Morgunblaðið - 06.10.2000, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 45
H
Amma skipaði alltaf sérstakan sess í
lífi okkar. Hún var alltaf tilbúin til að
• hjálpa okkur og veita okkur góð ráð
þegar við þurftum á þeim að halda.
Hún kenndi okkur margt sem við
munum alltaf búa að og sögunum
sem hún sagði okkur frá lífinu í
gamla daga munum við aldrei
gleyma, en með þeim hjálpaði hún
okkur að skilja ýmislegt sem annars
hefði reynst okkur borgarbörnunum
Ierfitt. Hin seinni ár kom hún reglu-
lega á Kvisthagann og eldaði fyrir
okkur. Þá gafst oft tími til að spjalla
saman, segja fréttir af hinu og þessu
og skiptast á skoðunum. Amma
fylgdist mjög vel með allri fjölskyld-
unni og fengum við fréttir af okkar
fólki í gegnum hana. Þær stundir
sem þá voru hversdagslegar eru nú
orðnar ómetanlegar minningar um
merka konu.
Hún var hafsjór af fróðleik og allh’
Ékepptust um að fá að vera með henni
í liði þegar spumingakeppnir voru
Iháðar í fjölskylduboðunum, því þá
voru fyrstu verðlaun vís. Hún hafði
mikinn áhuga á íslenskum kveðskap
og kunni ógrynni af kvæðum og vís-
um utanbókar. Sá áhugi smitaðist til
annarra fjölskyldumeðlima, en við
efumst um að nokkur muni komast
með tærnar þar sem hún hafði hæl-
ana í þeim efnum.
Söknuðurinn er mikill og verður
Iþað eflaust lengi, því ekkert mun
koma í staðinn fyrir þá ást og vænt-
umþykju sem hún veitti okkur alla
tíð. Við huggum okkur þó við að eiga
fjölmargar ljúfar minningar um
hana og samverustundir okkar, sem
munu hjálpa okkur þegar fram líða
stundir.
Einar Baldvin Árnason og
Hildur Árnadóttir.
I
i
\
1
i
Frænka mín Erla Ámadóttir var
fimmta í röð systkinanna frá Vík í
Skagafirði, barna Ingibjargar Sig-
urðardóttur og Árna J. Hafstað. Þau
urðu tíu sem upp komust. Þetta var
glaður systkinahópur. Erla var
reyndar ekki alla sína bernsku í
þessum myndarlega hópi því að fjög-
urra ára gömul var hún send suður í
Hafnarfjörð til Sigríðar föðursystur
sinnar og Péturs Snæland, manns
hennar. I Hafnarfirði var hún í all-
marga vetur og naut þar besta atlæt-
is þó að nærri megi geta að fremur
hefði hún kosið að fá að vera með
systkinum sínum og foreldrum á
þessum mótunartíma. Á vorin kom
hún heim í Skagafjörð og flutti með
sér nýja strauma að sunnan, meðal
annars ný sönglög enda gædd næmri
tóngáfu eins og móðir hennar. Erla
hefur sagt frá því að eitt vorið hafi
það verið eitt fyrsta verk Ingibjarg-
ar í Vík að leiða dóttur sína inn í her-
bergi og biðja hana að syngja þau lög
sem hún hefði lært fyrir sunnan um
veturinn. Samverustundir þeirra
mæðgna urðu ekki margar eftir
þetta því að Ingibjörg lést árið 1932,
39 ára að aldri.
Heimili þehra Sigríðar og Péturs
Snæland í Hafnarfirði varð síðar
annað heimili hinna systkinanna frá
Vík því að þar nutu þau skólagöngu
hvert af öðru á unglingsárum þegar
þau settust í Flensborgarskóla. Þau
stóðu þannig í ævinlegri þakkar-
skuld við þau hjón og litu á þau sem
sína aðra foreldra. Þarna kynntist
Erla mörgu góðu fólki sem hún
minntist oft síðar. Þar má nefna vin-
konur Sigríðar Snæland, þær Ólínu
og Herdísi Andrésdætur, og syst-
urnar Theodóru Thoroddsen og Ást-
hildi Thorsteinsson frá Bfldudal.
Mér er sagt allar hafi þær haft mikið
dálæti á litlu fallegu stúlkunni norð-
an úr Skagafirði.
Þegar ég var að alast upp í Aust-
urbænum í Reykjavík var mikill
frændgarður vestur á Seltjarnarnesi
þai- sem föðursystkini mín, þau Erla,
Ámi og Sigurður, bjuggu með sínum
stóru fjölskyldum. Þangað var litið
með lotningu og hver stund hátíðar-
stund í návist þessa fólks. Þarna
bjuggu semsagt þau Erla og Indriði.
Hann var stýrimaður og í augum
barnsins bar hann svipmót þess sem
tekist hefur á við brotsjói og bjarg-
ast naumlega. Aldrei heyrði ég hann
þó segja hetjusögur af sjálfum sér.
