Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 46

Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 46
46 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MAGNÚS ÁGÚSTSSON + Mag'iuis Ágústs- son fæddist í Reykjavík 9. sept- ember 1926. Hann lést á heimili sfnu, Dvergabakka 24, 30. september síðastlið- inn. Hann var sonur Ágústar Ingvars Magnússonar, verk- stjóra í Haga ‘ í Reykjavík, f. 9.8. 1891, d. 20.12. 1940, og Lilju Guðjóns- dóttur, húsmóður í Reykjavík, f. 11.12. 1892, d. 8.8. 1973. Systkini Magnúsar voru Ágúst, Magnea og Sigurður sem eru lát- in, eftirlifandi bróðir er Högni. Eiginkona Magnúsar er Helga Eiríksdóttir, f. í Reykjavík 17.9. 1926. Börn þeirra 1) Ágúst, húsasmíðameistari, f. 1947, kvæntur Sigríði S. Eiríksdóttur, sjúkraliða. Börn þeirra eru a) Helga Halldóra, f. 1966. Sambýl- ismaður Sigurður Jökulsson. b) Sólveig Guðfinna, f. 1972. c) Lilja Björg, f. 1982. d) Magnús Freyr, f. 1983. 2) Lilja, f. 1949, starfsmaður í skóla, gift. Jóhanni Víglundssyni, kjöt- iðnaðarmanni. Syn- ir þeirra eru Magn- ús, f. 1971, og Víglundur, f. 1974, kvæntur Heiðu Björk Þórbergs- dóttur. 3) Jenný, f. 1958, rekstrarfull- trúi, gift Magnúsi Sigurðssyni, skrif- _ stofumanni. Synir þeirra eru Ágúst Ingvar, f. 1982, og Sigurður Helgi, f. 1987. Barnabörnin eru þrjú. Magnús lærði bifvélavirkjun hjá Sveini Egilssyni og vann þar til ársins 1967, er hann hóf störf á bifreiðaverkstæði Pósts og síma í Reykjavík. Hann lét af störfum 1996. Útfór Magnúsar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku Maggi minn. Ég þakka þér jfyrir árin sem við áttum saman. Þau urðu 53. Nærgætni þín í veikindum mínum verður mér ógleymanleg. Þú varst einstaklega góður við börnin okkar, bamabörnin og langafaböm- in. Þau elskuðu þig öll. Veit ég að það verður tekið vel á móti þér á ókunn- um stað. Guð blessi þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta <r þásælteraðvitaafþví að laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þóruirn Sig.) Helga. Mig langar í fáum orðum að minn- ast tengdaföður míns Magnúsar, í6em í dag verður jarðsunginn. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Magga eins og við gjaman kölluðum hann fyiir tæpum 35 ámm er ég flutti inn á heimili hans og Helgu í Alftamýrinni. Þar kynntist ég hlýju hans og væntumþykju sem ávallt var ríkjandi í viðmóti hans. Hann var einstakt ljúfmenni sem öll- um vildi vel og lifði fyrir fjölskyldu sína. Ég mun ætíð minnast hans með söknuði. Enda þótt hausti nú um sinn í huga okkar og hjarta lifa minning- arnar um elskulegan og góðan vin. Með sámm trega kveð ég þig í bili því þótt leiðir skilji að sinni veit ég að við eigum eftir að hittast í nýjum heimkynnum. Blessuð sé minning þín. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sigríður Eiríksdóttir. Elsku afi minn er dáinn, það er sárt til þess að hugsa að eiga aldrei eftir að koma í Dvergabakkann og fá hlýjar móttökur frá honum er hann opnar dyrnar og spyr tíðinda úr sveitinni. Ég læt hugann reika og hugsa um allar þær góðu stundir sem ég átti með afa. Á hverjum föstudegi á leiðinni heim úr vinnuni sótti hann mig og tók mig með heim til þeirra ömmu þar sem ég dvaldi í góðu yfirlæti flestallar helgar mín yngri ár. Ég fékk að sofa á milli þeirra og alltaf átti afi góða sögu að segja lítilli stelpu, heilu ævintýrin urðu til. Á sunnudagsmorgnum var svo farið í ísbíltúr og að gefa öndunum. Stund- um var svo farið í bíó eða jafnvel í Sædýrasafnið. Ég hef verið heppin að fá að njóta þess að eiga hann að í öll þessi ár og ég þakka fyrir að Sunna litla fékk tækifæri til að