Morgunblaðið - 06.10.2000, Side 64
MORGUNBLAÐIÐ
64 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2000
KIRKJUSTARF
ÍDAG
Félagsstarf
eldri borgara
í Neskirkju
Safnaðarstarf
FÉLAGSSTARF eldri borgara í
Neskirkju hefst nú á laugardaginn
með dagskrá sem nefnist „Börn
náttúrunnar og við“ en svo verður
boðið upp á kaffi og helgistund í
lokin eins og venja er. Félagsstarf-
ið hefst kl. 14 og lýkur um kl. 16.
Kirkjubíllinn ekur um hverfið á
undan og eftir eins og venjulega.
b Félagsstarf eldri borgara verður
sérhvern laugardag í október og
nóvember og lýkur svo fyrir ára-
mót með „litlu jólunum" laugar-
daginn 16. desember.
Þess má geta í þessu samhengi
að sl. miðvikudag byrjaði „opið
hús“ í kirkjunni og trúfræðsla í
umsjón sr. Franks M. Halldórs-
sonar. Opið hús verður sérhvern
miðvikudag kl. 16-18 þar sem fólk
í hverfinu getur litið við í kirkjunni
og fengið sér kaffisopa, en annan
hvern miðvikudag er trúfræðslan
kl. 17 þar sem farið er í valda kafla
í Biblíunni. Sérhvern miðvikudag
kl.18 er síðan bænamessa.
y Laugarneskirkja. Morgunbænir
kl. 6.45-7.06. Mömmumorgunn kl.
10-12 í umsjá Hrundar Þórarins-
dóttur. Kaffispjall fyrir mæður,
góð upplifun fyrir börn.
Grafarvogskirkja. Al-Anon fundur
kl. 20.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna.
Trú og mannlíf, biblíulestur og
kyrrðarstund.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11.
Á morgun sér Bjarni Sigurðsson
um prédikun og Steinþór Þórðar-
son um biblíufræðslu. Barna- og
unglingadeildir á laugardögum.
Súpa og brauð eftir samkomuna.
Allir velkomnir.
Keflavíkurkirkja. Lofgjörðar- og
fyrirbænastundir í kirkjunni kl.
20-21.
Landakirkja í Vestmannaeyjum.
Kl. 11-12 stafkirkjan á Skansinum
opin til sýnis. Kl. 13.45 æfing hjá
Litlum lærisveinum, yngri hóp, í
safnaðarheimilinu. Kl. 20.30 nótt í
KFUM&K-húsinu fyrir unglinga í
æskulýðsfélagi Landakirkju. Olaf-
ur Jóhann.
Vídalínskirkja. Torgmessa á
Garðatorgi, Nýja torgi, kl. 16 á
morgun. Pestarnir.
Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju-
skólinn í Mýrdal er með samverur
á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í
Víkurskóla.
Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna-
stund kl. 20 og Gen X, frábær
kvöld fyrir unga fólkið kl. 21.
Sjöunda dags aðventistar á Is-
landi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti:
Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjón-
usta kl. 11.15. Ræðumaður Jón Hj.
Jónsson.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla
kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla
kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu-
maður Erie Guðmundsson.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17,
Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla
kl. 10.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn-
arfirði: Guðsþjónusta kl. 11.
Biblíufræðsla að guðsþjónustu lok-
inni. Ræðumaður Elías Theodórs-
son.
Safnaðarfélag aðventista, Akur-
eyri: Ræðumaður Gavin Anthony.
Hannyrðabúðin
við klukkuturninn í Garðabæ
sími 555 1314 alvara.is/jens
Rýmum ffyrir nýjum vörum
Ekta síðir pelsar aðeins 99 þús.
Handunnin húsgögn 20% afsl.
Opið virka daga kl. 11—18 og lau. kl. 11—15 Fákafeni (Bláu húsin), s. 588 4545 |
Signrstjama
VELVAKAJVDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
*
A ekki að opna
Álandið aftur?
HVAÐA ástæður ráða því
þegar götum í Reykjavík er
lokað fyrir umferð? I maí
sl. var Íokað fyrir umferð í
gegnum Áland í Fossvogs-
hverfi, ekki bara með
venjulegri merkingu held-
ur eru lika aukaskilti úti á
miðri götu. I a.m.k. fimm-
tán ár hefur verið gegnum-
akstur um Álandið án
nokkurra vandkvæða. Allt í
einu núna er þetta orðið
vandamál. Hvað hefur
breyst? Hver eru rökin fyr-
ir lokun Álands nú? Hvað
um öll mótmælin frá íbúum
í vesturhluta Fossvogs-
hverfis? Ég man ekki betur
en lokunin væri sögð til
bráðabirgða. Hún er þó enn
þá lokuð. Umferð um Foss-
vogsveg hefur aukist að
mun. Hann er þó bæði
þröngur og mörg börn þar
á ferð. Á kannski að loka
honum líka? Efsti hlutí
Eyrarlands er brattur. Á
veturna gengur oft erfið-
lega að komast þar um
vegna hálku og snjóa. Er
ekki ráð að opna Álandið
aftur fyrir veturinn?