Aftur á móti sagði hann marga sög-
una af sérkennilegu fólki frá
bernskuslóðum sínum á Sauðár-
króki. Sjálf var Erla óvenjulega
minnug og bókelsk og kunni vel að
miðla af sínum mikla reynslu- og
þekkingarbrunni. I stofunni hjá
þeim hjónum var alveg sérstakur
andi; gamli sófinn úr búi Sigríðar og
Péturs Snæland var á sínum stað
eins og til að minna á þátt íyrri eig-
enda í uppeldi húsfreyjunnar. Yfir-
leitt var straumur af fólki í kringum
Erlu og Indriða en þó var enginn asi
á neinum og allir nutu ómældrar
gestrisni. Frænka mín var m.a. sér-
stök að því leyti að hún sinnti börn-
um jafnt sem fullorðnum, ræddi við
þau eins og jafningja. Það var ekki
lítil upphefð að fá athygli hennar. Og
síðar fylgdist hún af einlægum
áhuga með yngstu kynslóð ættingja
sinna og það er dágóður hópur. Eg
held hún hafi átt myndir af öllu
þessu fólki.
Erla hafði þá hæfileika að geta
lagað sig að aðstæðum hverju sinni
og gera það besta úr öllu. Meðan
börnin voru lítil og Indriði á sjónum
var hún á sumrin norður í Skagafirði
hjá Hauki bróður sínum og Áslaugu
mágkonu sinni sem rak barnaheimili
í Vík. Þarna var Erla með börn sín
og aðstoðaði Áslaugu og var jafn-
framt í návist föður síns og Halldórs
bróður síns sem þá var enn í Vík.
Þannig bundust börn hennar Víkur-
fólkinu traustum böndum. Síðar man
ég eftir Erlu í fiskvinnu í Isbirninum.
Og fyrr en varði var hún farin að
vinna á lögfræðiskrifstofu hjá móð-
urbróður mínum, Sigurði Baldurs-
syni. Þá naut hún reynslu sinnar af
skrifstofustörfum hjá Búnaðarfélagi
Islands á yngi-i árum. Síðustu starfs-
ár sín vann Erla á Borgarbókasafni
Reykjavíkur og var þar hvers manns
hugljúfi sem endranær. Á þessum
árum lærði hún bókband, batt inn
marga fallega bók og innsiglaði
þannig þá miklu tryggð sem hún
hafði ævinlega sýnt menningu og
bókum.
Þau Erla og Indriði fóru að mörgu
leyti ótroðnar slóðir. Þau tóku sér
góð sumarfrí þegar farið var að
hægjast um og Indriði hættur á sjón-
um. Þá leituðu þau til bernskuslóð-
anna og hjóluðu þá gjarnan norður
Kjöl, löngu áður en slíkt varð ferða-
mannamáti. Noi’ðan heiða biðu vinh’
í varpa. Þau eignuðust síðar lítinn
bústað á Sauðá og nutu þar margra
ánægjustunda.
Þau voru samhent í gleði og sorg
og tóku af miklu jafnaðargeði þeim
harmi sem fylgdi veikindum sonar-
ins Hrafns. Hann var tíu ára þegar
hann lést haustið 1964.
Indriði lést fyrir fjórtán árum. Þá
færði Erla sig um set og fluttist í litla
íbúð í næsta nágrenni við fyrra heim-
ili á Seltjarnarnesi. Undanfarin
misseri mátti hún búa við heilsuleysi
en andlegu þreki og glaðlyndi hélt
hún þar til yfir lauk.
Með þakklæti kveð ég mína góðu
frænku.
Baldur Hafstað.
Þegar Erla frænka er kvödd koma
margar minningar frá löngum tíma
upp í hugann, góðar minningar um
óvenjuvel gerða og góða manneskju.
Það þyrfti að skrifa langan texta um
Erlu, ef gera ætti kostum hennar
nokkur skil, en það er þó einn eigin-
leiki í skapgerð hennar, sem mér er
efst í huga og langar til þess að
minnast á sérstaklega. Það er hvað
hún var ævinlega skemmtileg. Mér
finnst einhvern veginn eins og hún
hafi alltaf verið í góðu skapi, alltaf
tilbúin til þess að segja frá einhveiju
skemmtilegu. Og það var alltaf eins
og hún væri sjálf að lenda í einhverj-
um skemmtilegum uppákomum.
Hún gat séð það fyndna í öllu. Það
var sama hversu lítilfjörleg atvikin
virtust vera, alltaf kom hún auga á
eitthvað skemmtilegt í samskiptum
eða tilsvörum fólks. Hvort sem það
voru máttarstólparnir eða smá-
krakkarnir, nági’annarnir eða ætt-
ingjarnir, ef það var eitthvað kátlegt
við atvikið eða uppákomuna sá Erla
það strax. En það sem ef til vill var
mest um vert var það, að sögumar
voru aldrei meiðandi eða sagðar til
þess að slá sjálfum sér upp á þeim,
eins og vill brenna við hjá svo möi’g-
um. Það gerði Erla aldrei, þannig
var hún ekki. Þetta voru alltaf
græskulausar frásagnir, eingöngu til
þess fallnar að koma öðrum í gott
skap.
