Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Meistaraprófsrannsókn líffræöings sætirtíðindum á alþjóðavettvangi Ahættuþœttir hjarta- og œðasjúkdóma hjá Héraðsbúum Vísindamaðurinn HNAFN: BjarkiJónssonEldon.f. 1972. FORELDRAR: Ingibjörg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 1945, og Jón Eldon líffræðingur, f. 1946, d. 1994. MENNTUN: Grunnskólapróffrá Tjarn- arskóla 1987, stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1991, BS í líffræói frá Háskóla íslands 1997 og MS-próffrá sama skóla 2000. STARF: Vísindamaður hjá Urði Verðandi Skuld. Prá Gimli, Manitoba í Kanada. UNNT er að greina áhrif erfða með því að reikna skyldleika- stuðla og nota sem skýribreytur. Ungur líffræðingur, Bjarki Jónsson Eldon að nafni, lauk nýl- ega meistaranámi sínu við raunvís- indadeild Háskóla Islands en í meistaraprófsverkefni sínu tók hann fyrir áhrif skyldleika á áhættuþætti hjarta- og æðasjúk- dóma hjá Héraðsbúum. Bjarki segist hafa hafið vinnu við rannsóknirnar sumarið 1997 og hann hafi síðan unnið að þeim fram á sl. vor. „Þetta verkefni er hluti af stærri samanburðarrannsókn á áhættu- þáttum hjarta- og æðasjúkdóma undir stjórn prófessoranna Jó- hanns Axelssonar og Einars Arna- sonar,“ segir hann. „Það verkefni á rætur sínar að rekja til þess að á tímabilinu 1870-1914 fluttust um 18.000 íslendingar, eða um 20% landsmanna á þeim tíma, til Vest- urheims. Þar af voru fjölmargir austan af Héraði og settust að í Kanada. Vegna nákvæmrar skrán- ingar er vitað hvaða einstaklingar þetta voru og jafnframt er unnt að rekja ættir þeirra. Því eru til staðar tveir erfða- fræðilega sambærilegir hópar sem búa í mismunandi umhverfi. I öðr- um hópnum eru Vestur-íslendingar sem eru skyldir mörgu af því fólki sem fluttist frá Héraði. I hinum hópnum eru Héraðsbúar sem margir hverjir eru svo skyldir þessum sömu vesturförum. Því gefst einstakt tækifæri til að kanna vægi erfða og umhverfis á tjáningu lífeðlis- og lífefnafræðilegra áhættuþátta hjarta- og æðasjúk- dóma.“ Tvö meginmarkmið Verkefni Bjarka hafði tvö megin- markmið. Annars vegar að meta áhrif erfða, gegnum skyldleika ein- staklinga, á þekkta og grunaða líf- eðlis- og lífefnafræðilega áhættu- þætti hjarta- og æðasjúkdóma meðal Héraðsbúa. Hins vegar að meta áhrif sameiginlegra gena, gegnum skyldleika tveggja ein- staklinga, á tjáningu sömu áhættu- þátta. „Öll gögn voru til reiðu þegar ég hóf vinnu við verkefnið," segir Bjarki, en mælingar á áhættuþátt- um fóru fyrst fram árið 1979 á börnum og ungmennum undir tví- tugu. Ári seinna fóru aftur fram mælingar á einstaklingum milli tvítugs og sjötugs. Árið 1990 voru síðan endurteknar mælingar á hluta þess hóps, alls 120 manns, sem tekið hafði þátt í fyrri rann- sóknum. Þeim einstaklingum sem bjuggu á Héraði og gátu rakið ættir sínar þangað var boðin þátttaka. Þetta var gert til að reyna að minnka breytileikann í mældum áhættu- þáttum vegna mismunandi um- hverfis. Að sögn Bjarka má skipta þess- um gögnum í tvennt, annars vegar mælingar á lífefna- og lífeðlisfræði- legum breytum sem teljast til áhættuþátta fyrir hjarta- og æða- sjúkdóma. Hins vegar ættarskrár þeirra Héraðsbúa sem þátt tóku árið 1990. Lífefnafræðilegar breytur eru heildarmagn HDL og LDL kólest- eróls, þríglýseríð