Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15.0KTÓBER 2000 41 MINNINGAR Elsku afi minn, nú kveð ég þig í hinsta sinn en minningin um þig mun lifa áfram innra með mér. Friðbjörg. Það var gaman að vera bam í Vest- mannaeyjum á sjöunda áratugnum. Og ekki skemmdi að búa á Brekku hjá afa og ömmu, pabba og mömmu og Hildi ömmu; Friðbjörgu, Gísla Friðrik, Ásdísi og Krumma. Gísli Friðrik og Friðbjörg voru mér sem afi og amma frá fæðingu. Ég minnist þess að það var alltaf nægur tími fyrir mig og Einar bróður minn hjá þessu sóma fólki. - Gísli, ég gleymi því aldrei að þú ætlaðir að verðlauna mig með „túkalli" ef ég gæti staðið á höndum. Þá var ekki síð- ur gaman að sitja fyrir framan myndavélina hjá þér, sem mér finnst þú alltaf hafa haft í höndunum; fylgj- ast síðan með myndinni í vinnuher- berginu þínu uppi á lofti á Brekku og þegar þú litaðir myndh-nar, það var töfrum líkast. Á sunnudögum, að sjálfsögðu eftir ferð í Betel, fór stórfjölskyldan á Brekku, sem þá taldi þrettán manns, í skemmtisiglingu á trillunni hans pabba um eyjarnar og undir Löngu með nesti. Þar var setið góða stund og málin auðvitað rædd. Þetta eru falleg- ustu bemskuminningar mínar. Eg hefði farið mikils á mis hefði ég ekki kynnst ykkur, Gísh Friðrik. Það var aldrei langt í brosið hjá þér og ég vona að svo verði áfram og að þú sért umvafinn látnum fjölskyldumeðlim- um og hvílir sáttur við guð og menn. Ásdís, Krummi og Sirra. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast ykkur. Halla Arnar. Bernskuminningarnar eru margar tengdar fjölskyldunni á miðhæðinni á Brekku í Vestmannaeyjum. I dag kveðjum við heimilisföðurinn Gísla Friðrik, eða „Gísla á Brekku“ eins og hann var oftast kallaður manna á milli. Við undirritaðar og Ásdís dóttir hans höfúm verið vinkonur frá því við vorum smástelpur. Heimilið þeirra stóð okkur opið og alltaf var tekið á móti okkur með hlýhug og virðingu. Það er auðvelt að sjá Gísla fyrir sér, standandi í eldhúsinu, horfa útum gluggann, virða fyrir sér Heimakíett og spjalla við okkur unglingsstúlk- umar á sinn glettna hátt, meðan Frið- björg konan hans útbjó handa okkur holla veislu og skaut inn vel völdum orðum.Það var oft glatt á hjalla þegar vinimir voru samankomnir í herberg- inu hennar Ásdísar því hún átti græj- ur sem Gísli hafði keypt handa prin- sessunni. Oft ofbauð Gísla og hafði hann þá sitt lag á að skrúfa aðeins nið- ur í okkur þegar fjörið varð of mikið. Það var ævintýri líkast að skreppa á efri hæðina og fá að fylgjast með svarthvítum ljósmyndum breytast í Utskrúðug listaverk í æfðum höndum hans. Það var hans lifibrauð að taka ljósmyndir og lita þær. Hann var æv- intýrapabbi og Ásdís var mikið öfund- uð þegar hún tók bflpróf og Gísli keypti handa henni pallbfl og það var pláss fyrir alla vinina á pallinum. I huga okkar eru aðeins ljúfar minningar tengdar þessum merkis- manni. Við vottum Ásdísi, Hrafni og fjöl- skyldum þeirra samúð og biðjum Guð að blessa minningu Gísla Friðriks. Guðrún og Anna. GUNNAR VIÐAR ÁRNASON + Gunnar Viðar Árnason fæddist í Reykjavík 16. októ- ber 1977. Hann lést 8. ágúst síðastliðinn eftir flugslys og fór útför hans fram frá Digraneskirkju 17. ágúst. Mig langar með nokkrum orðum að minnast vinar míns og sonar Kiddu vinkonu minnar, hans Gunnars Viðars, sem ég er búin að þekkja og fylgjast með frá því hann fæddist. Hann hefði orðið 23 ára á morg- un, 16. október, eða sestóber eins og hann sagði sjálfur þegar hann var lítill. Það er erfitt að setjast niður og skrifa um ungan mann sem fer í blóma lífsins. Af mörgu er að taka og ótal minningar sem fara í gegn um