Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 47

Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ ______________________________FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 47 MINNINGAR " + Jóhannes Eiríks- son fæddist að Sölvanesi, Fremri- byggð, Lýtingsstaða- hreppi, 5. raars 1911. Hann lést í Hjúkrun- arheimilinu Seli 29. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Eiríkur Guð- mundsson, f. 1853, d. 1927, bóndi í Sölvan- esi, og Jórunn Guðnadóttir, f. 1870, d. 1916. Jóhannes var yngstur sex systkina: Guðmundur, bóndi á Breið, f. 1893, d. 1989; Kristján, smiður á Siglufirði, f . 1894, d. 1966; Árni, f. 1897, d. 1897; Sig- rún, f. 1897, d. 1991, og Ingvar, bóndi á Merkigili, f. 1904, d. 1983. Jóhannes missti móður sína þeg- ar hann var á fimmta ári,en þá var Guðmundur bróðir hans tek- inn við búi í Sölva- nesi og bjuggu þau hjá honum. Árið 1918 fluttu feðgarnir svo til Sigrúnar, systur Jóhannesar, og Finnboga Bjarna- sonar eiginmanns hennar. Eftir ferm- ingu fór Jóhannes í vegavinnu og vinnu við brúarsmíði. Vann hann við byggingu brúarinnar yfír Skjálfandafljót hjá Fosshóli, sem nú er að vísu aðeins notuð sem göngubrú. Árið 1928 fór hann í Búnaðarskólann á Hólum. Eftir að Jóhannes lauk þar námi, vann hann þar allt til ársins 1932, en þá fór hann að starfa á Kristneshæli. Samhliða því rak hann bú á Stokkahlöðum tvö fyrstu árin. 1. október 1939 kvæntist Jó- hannes Eiriksson Kristbjörgu Kristjánsdóttur, f. 18. janúar 1905, matráðskonu á Kristnes- hæli. Hún er dóttir Kristjáns Kristjánssonar, sem síðast starf- aði sem skógarvörður á Vöglum í Fnjóskadal, og konu hans Þór- unnar Jóhannesdóttur. Börn eignuðust þau engin, en ólu upp sem syni sína, frá þriggja og hálfs árs aldri, þá Kolbein, son Kristjáns bróður Jóhannesar, og Jóhannes, son Kolbeins. Jóhannes Eiríksson vann svo óslitið við Kristneshæli frá 1932 til 1983, en siðan hálfa vinnu til 1988, er hann lét af störfum. Hann sat í sveitarstjórn Hrafna- gilshrepps árin 1962 til 1981, lengst af sem oddviti. Á þeim tíma sat hann einnig sem vara- maður í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga í nokkur ár. Árið 1979 fluttu þau frá Kristneshæli til Akureyrar. Þar bjuggum þau í Þórunnarstræti 119 en siðan í Víðilundi 20. Utför Jóhannesar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13:30. JÓHANNES EIRÍKSSON Jóhannes í Hæli er dáinn á 90. aldursári. Þar með er horfinn sá síð- asti úr syskinahópnum frá Sölva- nesi. Jóhannes var yngstur barna Jórunnai' Guðnadóttur og Eiríks Guðmundssonar. Hann missti móð- ur sína sjö ára gamall og ólst síðan upp hjá systur sinni og mági, Sig- rúnu og Finnboga, foreldrum mín- um. Jóhannes fór snemma að heim- an og eftir búfræðinám í Hólaskóla réðst hann fljótlega sem starfsmað- ur að Kristneshæli, sem þá var ný- lega stofnað, og þar vann hann sitt ævistarf. Eiríkur, frændi hans, Brynjólfsson var þar ráðsmaður og var Jóhannes lengst af hans hægri hönd. Jóhannes kvæntist ráðskonunni í Hælinu, Kristbjörgu Kristjánsdótt- ur frá Vöglum í Fnjóskadal. Jó- hannes og Kristbjörg áttu ekki börn en ólu upp bróðurson Jóhannesar, Kolbein Kristjánsson, jámsmið. Jóhannesi voru snemma falin trúnaðarstörf og var hann um árabil oddviti Hrafnagilshrepps. Hrafna- gilsskóli