Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 56
,^56 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Mosfellsbær heit sveit eða svefnbær? ÁSTÆÐA þess að við í foreldrafélaginu Þrumum og eldingum, sem starfrækt er í kringum 4., 5., 6. og 7. flokk drengja í knatt- spyrnu hjá Umf. Aftur- eldingu setjumst niður og skrifum þessa grein, er eftirfarandi. Það hefur vakið furðu okk- ar að örfáum aðilum, eflaust teljandi á fingr- um annarrar handar, skuli takast að varpa skugga á sannkallaðan hátíðardag sem gengið hefur undir nafninu „Fló og fjör“ og hald- inn er í gömlu Alafosskvosinni. Ala- fosskvosinni sem er yfirlýst sem framtíðar útivistar- og mannfagnað- arstaður bæjarfélagsins. Skal engan undra að bæjarfélagið hafí valið ^ þennan stað sem slíkan. Staðurinn er skjólsæll og fallegur og stendur í hæfilegri fjarlægð frá íbúðarbyggð. Þama hefur bæjarfélagið haldið 17. júní hátíðarhöld frá morgni og fram á nótt. Þess má geta að hefð er fyrir skemmtunum í Alafosskvos frá fyrri árum. Segja má að staðurinn sé Ing- ólfstorg okkar Mosfellinga. „Fló og fjör“ er dagur sem hefst með flóamarkaði og endar með stór- dansleik sem haldinn er í tjaldi frá kl. 23-3. Allt er þetta gert til styrkt- ar íþróttastarfinu. Flóamarkaðurinn 2. sept. sl. var haldinn í þriðja skipti og í annað skipti með dansleik. Gríðarlegur fjöldi fólks hefur sótt þennan viðburð og fer fjöldinn alltaf vaxandi. Vert er að þakka þann mikla stuðning sem fjöldi fólks hefur sýnt okkur með góðum gjöf- um á markaðinn. Mikil stemmning hefur verið allan daginn fram á nótt og alltaf hefur þetta farið með ein- dæmum vel fram enda öll gæsla og undirbún- ingur verið vandaður. I hvert skipti hefur verið sótt um öll tilskilin leyfi og fyrir 2. sept. sl. var dreift blaði í fjölda húsa í næsta nágrenni til að láta nágranna vita hvað til stæði. Tek- ið skal fram að það blað var undirritað með nafni og síma- númeri. „Fló og fjör“ hefur vakið mikla og jákvæða athygli fjölmiðla og hefur verið bæjarfélaginu til sóma. Ekkert þessu líkt hefur verið gert í Mos- fellsbæ og er þetta þar að auki stærsta og öflugasta fjáröflun Aftur- eldingar svo lengi sem elstu menn muna. Mikil ánægja almennings með þetta framtak hefur vart farið framhjá nokkrum Mosfellingi og þótt víðar væri leitað. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi í Álafosskvos hafa fáeinir aðilar kosið að búa, margir hveijir í hús- næði sem ekki er gert ráð fyrir sam- kvæmt aðalskipulagi bæjarfélagsins að sé íbúðarhúsnæði. Gæti hugsast að sá hinn sami og kaus að dreifa óundirrituðu bréfi í fjölda húsa í bæjarfélaginu undir nafninu áhuga- Karl Tómasson Samkoma Vissulega ómar allt bæjarfélagið þegar haldin er útisamkoma af þessari stærðargráðu, segir Karl Tómasson, en hver getur ekki sætt sig við það í þrjár klst. tvisvar á ári. hópur um svefn- og vinnufrið í Ála- fosskvos búi í ósamþykktri íbúð? Segja má að það skipti í sjálfu sér ekki máli, hann kaus að búa á þessu svæði. Svæði sem alltaf má gera ráð fyrir ýmiskonar uppákomum. En með því að dreifa slíku plaggi er sá hinn sami að bendla fjölda fólks sem starfar og býr á staðnum við málið. Fólk sem vill ekki með nokkru móti tilheyra þessum fámenna leynihópi sem ekki getur komið fram undir nafni og getur ekki sætt sig við sam- komu sem haldin er tvisvar á ári, að vori og að hausti. Samkomu, sem haldin er til styrktar íþróttastarfi og tvímælalaust litar