Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 42
f. 42 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
Fj arlægir
forsetar
I menningarríkjum erframkoma ígarð
aldraðra höfð til marks um uppeldi, sið-
rœnan proska og mannkosti.
ASAMA tíma og aldr-
aðir koma saman við
Alþingishúsið til að
mótmæla bágum
kjörum er um það
deilt á íslandi hvort stjómmála-
stéttin sé í viðunandi tengslum við
umhverfi sitt og samtíma.
Annáluð alvörumenni hafa verið
staðin að því að skella upp úr.
Þeir eru þó fleiri, sem sitja á
strák sínum af virðingu við aldraða
í þessu landi, enda er þeim hinum
sömu fullkunnugt um launahækk-
anir þær, er íslenskir stjómmála-
menn hafa tryggt sér síðustu miss-
erin og „kjarabætumar", sem
öldruðum hafa verið skammtaðar.
Deila þessi vekur sérstaka at-
hygli sökum þess hverjir bera
hana uppi. Astæða er til að taka
fram að það em þeir Halldór
Blöndal, forseti Alþingis, og Ólaf-
VIÐHORF Grlm^ifor-
seti lýðveldis-
ins Islands,
sem deila um
Eftir Asgelr
Sverrisson
það hvort íslenskir ráðamenn séu í
tengslum við umhverfi sitt og sam-
tíma.
Þessi skoðanaskipti hófust er
Ólafur Ragnar Grímsson vék að
því efnislega í svonefndri ,4nnsetn-
ingarræðu“ sinni (e. „inaugural
address“) að Aiþingi íslendinga
hefði fjarlægst þjóðina og endur-
speglaði hvorki lengur hana né
eigin samtíma. Líkt og vænta
mátti vöktu þessar réttmætu
ábendingar forseta lýðveldisins
litla kátínu hjá þingheimi. Var for-
setinn þó einungis að greina frá
viðhorfum, sem kallað hafa fram
mikla umræðu víða erlendis um
framþróun lýðræðis á tímum örra
breytínga.
Loks kom að þvi að þingmenn
gátu launað sendinguna. Þegar AI-
þingi kom saman á mánudag svar-
aði forseti samkundunnar, Halldór
Blöndal, „sameiningartákniþjóð-
arinnar" fullum hálsi. Það væri
gjörsamlega fráleitt að halda því
fram að Alþingi íslendinga hefði
fjarlægst eigin samtíma og væri
„ekki lengur spegilmynd þjóðar-
innar“.
Svo vildi tíl að stuttu áður en
forsetí Alþingis lét þessi orð falla
höfðu aldraðir og öryrkjar komið
saman fyrir framan Alþingishúsið
tíl að kvarta undan þeim kjörum,
sem þeim eru búin á mestu góðær-
istímum Islandssögunnar.
Skömmu áður höfðu aldraðir ís-
lendingar kallað úr fjarlægð til
þingmanna og minnt þá á að þeim
bæri að „heiðra föður sinn og móð-
ur“. Þessi köll kváðu við er þing-
menn gengu frá Dómkirkjunni í
Alþingishúsið, framhjá almenn-
ingi, sem haldið var í hæfilegri
fjarlægð frá mikilvægasta fólki
þjóðarinnar.
Fjarlægðin milli stjómmála-
stéttar og þjóðar kom fram með
eftirminnilegum hættí þennan
mánudag á Austurvelli.
Þessi fjarlægð, sem m.a. lýsir
sér í því að stjómmálamenn sýna
öldruðum ekki tilhlýðilega virð-
ingu, er á hinn bóginn í samræmi
við vilja þjóðarinnar. Þann vilja
opinberar þjóðin með því að sam-
þykkja möglunarlaust forgangs-
röðun ráðamanna og öldungis úr-
eltvaldakerfi. Það valdakerfi
þjónar fyrst og fremst hagsmun-
um stjómmálastéttarinnar að því
marki sem það heimilar náðarsam-
legast lýðnum í landinu að láta álit
sitt í ljós á fjöguma ára fresti en
telur sig þess umkomið að hafa öll
ráð almennings í hendi sér þess í
milli. Þetta kerfi er svo augljós-
lega tímaskekkja að aðdáun hlýtur
að vekja að enn skuli vera til
menn, sem halda uppi vömum fyr-
ir það. Þar fara hinir réttnefndu
„sérvitringar" svo vísað sé til
skammaryrðis samtímans í ís-
lenskri stjórnmálaumræðu.
