Morgunblaðið - 06.10.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FOSTUDAGUR 6. OKTOBER 2000 51
FJOLMIÐLUN
Pressukvöld Blaðamannafélags fslands um samskipti lögreglunnar og fjölmiðla
Lögreglunm ber
ekki að ritstýra
Með samskiptum lögreglu og einstakra fjölmiðla í opinberri heim-
sókn Li Peng vöknuðu aftur upp spurningar um rétt fjölmiðla til
aðgangs að fréttaviðburðum. Arna Schram greinir hér frá umræð-
um um þessi mál sem fram komu á Pressukvöldi BÍ fyrir skömmu.
ÞAÐ VAR ekki í fyrsta sinn sem sló í
brýnu milli lögreglu og fjölmiðla þeg-
ar Ámi Snævarr fréttamaður á Stöð 2
hugðist í september sl. spyrja Li
Peng, forseta kínverska þingsins,
hvað hæft væri í þeim ásökunum um
að hann bæri ábyrgð á blóðbaðinu á
Torgi hins himneska friðar árið 1989.
Eða þegar hinn sami fréttamaður
hugðist greina frá heimsókn Li Peng
til íslenskrar fjölskyldu í fjölbýlishúsi
í Gyðufelli í Reykjavík.
Skammt er að minnast þess þegar
Logi Bergmann Eiðsson, fréttamað-
ur á Sjónvarpinu, var handtekinn og
færður inn í lögreglubíl er hann var
við fréttaöflun ásamt kvikmynda-
tökumanni á vettvangi bruna í máln-
ingarverksmiðju Hörpu í lok janúar
árið 1999. Umræða um aðgang fjöl-
miðla að fréttaviðburðum er því ekki
ný af nálinni. Hún hefur komið upp
aftur og aftur í gegnum tíðina, þegar
tilefni hefur gefist til, til að mynda
þegar aðgangur fjölmiðla að vett-
vangi náttúruhamfara eða slysa hefur
verið takmarkaður.
Samskipti lögreglunnar og fjöl-
miðla voru enn á ný til umfjöllunar á
Pressukvöldi Blaðamannafélags ís-
lands nú fyrir skömmu. Tilefnið voru
samskipti Áma Snævairs við lög-
regluna í tengslum við heimsókn Li
Pengs en markmiðið var ekki síður að
ræða aðgengi fjölmiðla að fréttaat-
burðum og heimild lögreglunnar til að
takmarka slíkan aðgang. Frummæl-
endur voru Logi Bergmann Eiðsson
fréttamaður á Sjónvarpinu, Atli
Gíslason lögmaður Blaðamannafélags
Islands og Pétur Gunnarsson blaða-
maður á Morgunblaðinu.
Logi sýndi m.a. lifandi myndir af
nokkrum atburðum þar sem lög-
reglan hindrar störf frétta: og
myndatökumanna á vettvangi. Á ein-
um stað kom ofbeldi af hálfú lög-
reglunnar við sögu. Þá sýndi hann
myndskeið _sem tengdust heimsókn
Li Peng til íslands. A þeim kom fram
að sjónvarpsmenn frá kínverska al-
þýðulýðveldinu höfðu betri aðgang að
fundum Li Peng með íslenskum ráða-
mönnum en íslenskir sjónvarpsmenn.
Á einu myndskeiðinu sést hvar töku-
maður Sjónvarpsins var staddur úti á
grasbala töluvert frá aðalinngangi
Bessastaða, en tilefnið var heimsókn
Li Peng til Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, forseta íslands. Sagði Logi að ís-
lenskum fjölmiðlamönnum hefði verið
sagt að vera úti á túni þar til kín-
versku gestimir væru komnir inn, en
þá mættu þeir taka myndir inni af Ól-
afi Ragnari og Li Peng í eina mínútu.
Greindi Logi frá því að þegar töku-
maður Sjónvarpsins hefði verið inni í
um það bil sjö sekúndur hefði honum
verið skipað að fara út. „Og af þeim
fóru fimm í að stilla fókusinn," sagði
Logi Bergmann. Síðan sýndi hann
myndskeið sem borist hefðu frá „fjöl-
miðlum“ í Kína þar sem sjá mátti
greinargóðar myndir af því þegar Li
Peng sat inni á Bessastöðum ásamt
fylgdarliði á tali við Ólaf Ragnar
Grímsson. Það myndskeið hefði auk
þess varað lengur en eina mínútu!