H.B.
Kaffisetrið á Hlemmi
ÉG fer oft á kaffihús, bæði
á daginn og eins á kvöldin.
Ég kem oft á Kaffisetrið á
Hlemmi og finnst það alveg
frábært. Þarna er afskap-
lega hlýlegt og þægilegt
andrúmsloft og gott starfs-
fólk. Ég mæli með þessum
stað.
E.A.
Verð ágeisla-
diskaumslögum
ÞAÐ er undarleg verðlagn-
ingin á geisladiskaumslög-
um. Hjá pósthúsum kostar
stykkið 76 kr., hjá Griffli í
Skeifunni kostar stykkið 39
kr og í bókabúðinni á
Garðatorgi kostar stykkið
50 kr. Pósthúsin selja
geisladiskaumslögin tölu-
vert dýrari en aðrir. Hvern-
ig stendur á þessum verð-
mun?
Guðrún Jóhannesdóttir,
Túngötu 20, Bessast.hr.
Hvað skyldi
það hafa verið?
FYRIR nokkru horfði ég
og hlustaði á fjármálaráð-
herrann okkar í Kastljós-
þætti og mig minnir að
hann hafi talað um, að hann
hafi gert eitthvað fyrir ör-
yrkja og aldraða. Hvað
skyldi það nú hafa verið?
Var það þegar hann
skammtaði okkur öldruð-
um hækkun l.apríl á
grunnlífeyri og tekjutrygg-
ingu 0,7% eða 411 kr., í stað
4,5% eða 2.133 kr., eða jafn-
vel 8,9%, sömu prósentu-
hækkun og lægstu launin
sem hefði gert um 4.220
kr.? Og var það þegar hann
hækkaði verulega þátttöku
okkar í lyfjakostnaði í júní
sl. og það hlutfallslega
hærra en annarra? Spyr sá
sem ekki veit.
Ellilífeyrisþegi,
kt. 090519-3799.
Frábær þjónusta
HULDA hafði samband við
Velvakanda og vildi koma á
framfæri að hún hefur
fengið frábæra þjónustu
hjá Margréti Marteinsdótt-
ur í Fínum línum.
Valá
kjúklingabitum
ÉG fór á kjúklingastaðinn í
Suðurveri fyrir stuttu og
ætlaði að kaupa einn bita af
kjúkling. Ef maður fær að
velja bitann sjálfur kostar
hann 210 kr. stykkið en
annars kostar bitinn 185 kr.
stykkið. Það munar 25 kr. á
bitanum hvort maður velur
hann sjálfur eða ekki. Ég
bjó lengi í Bandaríkjunum
og þar þættí þetta algjör
dónaskapur að bjóða við-
skiptavinum upp á þetta.
Mér finnst þetta ekki hægt.
kt. 171150-5589.
Munkur
í fullum skrúða
VALDIMAR hafði sam-
band við Velvakanda og
honum datt í hug hvort ekki
hefði mátt hafa munk í full-
um skrúða á kristnitökuhá-
tíðinni á Þingvöllum í sum-
ar. Það hefði verið vel við
hæfi.
Tapað/fundid
Gul leikjatölva
og peysa töpuðust
GUL Gameboy leikjatölva
tapaðist við Isaksskóla við
Stakkahlíð íyrir um það bil
tveimur vikum. Foreldrar
eru beðnir að athuga hvort
hún gæti leynst einhvers
staðar. Einnig tapaðist í
haust drapplituð, rennd
hettupeysa frá Polarn O.
Pyret af sjö ára barni. Skil-
vís finnandi er vinsamleg-
ast beðinn að hafa samband
við Höllu í síma 551-0049
eða 697-5999.
Frábært brúðkaup, tengdapabbi. Ég ætti að gifta Nú var ég að sýna hvernig EKKI á að geraþetta. Nú
mig oftar. skal ég sýna ykkur réttu aðferðina.
NÝJAR VÖRUR
• Leðurjakkar
(rauðir & svartir)
• Leðurkápur
(þrjár síddir)
• Regnkápur
• Ullarkápur
• Úlpur
• Stuttkápur
• Alpahúfur (2 stærðir)
• Hattar
20% aukaafsláttur
af útsoluvörum
\oý?HW5IÐ
Mörkinni 6, sími 588 5518
Opið laugardaga frá kl. 10-16
Tölvur og tækni á Netinu 0mbl.is
Víkverji skrifar...