Athygli vekur að í þeirri fyrir-
ferðarmiklu „umræðu“, sem jafn-
an fer fram hér á landi um ágæti
og algjöra sérstöðu íslenskrar
menningar, fer lítið fyrir því að
spurt sé á hvaða menningarstigi
sú þjóð geti talist, sem neyðir aldr-
að fólk til þess að mótmæla opin-
berlega skattpíningu, mismunun
og tómlæti hinna yngri.
I menningarríkjum er fram-
koma í garð aldraðra jafnan höfð
til marks um uppeldi, siðrænan
þroska og mannkosti.
Alþingi Islendinga endur-
speglar vitanlega ekki þjóðina.
Nægir að horfa til búsetu, kynja-
skiptingar og aldursdreifingar.
Ellilífeyrisþegar, venjulegir aldr-
aðir Islendingar, eiga þar t.a.m.
enga fulltrúa fremur en ungt fólk.
Einsleitur hópur miðaldra at-
vinnustjórnmálamanna er ráðandi
á Alþingi. Þetta fólk hefur flest
varið síðustu áratugum í að feta
sig upp valdastiga stjómmála-
flokka, hina „sh'mugu stöng"
Disraelis, sem skapað hefur sam-
eiginlega reynslu hinnar pólitísku
stéttar. Forsenda upphafningar-
innar er nú sem fyrr hollusta við
hefðbundna hugsun og viðtekin
viðmið. Fyrsta boðorð valdakerfis
hvers tíma er jafnan að viðhalda
sjálfu sér líkt og skylduboð stjóm-
málamannsins kveður á um að
hann skuli ná endurkjöri.
Efinn jafngildir pólitísku sjálfs-
morði.
Þingmenn geta þó huggað sig
við að þeir em ekki einir um að
hafa fjarlægst umbjóðendur sína.
Ef einhver stofnun er í minni
tengslum við eigin samtíma og
umhverfi en Alþingi er það emb-
ætti forseta íslands. Ekkert lát er
á þeirri „hirðvæðingu“, sem ein-
kennt hefur þetta embætti síðustu
15 árin eða svo.
Alþingi íslendinga hefur óhjá-
kvæmilega fjarlægst þjóðina á síð-
ustu ámm. Þar hefur verið um að
ræða viðhorfsbreytingu, sem fylgt
hefur örri þróun á mörgum samfé-
lagssviðum, og þingmenn hafa al-
mennt ekki fengið höndlað. Þar
ræður mestu einhæfur bakgmnn-
ur og reynsla auk þess sem alltof
margir þeirra em fastir í viðjum
flokkshyggju og hefðbundinnar
hugsunar hinnar pólitísku stéttar.
Sameinandi einkenni þeirra við-
teknu hugsunar er ótti við breyt-
ingar.
Þessu er á annan veg farið hvað
forseta Islands varðar. Þar hefur
skipulega verið unnið að því að
auka fjarlægðina á milli almenn-
ings og forsetaembættísins með
„hirðvæðingu" þess.
Af þessum sökum fer þeim ört
fjölgandi, sem vilja sem minnst af
íslenskum stjómmálum og emb-
ætti forseta Islands vita. Til lengri
tíma litið mun þessi afstaða birtast
í sífellt minni þátttöku í kosning-
um á í slandi og vaxandi þunga í
þeirri kröfu fólks að ráðamenn láti
það einfaldlega í friði.
HELGA SÍMONAR-
DÓTTIR MELSTEÐ
+ Helga Símonar-
dóttir Melsteð
fæddist á Þingvöll-
um 22. maí 1914.
Hún lést í Hjúkrun-
arheimilinu Skóg-
arbæ í. nóvember
sfðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Jónína
Sveinsdóttir, f. 7.12.
1885, á Torfastöðum
í Grafningi, d. 29.4.
1957, og Sfmon
Daníel Pétursson, f.
