Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.10.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ HESTAR FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 5 7 Landsmóts- myndbönd koma út Fleiri þarf í fjarnám TÖLUVERT hefur verið spurst fyrir um námskeiðið Fóðrun og hirðing sem áætlað var að bjóða upp á í fjar- kennslu frá Landbúnaðarháskólan- um á Hvanneyri eftir áramót. Að sögn Eddu Þorvaldsdóttur hafa þó aðeins 10 skráð sig enn, en ekki er hægt að fara af stað með námskeiðið nema að minnsta kosti 30 nemendur hafi skráð sig fyrir miðjan október. Edda segir að nú sé alveg óvíst hvort af námskeiðinu verði vegna dræmrar þátttöku. Hún segist mjög hissa á þessu þar sem hún taldi að mjög margir mundu nota þetta einstaka tækifæri. Námskeiðið sé alveg tilvalið íyrir alla þá sem sjá um að fóðra og hirða hestana sína sjálfir, allt frá unglingum og upp úr. „Við ætluðum að byrja alveg á byrjuninni í janúar og því hentar þetta öllum, jafnt þeim sem eru vanir að umgangast hesta og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í hestamennskunni. Fólk þarf ekki að kunna neitt. Eina skilyrðið er að nemendumir hafi aðgang að tölvu, því allt námið fer fram í fjamámi. Nemendur koma þó í 1-2 daga á Hvanneyri í verklega kennslu," segir hún. „Námskeiðið sem á að hefjast í jan- úar fjallar um fóður, fóðmn og hirð- ingu, en í vor var svo ætlunin að bjóða upp á framhaldsnámskeið í hrossa- beit.“ Hún segir að nemendunum verði kennt að meta fóðurástand hrossa og einnig hvemig meta eigi fóðrið sjálft, hvað er gott fóður og hvað lélegt. Auk þess verður farið ítarlega í húsvist, al- menna umhirðu hesta, hvenær hestar þurfa á kjarnfóðurgjöf að halda, hvað er átt við með eðlilegri brúkun, hvað sé góð loftræsting og margt fleira. „Námskeiðið kostar 30.000 krónur og innifalin í því era öll námsgögn auk þess sem nemendurnir hafa að- gang að okkur í 12-16 vikur og geta spurt um hvað sem er. Ef fólk hefur einhverjai' spumingar um námskeið- ið getur það haft samband við mig í gegnum tölvupóst. Netfangið er edda@hvanneyri.is.“ Morgunblaðið/Kristinn hrossin í A- og B-flokki gæðinga. Bjarni Þór Sigurðsson hjá Tölt- heimum, sem sjá um dreifingu myndbandanna, sagði að aðal- myndbandið muni kosta 3.900 krón- ur og hvert hinna 2.900 krónur. Ef fóik pantar núna á næstu dögum, fyrir útgáfu þeirra, fær það 10% af- siátt. Hann sagði að þegar hefðu fjölmargir, bæði innan lands og ut- an, pantað myndböndin, en þau eru líka gefin út á ensku og þýsku. Reynt verður að hafa myndböndin til sölu sem víðast. Bjami Þór sagðist verða þess var í auknum mæli að fólk keypti sér myndbönd frá stórmótum vegna heimildagildis þeirra. Þess bæri einnig að geta að óhemjumikið efni væri til frá ýmsum stórmótum og fólk sem vildi fá myndir af sínum hrossum eða uppáhaldshrossum á sérstakt myndband gæti haft sam- band við PIús film eða Töltheima og látið útbúa slíkt fyrir sig. VERIÐ er að leggja síðustu hönd á vinnslu myndbanda um Landsmótið 2000 þessa dagana og er búist við að þau verði komin á markað um miðja næstu viku.AHs er um fjórar myndir að ræða. í fyrsta lagi er mynd sem fjallar um landsmótið í heild. Hún er 106 mínútna löng og þar eru öllum greinum mótsins gerð góð skil. Er m.a. sýnt frá verð- launaafhendingu í kynbótasýningu þar á meðal sýningum á afkvæmum heiðursverðlaunahrossanna, úrslit- um í barna-, unglinga- og ungmennaflokki, A- og B-flokki gæðinga og tölti, ræktunarbússýn- ingum og fleiru að sögn Sveins M. Sveinssonar hjá Plús film sem fram- leiðir myndirnar. Þulur í myndinni er Sigurður Sæmundsson. Auk þessarar myndar verður sér- stakt myndband með öllum stóð- hestum, annað með hryssum og það þriðja með keppni í A- og B-flokki gæðinga. Vinnslan á þeim er öðru vísi en á aðalmyndinni. Þar verður enginn lesinn texti heldur koma upplýsingar um dóma fram á skján- um auk þess sem bæklingur mun íylgja með kynbótamyndböndunum með nánari upplýsingum um hrossin. Langflest kynbótahrossin sem komu fram á landsmótinu verða á myndböndunum og 25 efstu Byrjað að prófa World Feng ALÞJÓÐLEGI gagnagrannur- inn World Fengur sem geyma mun upplýsingar um öll skráð ís- lensk hross í heiminum er nú kominn á prófunarstig. Þriðja útgáfa af Islandsfeng, sem er margmiðlunardiskur með upp- lýsingum um öll skráð hross á Islandi, kemur út fyrri hluta nóvembermánaðar. Að sögn Jóns Baldurs Lorange hjá Bænda- samtökum íslands verða engar breytingar gerðar á íslandsfeng að þessu sinni en að sjálfsögðu era allar nýjar upplýsingar, kyn- bótamat og dómar frá þessu ári inni í grunninum. Auk þess hef- ur verið bætt inn í hann um 300 myndum sem Eiríkur Jónsson tók í sumar. Hann segir að ár- lega bætist upplýsingar um u.