bæjarfélagið. Samkomu sem álíka fjöldi hefur sótt og sjálf 17. júní hátíðarhöld okkar Mosfellinga. Vissulega ómar allt bæjarfélagið þegar haldin er útisamkoma af þess- ari stærðargráðu, en hver getur ekki sætt sig við það í þrjár klst. tvisvar á ári. Tæpast er hægt að kalla Mosfellsbæ svefnbæ á meðan. Við treystum því að bæjaryfirvöld Mosfellsbæjar láti ekki háværa ein- staklinga skyggja á jafn skemmti- legan dag og fló og fjör og létti frek- ar undir með okkur í maí næstkomandi. Fyrir hönd Þrumna og eldinga, foreldrafélags ungra knattspymu- manna í Mosfellsbæ. Höfundur er tónlistarmaður. Hreyfíng til heilsubótar REGLULEG hreyf- ing stuðlar að bættri heilsu. Þetta er vel þekkt og vísindalega sannað. Rannsóknir sýna, að hreyfingar- leysi eykur hættuna á ^ sjúkdómum. Þar má r nefna hjartasjúk- dóma, vandamál í stoðkerfi og sykursýki sem er sívaxandi þjóð- félagsvandi. Þrátt fyrir þessar staðreyndir stunda aðeins 20-40% Evrópubúa nægilega hreyfingu til að bæta ; heilsuna. Jafnframt hækkar kostnaðurinn við heil- 1 brigðisþjónustuna stöðugt. Hreyfing til heilsubótar kemur þess vegna ekki einungis þeim ein- staklingum að gagni sem hana stunda. Hún lækkar einnig hinn J( gífurlega kostnað sem fer í heil- brigðiskerfið. Þess vegna er mjög mikilvægt j að stefna um almannaheilsu leggi meiri áherslu á reglubundna hreyf- ! ingu. Þess vegna verður að gefa fólki aukin tækifæri til þess að i hreyfa sig. Þess vegna verður að hvetja fólk til þess að hreyfa sig. Árið 1996 var sett á laggirnar evrópskt samstarfsnet um „hreyf- ingu til heilsubótar“ eða „Health- Enhancing Physical Áctivity“ Nettoíú^ ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR KOSTABOÐ ALLT AÐ 30% AFSLÁTTUR #Friform HÁTÚNI6A (í húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 (HEPA). íslendingar eiga aðild að þessu samstarfi. En hvað felst í þessu hugtaki? Hreyfing til heilsu- bótar er einfaldlega öll sú hreyfing, sem bætir heilsuna og eyk- ur úthaldið, án þess að valda skaða eða áhættu. Stundum er spurt: Er nauðsynlegt að púla rennsveittur klukkutímum saman til að ná árangri? Svarið er nei. Ráðlagt er að hreyfa sig í hálf- tíma á degi hverjum og hafa álagið „hóflegt". En hvað er „hóflegt" álag? Þumalputtareglan er sú, að við- komandi geti haldið uppi samræð- um meðan á álagi stendur en finni þó að hann sé að reyna svolítið á sig. Þessari hálftíma hreyfingu má skipta niður yfir daginn. Þannig eru þrjár tíu mínútna lotur eins áhrifaríkar og ein þrjátíu mínútna lota. Ekki skyldi gleyma þeirri líkamsrækt sem felst í daglegu amstri, eins og að ganga í vinnuna, ryksuga og taka til, slá blettinn, moka snjó af gangvegi eða þvo bíl- inn. Spyrja má: Hvernig stuðlar Erum flutt í Bæjarlind 1, Kópavogi (Blátt hús) sími 544 8001 fax 544 8002 netfang vefur@centrum.is Verslunin Vefur Steingrímur Þorgeirsson Heilsa Hvetja verður fólk til þess, segir Steingrímur Þorgeirsson, að hreyfa sig. reglubundin hreyfing að bættri heilsu? Svarið er ákaflega margþætt. Hér skulu nokkur atriði nefnd. Reglubundin hreyfíng minnkar hættuna á kransæðasjúkdómum. Hún eykur hlutfall „góða“ kólest- erólsins (HDL) í blóði. Hún dregur úr háþrýstingi eða kemur í veg fyrir hann. Hún kemur í veg fyrir aldurstengda sykursýki. Hún hindrar þróun nokkurra tegunda af krabbameini. Hún styrkir bein og vöðva og varnar beinþynningu. Hún heldur líkamsþyngdinni í skefjum. Hún minnkar streitu. Hún eykur