Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 62

Morgunblaðið - 06.10.2000, Page 62
62 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Smáfólk here's a proof of our CLA55 PICTURE,MARClE..HOUU MANY ARE YOU 60IH6T0 ORPER? Hér er prufa af bekkjarmyndirmi, Magga.. Hve margar ætlar þú að panta? I M NOT 60IN6 TO ORPER ANV! VOU CAn'T EVEN 5EE ME..VOUR stupipuuig uuas IN FRONTOFMV FACE' Ég ætla ekki að panta neina! Ég sést ekki einu sinni.. Þessi asnalega hárkolla þín var fyrir andlitinu mínu! BETTER ORPER A POZEN, MARCIE.. IT'5 60NNA 3E A COLLECTOR'5 ITEM í Þú ættir að panta nokkrar, Magga.. Þær koma til með að hafa söfnunargildi! BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Kristindómurinn er búinn að vera Frá Birki Má Kristinssyni: ÁHUGI íslendinga á kristindómn- um er afar takmarkaður. Það skal heldur engan undra: þessari hefð var meir eða minna neytt upp á okkur með sverði. Ég segi hefð af því að meira er kristindómurinn ekki flestum íslendingum. Þessi hefð hefur aðeins menningarlegt gildi fyrir okkur. Þar sem menning okkar tekur nú stöðugum stökk- breytingum er menningarlegt gildi kristindómsins meira að segja að missa sinn sess. Já, kristindómur- inn á varla samleið með nútíma ís- lendinginum lengur en hins vegar er Kristur sjálfur sem svalandi drykkur fyrir nútímamanninn. í gegnum sögunnar rás hefur kristindómurinn gefið vestræna heiminum bæði jákvæðan og neik- væðan arf. Krossfararnir, spilling og peningagræðgi kaþólsku kirkjunnar, ofstækismenn sem láta eiturslöngur bíta sig eða fremja sjálfsmorð í blindri hlýðni við einn mann og spilltir, peningagráðugir sjónvarpsprédikarar kemur strax til hugar sem dæmi um neikvæðan arf. Dæmi um jákvæðan arf eru áhrifín sem fyrirgefningin og að elska náungann hefur haft á vest- ræna menningu og löggjöf. En ekkert af þessu er Kristur. Jafnvel þótt við séum á upplýs- ingaöld og þróaðri en maðurinn hefur nokkurn tímann verið, höfum Peningarnir og pólitíkin Frá Guðjóni Jenssyni: AÐ HAUSTI hefur fjárlagafrum- varpið verið lagt fram að venju. Margt vekur athygli, margt því miður óvenju slæmt. Víða á að spara eins og í málefnum sjúkra og aldr- aðra, í löggæslu, menntamálum og vegagerð svo eitthvað sé tínt til. I góðærinu á flest að vera áfram á horriminni eins og menntakerfið og sjúkrahúsin. En svo er annað þar sem engu verður til sparað. Stofnun sendiráðs í Japan vekur mjög mikla athygli landsmanna enda er þar hvergi skor- ið við nögl. Talað er um að til stofnun- ar þess þurfí hvorki meira né minna en heilar 700 milljónir og þá er ekki rekstrarkostnaður sendiráðsins meðtalinn!! Þetta er mikið fé, sann- kallað metfé, fýrir eitt hús. Sendiráð þetta verður sjálfsagt byggt úr dýr- indis efnum, kannski ítölskum marm- ara og koparþaki, með gulli slegnum hurðarhúnum, snyrtitækjum, búnu ríkulega Kjarvalsmálverkum og öðru slíku dýru skrauti. Hvaða krónprins skyldi vera á leiðinni þangað austur til að búa í þessari glæsihöll? Kannski enn einn dekurkarlinn, útbrunninn í ölduróti stjómmálanna sem leiður er orðinn af öllum bitlingunum, endalausum og leiðinlegum nefndarsetunum, til- breytingarsnauðum hanastélsboðun- um og öðru áþekku erfiði? Hvað væri unnt að gera við 700 milljónir? Margt þarflegt mætti nefna. Hér eru nokkrar hugmyndir: Reka mætti ýmsar deildir í heil- brigðisþjónustunni sem sæta hafa þurft mikilli skerðingu jafnvel árum saman tímabundið. Stytta mætti biðlista verulega. Margir bíða t.d. endalaust eftir bæklunaraðgerðum. Bæta mætti kjör og aðstæður þeirra öldruðu sem lagt hafa sitt af mörkum og byggt upp grunninn að góðærinu. Byggja mætti alllanga vegarspotta víða um landið, sem og á höfuðborg- arsvæðinu, sem ekki þykir vanþörf á. Bæta mætti rekstrargrundvöll al- menningssamgangna í landinu sem hafa lengi verið vanræktar og mjög illa sinnt. Lagfæra mætti aðstæður við fjölda ferðamannastaða í landinu sem víða eru stórhættulegar, einkum eldra fólki. Efla mætti virðingu fyrir umhverfí og náttúru landsins með því að veita fé í fræðslu. Bæta mætti verulega menntun í landinu, þó ekki sé endilega fjárfest í fleiri tölvum og áþekkum tólum. Hækka mætti kaup kennara veru- lega svo um munar. Unnt væri að kaupa bækur og tímarit til bókasafnsins í Iðnskólan- um í Reykjavík í nær 1000 ár! Þess má geta, að í tæp 100 ár hafa lang- flestir iðnaðarmenn íslensku þjóðar- innar sótt menntun sína í skóla þenn- an. Bókasafnið þarf að bæta mjög verulega til að styrkja það merka starf sem unnið er í skóla þessum. Einnig er möguleiki á að lækka skatta og álögur landsmanna. Skatt- ar eru mjög háir á íslandi, sérstak- lega þeim hluta þjóðarinnar sem borgar skatta. Þessar 700 milljónir eru nálægt 10.000 krónur á hverja vísitölufjölskyldu. Það munar um minna. Hér er aðeins fátt eitt nefnt og hér með er auglýst eftir fleiri uppástung- um. Kæru þingmenn! Eg treysti því, að þið komið vitinu fyrir nkisstjórnina og fjárveitingan- efnd og komið því til leiðar, að þessu mikla fé verði betur varið en í bygg- ingu nýs sendiráðs. Við eyðum fjár- munum bara einu sinni sem verður að ígrunda mjög vel áður en sama auð er kastað á glæ. Sendiráð eru dýr fyrirtæki þar sem kannski dugar eitt faxtæki eða tölva á einhvem kontór úti í bæ. GUÐJÓN JENSSON, bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.