2.2. 1882 á Þingvöll-
um, d. 27.4. 1966,
bóndi og þúsundþjalasmiður í
Vatnskoti í Þingvallasveit. Systk-
ini Helgu voru fjögur; Karl Pétur,
f. 4.8. 1911, d. 11.11. 1997; Katrín
Silvía, f. 27.9. 1912; Sveinborg, f.
9.8. 1915, og Aðalsteinn, f. 9.11.
1917, d. 8.3. 1993.
Helga giftist árið 1939 Gunn-
laugi Bjarnasyni Melsteð, húsa-
smfðameistara, f. 5.5. 1908, d.
21.1. 1963, frá Framnesi á Skeið-
um. Foreldrar hans voru Bjarni
Melsteð og kona hans Þórunn
Guðmundsdóttir.
Börn Helgu og Gunnlaugs: 1)
Sigursteinn, framkvæmdastjóri, f.
22.8. 1938, kvæntur Hönnu Ing-
ólfsdóttur. Börn þeirra eru: a)
Hrafn, véliðnfræðingfur, f. 15.10.
1959, sambýliskona hans er Odd-
ný Þóra Sigurðardóttir og eiga
þau synina Sigurð Má og Sigurs-
tein Orra. b)Helga Hrönn, renni-
smiður og tækniteiknari, f. 8.10.
1965, gift Ingólfi Finnssyni og
Mig langar til að minnast í nokkr-
um orðum tengdamóður minnar
Helgu Melsteð.
Ég kom fyrst inn á heimili hennar
á aðfangadagskvöld árið 1957. Þar
tók hún á móti mér með sínu hlýja
viðmóti og færði mér jólapakka og
mér leið eins og ég væri að hitta vin-
konu sem ég hafði alltaf þekkt. Ég
og Símon, næstelsti sonur Helgu,
gengum í hjónaband og eignaðist ég
þar Helgu fyrir tengdamóður og
varð hún mér hin besta vinkona. Við
hófum búskap undir verndarvæng
hennar á Rauðarárstíg 3 og urðum
við mjög nánar. Helga var sterkur
persónuleiki, ákveðin en tillitssöm
og afskaplega hjálpfús við alla og
ekki síst við barnabörnin. Hún lék
sér við þau, passaði þau alltaf þegar
á þurfti að halda og hjálpaði þeim við
heimalærdóminn. Var þá gott að
hafa ömmu í sama húsi.
Ekki brást hún okkur heldur þeg-
ar sonur hennar féll frá því þá var
hún sterki hlekkurinn sem alltaf var
til staðar. Þess naut yngsta dóttir
mín, fjögurra ára, er hún missti
pabba sinn.
Við Helga áttum margar ánægju-
legar stundir saman, sérstaklega í
Þingvallasveitinni. Þar var hún með
okkur fjölskyldunni oft og naut þess
út í ystu æsar. Síðast vorum við þar
saman í júlí síðastliðnum og var hún
þá mjög farin heilsu en sem fyrr var
hún til í að fara á Þingvöll.
Helga var einstök kona; framsýn
og úrræðagóð og sá alltaf jákvæðu
hliðarnar á lífinu. Hún var minn sál-
og félagsfræðingur.
Afkomendur, vinir hennar og
vandamenn munu minnast hennar
með þakklæti og hlýhug.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér,
þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymisteigi
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
astþér.
(Ingibj. Sig.)
Laufey Erla Kristjánsdóttir.
Deyrfé,
deyjafrændur,
deyrsjálfuriðsama,
en orðstír deyr aldregi,
hveimsérgóðangetur.
Þessi orð úr Hávamálum koma
eiga þau tvö börn,
Hrefnu og Eyþór. c)
Ómar Ingi, bifvéla-
virki, f. 6.9. 1968,
sambýliskona hans er
Sigríður Árnadóttir,
fósturdóttir hans er
Silvía Rut. 2) Símon,
rafvélavirki, f. 25.9.
1939, d. 4.10. 1983.
Kona hans var Laufey
Erla Kristjánsdóttir.
Þeirra börn eru a)
Helga, kennari, f.