orku, árvekni og út- hald. Og síðast en ekki síst má nefna, að hún léttir lundina. Hún lætur okkur einfaldlega líða betur, bæði á líðandi stund og til framtíðar. Hreyfing til heilsubótar verður meðal fjölmargra viðfangsefna á ráðstefnunni „Heilsan er í höndum okkar sjálfra" í Bolungarvík á laugardag. Þar mun ég gera þessu efni nánari skil. „Heilsubærinn Bolungarvík" er verkefni sem hófst í byrjun þessa árs og stendur fram á næsta ár - og vonandi miklu lengur. Grund- völlur þess er sá, að ábyrgðin á eigin heilsu er að verulegu leyti í höndum hvers og eins. Ráðstefnan í Bolungarvík á laugardag er þáttur í þessu verk- efni. Höfundur er sjúkraþjálfari. Skortur á hjúkrunarfræð- ingum til starfa UNDANFARNA daga og vikur hefur umræða hafist um skort á hjúkrunarfr æð- ingum til starfa líkt og undanfarin ár. Einkum hefur verið rætt um skort á hjúkrunarfræð- ingum til starfa á öldr- unarstofnunum um leið og fjallað er almennt um skort á starfsfólki við umönnun aldraðra. Fram hefur komið að 140 stöður hjúkrunar- fræðinga eru ósetnar við Landspítala - há- skólasjúkrahús. Hjúkrunarfræðingar bera faglega ábyrgð á hjúkrunar- þjónustu í landinu og þarfir þjóðfé- lagsþegna fyrir hjúkrunarþjónustu er það grundvallaratriði sem störf þeirra byggjast á. Á meðan lang- vinnur skortur er á hjúkrunarfræð- ingum til starfa er hætt við að gæði hjúkrunarþjónustunnar séu ekki tryggð. Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga hefur áhyggjur af hjúkrun- arfræðingaskortinum og vill leggja sitt af mörkum til að leita lausna. í skýrslu, sem birtist vorið 1999 á veg- um félagsins og hjúkrunarstjórn- enda, var leitast við að greina orsakir þráláts skorts á hjúkrunarfræðing- um til starfa og finna leiðir til úrbóta. Ég vil gera stutta grein fyrir nokkr- um tillögum nefndarinnar og hvern- ig unnið hefur verið með þær frá því skýrslan var birt. í fyrsta lagi var bent á að mennta þyrfti fleiri hjúkrunarfræðinga. I skýrslunni kemur fram að vandinn leysist á 15 árum ef útskrifuðum hjúkrunarfræðingum fjölgar um 30 á ári. í ljósi þeirra upplýsinga ákvað heilbrigðisdeild Háskólans á Akur- eyri að láta af samkeppnisprófum í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræði- deild Háskóla íslands samþykkti að heimila öllum nemendum, sem náðu samkeppnisprófum í desember sl. að halda áfram námi. Þar er nú unnið að því að móta tillögur um hvernig end- urskipuleggja megi klínískt nám þannig að unnt sé að fjölga útskrif- uðum hjúkrunarfræðingum og jafn- framt að halda uppi þeim gæðum hjúkrunamáms sem íslenskar menntastofnanir eru þekktar fyrir aðveita. í öðru lagi sneru tillögurnar að launum hjúkrunarfræðinga. Þau ber að hækka og ennfremur er ástæða til að endurskoða vaktaálagið. Vakta- álag hjúkrunarfræðinga er að öllu jöfnu tvíþætt. Eitt álag er greitt frá kl.17.00-24.00 mánudaga til föstu- daga og annað, nokkru hærra, frá kl. 00.00-08.00 mánudaga til föstudaga og frá 00.00 aðfaranótt laugardags til 08.00 á mánudagsmorgni. Ljóst er að samfélagið, sem við búum í, hefur breyst gífurlega og að viðhorf hjúkr- unarfræðinga og annarra til vakta- vinnu hefur breyst frá því sem áður var. Þannig vilja hjúkrunarfræðing- ar nú selja vinnuframlag sitt á fóstu- dags- og laugardagskvöldi dýrara en t.d. á mánudagskvöldi. Einnig telja þeir óeðlilegt að ekki sé gerður greinarmunur á vaktaálagi á mis- munandi tímum um helgar. Þannig vilja hjúkrunarfræðingar t.d. fá