kynn- ast langafa sínum sem henn þótti mikið vænt um. Nú fær hún að heyra sögurnar sem eru geymdar hjá mér, sögurnar um hana Nefljótu tröll- skessu í Esjunni sem hann sagðir mér þegar ég var lítil. Afi minn var yndislegur maður, það þótti öllum sem kynntust honum vænt um hann og sérstaklega hænd- ust börnin að honum. Þegar afi var ungur maður spilaði hann fótbolta, var Framari af lífi og sál. Hann fór eitt sinn með úrvalsliði Reykjavíkur í keppnisferð tii Eng- lands, það vann 1:0 og það var afi sem skoraði markið. Afi átti framtíð- ina fyrir sér á fótboltavellinum, en berklaveiki setti þar strik í reikning- inn og tveim dögum eftir að hafa spil- að fóboltaleik var hann lagður inn á Vífilsstaði. Það hlýtur að hafa verið gífurlegt áfall fyrir ungan upprenn- andi íþróttamann að vera kippt svona úr leik. Hann lá marga mánuði á spítala og lék ekki fótbolta eftir það. En fótboltinn átti hug hans all- an. Margar ferðir fór ég niður á bensínstöð fyrir afa að kaupa get- raunaseðla, alltaf lét hann mig fylla út einn, ég man hvað við hlógum þeg- ar mér tókst að hafa engan réttan. Minningamar eru svo margar að ég gæti fyllt heilu blöðin með þeim, og þær em mér mjög dýrmætar, og þær standa eftir, ljúf minning um yndislegan afa, ég bið góðan Guð að styrkja elsku ömmu sem hefur misst lífsförunaut sinn og besta vin. Minning hans mun alltaf lifa með okkur öllum. Vertu blessaður, elsku afi. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi. Hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi. Og gæfa var það öllum er fengu að kynnastþér. (Ingibj. Sig.) Saknaðarkveðja, Helga Dóra. Nú er hann elsku afi okkar farinn. Á stundu sem þessari er erfitt að lýsa þeim söknuði sem okkur býr í brjósti. En minningin um besta afa í heimi eigum við eftir í hjarta okkar. Margar vora ánægjustundirnar í Álftamýrinni og síðar í Dvergabakk- anum. Afi var alltaf blíður og góður og ófáir voru ísbíltúrarnir og ferðtrn- ar niður að tjörn að gefa öndunum. Solla minnist sérstaklega góðra stunda „á millum“ hjá ömmu og afa og allra sagnanna af Nebbu, tröll- skessunni sem býr á Esjunni. Við minnumst þess einnig að þeg- ar leið okkar lá suður og við fengum að gista hjá ömmu og afa var alveg sama hve snemma við vöknuðum þá var afi alltaf búinn að fara í bakaríið og kaupa eitthvað gómsætt handa okkur. Elsku amma, guð styrki þig í þinni miklu sorg og eitt er víst að elsku afi okkar mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okkar. Nú er sál þín rós írósagarúiguðs kysstafenglum. Döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir. Aldrei framar mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Ofeigsd.) Kærar kveðjur. Afabömin, Sólveig, Lilja og Magnús Freyr. í dag er kvaddur hinstu kveðju Magnús Ágústsson fyrrverandi vinnufélagi okkar hjá bifreiðadeild Símans. Magnús hóf störf hjá Pósti og síma hinn 1. nóvember 1967, sem verkstjóri á bifreiðaverkstæði sem þá var staðsett á Sölvhólsgötu 11 og síðan frá 1973 á Jörfa v/Grafarvog. Það má segja það lán fyrir fyrir- tækið og starfsmenn að fá Magnús til liðs við sig því þar fór sérstaklega fær starfsmaður og einkar þægileg- ur samstarfsmaður. Magnús lærði bifvélavirkjun hjá Sveini Egilssyni og kom til starfa hjá Pósti og síma 1967 og starfaði hann þar samfellt til ársins 1996 eða í hartnær 30 ár, að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Það var oft gaman að fylgjast með Magnúsi í starfi því hann var einstaklega fær og sáu menn að þar fór góður fagmaður og man ég ekki eftir að hann hafi nokkru sinni vantað til vinnu. Við vinnufélagar hans nutum góðs af samvinnu