var reistur á þeim tíma af miklum myndarskap. Jóhannes er farinn að heiman þegar ég man fyrst eftir, en hann kom oft, einkum eftir að við fluttum í Eyjafjörðinn 1936. Frá Stokka- hlöðum er stutt í Hælið og enn styttra frá Kroppi. Eftir að við flutt- um að Kroppi hafði ég um tíma það starf að flytja rjóma út í Hæli í tveimur tveggja lítra brúsum. Ég tók þá mjólkurbílinn úteftir en gekk með brúsana tóma til baka. Þetta var ábyrgðarstarf fyrir átta ára mann. Eg afhenti ráðskonunni rjómann skilmerkilega og ekki brást að fyrir mig voru reiddar veit- ingar slíkar að vart myndu finnast betri i heimi að mér fannst. Mér, barninu, fannst ætíð ríkja glaðværð í Kristneshæli og gaman að koma þangað. Ég minnist Jó- hannesar sem einstaklega glaðværs og geðgóðs manns. Ég sá hann aldrei skipta skapi. Hann sá alltaf einhveija broslega hlið á öllum mál- um. Það birti til þegar hann kom á hjólinu sínu og stikaði löngum skrefum í bæinn. Einu sinni lánaði Jóhannes mér hjólið sitt úr Hælinu fram í Kropp. Ég var nýbúinn að læra á hjóli og kynnast þar með nýrri umferðartækni sem gerði hægar gönguferðir minna áhuga- verðar. Auðvitað þurfti Jóhannes að ganga frameftir um kvöldið og sækja hjólið. Ég fann nú efth- á að ég hafði misnotað greiðasemi frænda míns og ég skammaðist mín. Ég held þó að hann hafi haft gaman af því að sjá mig, pjakkinn, hjóla á þessu stóra hjóli undir slá. Með árunum fækkaði fundum. Skólaganga og atvinna réðu leið. Heimsóknir í Þórunnarstræti og Víðilund urðu of fáar en alltaf ánægjulegar. Rifjaðar voru upp sögur af gömlum frændum, gluggað í ættfræði og farið með vísur, sumar kannske hálfljótar. Þegar aldurinn færist yfir finnst manni að hægt hefði verið að nota tímann betur með eldri frændum sínum. Kannske eigum við eftir að hittast seinna og fara með vísur sem hafa má yfir í viðurvist presta. Stefán Yngvi Finnbogason. Haustsins enn er handtak svalt. Hljóðna menn við bros þess kalt Bráðum fennir yfir allt ekkert senn er vorblóm falt. (Jónas Tryggvason frá Finnstungu.) Haustið svífur að og minnir okk- ur mannanna böm á hverfulleik lífs- ins. Litadýrð skóga og kjarrs blasir hvarvetna við augum. Farfuglamir kveðja og halda á vit hlýrri heim- kynna. A einum af þessum fögm haustdögum kvaddi Jóhannes frændi Eiríksson þetta líf og hélt á vit æðri heimkynna. Hann Jói frændi, sem var svo ríkur þáttur í lífi okkar barnanna sem ólumst upp í Kristneshæli á árunum upp úr 1940. Jói frændi var náskyldur föð- ur okkar, Eiríki Brynjólfssyni, framkvæmdastjóra í Kiistneshæli. Þeir vom svo skyldir að ættfræð- ingar sögðu að þeir væra skyldari heldur en þó að þeir hefðu verið hálfbræður. Þessi kæri frændi okk- ar var fastur punktur í tilveranni frá því við fyrst mundum eftir okk- ur. Undir hans handleiðslu stigum við fyrstu skrefin í verklegu tilliti og hann veitti okkur sannarlega góða handleiðslu. Undanfama daga hefur þeirri spurningu skotið upp í kollin- um æ ofan í æ hvemig eigi að skil- greina verksvið og starfsheiti frænda og við eram sammála um að það sé eiginlega ekki hægt að festa eitthvert eitt starfsheiti við hann. Helst væri að kalla hann „fjölverks- mann“ en á Kristneshæli vann hann nánast hvað sem þurfa þótti. Lengst af var hann þó kyndari þ.e. hann kynti gufuketilinn sem maturinn var