Þegar öllu er á botninn hvolft er
ekkert annað í þessu jarðlífi okkar
sem skiptir meira máli en það að fá
að umgangast skemmtilegt fólk, fólk
sem hefur upplífgandi og bætandi
áhrif á aðra í kringum sig. Það hafði
Erla frænka sannarlega svo um
munaði. Fyrir það mun ég ávallt
minnast hennar.
Kolbeinn.
• Fleiri minningargreinar um Erlu
Árnadóttur bíða birtingar og munu
birtast íblaðinu næstu daga.
VILHJÁLMUR
HÓLMAR
BÖÐ VARSSON
+ Vilhjálmur Hólmar Böðvars-
son fæddist 6. september
2000. Hann lést 8. september síð-
astliðinn. Foreldrar hans eru Hel-
ena Guðmundsdóttir, f. 31.10.
1960, og Böðvar Sigurðsson, f.
19.9. 1958. Systkini Vilhjálms;
Guðmundur Freyr, f. 31.10. 1991,
ogÞóra Regína, f. 1.11.1994.
Útför Vilhjálms fór fram frá
Garðakirkju 19. september.
Þú Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum fóðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu fóðurhjarta.
Æ, tak nú, Drottinn, fóður og móður mína
í mildiríka náðarverndan þína,
og ættlið mitt og ættjörð virztu geyma
og engu þínu minnsta bami gleyma.
Ó sólarfaðir, signdu nú hvert auga,
en sér í lagi þau sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
Þín hknarásján lýsi dimmum heimi,
þitt ljósið blessað, gef í nótt mig dreymi.
í Jesú nafni vil ég væran sofa
og vakna snemma þína dýrð að lofa.
(M.Joch.)
Guð geymi þig litli vinur, og alla
þína.
Amma og afi, Grenilundi.
t
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför bróður okkar,
GUNNARS SVEINSSONAR
mag. art,
Bogahlíð 22,
Reykjavík.
Kristjana Ó. Sveinsdóttir,
Grímur Sveinsson,
Kristveig Sveinsdóttir.
Kærar þakkir fyrir samúð og hlýhug við fráfall
og útför
HÓLMFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR,
Ölduslóð 3,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 3B,
Hrafnistu, Hafnarfirði, fyrir frábæra umönnun
í veikindum hennar.
Þorbjörg Þóroddsdóttir, Bjarni Hannesson,
Guðrún Þóroddsdóttir,
Ragnheiður I. Bjarnadóttir, Sveinn Yngvi Egilsson,
Þóroddur Bjarnason,
Hólmfríður Bjarnadóttir,
Björn Persson, -
Tryggve Persson, AnnaKarin Persson
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HELGA SÍMONARDÓTTIR MELSTEÐ
fré Vatnskoti í Þingvallasveit,
áður til heimilis
á Rauðarárstíg 3,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag,
föstudaginn 6. október, kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna.
Sigursteinn G. Melsteð, Hanna ingólfsdóttir,
Pétur G. Melsteð,
Jónína G. Melsteð, Gunnar H. Gunnarsson,
Laufey Erla Kristjánsdóttir,
Hrefna Þorbjarnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona,
INGIBJÖRG SOFFÍA GUTTORMSDÓTTIR,
sem lést á Landspítalanum miðvikudaginn 4. október, verður jarðsungin
frá Háteigskirkju miðvikudaginn 11. október, kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hennar, er bent á Styrktarfélag vangefinna.
Vilhjálmur Grfmsson, Vigdís Pálsdóttir,
Elísabet Grímsdóttir, William F. Pittman,
Regin Grímsson, Ellen Björnsdóttir,
Grímur Grímsson, Julie Ingham,
Ingibjörg Grímsdóttir, Ragnar Páll Haraldsson,
Lilian Guðlaugsson, Sæmundur Guðlaugsson,
ömmu- og langömmubörn.
t
Elskulegur faðir minn, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
ÓSKAR JÓHANNSSON
málarameistari,
áður til heimilis
í Meðalholti 7,
verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðju-
daginn 10. október kl. 13.30.
Gréta Óskarsdóttir,
Sveinn Ingvarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna
andláts og útfarar eiginmanns míns, föður
okkar, sonar, bróður, mágs og frænda,
JÓNS ÞÓRS JÓNSSONAR,
Svíþjóð.
Maria Hedin Jonsson,
David Alexander Jonsson, Jakob Árni Jonsson,
Borghildur Guðmundsdóttir,
Hildur Jónsdóttir,
Margrét Jónsdóttir,
Árni Stefán Jónsson, Helga Ingibergsdóttir,
Jakobína Jónsdóttir
og fjölskyldur.