í máli Atla kom fram að tilburðir
lögreglu við að hindra myndatöku og
spumingar fjölmiðlamanna fæli að
sínu mati í sér ritskoðun sem gengi
gegn tjáningafrelsisákvæði 73. gr.
stjómarskrárinnar. Sagði hann það
ekki vera í verkahring lögreglu að
stýra því sem væri myndað eða sagt.
Það stæði blaðamönnum næst að bera
ábyrgð á því sem þeir sendu frá sér í
samræmi við reglur þar að lútandi svo
sem reglur um friðhelgi einkalífs.
Atli greindi frá því að tjáningar-
frelsisákvæði mannréttindasáttmála
Evrópu nr. 62/1994 og 19. gr. alþjóða-
samings um borgaraleg og stjóm-
málaleg réttindi væra ítarlegri en
tjáningarfrelsisákvæði sfjómarskrár-
innar. í þeim væri sérstaklega tekið
fram að í tjáningarfrelsinu fælist
frelsi til þess að leita, taka við og
miðla alls konar vitneskju og hug-
myndum án tillits til landamæra og
eftir leiðum að eigin vali. Þennan rétt
mætti aðeins takmarka að vissu
marki, til dæmis til að virða réttindi
eða mannorð manna.
Dró Atli þá ályktun að full ástæða
væri til að setja skýrari reglur um
samskipti lögreglu og fjölmiðla þar
sem fullt tillit væri tekið til mikilvægi
starfa blaðamanna og réttindi þeirra
samanber mannréttindasáttmála þá
sem hér hafa verið nefndir. Reglu-
mar geti ekki verið grandvallaðar á
einberum lögregluforsendum.
í máli Péturs kom m.a. fram að
brýn þörf væri á því að íslenskir
blaðamenn huguðu að réttarstöðu
sinni þegar kæmi að aðgangi þeirra
að fréttaviðburðum og að þeir færðu
það mál yfir á vettvang formlegrar
hagsmunabaráttu sinnar. Sagði hann
það reyndar mega undran sæta að
blaðamenn hefðu ekki þegar látið
taka saman ítarlega lögfræðilega
greinargerð málstað sínum til stuðn-
ings og benti á að hann hefði í undir-
búningi sínum fyrir Pressukvöldið
ekki fundið nein merki þess að ís-
lenskir lögfræðingar hefðu látið sig.
málið varða. Virtist honum því sem'*
erindi Atla Gíslasonar fyrr um kvöld-
ið hefði verið fyrsta markvissa og op-
inbera umfjöllun íslensks lögfræðings
um þetta efni.
Pétur sagðist hafa fylgst með mál-
um af þessu tagi um langt skeið og
kvaðst telja að öll saga samskipta lög-
reglu og blaðamanna á vettvangi
sýndu að lögreglan bryti lögvarinn
rétt blaðamanna með því að gæta
ekki hófs þegar ákvarðanir væru
teknar um að skerða athafnafrelsi
blaðamanna á almannafæri. Minnti
hann á að í dómum Mannréttinda-^
dómstóls Evrópu mætti sjá það álit*
dómstólsins að blaðamenn ættu ekki
aðeins rétt heldur bæri skylda til að
afla og miðla frétta í þágu almennings
og að fjölmiðlar hefðu algjört frelsi
um form og framsetningu þeirra
frétta sem þeir flyttu.
í Ijósi þessa sagði Pétur að það
hlyti að vera augljóst að hagsmunir
blaðamanna á vettvangi nyti mikillar
vemdar að réttum lögum, vemdar
sem vörðuðu tjáningafrelsi og barátt-
unni gegn ritskoðun. Svo ríka hags-
muni gæti lögreglu ekki verið heimilt
að skerða nema af ítrastu varúð og að
undangengnu vandlegu og málefna-
legu mati á þeim hagsmunum sem
væra í húfi hverju sinni.
Eftir framsögumar urðu nokkrar ll'
umræður en þar steig m.a. í pontu
Geir Jón Þórisson, aðstoðar yfirlög-
regluþjónn. Sagðist hann ekki vilja
annað en góð samskipti við fjölmiðla.
Einnig urðu nokkrar umræður um
þær myndir sem Logi sýndi og sögðu
þeir fulltrúar lögreglunnar sem vora
á staðnum að sú hegðun sem þar
kæmi fram af hálfu lögreglunnar væri
ekki til fyrirmyndar.
