi að vera þung og leiðin-
leg. Shakespeare þarf til dæmis ekki
að vera þungur og leiðinlegur eins og
fólk hefur séð bæði hér í uppfærslum
síðustu ára og í kvikmyndum.
Hvað Þjóðníðingana eftir Ibsen
varðar þá held ég að það sé eitt af
þeim verkum Ibsens sem hefur hvað
best staðið af sér tímann og það gæti
næstum því verið að gerast á íslandi í
dag.“
Og víst er það vegna þess að Þjóð-
níðingurinn fjallar um lækninn Tóm-
as Stockmann sem stendur einn gegn
samfélaginu þegar hann gerir upp-
götvun sem setur væntanlegar stór-
framkvæmdir bæjarins í uppnám. Þá
vakna spurningar eins og: Hvers virði
er sannleikurinn gegn auðsóttum
gróða? Hversu langt eram við tilbúin
að ganga í baráttunni fyrir réttlæti?
Hvenær era hagsmunir samfélagsins
mikilvægari en tjáningarfrelsið? Tví-
mælalaust eitt besta verk Ibsens.
„Beðið eftir Godot er verk sem
margir leikhúsáhugamenn hafa beðið
lengi eftir en hinn almenni áhorfandi
myndi líklega segja að það væri leið-
inlegt," segir Guðjón en engu að síður
er þetta eitt merkasta leikverk sem
skrifað var á 20. öldinni og fjallar um
þá Vladimir og Estragon sem bíða
eftir Godot, einhverju tákni frá hon-
um eða skilaboðum. Þeir gera sér
ekki grein yfir því hvers vegna þeir
bíða, hafa orð á því að hengja sig en
spottaleysi hrjáir. Þetta er áleitin lýs-
ing á hlutskipti og getuleysi mann-
anna á tímum tækni og framfara,
guðleysis og trúarþarfar. Það lýsir
þiðinni eftir frelsun, björgun, leið-
sögn - stærsti kosturinn er húmor-
inn.
Kontrabassann setti Guðjón upp á
Laugavegi 32 á sínum tíma og vai-
hann annað vei'kefnið hjá Frú Emilíu.
Guðjón segist setja það upp núna
vegna þess að svo fáir hafi átt þess
kost að sjá það í litla húsnæðinu á
Laugaveginum.
„Verkið fjallar um svo skemmtilegt
efni sem mér finnst að fleiri ættu að
sjá það,“ segir hann.
Lér er maður
sem á margt dlært
En hvers vegna Lér konungur af
öilum verkum Shakespeares?
„Það era í rauninni margar ástæð-
ur fyrir því. Fyrst er að nefna að ég
hafði val á nokkram leikurum hér