30.9. 1958, gift Þor-
leiki Jóhannessyni,
þeirra börn eru Jó-
hannes, Helgi og Þórhildur. b) Jó-
hann Auðunn, vélaverkfræðingur,
f. 28.3. 1961. Kona hans er Ineka
Lawford, þau eiga dæturnar
Kaylenah Jóhanna, Annleah Eva
og Deveny Laufey, fyrir átti hann
soninn Eyjólf. c) Gunnlaugur, bú-
fræðingur, f. 11.4. 1963, kvæntur
Hlín Guðjónsdóttur. Hann á dæt-
urnar Birtu Sif og Ölmu Ósk og
fósturdótturina Söndru. d) Anna
Sigríður, framkvæmdastjóri, f.
23.12.1965. Hennar maður er Sig-
urður Bjarnason og eiga þau son-
inn Símon Karl. e) Elva Dögg, fyr-
irsæta, f. 14.2. 1979. Sambýlis-
maður hennar er Magnús Þór
Gylfason. 3) Pétur, framkvæmda-
stjóri Hárs og fegurðar, f. 27.1.
1941. Börn hans hans eru a) Grét-
ar rafvirki, f. 30.11. 1960, kvænt-
ur Cilje Alexandersen, þeirra
börn eru Iselin og Christoffer. b)
Ragnheiður, f. 6.5. 1971. Hennar
maður er Magnús Scheving, þau
mér í hug, eina tengdasyni hennar
Helgu, nú að henni látinni.
Helga var ein af þessum íslensku
hvunndagshetjum, sem gert hafa
mannlífið á Islandi betra en ella,
vegna þess að þær voru tilbúnar að
gefa af sjálfum sér, þeim sem voru í
vanda staddir og hjálpar þurfi, hvort
sem það var skyldfólk, tengdafólk
eða fólk alls óskylt. Helga átti ekki
langt að sækja þetta hugarfar, því
einmitt svona var það hjá foreldrum
hennar Símoni og Jónínu í Vatnskoti
í Þingvallasveit.
Helga bjó lengst af, ásamt manni
sínum, Gunnlaugi, og fimm börnum
á Rauðarárstíg 3 og átti hún þar
mörg góð ár. Má segja að heimili
þeirra Gunnlaugs hafi einna mest
líkst stóru sveitaheimili, því þar var
mjög gestkvæmt, enda vel tekið á
móti gestum og ættbogi beggja
hjónanna stór og einnig var þarna
um vini þeirra beggja að ræða, bæði
af höfuðborgarsvæðinu og austan úr
sveitum.
Annað gerði heimilisreksturinn á
Rauðarárstíg 3 sérstakan, en það
var nálægð barnanna og tengda-
bamanna við heimili móður sinnar
og tengdamóður á 3. hæð til vinstri,
sem byggðist m.a. á því að Gunn-
laugur tengdafaðir minn byggði
stigahúsið á Rauðarárstíg 3 og not-
aði þar af eina íbúð fyrir sig og sína
fjölskyldu, leigði síðan börnum sín-
um og tengdabömum tvær íbúðir,
en seldi síðan afganginn óskyldu
fólki. Segja má að börnin þeirra
Helgu og Gunnlaugs hafi flogið úr
hreiðrinu í áföngum, því öll fimm
vom þau í þessum leiguíbúðum um
lengri eða skemmri tíma.
Ég veit að ég mæli fyrir munn
allra tengdabarna Helgu, þegar ég
segi, að hjálpsemi hennar við t.d.
uppeldi barnabamanna var alveg
einstök, hvort sem það var barna-
gæsla, aðstoð við nám, eða uppeldi í
víðasta skilningi.
Segja má að Helga hafi fengið
sinn skammt af mótlæti í lífinu. Hún
missti mann sinn Gunnlaug þegar
hún var 47 ára og tvo af sonum sín-
um, Símon og Gunnlaug, missti hún,
þegar þeir vom í blóma lífsins. Einn-
ig átti hún oft við ýmiss konar veik-
indi að stríða síðustu þrjá áratugi
ævi sinnar. En þetta mótlæti lét hún
hvorki buga sig né smækka, hún hélt
áfram að gefa af sjálfri sér. Hún
hjálpaði til dæmis bróður sínum
Pétri mikið með Fríðu eiginkonu
eiga tvö böm, Silvíu Erlu og
Kristófer. Einnig á Pétur dóttur-
ina c) Sigríði og á hún tvö böm. 4)
Jónína, hjúkrunarfræðingur, f.