hærra vaktaálag á laugardagsnóttu en á laugardagsmorgni. Mikilvægt er að breyta þessu og er verið að vinna að þessum þáttum í tengslum við komandi kjarasamninga. Hjúkr- unarfræðingar hafa fengið launa- hækkanir á síðasta samningstímabili og er það vel. Við teljum þó að þar hafi verið um launaleiðréttingu að ræða. Það er staðreynd að meðal- dagrinnulaun hjúkrunarfræðinga eru enn lægri en meðaldagrinnulaun innan Bandalags háskólamanna. Þetta túlkar stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á þann hátt að enn sé ábyrgð og menntun hjúkrun- arfræðinga ekki að fullu metin til launa. í þriðja lagi lutu til- lögurnar að rinnutíma. Vaktarinna og óreglu- legur rinnutími er ein aðalástæða streitu í starfi, dregur úr starfs- ánægju, samræmist illa fjölskyldulífi og veldur oft þri að hjúkrunar- fræðingar kjósa að rinna lægra starfshlut- fall eða hætta störfum. Skipulag næturvakta er þannig að riða eru þær 9,5 stundir hjá hjúkrunarfræðingum sem þýðir í raun að hjúkrunarfræðingar, sem rinna 100% vaktarinnu (5 vaktir í riku), rinna meira en 40 stundir á riku. Deildarstjóri á stórri deild á Land- spítala - háskólasjúkrahúsi sagði við mig fyrir stuttu að fjölskyldu- og fé- lagslíf samrýndist ekki 100% vakta- rinnu. Svo einfalt væri það! Á íslandi Launakjör Hjúkrunarfræðingar, segir Herdís Sveinsdóttir, bera faglega ábyrgð á hjúkrunarþjónustu í landinu. hefur ekki verið riðurkennt það álag sem fylgir vaktarinnu þri hér er full rinna hjúkrunarfræðinga í vakta- rinnu 40 stundir eða jafnlöng rinnu- riku þeirra er rinna dagrinnu. Aðrar Norðurlandaþjóðir hafa riðurkennt það álag sem fylgir vaktarinnu. Þannig er t.d. rinnurika hjúkrunar- fræðinga í Noregi 35 stundir og 33 stundir hjá þeim sem eingöngu rinna næturvaktir. Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga rinnur að þri að breyta þessu. Ljóst er að hjúkrunar- fræðingar halda mikilli tryggð rið sitt starf og rilja rinna rið hjúkrun. Staðreyndin er hins vegar að hjúkr- unarfræðingar, sem hafa kynnst þri að rinna dagrinnu með frí á almenn- um frídögum líkt og aðrir í samfélag- inu, á hærri launum en þeir fá fyrir fulla vaktarinnu, eru ekki tilbúnir að hverfa til baka nema kjör í riðustu merkingu þess orðs séu bætt. Fjölda annarra leiða til úrbóta er getið í ofannefndri skýrslu. Má þar nefna hlut heilbrigðisstofnana í að auðvelda hjúkrunarfræðingum, sem horfið hafa frá störfum, að koma til starfa að nýju, útfærslu nýrra vakta- kerfa þar sem hjúkrunarfræðingar geta haft meiri áhrif á skipulag eigin vaktafyrirkomulags, endurskoðun á rinnuaðstæðum hjúkrunarfræðinga og fyrirkomulag dagristunarmála. Þarfir hjúkrunarfræðinga í vakta- rinnu fyrir dagristun eru aðrar en þarfir þeirra sem rinna dagrinnu. Afleiðing þess að spítalar hættu rekstri leikskóla var að hjúkrunar- fræðingar með ung böm koma síður, seinna og í minna starfshlutfall en áður til starfa vegna erfiðleika með barnapössun. Flestar þessar leiðir hafa eitthvað verið reyndar en ár- angur verið misjafn. I lokin ril ég geta þess að hjúkrun- arstarfið er óendanlega fjölbreytt starf og hjúkrunarfræðingar eru al- mennt ánægðir með störf sín. Þeir rita að þeir rinna vel fyrir skjólstæð- inga sína og þeim er ríkulega um- bunað með þakklæti og velrilja þeirra. Því gleyma hjúkrunarfræð- ingar ekki. Höfundur er formaður Félags fslenskra þfúkrunarfræðinga. Herdís Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.