AÐ þessu sinni ætlar Víkverji
dagsins að vera svolítið frum-
legur og nöldra. Hann getur ekki
stillt sig um að segja frá því hvernig
borgarfyrirtæki, sem annast þjón-
ustu við alla íbúana og hefur gert
áratugum saman, virðist gleyma
mannasiðum.
Hann býr í fjölbýlishúsi í Hlíðun-
um, húsið er rúmlega hálfrar aldar
gamalt. Ekki veit hann hvenær hita-
veita var lögð í húsið, en vafalaust var
kominn tími til að endurnýja heita-
vatnslagnirnar að húsinu. Byrjað var
á því fyrir nokkru, fyrst grafið
hraustlega við eitt stigahúsið, síðan
virtist koma nokkurra daga hlé. Þá
var haldið áfram, einn morguninn
var borað af kappi í útveggi, skurður-
inn var orðinn lengri og komin bráð-
abirgðabrú yfir hann til að íbúarnir
kæmust út á bílastæðið.
Og hvað er að þessu? Ekki nema
eitt. Ekki er vitað til þess að nokkur
íbúanna hafi fengið skilaboð um að
þessar framkvæmdir stæðu fyrir
dyrum. Hvergi var hengdur upp
miði, ekki var haft samband við
stjórn húsfélags eða yfirleitt haft fyr-
ir því að gera viðvart. Var það virki-
lega of mikil fyrirhöfn?
XXX
TÓNLISTARMAÐUR og kunn-
ingi Víkverja hafði samband og
sagðist langa til að benda á afar þarft
og skemmtilegt framtak sem
Evrópusamband píanókennara,
EPTÁ, stendur fyrir síðari hluta í nó-
vembermánaðar. Þá verður haldin í
Salnum í Kópavogi samkeppni píanó-
nemenda. Keppnin verður á þrem
stigum, í fyrsta lagi fyrir nemendur
undir 16 ára aldri, í öðru lagi fyrir
framhaldsstigið og loks fyrir nem-
endur á háskólastigi.
„Ég er sannfærður um að það er
gott fyrir nemendur í hinum ýmsu
tónlistarskólum að ýtt sé undir heil-
brigða samkeppni og metnað með
þessum hætti. Einnig er þetta for-
vitnilegt fyrir kennarana sem líka
þurfa að fá samanburð," sagði hann
og bætti því við að miklar framfarir
væru að hans mati að verða í píanó-
námi hérlendis. Vonandi yrði sam-
keppni af þessu tagi fastur liður í
tónlistarlífinu á íslandi.
Víkverji tekur undir og segir fyrir
sína hönd að fátt finnst honum jafnt
ánægjulegt og blómstrandi tónlistar-
kennslan hérlendis. Fyrir utan
ánægjuna er gagnið ómetanlegt sem
börn og unglingar hafa af því að læra
fæmi sem ekki verður til án mikils
aga og vinnusemi. Kunnáttan getur
ryðgað síðar á ævinni ef henni er ekki
haldið við og gerir það hjá flestum.
En mikið situr eftir, ekki síst þjálfun-
in í að hlusta og hafa fengið innsýn í
auðugan heim sem þar að auki
stækkar stöðugt og endurskapast.
XXX
EINN af viðmælendum Víkverja
þurfti nýlega að láta endumýja
vegabréfið sitt og hafði viku til
stefnu. Ekki reyndist það samt nógu
langur undirbúningstími fyrir emb-
ætti lögreglustjóra í Reykjavík, sem
annast útgáfuna. Hann gat þó fengið
svonefnda flýtimeðferð. Munurinn er
nokkuð augljós af orðinu sjálfu, en
böggull fýlgir skammrifi. Venjuleg
vegabréfsendurnýjun kostar 5.000
krónur en flýtimeðferð 10.000. Ríkið
er stundum í einhverri fjárþröng en
er ekki plokk af þessu tagi einum of
ófyrirleitið?
Kunninginn áðurnefndi var ósátt-
ur. Hann var kurteis en „ákaflega ýt-
inn og loks leiðinlegur" að eigin sögn.
Fór svo að stúlkan í afgreiðslunni
benti honum á að ef ákveðin skilyrði
væra í lagi, einkum að ekki væri of
langur tími síðan vegabréfið rann út,
væri hægt að sækja um framleng-
ingu sem hann gerði og fékk hana.
Þá heyrðist hljóð úr horni og að
þessu sinni frá þrem öðram við-
skiptavinum á staðnum. „Það var
ekki verið að segja okkur frá þessu!“
sögðu þeir. í ljós kom að einn þeirra
uppfyllti skilyrðin. En svona eiga op-
inberar stofnanir ekki að haga sér.