N aflaskoðun í
New York Times
Bandaríska dagblaðið The New York Times birti
tvívegis í sömu vikunni greinar þar sem fjallað
var um fréttaflutning þess af máli kínversk-banda-
ríska vísindamannsins Wen Ho Lee. Karl Blöndal
fjallar um ásakanir á hendur stórblaðinu.
Reuter
Dr. Wen Ho Lee gengur út í frelsið í Albuquerque í Nýju Mexikó. Til hægri við hann er Mar
Holscher, lögfræðingur hans, en dóttir hans, Alberta Lee, er til vinstri
TVÆR óvenjulegar greinar birtust í banda-
ríska dagblaðinu The New York Times í lok
september. Báðar greinamar fjölluðu um
mál, sem dagblaðið hafði slegið upp með lát-
um fyrir rúmu ári, og voru nokkurs konar af-
sökunarbeiðni þótt ekki væri beinlínis beðist
afsökunar á fréttaflutningi blaðsins.
The New York Times greindi frá því 6.
mars 1999 að bandarísk stjórnvöld teldu að
Kínverjar hefðu tekið stökk fram á við í gerð
kjamorkuvopna vegna leyndarmála, sem
þeir hefðu stolið frá Bandaríkjamönnum.
Sagði í greininni að rannsókn málsins beind-
ist einkum að bandarískum vísindamanni af
kínverskum uppruna, sera starfaði við kjarn-
orkurannsóknir í Los Alamos í Nýju Mexikó.
Tveimur dögum síðar var maðurinn rekinn
og greint frá því að hann héti Wen Ho Lee.
Níu mánuðum síðar var Lee ákærður og
gefið að sök að hafa flutt gríðarlegar upp-
lýsingar, sem takmarkaður aðgangur átti að
vera að, frá rannsóknarstofunni á tölvu, sem
auðvelt var að nálgast. Hann sat í einangrun í
níu mánuði og var ekki sleppt fyrr en í ágúst.
I yfirheyrslum var honum hótað öllu illu og
mál hans meðal annars borið saman við mál
Rosenberg-hjónanna, sem tekin voru af lífi
fyrir njósnir í árdaga kalda stríðsins.
Bandaríkjamenn af kínverskum uppruna
segja að uppruni Lees hafi ráðið miklu um
það hvaða stefnu málið tók og frammistaða
rannsakenda sé rannsóknarefni. Gagnrýnin
hefur einnig beinst að íjölmiðlum og þá sér-
staklega The New York Times. Formælendur
Lees héldu því fram að blásið hefði verið til
nornaveiða með The New York Times í
broddi fylkingar og blaðið hefði nánast sak-
fellt manninn. Forsetaembættið kenndi
meira að segja þrýstingi fjölmiðla um og var
sérstaklega tekið til þess að blaðið hefði kynt
undir ákafa dómsmálaráðuneytisins.
Upprunalega voru ákæruatriðin 59, en
þegar Lee var látinn laus stóð eitt eftir. Lee
játti því að hafa farið óvarlega með kjarn-
orkuleyndarmál og upplýsti hvað varð um
þau gögn, sem hann tók, gegn því að vera lát-
inn laus og vera laus allra mála.
Louis Freeh, yfirmaður bandarísku al-
ríkislögreglunnar, FBI, gerði grein fyrir
lyktum málsins á Bandaríkjaþingi og hélt því
fram að líkast til hefði verið hægt að knýja
fram sakfellingu, en í réttarhöldum hefði að
öllum líkindum orðið að afhjúpa kjarnorku-
leyndarmál og óvíst hvort hægt hefði verið
að komast að hvað orðið hefði um þær upp-
lýsingar, sem Lee hafði með sér úr rannsókn-
arstofunni.
Aldrei ákært fyrir slíkt brot áður
Þessi niðurstaða hefur verið gagnrýnd.
Annars vegar eru þeir, sem segja að ríkis-
valdið hefði ekki átt að láta stilla sér upp við
vegg með hótunum um að opinbera upp-
lýsingar við réttarhöld. í þeim hópi eru
margir þingmenn repúblikana. Hins vegar
eru þeir, sem segja að stjórnvöld hafi farið
offari, meðal annars vegna uppruna Lees.
