Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ 38 SUNNUDÁGUR 15. OKTÓBER 2000 MINNINGAR + - Elskuleg móðir okkar, ÁSTA KRISTINSDÓTTIR WATHEN, Ránargötu 21, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Guy's sjúkrahússins í London fimmtudaginn 12. október. Jarðsett verður á (slandi. Útförin auglýst síðar. Sunna Ronaldsdóttir Wathen, Sean Ronaldsson Wathen. + Ástkær frænka okkar, SIGURLAUG JÓNA HALLGRÍMSDÓTTIR, Flatahrauni 16a, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi að morgni föstudagsins 13. október. Margrét Jóna Guðjónsdóttir, Jónína B. Jónasdóttir, Auðbjörg Guðjónsdóttir, Hallgrímur Jónasson, Hallgrímur Guðjónsson, Jónas Þór Jónasson, Guðný Védís Guðjónsdóttir, Edda Jóna Jónasdóttir. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR, Engihjalla 17, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi fimmtudaginn 12. október. Ásgeir Óskarsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Óskar Örn Óskarsson, Jóna Jónsdóttir, Þröstur Óskarsson, Aðalheiður Dóra Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR PÁLSSON, lést á heimili sínu, Furuvöllum 9, Egilsstöðum, mánudaginn 9. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ingibjörg Kristjánsdóttir, Aðalbjörg Guðmundsdóttir, Rúnar Olsen, Sigurbjörg Ásta Guðmundsdóttir, Friðrik Ingvarsson, Sigríður Kristjana Guðmundsdóttir, Anna Stefanía Guðmundsdóttir, barnabörn og fjölskylda. + Elskuleg dóttir mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR PÉTURSDÓTTIR, lést á heimili sínu, Krummahólum 8, laugar- daginn 7. október. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ásta Sigvaldadóttir, Guðrún Ásta Karlsdóttir, Guðmundur Birgir ívarsson, Karl Andrés Karlsson, María Árnadóttir, Pétur Karlsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdámóðir, amma og langamma, ALDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, til heimilis á Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Aðventkirkjunni, Ing- ólfsstræti 19, þriðjudaginn 17. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Elsa og Fjóla Stefánsdætur. + Bjami Einarsson, dr. philos., hand- ritafræðingur, fædd- ist á Seyðisfirði 11. apríl 1917. Hann lést á líknardeild Land- spitalans 6. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans vom Einar Jónsson, verslunar- maður á Seyðisfirði, f. 1890, d. 1928, og Stefanía Sigríður Amórsdóttir, f. 1893, d. 1976. Alsystkin hans em: Ragnheiður Einarsdóttir Reichenfeld, f. 1918, d. 1999, og Þorgrímur Einarsson, f. 1921. Hálf- systir sannnæðra Margrét Guð- mundsdóttir, f. 1933. Eiginkona Bjama er Sigrún Hermannsdóttir, hjúkmnarfræðingur, f. 27.12.1919. Foreldrar hennar vom Hermann Vilhjálmsson, útvegsbóndi á Seyðis- firði, f. 1894, d. 1967, og Guðný Vig- fúsdóttir, f. 1893, d. 1984. Böm Bjarna og Sigrúnar em: 1) Guðný, læknir, f. 29.1. 1952, maki Þorleifúr Hauks- son, íslenskufræðing- ur. Böm þeirra em a) Þórunn, f. 28.1. 1979, b) Kári, f. 16.3.1982, c) Alfdís, f. 14.2. 1984. 2) Einar, deildarstjóri hjá Danmarks Radio, f. 14.4. 1954, maki Guð- laug Stephensen, sjúkraliði. Böm þeirra: a) Jóna Bjaraadóttir, f. 25.1. 1972. Sonur hennar Haukur Yngvi Jónasson, f. 1994, b) Bjarai Einarsson, f. 20.8. 1981, c) Anna Einarsdóttir, f. 22.12. 1983. 3) Stefama Sigríður, viðskiptafræðingur, f. 17.10. 1957, maki Brynjar Bijánsson, verkfræð- ingur. Böra þeirra: a) Snæbjöm, f. 30.11. 1984, b) Auður, f. 13.6. 1987, c) Sigrún, f. 23.3.1993.4) Hermann, bókavörður á Landsbókasafni, f. 24.9. 1959. Fyrrv. maki Hrönn Harðardóttir, þroskaþjálfi. Böm þeirra: a) Amór, f. 7.9. 1983, b) Þórður, f. 10.12. 1991. 5) Guðríður, hjúkrunarfræðingur, f. 9.7. 1962. Dóttir hennar Sigrún Einarsdóttir, f. 12.11.1983. Bjami lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1937 og cand.mag.