8.8. 1944, gift Gunnari H. Gunn-
arssyni. Börn þeirra eru a) Gunn-
laugur, rafeindavirki, f. 9.9. 1963,
sambýliskona hans er Margrét
Baldursdóttir, og eiga þau dóttur-
ina Jóninu. Hann á soninn Hrafn-
kel Gri'm úr fyrri sambúð. b) Ingi-
björg kennari, f. 18.3. 1966,
sambýlismaður er Pétur Daníels-
son, þau eiga soninn Daníel. c)
María Sigrún, kennari, f. 26.8.
1968, er í sambúð með Gísla Héð-
inssyni, þeirra börn eru Ágústa
Mjöll og Hjörtur Snær. d) Svein-
borg Hlíf, háskólanemi, f. 8.8.
1979. 5) Gunnlaugur Bjarni,
ldjómlistarmaður, f. 12.4. 1949, d.
6.8. 1979. Hans kona var Hrefna
Þorbjarnardóttir. Börn a) Helga
Dröfn, snyrtifræðingur, f. 1.8.
1967, maður hennar er Fred Van
Aalst og eiga þau synina Daníel og
Davíð Gunnlaug. b) Marinó Bóas,
háskólanemi, f. 9.10. 1977. Harpa,
sjúkraþjálfari, f. 21.1.1975.
Helga ólst upp í Vatnskoti við
hefðbundin sveitastörf. Hún fór
að vinna fyrir sér fljótlega eftir að
barnaskóla lauk og var þá oft við
þjónustustörf í konungshúsinu og
víðar. Eftir að hún kom til Reykja-
víkur fór hún að læra herrafata-
saum hjá Óskari klæðskera og
setti eftir það á stofn saumastofu
og hafði nokkrar stúlkur í vinnu.
Helga starfaði mikið að félags-
málum, mest þó fyrir Blindrafé-
lagið um margra ára skeið. Hún
vann einnig lengi við mötuneyti
Lindargötuskólans og Ármúla-
skólans.
Utfor Helgu verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.30.
hans, sem átti í mjög erfiðum veik-
indum í mörg ár.
Helga hafði mikið yndi af ferða-
lögum og ferðaðist allmikið, einkum
innnanlands, oft með börnum sínum
og tengdabörnum, en einkum þó síð-
ustu árin, meðan þau höfðu bæði
heilsu til, með Pétri bróður sínum,
sem var mikill, jeppakarl".
Helga Símonardóttir Melsteð,
hvíl þú í friði og haf þú þökk fyrir
allt.
Gunnar H. Gunnarsson.
Nú er komið að kveðjustund.
Elskuleg tengdamóðir mín, Helga S.
Melsteð, hefur kvatt þennan heim.
Ég þakka þessari einstöku konu fyr-
ir samíylgdina, fyrir að vera mín
stoð og stytta gegnum árin, fyrir að
vera yndisleg amma fyrir börnin
mín og barnabörn.
Eg sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífs þins nótt.
Þig umvelji blessun og bænir,
égbiðaðþúsofirrótt.
Þótt svíði nú sorg mitt hjarta
þásæiteraðvitaafþví
að laus ert úr veikinda viðjum
þínveröld erbjörtáný.
Ég þakka þau ár sem ég áttí
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þakka þér allt sem þú varst mér.
Hrefna.
Ástkær amma mín er látin 86 ára
að aldri. Hennar tími var kominn og
er ekki annað hægt en að vera þakk-
látur fyrir öll þau ár sem hennar
naut við.
Amma á Rauð eins og hún var oft-
ast kölluð meðal okkar barnabam-
anna var ofurkona hin mesta og var
mjög afgerandi í skoðunum og hátt-
um. Líf hennar var ekki beint dans á
rósum og mótaði það persónuleika
hennar mjög sterkt.
Þrátt fyrir erfiðleika og brattar
brekkur í lífinu var alltaf hægt að
sækja til ömmu því dyr hennar voru
okkur alltaf opnar. Amma hafði líka
ráð undir rifi hveiju og var ákaflega