Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Andstæðingum Milosevic hefur vaxið fiskur um hrygg. Fátækt er stórt vandamái íSerbíu. tækjanna, rett eins og gerðist í öðr- um Austur-Evrópuríkjum eftir hrun kommúnismans. Nú þegar eru fann að sjast merki þess sem koma skal: starfsmenn sem hafa verið reknir úr störfum sínum EG ER ekki ofbeldisfullur maður en þegar ég sá sjónvarpsútsendingu þar sem mannfjöldinn réðst á yfirmann ríkis- sjónvarpsins óskaði ég þess að ég hefði verið á staðnum. Ég held að ég hefði getað drepið hann án þess að depla auga. Hann hikaði ekld við að fórna mannslífum,“ segir Luka Spaic, einn starfsmanna ríkissjón- varpsins RTS. Luka var staddur í RTS-byggingunni fyrir hálfu öðru ári er NATO varpaði sprengju á hana, sprengju sem kostaði 16 manns lífið. Fjöldi starfsfólks var í byggingunni að skipan sjónvarps- stjórans sem hafði þó fengið upp- lýsingar um að á hana yrði ráðist. Luka Spaic er lærður mynd- höggvari en hefur unnið sem graf- ískur hönnuður í fjölda ára til að hafa í sig og á. Hann hefur m.a. hannað mikið af veggspjöldum fyrir Sósíalistaflokk Slobodans Milosev- ie, til að drýgja tekjurnar. „Það er margt gott fólk í flokknum en topp- amir eru spilltir og leiðtoginn geð- veikur. Hann er rétt eins og Hitler, huglaus og sturlaður." Luka vann hjá RTS frá 1990 og vann m.a. við að gera innskots- myndir í fréttatímana. Hann vann því nær eingöngu á kvöldin, nokkuð sem reyndist honum afdrifaríkt. Þegar sprengjuárásir Atlants- hafsbandalagsins á Júgóslavíu hóf- ust varð starfsfólki sjónvarpsins fljótlega Ijóst að það var aðeins spurning um tíma hvenær sprengju yrði varpað á sjónvarpið. Það olli að vonum hræðslu hjá starfsfólkinu og Luka kvaðst hafa lagt til við yfir- mann sinn að konur og yngstu og elstu starfsmennirnir ynnu ekki á kvöldin vegna þess. Það var ekki samþykkt. Yfirmennirnir varaðir við Morgunblaðió/Þorkell MILOSEVICS „Við fylgdumst með sprengju- árásunum á netinu, sett var upp vefsíða sem fólk sendi fréttir og þanka inn á eftir því sem árásimar héldu áfram. Við fengum t.d. fréttir frá Tékklandi þegar B 52 vélar flugu yfir. Þetta kvöld, 24 apríl, var ég afar órólegur, m.a. vegna þess að bílastæðið við bygginguna var alveg autt, aldrei þessu vant. Mér þótti ljóst að eitthvað væri að, ég vissi bara ekki hvað. Þar sem ég sá starfsmenn CNN, sem höfðu aðset- ur í byggingunni, hélt ég þó að allt væri í lagi. Ég tók hins vegar ekki eftir því að þeir fóru allir skömmu síðar.“ Luka segir CNN og yfirmenn RTS hafa verið varaða við því að til stæði að varpa sprengjum á húsið og hafi fréttastjóri stöðvarinnar yf- irgefið það snemma kvölds með dóttur sinni, sem var fréttakona og átti að vera á vakt. Heyrði hvininn Sprengingin varð svo rétt eftir að fréttir vom búnar. Luka hafði lokið sínu hlutverki, brá sér fram á gang til að fá sér samloku og gekk út að glugganum á skrifstofunni. „Ég var að reyna að þvinga samlokuna ofan Luka Spaic slapp naumlega úr sprengju- árásum NATO og eyddi mörgum bestu árum ævinnar undir ríkis- stjórn Milosevics. skjóta upp kollinum að nýju og vilja vinnuna aftur, eigendur fyrirtækja, húsa, bújarða og annars sem hefur 1 mig þegar ég heyrði hvin. Ég hljóp frá glugganum og yissi eftir það varla hvað gerðist. Ég heyrði ekki sprenginguna, ég fékk áfall. Ég fór fram, matráðskonan var látin, ein sminkan líka og ljósamaður var