og blóðsykur. Fyrir þá sem ekki vita er kólester- óli skipt upp í tvær tegundir, HDL og LDL. HDL er oft nefnt góða kólesterólið, þar sem það er talið hafa verndandi áhrif gegn hjarta- og æðasjúkdómum en hin tegund- in, LDL, getur safnast saman inn- an á æðarnar og valdið sk. æða- þrengslum. Tölfræðileg úrvinnsla gagnanna „Minn þáttur sneri að tölfræði- legri úrvinnslu þessara gagna. Út frá ættarskrám voru reiknaðir skyldleikastuðlar, það er skyld- leikastuðull einstaklings og for- feðrastuðull hverra tveggja ein- staklinga,“ segir Bjarki. Til að útskýra þetta nánar má geta þess að skyldleikastuðull (e. coefficent of inbreeding) einstakl- ings er mat á því hversu arfhreinn einstaklingurinn er. Því hærri sem stuðullinn er, þeim mun líklegri er einstaklingurinn til að fá ýmsa kvilla sem rekja má til erfðaþátta. Forfeðrastuðullinn (e. coefficent of coancestry) er hins vegar mat á því hversu mikið af erfðaefni tveggja einstaklinga er sameigin- legt. Stuðulinn má nota til að meta vægi erfða á tjáningu áhættuþátt- anna. Skyldleikastuðlarnir voru sam- einaðir gögnum um mælda áhættu- þætti og möguleg tengsl stuðlanna við áhættuþættina síðan metin með þekktum tölfræðilegum aðferðum. Þeir voru þannig notaðir sem sk. skýribreytur og jafnframt var skil- yrt á skyldleikann til að kanna mun í dreifingum áhættuþátta milli ein- staklinga sem sýndu skyldleika og þeirra sem engan skyldleika sýndu miðað við gefnar ættarskrár. Áhrif skyldleika geta verið óbein Bjarki segir að niðurstöðurnar hafi verið býsna athyglisverðar. Nítján einstaklingar af 120 hafi átt skylda foreldra samkvæmt ættar- skrám. Þar af voru fimm sem höfðu skyldleikastuðul til jafngildis við böm tvímenninga. „Vandinn við að nota ættarskrár er að þeir sem er að þeir sem hafa lengri ættarskrár eru líklegri til að hafa hærri skyldleikastuðul en þeir sem hafa styttri skrár,“ segir Bjarki og bendir á að vísbendingar um þetta hafi verið til staðar í þeim gögnum sem til athugunar voru. Þetta gefi til kynna að auka þurfi við stærð úrtaksins til að geta úti- lokað þessa þætti. Rannsóknin leiddi í ljós að al- mennt lækkaði mesti munur milli einstaklinga í mældum áhættuþátt- um eftir því sem forfeðrastuðullinn jókst. Skýrustu áhrifin af sameigin- legum genum voru fyrir há gildi á heildarmagn kólesteróls. Þar kom fram neikvæð fylgni á muni milli einstaklinga með hátt gildi heildar kólesteróls og forfeðrastuðuls. „Það gefur til kynna að til staðar kunni að vera erfðavísar með tölu- verð áhrif á tjáningu heildarkólest- eróls,“ segir vísindamaðurinn þeg- ar hann er beðinn um að túlka niðurstöðurnar. Og hann heldur áfram: „I hópi þeirra nítján sem sýndu skyldleika kom fram jákvæð fylgni milli heildarkólesteróls og þyngdarstuðuls (e. body mass ind- ex). Þessi fylgni var ekki sjáanleg fyrir þá sem sýndu engan skyld- leika. Þetta gefur til kynna að áhrifin af skyldleika kunni að vera óbein. Að auki hefur þessi fylgni milli heildarmagns kólesteróls og þyngdarstuðuls ekki sést áður.“ Kjöraðstæður til slíkrar rannsóknar hér á landi Bjarki segir að athyglisverðast í niðurstöðum rannsóknar sinnar sé það að einstaklingar sem sýna skyldleika virðist vera í minni áhættu gagnvart hjarta- og æða-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.