með honum því hann var einkar ljúfur vinnufélagi og átti gott með að lynda við alla menn. Nú þegar komið er að leiðarlokum skal Magnús Ágústsson kvaddur með virðingu og þökk fyrir samstarf- ið. Helgu konu hans og fjölskyldu sendum við samstarfsmenn Magnús- ar samúðarkveðju. Gunnar Þórólfsson. Litlu hlutimir, smáatriðin. Að þykja vænt um eitthvern er að þekkja og elska þá hluti og eiginleika sem gera hann að persónu, það sem gerir viðkomandi sérstakan. Afi okkar hafði mörg slík smáat- riði og persónueinkenni, og við þekktum þau öll. Einföldustu hlutir eins og hvernig hann brosti og hló era ótrúlega skýrir í minningunni. Eða sú sérviska hans að drekka bai-a grænan pilsner, það hvað hann hafði gaman af því að horfa á fótbolta í sjónvarpinu eða hvað honum fannst gott að fá sér „pínu“ neftóbak. Allt era þetta hlutir sem við eigum aldrei eftir að gleyma, því það hvað okkur þótti vænt um afa tryggir það að við munum muna eftir honum um ókomna tíð. Ást hans, félagsskap og væntum- þykju getum við aldrei þakkað nógsamlega fyrir og þó að hann sé farinn frá okkur í bili er hann samt sem áður ennþá með okkur öllum í hjarta, alltaf. þegarþúfórstburt litum við upp til himna ogbrostumtilþín Bestu vinir þínir, Ágúst Ingvar og Sigurður Helgi. Mig langar til að kveðja hann Magga minn og þakka honum fyrir allt. Ég man þegar ég var barn og bjó á Laugavegi 43 og þar bjuggu Helga móðui'systir og Maggi með bömin sín og hvað hann Maggi gat sagt margar sögur og sérstaklega var gaman að hlusta á sögumar af Nef- ljótu og Gilitratt, hann gerði þær svo svaka spennandi. Það var alltaf svo gott og gaman að koma til Helgu og Magga, þar var hlýlegt og góðar móttökur. Annað eins ljúfmenni og Maggi var, varð vart fundið þótt víða væri leitað. Hann gerði nú ekki mikið úr veik- indum sínum. „Hann var alltaf ágæt- ur“ ef maður spurði hvernig hann væri til heilsunnar. n nú er hann all- ur og mun ég sakna hans sárt. Þegar æviröðull rennur, rökkvar fyrir sjónum þér, hræðstu eigi, hel er fortjald, hinummeginbirtaner. Höndin, sem þig hingað leiddi, himins til þig aftur ber. Drottinn elskar - Drottinn vakir dagaognæturyfir þér. (Sig. Kristófer Pétursson.) Elsku Helga mín, Gústi, Lilja Jenný, tengdaböm og barnabörn, mínar samúðarkveðjur til ykkar. Guð veri með ykkur á erfiðum tíma sem þessum. Unnur Ásgeirs. + Valur Fannar Marteinsson gullsmiður fæddist i Reykjavik 24. júní 1927. Hann lést á hjartadeild Land- spitalans í Fossvogi ^ 1. október sfðastlið- inn. Hann var sonur Þórunnar Björns- dóttur frá Möðrudal á Efra-Fjalli og fóst- ursonur Marteins Skaftfells kennara frá Reykjavík. Systkini sammæðra Ester Geirsdóttir Zoega Preis, f. 1925, Heiðar Mar- teinsson, f. 1931, og Venný Mar- teinsdóttir Keith, f. 1936. Systur samfeðra Nína Lárusdóttir, f. 1932, og Elísabet Lárusdóttir, f. '1934. Hinn 9. júlí 1949 kvæntist Val- ur Fannar Hönnu Aðalsteinsdóttur, f. 16.6. 1930 í Reykja- vík. Þeirra börn eru 1) Halldór, f. 28.4. 1948, tann- læknir, kvæntur Fríði Garðarsdótt- ur, þeirra börn eru Halldór Fannar, f. 1984, nemi, og Ró- bert Fannar, f. 1985, nemi, með fyrri konu sinni Kristrúnu Stephen- sen átti Halldór Soffíu Dögg tannsmið, f. 1969, hennar börn eru Goði Már, f. 1995, og Nína Margrét, f. 1999, Höllu Dóru lækni, f. 1973. 2) Þór, f. 29.7. 1950, verslunarmaður, kvæntur Guðrúnu Markúsdóttur, þeirra börn eru ína Edda viðskipta- fræðingur, f. 1972, Marín, nemi í mannfræði, f. 1977, og Valur Fannar, nemi, f. 1981. Fyrir átti Þór Völu Birnu tölvunarfræð- ing, búsett í Noregi, f. 1970, hennar sonur er Ares Ulf, f. 1989. Móðir Völu Birnu er Ingi- gerður Björnsdóttir. 