soðinn við. Hann sá líka um allt hráefni til matargerðar, þ.e. hann hjó niður kjöt, bar inn fisk, sá um grænmetisgeymsluna og sláturkjallarann og allt hvað heiti hafði. Einnig sá hann um garðrækt og gróðurhús Hælisins að ógleymdum hænsnum og svínum sem hann fóðr- aði af mikilli natni. Frændi, eins og við kölluðum hann löngum var sívinnandi. Hann var að frá því eldsnemma á morgn- ana og þar til komið var fram á kvöld. Við systkinin fóram nokkuð fljótt að hjálpa til við hin ýmsu störf á Hælinu og unnum þá gjarnan með frænda, einkum í gróðurhúsunum og við hirðingu lóðarinnar. Frændi var mjög skemmtilegur samstarfs- maður. Hann hafði létta og glaða lund og var fundvís á það skoplega í tilverunni. Hló hann þá oft dátt en þó aldrei svo öðram sárnaði, hans skopskyn var ekki særandi. Frændi var áhugasamur bókasafnari og átti mjög vandað bókasafn. Einkum lagði hann sig eftir að safna gömlum tímaritum og ýmsum Biblíuútgáfum. Hann fór afar vel með bækur og lét binda þær inn í valið skinn og var vandlátur á band- ið. í mörg ár skipti frændi sér ekki af hreppsmálum. En árið 1966 lét hann tilleiðast að gefa kost á sér til setu í hrepp- snefnd og var gerður að oddvita sveitarstjómarinnar á fyrsta kjör- tímabili. Frænda fórast oddvitast- örfin vel úr hendi enda var hann gætinn fjármálamaður og hafði traust og virðingu sveitunganna. Árið 1979 fluttu þau hjón, frændi og hans dyggi lífsföranautur, Krist- björg Kristjánsdóttir, til Akureyrar. Þau bjuggu fyrstu árin í húsi sínu íÞórannarstræti 119, en fluttu sig svo um set og keyptu sér íbúð í Víð- ilundi 20. Þau bjuggu sér notalegt og hlýlegt heimili þar sem ávallt var tekið á móti vinum og frændum af höfðingsskap og hlýju. Frændi var fæddur í Skagafirði og hann var alla tíð sannur Skag- firðingur. Hann fylgdist vel með mönnum og málefnum íyrir vestan og eink- um áttu Lýtingar sannan vin í hon- um, enda var hann sjálfur Lýtingur af lífi og sál. Frændi var áhugasamur um ferðalög innanlands og fóra þau hjón margar ferðir með Ferðafélag- inu sér til yndis og ánægju. Þeim hjónum varð ekki bama auðið en þau ólu upp bróðurson frænda, Kolbein Kristjánsson, og síðar son hans, Jóhannes Kolbeins- son. Þeir feðgar hafa reynst fóstur- foreldrum sínum góðar stoðir þegar Elli kerling tók að sækja að þeim. Þó að fenni í spor frænda mun minning hans lifa í huga okkar sem munum hann og þótti vænt um hann. Eftirlifandi eiginkonu og fóstur- sonum flytjum við samúðarkveðjur. Minningin um mætan mann mun létta þeim sorgina. Far þú í friði, frændi sæll, inn í litadýrð eilífðarinnar og hafðu þökk fyrir það sem þú varst okkur. Systkinin úr „Ráðsmannshúsi“. Edda, Auður, Þorsteinn og Guðríður og fjölskyldur þeirra. Ég hef alltaf litið á Jóhannes Eir- íksson sem bróður minn, stóra bróð- ur sem gott var að leita til og spyrja ef eitthvað var öðruvísi en manni fannst það eiga að vera. Hann kom til foreldra minna ásamt Eiríki föð- ur sínum og móðurföður mínum árið 1918, fljótlega eftir að móðir hans lézt. Eiríkur var þá heilsutæpur orðinn og lézt nokkram árum seinna. Elzta bam foreldra minna, Bjami síðar héraðsráðunautur í Dölum, fæddist um líkt leyti og Jó- hannes kom á heimilið og urðu þeir að sjálfsögðu miklir vinir og litu á sig sem bræður meðan báðir lifðu. Mér var