mikið særður. Aðkoman var hræði- leg, það vom líkamshlutar út um allt. Sprengingin hafði orðið í hjarta ríkisvætt krefjast þess að fá eignir sínar til baka. Enn sem komið er hefur umbylt- tæknideildarinnar, þetta var „mannleg" sprengja, eyðilagði „að- eins“ allt í 10 metra radius. Ég man varla neitt nema ég hugsaði að ég væri glaður yfir því að vera á lífi. Skömmu síðar kom tökumaður frá annarri sjónvarps- stöð og ég sá seinna hálfetna sam- lokuna mína í myndum af spreng- ingunni." Alls létust 16 manns í sprenging- unni. Þeir starfsmenn sem vom á vakt þetta kvöld, um 35 talsins, ingin farið að mestu friðsamlega fram þótt hart sé tekist á í orðum um ástandið. Það er til dæmis ekki óal-^ fengu ótímabundið leyfi til að jafna sig. Luka nýtti sér það en fór þó engu að síður tveimur dögum síðar með 17 ára son sinn til að sýna hon- um vegsummerkin. Starfseminni var haldið áfram, sent var út frá bíl, sem var aldrei lengi á sama stað til að koma í veg fyrir að hann yrði sprengdur. „Þeir hefðu átt að senda þannig út frá því árásimar hófust, þá hefði allt þetta fólk líklega lifað, segir Luka. Hötuðum NATO að sjálfsögðu Hann er fullur biturðar í garð yf- irmanna RTS sem tóku þá ákvörð- un að láta fólk vera í byggingu sem þeir vissu að yrði ráðist á. Hann segir þá hafa verið óvinsæla fyrir- ritstjórnarstefnu stöðvarinnar linnulausan áróður fyrir Milosevic, sem mikill meirihluti starfsmann- anna hafi haft andstyggð á. Þeir hafi hins vegar ekki átt neinna kosta völ, sjónvarpið hafi greitt þeim laun þótt ekki væra þau há, um 70 mörk á mánuði eða um 2.600 ísl. krónur. Hvað með þá sem árásimar gerðu, NATO? ,Auðvitað hötuðum við NATO þegar árásirnar hófust, það var óvinurinn, árásaraðilinn. Við vomm öll hermenn Milosevic. Hann þekkti hins vegar ekki sinn vitjunartíma, hann tapaði stríðinu en reyndi að snúa því upp í sigur á NATO. Þeir vom ekki margir sem trúðu því raunverulega." „ Við höfum verið erfið“ Þótt fyrirgefning sé orð sem Luka fellur greinilega illa í þessu samhengi segist hann geta fyrirgef- ið. ,AHa 20. öldina höfum við verið mjög erfið þjóð, við höfum valdið miklum vandræðum. Hvers vegna? Við emm hugrakkir en erfiðir, höld- um að við séum stærri og meiri en við emm í raun og vem. Við þurfum að greiða margar skuldir eftir öll þessi stríð og ég held að við gemm okkur grein fyrir því að nú er nóg komið. Síðustu tíu árin höfum við ekki átt neina framtíð, höfum bara lifað fyrir einn dag í einu. Jú, ég get fyrirgefið, þetta var þrátt fyrir allt ekki svo slæmt sam- anborið við annað, t.d. heimsstyrj- öldina síðari. Við gleymum ekki en við lendum bara í vandræðum ef við höldum áfram eins og verið hefur.“ En ef yfirmenn NATO kæmu í kurteisisheimsókn? „Ég held ekki að þeir geri það,“ segir hann og hlær að hugmynd- inni. „En ef svo færi myndi ég ekki rjúka af stað til að mótmæla, það þýðir ekkert að ráðast á þá sem em stærri og sterkari." Luka er enn starfsmaður RTS en starfsemin er að komast í gang eftir árás mannfjöldans fyrir rúmri viku. Hluti byggingarinnar er ónýtur svo flytja hefur orðið hluta starfsem- innar. „Mér þótti afar leitt að sjá eyðilegginguna á RTS, ég missti vinnustaðinn og vinnutækin, því nær öllum búnaðinum var stolið. Ég veit að RTS var í margra augum tákn einræðis en það var samt ekki rétt að eyðileggja bygginguna."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.