þ.b. 20.000 hross í grunninn. Alþjóðlegi gagnagrannurinn um íslenska hestinn, World Fengur, er nú kominn á prófun- arstig. Enn sem komið er era aðeins upplýsingar frá Islandi komnar í hann, en í næsta mán- uði bætast við upplýsingar frá Noregi og Sviss. Þessi lönd vora valin af FEIF, alþjóðasamtökum eigenda íslenskra hesta, til að ríða á vaðið, en FEIF hefur samþykkt að aðildarlönd sín verði með í grunninum. Jón Baldur segir að nú verði farið að skrá hross í þessum löndum í grunninn og aðlaga gögn þeirra að honum. Ekkert hross verði skráð í grunninn nema það sé sannar- lega af íslenskum upprana. Til þess að ganga úr skugga um það verður að vera hægt að rekja ættir þess til hrossa sem fædd eru á íslandi og skráð í Feng. Þannig verður Island miðpunkt- urinn og öll skráning hrossa miðast við íslensk fædd hross. World Fengur verður form- lega opnaður í febrúar 2001 fyi'ir almenning á Netinu og þá gefst fólki kostur á að gerast áskrif- endur. Upp frá því verður skrán- ing allra íslenskra hrossa hvar sem er í heiminum rafræn. í gegnum þennan gagnagrann fer allt skýrsluhald í hrossarækt fram frá degi til dags. Hrossa- ræktendur munu færa fangvott- orð, folaldaskýrslur og eigenda- skipti í gegnum gagnagranninn og halda utan um upplýsingar um öll sín hross auk þess að hafa aðgang að upplýsingum í grann- inum. Jón Baldur telur að grannur- inn og aðgangur að honum muni ýta undir áhuga fólks á skýrslu- hald í í hrossarækt. Síðasta stóðréttin á morgun ÞEIR sem enn hafa ekki drifið sig í stóðréttir þetta haustið hafa enn tækifæri til þess því á morgun, laug- ardag, verður réttað í Víðidalstungu- rétt. Rekið verður til réttar kl. 10 og stendur mikið til.Fjöldi hrossa kem- ur jafnan í Víðidalstungurétt og nú er búist við að þau verði á bilinu 800 til 1000. Áhugi á réttinni er sífellt að aukast og er búist við mörgu að- komufólki. Sama má segja um smala- mennskuna og er löngu upppantað í smölun hjá öllum sem bjóða upp á slíkt að sögn Þorvarðar Guðmunds- sonai', ferðamálafulltrúa í Húnaþingi yestra. Hann segir að hingað til hafi Islendingar verið í meirihluta þeirra sem hafa viljað smala, en hlutfall út- lendinga alltaf að aukast. Þorvarður segir að fjölskyldufólk sæki mikið í réttirnar og því hafi þótt þörf á að auka framboð á afþreyingu á réttardaginn því ekki séu allir fjöl- skyldumeðlimir jafn áhugasamir um réttarstörfin. Nú verður tekin upp sú nýbreytni að bjóða upp á vöra- og þjónustukynningu í stóra tjaldi við réttina. Þar verður einnig til sýning- ar myndband sem kanadísk sjón- varpsstöð tók af upprekstri í fyrra. Eins og venjulega verður hægt að kaupa kaffi hjá kvenfélagskonunum og þeir sem gera það geta átt von á því að eignast efnilegt jarpskjótt hestfolald, Þröst frá Þorkelshóli, því happdrættismiði fylgir kaffinu. Fleiri vinningar era í boði svo sem gisting, námskeið á Hestamiðstöð- inni á Gauksmýri og hestasmölun að ári. I Víðidalstungurétt era ákveðnar reglur hafðar í heiðri um hvernig far- ið er að hrossunum í réttinni. Lögð er áhersla á að ganga hrossin í sund- ur og beina þeim í dilkana með löng- um prikum. Svolítið er um að þurfi að markaskoða hrossin og er reynt að gera það án átaka. FÖRÐUNARVÖRUR • HRÍSGRJÓNAPÚÐUR Le Clerc á Paris depuis 1881 Föstudag 6. október kynning í Grafarvogsapóteki Líltu við - Fáðu göð ráð Svanhildur í Silfurtungli kynnir og farðar Þórunn Lárusdóttir SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR FRETTAMAÐDR Fann draumahöllina Dæmi um gæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.