Því til stuðnings hefur verið bent á að þessi
sextugi vfsindamaður, sem mestallt sitt líf
starfaði að öryggismálum í Bandarfkjunum,
hafi verið neyddur til að játa á sig sakir, sem
ekki sé vitað til að hafi verið kæruefni í sam-
bærilegum málum. Besta dæmið sé John
Deutch, forveri Freehs í FBI, sem setti leyni-
legar upplýsingar inn á tölvu, þar sem tölvu-
þrjótar hefðu átt greiðan aðgang, án þess
nokkru sinni að vera ákærður.
í The New York Times birtist sfðan rit-
stjórnargrein 26. september þar sem segir að
reglan sé að sú blaðamennska, sem þar sé
stunduð, tali sínu máli. Niðurstöður þessa
máls og þær sakir, sem blaðið hafi verið bor-
ið, geri hins vegar að verkum að gera verði
lesendum grein fyrir málinu auk þess sem í
húfi hafi verið frelsi manns og orðstír.
„Á þeim dögum, sem liðnir eru frá því að
sókn málsins Iauk, hefur blaðið horft til baka
yfir fréttaflutninginn,“ segir þar. „f heildina
erum við stoltir af fréttaflutningi, sem dró
fram í dagsljósið alvarlegt vandamál í þjóðar- ^
öryggismálum, sem embættismenn höfðu vit-
að af svo mánuðum og jafnvel árum skipti.“
í greininni segir að farið hafi verið með gát
í gagnaöflun, staðreyndir rækilega staðfest-
ar og sömuleiðis upplýsingar úr viðtölum.
„En við þessa endurskoðun höfum við einn-
ig komist að því að suma hluti vildum við
óska að við hefðum gert með öðrum hætti
þannig að doktor Lee fengi að fullu notið vaf-
ans,“ segir í greininni. „Á þessum mánuðum
hefðum við getað knúið fastar á til að fletta
ofan af veikleikum í máli FBI gegn dr. Lee.
Það hefði styrkt fréttaflutning okkar ef við
hefðum unnið hraðar að þvf að meta vísinda-
legar, tæknilegar og rannsóknarlegar tilgát-
ur, sem leiddu til þess að FBI og orkumála-
ráðuneytið tengdu dr. Lee þessu máli, sem
enn er af mörgum viðurkennt að varði al-
varlegt brot á öryggisreglum."
í greininni í The New York Times er því
haldið fram að blaðið hafi ekki átt þátt í því
hvernig gengið var fram gegn Lee. Rann-
sóknin hafi verið komin í þennan farveg
löngu áður en fréttaflutningur blaðsins af
málinu hófst.
Síðan segir hins vegar að á upphaflegu
greininni hafi verið gallar, sem séu mun aug-
Ijósari nú þegar veikleikarnir í málatilbúnaði
FBI gegn Lee séu komnir í ljós. Ekki hafi ver-
ið kannað hvort mögulegt væri að upp-
lýsingar hefðu borist Kínverjum án þess að
Lee hefði leikið þar stórt hlutverk eða yfir-
höfuð verið viðriðinn málið.
Óviðeigandi áherslur
Blaðið gengst einnig við því að hafa oft
skrifað með áherslum, sem ekki voru viðeig-
andi. f grein, sem birtist í júní 1999 sagði að
verið gæti að Lee „bæri ábyrgð á skaðlegustu
njósnum eftir lok kalda stríðsins“. Reyndar
hafi þetta verið haft eftir embættismönnum
og þingmönnum, flestum úr röðum repúblik-
ana, en slíkar athugasemdir hefði átt að
tempra með skoðunum þeirra, sem efuðust
um réttmæti ásakananna gegn Lee.
Blaðið gengst við því að hafa ekki staðist
þær kröfur, sem það gerir til sjálfs sín og
skellir skuldinni á þá, sem stjórnuðu frétta-
flutningnum. Þeir hafi ekki spurt spurninga,
sem ekki hvörfluðu að þeim fyrr en síðar.
„Þessi reynsla dregur hins vegar ekki á
nokkurn hátt úr trausti okkar til blaðamanna
okkar,“ segir í greininni í The New York
Times. „Þeir voru fylgnir og sanngjarnir í
fréttaöflun sinni þrátt fyrir harðar árásir.“
The New York Times er ekki þekkt fyrir
að skrifa um innanhússmál. Það að blaðið
hafi gert það tvisvar í sömu vikunni ber því
vitni að það hafi verið farið að hitna í kolun-
um á ritstjórninni. ^