Jóhannes umfram allt lærimeistari sem ég leit gífurlega upp til og tók til fyrirmyndar. Hann hlýddi mér eitthvað yfir kennslu- bækur áður en ég hóf skólanám 10 ára að aldri og var þá ekkert að hh'fa nemandanum, lét mig minnir mig læra fyrra hefti íslandssögu Jónasar frá Hriflu utan bókar og tel ég mig hafa búið að þeim lærdómi lengi. Auðvitað átti ég þá auðveld- ara með að læra utan bókar en síðar varð. Svaðilfai'ir fórum við einhverj- ar saman en þær verða ekki tíund- aðar hér. Jóhannes fór í landbúnaðarskól- ann á Hólum og brautskráðist það- an vorið 1930. Þar batzt hann ævilangri vináttu við Rögnvald Jónsson síðar bónda og kennara í Flugumýrarhvammi og langa ævi organista í öllum kii'kjum í Blönduhlíð. Þeir höfðu samband alla tíð Rögnvaldur og Jóhannes og hittust síðast íyi-ir um tveimur mán- uðum þegar Hai-aldur Sigurðsson fyrrv. leikfimikennari á Akureyri bauð Jóhannesi að aka með hann á fornar slóðir vestur í Skagafirði. Næstu sumur var Jóhannes í brúarvinnu á Norður- og Austur- landi, að ég ætla með Valgeir Björnssyni, við Skjálfandafljót, Lagarfljót og fleiri vatnsföll en þá vora samgöngur milh landshluta ekki eins greiðar og nú og því nokk- urs virði fyrir ungt fólk að kynnast fleiri stöðum en sinni heimatorfu. Síðan gerðist hann starfsmaður á Heilsuhælinu í Kristnesi og hélt því starfi meðan aldur leyfði. Hann hélt þó alltaf sterku sambandi við fjöl- skyldu sína í Skagafirði og hjólaði þá stundum á milh og þótti þrek- virki meðan vegir vora enn erfiðir, t.d. yfir Öxnadalsheiði. Jóhannes kvæntist mikilli ágætis- konu, Kristbjörgu Kristjánsdóttur, dóttur Kristjáns Kristjánssonar skógarvarðar í Vaglaskógi og Þór- unnai’ Jóhannesdóttur, útgerðar- manns á Vatneyri við Patreksfjörð. Hún gekk á hússtjórnarskóla í Dan- mörku og var lengi matráðskona Heilsuhælisins í Kristnesi. Þau vora bamlaus en ólu upp bróðurson Jó- hannesar Kolbein Kristjánsson, biAi reiðarstjóra, og síðan son hans Jó- hannes Möller sem ber nafn fóstra síns. Frú Kristbjörg lifir mann sinn en hefur misst sjónina og era sumir dagar henni langir orðnir í myrkr- inu. Jóhannes var mikill bókamaður og átti mikið og fallegt safn ís- lenzkra bóka. Það er nú í eigu Jóhannesar Möll- ers. Jóhannes var starfsmaður Heilsuhælisins í Kristnesi alla starfsævi sína, hann var ekki fyrir það að breyta breytinganna vegná^ enda hefur hann áreiðanlega haft sín áhrif á þeirri merku stofnun. En honum nægði ekki starfið á heilsu- hælinu. Hann var mikill ræktunar- maður og stundaði garðrækt o.fl. og tók auk þess mjög þátt í sveitar- stjórnarmálum. Hann var oddviti Hrafnagilshrepps í meira en tvo áratugi, að ég ætla þangað til sveit- arfélögin sameinuðust. Þetta virðist hafa verið mikið framfara- og breyt- ingaskeið í sögu hreppsins og odd- vitinn haft í ýmsu að snúast. Jóhannes var jákvæður maður og bjartsýnn og lýsti upp umhverfi sitt með þægilegum gamanmálum og ég fann ávallt í bemsku til óþægilegrar tómleikakenndar þegai' sumarleyfi- hans voru á enda og hann kvaddi til langdvalar að heiman. En sú var ávallt bót í máli að ég gat vænzt þess að hann mundi koma aftur með kæti sína og spaug. Ég finn nú til sams konar tómleikakenndar og af skiljanlegum ástæðum miklu verri. En ekki stoðar um það að fást. Við hjónin þökkum samvistimar við uppeldisbróður minn og kveðjum hann endanlega. Eiríkur Hreinn Finnbogason. GUÐNIÞÓRARINN * GUÐMUNDSSON + Guðni Þórarinn Guðmundsson fæddist í Vestmanna- eyjum 6. október 1948. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 13. ágúst síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 22. ágúst. Brostinn er strengur og hljómur þagnaður, gleðihljómurinn í hörpu Guðna Þ. Guð- mundssonar organista. Ég segi gleðihljómur því að aldrei hef ég séð jafnmikla ánægju og inn- lifun skína úr svip nokkurs manns við hljóðfæraleik eins og þegar Guðni sat við hljóðfærið. För mín til útlanda um það leyti er hið óvænta andlát Guðna bar að kom í veg fyrir, að þessar línur fylgdu út- för hans. Ég sá Guðna í fyrsta sinn í Kaup- mannahöfn á heimili sameiginlegra vina. Það stafaði frá þessum unga manni gleði og hlýju og hann varð mér eftirminnilegur. í Kaupmanna- höfn stundaði Guðni tónlistai'nám í mörg ár og vann meðfram tónlistar- námi við hljóðfæraleik í einu af fang- elsum borgarinnar og eitt sinn er ég kom á einn af þekktari skemmti- stöðum Kaupmannahafnar sat Guðni þar við hljóðfæri í hópi frá- bærra tónlistarmanna. Þannig var Guðni alla tíð jafnvígur á allar tegun- dir hljómlistar og virtist hafa sömu nautn af að koma á framfæri dægur- tónlist og þeirri, sem æðri þykir. Eftir heimkomu frá námi tók við hið erilsama og krefjandi starf kirkjuorganistans, fyrst um tíma í Langholtskirkju og síðan í Bústaða- kirkju þar sem hann starfaði til ævi- loka. Framlag hans til tónlistar þar er margrómað. Frábær kirkjukór, barnakór og bjöllukór nutu áhuga hans og starfskrafta. Inn í þeirra raðir komu oft efnilegir söngvarar, sem hann var óþreytandi við að æfa og koma á framfæri við ýmis tilefni vítt og breitt um borgina. En þetta var ekki nóg. Hann tók að sér stjóm annarra kóra, til að mynda Lögreglu- kórsins, og fékkst við umfangsmikla kennslu. Margir vildu fá hann til liðs við sig og það var eins og nei væri ekki tfr í hans munni. Guðni gekk ungur til liðs við Frímúrararegluna á íslandi og lét sig ekki muna um að gegna söngstjórastarfi við stúku sína þar í rúm 20 ár og aðalsöngstjórastarfi Frímúrarareglunnar síðastliðin tvö ár. Þar lágu leiðir okkar saman og hin eiginlegu kynni okkar hófust. Ekki var hægt að hugsa sér ljúfari mann í samstarfi. Áhugi hans á að leysa hin mörgu mál, sem upp komu, og ánægjan, þegar vel tókst til, eink- enndu störf hans. „Við björgum þessu, ekkert mál,“ var jafnan við- kvæðið, ef eitthvað stóð tæpt. Það mátti þó öllum vera ljóst, að hinai' miklu annir hans og miskunn- ai'laus barátta við tímann gengu nær honum en hollt mætti teljast, enda mun hann hafa haft í hyggju að rifa seglin og hægja ferðina á einhvern hátt. Ekki hvarflaði þó að okkur, þegar við þökkuðum honum frábært framlag hans á lokafundi stúkunnar sl. vor, að þetta yrði hans lokafund- ur. Missir okkai' Mímisbræðra er mikill, en minning Guðna mun lifa meðal vor og ómælt þakklæti fyrir frábær störf í vora þágu fylgir hon-" um. Eftirlifandi éiginkonu hans, son- um og öðram ættingjum sendum við samúðarkveðjur og biðjum honum blessunar hins hæsta höfuðsmiðs himins og jarðar og óskum honum velfarnaðar á þeirri braut sem hann hefur nú lagt út á. - Ólafur G. Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.