-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla íslands 1943. Með háskólanámi var hann blaða- maður við Þjóðviljann og siðan fréttamaður hjá Rfldsútvarpinu 1945-46. Bjami stundaði síðan fræðistörf og kennslu. Hann dvald- ist í Kaupmannahöfn 1946-1958, vann þar á Ámasafni og gerðist fyrsti sendikennarinn í íslenskum fræðum við Hafnarháskóla. Frá 1958 til 1965 var hann íslensku- kennari við Vélskóla íslands og frá 1965 til 1972 lektor í íslenskum fræðum við Óslóarháskóla, og þar varði hann doktorsritgerð sína um samband Egils sögu við bókmennta- legar samtímaheimildir. Frá 1972 til 1987 var Bjami handritasérfræð- ingur við Stofhun Ama Magnússon- ar á íslandi. Bjami vann við fræðist- örf svo að segja til hinsta dags, og Iiggja eftir hann Ijölmargar útgáf- ur, fræðibækur og ritgerðir. Utför Bjama verður gerð frá Dómkirkjunni mánudaginn 16. október og hefst athöfiiin klukkan 13.30. BJARNI EINARSSON Bjarni afi mirrn er dáinn. Afi var góð- ur og vitur og kenndi mér margt. Afi var duglegur í móðurmálinu og fróður, og vissi margt um Islandssöguna. Hann kenndi mér að beygja ær og kýr, og sagði margt fróðlegt um Islendinga- sögumar. Ég man vel eftir því þegar afi var hress, þá fór hann oft út að ganga, bæði í sumarblíðunni og í rok- inu. Þegar afi hvfldi sig var hann alltaf að hlusta á útvarpið og að lesa blöð var hans áhugamál. Ég mun sakna afa mikið. Elsku afi minn, guð geymi þig. Þitt bamabam. Auður Brynjarsdóttir. Bjarni Einarsson var af þeirri kyn- slóð sem lifði bemsku- og æskuár sín í skugga heimskreppu og yfirvofandi heimsstyijaldar. Skólafólk var yfirleitt félaust, vitringar vömðu við langskóla- námi vegna hættu á atvinnuleysi að námi loknu. Bjami missti ungur föður sinn og hefði naumast haft bolmagn til framhaldsnáms ef ekki hefði komið til stuðningur vandalausra, þ.e.a.s. fjöl- skyldu Halls Hallssonar, síðar tann- læknis, sem var bekkjarbróðir hans og náinn vinur. En ungu fólki var ekki alls vamað ef áhuginn var fyrir hendi. Sumarið eftir stúdentspróf tók Bjami sér far með fiskLskipi og sigldi til Skot- lands með eldgamalt reiðhjól í fartesk- inu. Þetta var fyrsta utanferð hans, er- indið ekkert annað en að kynnast heiminum. Hann átti vinafólk í Hull, Önnu og Ottó Wathne, en gerði stuttan stans hjá þeim og lagðist í flakk milli borga og bæja og gisti á farfúglaheim- ilum. Ferðalagið stóð á annan mánuð þangað til hann kom sér í skip aftur til Islands. Slík ferðalög ævintýragjamra unglinga þættu ekki merkileg núna, en vom afar fátíð þá. Þegar Bjami lauk háskólanámi var ekki sjálfgefið að honum byðist starf á fræðasviði sínu. Hann hafði unnið við blaðamennsku samhliða náminu og nú varð hann um skeið fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu. Meðal verkeftia hans var að hlusta á fréttimar frá BBC, þýða þær og flytja í morgunútvarpið. Fréttafíknin fylgdi honum reyndar alla ævi síðan. Hann fylgdist vel með öllum fréttum, einkum erlendum, og þegar bamabömin vom í heimsókn urðu þau að hafa hljótt um sig á fréttatímum. Þá sat hann eins og límdur við tækið, en oftast með blað og blýant í hendi, ef vera kynni að fréttamanninum yrði eitthvað á í messunni, gamall vani frá því Bjami annaðist þættina Mælt mál, sem mörgum era minnisstæðir. Bjami var strangur málvöndunarmaður, en hann tók einnig vel eftir því sem vel var fram sett og flutt og hafði miklar mæt- ur á mörgum frétta- og útvarpsmönn- um þess vegna. Bjami og Sigrún giftust 14. júní 1945 og héldu ári síðar til Danmerkur, út í óvissuna. Ástæðan til þeirrar ráða- breytni var ævintýraþrá, en ,4ysnin til fróðleiks og skrifta" átti ekki síður hlut að máli. Það bjargaði afkomunni að nóg verkefni vom fyrir hjúkrunar- fræðinga í Kaupmannahöfn og Sigrún fékk strax fúlla vinnu. Bjama hafði verið falið að rita kafla í íslenska al- fræðibók sem þá var áformuð en kom aldrei ÚL En hér var framtíð hans ráð- in. Honum vom falin ýmis rannsóknar- verkefhi á Ámasafni af Jóni Helgasyni og haslaði sér völl upp frá þessu við fræðistörf og kennslu, í Danmörku, á íslandi, í Noregi. Bömin fæddust eitt af öðm og Sigrún varð að hætta að vinna úti til að sinna þeim. Það var sjaldnast rúmt um þau fyrr en helst síðustu árin í Noregi og eftir að þau fluttust alkomin til Islands. Til dæmis bjó þessi sjö manna