3) Heimir, f. 26.12. 1951 verkfræðingur, búsettur i Bandaríkjunum, kvæntur Cheryl. 4) Valur Fann- ar, f. 17.11. 1958, byssusmiður, búsettur í Bandarikjunum, kvæntur Guðlaugu Tryggvadótt- ur, þeirra börn eru Linda Rós, f. 1990, Snædfs, f. 1992, og Valur Fannar, f. 1999, fyrir átti Valur Erlu Steinunni, f. 1980, móðir hennar er Hafdís Stefánsdóttir. 5) Hanna Mjöll, f. 27.10. 1962, sjúkraliði og kántrý-danskenn- ari, gift Brynjólfi Wium Karls- syni bifvélavirkja, barn þeirra er Alexander Valur, f. 1999, fyr- ir átti Hanna Mjöll Alexöndru Venný, f. 1991, faðir hennar er Vilhjálmur Vilhjálmsson. Útför Vals Fannars fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. VALUR FANNAR MARTEINSSON Mig langar til að minnast tengdaföður míns og vinar, hans Fannars. Ég hef alltaf verið svo stolt af nafninu hans því að hann er fyrsti Fannarinn. Hún mamma hans var svo snjöll að finna upp þetta fallega nafn á hann. Fannar var mikill listamaður og fagurkeri. Hann málaði myndir og smíðaði listmuni úr eðalmálmum. Hann var einstaklega laginn. Mik- ið finnst mér gaman að selja og bera skartgripi sem hann hefur smíðað. Hann var mjög hagur víra- virkissmiður. Margar íslenskar konur eiga þjóðbúningasilfur eftir hann. Hann smíðaði listaverk sem erlendir þjóðhöfðingjar fengu að gjöf einnig smíðaði hann kirkjusilf- ur. Mörg félagsmerki eru hans hönnun og smíði. Handbragðið hans bar af. Það var svo skemmti- legt að hann skyldi vinna hjá okkur í- litlu búðinni okkar í Mosó í Kjarna. Honum tókst líka einstak- lega vel að heilla kúnnann, því hann var fyrsta flokks fagmaður. Það var ekki fyrr en núna seinni ár sem ég kynntist Fannari mjög vel en það fór alltaf vel á með okk- ur, það má segja að það hafi alltaf logað neisti á milli okkar. Sérstak- lega var gaman að Hanna og hann skyldu koma með okkur og vinum okkar í veiðiferðir að Mývatni tvö ár í röð. Þar leið okkur öllum mjög vel, þar var hægt að ganga niður að veiðisvæðinu, því eftir að fæturnir voru farnir að gefa sig varð hann alltaf að spá í hvort hægt væri að leggja bílnum nálægt veiðisvæðinu. Þarna var hann í góðra vina hópi með strákunum úr Hlégerðinu. Hann var vel gefinn og víðlesinn, við kunnum að meta hárfínan og háðskan húmorinn hans. Hann undi sér vel í þröngum hópi en var ekk- ert sérstaklega gefinn fyrir marg- menni. Fannari fannst mjög gaman að veiða, það var hans aðaláhuga- mál núna seinni árin, en í mörg ár spiluðu þau Hanna golf, bæði hér heima og erlendis. Það var sameig- inlegt áhugamál þeirra. Hanna og Fannar vora mjög miklir vinir og höfðu gaman af ferðalögum og listum. Þau byggðu sér tvö hús um ævina, bæði á sömu lóðinni í Hlégerði i Kópavogi. í júlí fyrir rúmu ári náðu þau þeim merka áfanga að eiga gullbrúð- kaup, það var skemmtilegt að fá að upplifa það með þeim. Þau áttu miklu barnaláni að fagna. Þau ólu börnin sín fimm upp í þeirri trú að menntun væri máttur. Þau hafa öll gengið menntaveginn. Nú eru barnabörnin orðin fjórtán og langafabörnin þrjú. Mér er minnisstætt hve gaman hann hafði af söng og klassískri tónlist. Það var hans uppáhald að hlusta á heimsfrægu tenórana þrjá. Fannar söng í mörg ár með Karlakórnum Fóstbræðrum, hann var með fallega tenórrödd. Ég man eftir því hve hann og ná- granni hans, hann Valli, sungu hátt og vel einu sinni þegar þeir skelltu Mario Lanza á fóninn og gáfu ekkert eftir. Ég kveð þig elsku Fannar minn, við skulum hugsa vel um hana Hönnu þína. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðap getur. (Úr Hávamálum.) Þín Guðrún Markúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.