fjölskylda um tíma í þriggja herbergja stúdentaíbúð í Ósló. Ofan á þröngbýlið bættist það að húsbóndinn hafði oft ekki aðstöðu til fræðaiðkana sinna annars staðar en heima. En eigi að síður lauk hann stór- um verkefnum, bjó Hallfreðar sögu til útgáfu, gaf út Munnmælasögur 17. ald- ar og samdi merkilega bók, Skáldasög- ur, um fomskáldasögumar í flokki Is- lendingasagna. í þessu riti er ekkd fjallað um neinn einangraðan afkdma fræðanna heldur gengið djarflega á hólm við ýmis grundvallardeiluefm varðandi upphaf íslenskra fombók- mennta og túlkun fomra heimilda. Því miður reyndist akademískur andi á ís- landi ekki nógu burðugur til að unnt reyndist að bregðast við ögruninni með opnum skoðanaskiptum og umræðum. Því er það þakkarvert að Bjama skyldi auðnast áratug síðar að taka upp þá doktorsvöm sem þama fórst fyrir í mjög skemmtilegri og fróðlegri ritdeilu við bandaríska prófessorinn Theodore M. Andersson sem birtist í tímaritinu Medieval Scandinavia. En þá var Bjami sjálfur um það bil að Ijúka nýju doktorsriti, um bókmenntalegar fyrir- myndir Egilssögu, sem harm varði við Óslóarháskóla og hlaut mjög góðar við- tökur. Eftir heimkomuna rak hvert stórvirkið annað: Ný útgáfa Hallfreð- arsögu, endurskoðuð útgáfa Skálda- sagna á dönsku, útgáfa Fagurskinnu í íslenskum fomritum, svo að stærstu verkin séu nefhd. Og eftir að Bjami var kominn á eftirlaun tókst hann á við hið gríðarstóra verkefhi sem Jón Helga- son hóf á sínum tíma, að ganga frá fullnaðarrannsókn á öllum handritum Egilssögu, og bjó Bjami Möðravallar- bókartexta sögunnar til fræðilegrar út- gáfú. Því verki lauk hann skömmu fyrir andlát sitt. Það er sannara en frá þurfi að segja að ekki hefðu þessi verk verið vart við sig fyrir hálfú öðm ári annaðist hún hann heima, sá um lyfjagjafir og stuðl- aði að því á allan hátt að hann gat lifað til hinstu stundar með fúllri reisn. Áhugi hans á þjóðfélagsmálum var samur við sig. Hann tók lengi virkan þátt í starfi Amnesty Intemational og síðustu bréfin sem hann skrifaði til að stuðla að lausn samviskufanga úr fang- elsum harðstjóra vora póstlögð meðan hann lá sína stuttu banalegu. Bjarni var dulur og hlédrægur að eðlisfari, fremur fáskiptinn, en þeim sem kynntust honum duldist ekki hlýj- an sem inni fyrir bjó. Hann hafði næmt auga fyrir bömum og sinnti bama- bömum sínum æ meir eftir því sem ár- in liðu. Hann var gæddur góðri kímni- gáfu, stundum svolítið kaldhæðinn en aldrei rætinn eða meinyrtur. Honum hæfa best einkunnarorðin úr kvæði Hórasan „Integer vitae, scelerisque purus.“ Hann var vammlaus halur, vítalaus. Þorleifúr Hauksson. Fjöratíu ár era ekki langur tími þeg- ar hann er liðinn, jafnvel áttatíu ár era eins og örskotsstund. Fyrir fjöratíu ár- um kynntist ég Bjama Einarssyni sem nú er látinn, áttatíu og þriggja ára að aldri. Auk þess sem Bjami Einarsson var einn af fremstu fræðimönnum ís- lendinga á sviði norrænna fræða var hann hugsjónamaður með sterka réttr lætiskennd og í réttlæti hans voru það ekki lögmál markaðarins og arður af fjármagni, sem ráða skyldu ferðinni til fyrirheitna landsins, heldur maðurinn, hugsun hans og tilfinningar. Við Bjami Einarsson áttum margt sameiginlegt og þótt stundum liði langt á milli fúnda var það ávallt eins og við hefðum hist í gær. Báðir vorum við Austfirðingar, báðir höfðum við verið fréttamenn í fréttastofu Ríkisútvarps- ins undir stjóm heiðursmannsins Jóns Magnússonar fréttastjóra frá Sveins- stöðum, báðir hlutum við menntun okkar á sviði norrænna fræða, báðir vorum við sendikennarar í íslensku á Norðurlöndum og báðir áttum við sama drauminn um réttlátt þjóðfélag manna. Nánast var samstarf okkar þegar hann var sendikennari í íslensku við Óslóarháskóla frá 1965 til 1972 og ég sendikennari við háskólann í Björgvin, fyrstu höfúðborg íslands, árin 1968 til 1972. Þótt langt sé um liðið lifir minn- ingin um margan góða fund okkar Grétu með þeim Sigrúnu, frænku minni, og Bjama - í Kaupmannahöfn, sem var okkur báðum einkar kær, í 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.