hugann. Gunnar var sérstaklega myndar- legur drengur, hávaxinn og bar sig vel en ógleymanlegust eru stóru dökkbláu augun hans. Hann var ótal kostum búinn, meðal annars fylgdi Gunnari alla tíð að hann var sérstaklega greið- vikinn. Það var aldrei neitt mál að biðja Gunnar að gera sér greiða. Það eru ófá skiptin sem hann keyrði okkur eftir að hann fékk bflprófið og eins var hann ómetan- legur þegar þurfti aðstoð t.d. við að flytja eða eitthvað annað. Og minnisstæð er mér gjafmildi hans. Sem lítill strákur gaf hann síðasta molann úr nammipokanum sínum. Þessum eiginleika hélt hann alltaf og sá maður ánægjuna skína úr augunum þegar hann gat glatt aðra. Ungur fékk Gunnar áhuga á eldamennsku og var gaman að honum þegar hann fór að segja mér og mömmu sinni hvernig við ættum að bera okkur að, enda var hann listakokkur og stóð hugur hans um tíma til að leggja kokka- mennsku fyrir sig. En stærsta áhugamálið var fótboltinn og var hann mjög liðtækur í honum. Einstaklega barngóður var Gunnar enda sást það best hvað öll börn hændust að honum og vann hann á leikskólum í nokkur ár við góðan orðstír. En ekki má gleyma hvað hann var góður við bræður sína og sérstaklega mömmu sína enda var sérstakt samband þar á milli. En elsku Kidda, minningin um einstakan dreng mun verða ljós í hjarta þínu. Ég og Jón Gunnar vottum öllum samúð okkar sem eiga um sárt að binda, þó sérstaklega ykkur Kiddu, Ára Ervin, Rúnari Erni, Björgu og Ara. Dagmar Gunnarsdóttir. Elsku Gunnar minn. Ég trúi varla að ég sitji hérna og sé að skrifa minningargrein um þig þeg- ar það er svo margt sem ég vildi hafa sagt við þig sjálf en hlutirnir fara oft á annan veg en maður heldur. Oft hugsa ég til baka þegar LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK___________________ Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 við kynntumst, sem ég man ekki eftir, því við höfum í rauninni verið vinir allt frá fæðingu. Ég fædd í júlí og þú í október ’77. Mömmur okkar höfðu þá verið góðar vinkonur í mörg ár áður. Það eru eig- inlega allar mínar æskuminningar tengdar við þig hvort sem það var heima hjá ömmu þinni og afa eða ömmu minni og afa í Garðabæ eða saman að leika okkur á Ás- brautinni. Eða allar skemmtilegu sumarbústaðaferðirnar þar sem eitthvað spennandi gerðist oft. Það voru ótrúlegustu hlutir sem við brölluðum saman, sem aldrei munu gleymast. Þetta voru yndisleg ár þar sem við vorum alltaf saman og þó að leiðir okkar hafi legið hvor í sína áttina með árunum eins og gengur og fleiri vinir komið þá ert þú örugglega besti vinur sem ég hef átt og það var alltaf jafn gam- an að hitta þig og spjalla hvort sem það var í afmælum, úti á götu eða í búð og þó það væri ekki nema í fimm mínútur. En elsku Gunnar minn, ég vil bara segja að ég sakna þín og sendi þér lítið Ijóð sem mér finnst passa við okkar vinskap. Útrétt hönd, faðmlag á erfiðum degi, lífið lyftir sínum refsivendi. Eg verð ávallt á þínum vegi. Aldrei slitna okkar vinabönd, alltaf þinn vinur þótt ég deyi. Elsku Kidda, Ari og Rúnar Örn, ég bið Guð um að styrkja ykkur í þessari sorg. Ykkar vinkona, Erla Lind. Ástkær móðir okkar, + ANNA BJÖRNSDÓTTIR frá Hörgsholti, lést á Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi föstudaginn 13. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Hallfríður Eiðsdóttir, Björn Eiðsson, Ingibjörg Eiðsdóttir, Sigurður Eiðsson, Sveinn Eiðsson. + Systir okkar, GUÐNÝ VIGFÚSDÓTTIR KRISTOFFERSEN, er látin. Útför hennar fór fram í Alta, Noregi, miðvikudaginn 11. þ.m. Þökkum auðsýnda samúð. Systkinin frá Gimli og fjölskyldur. + Við þökkum innilega hlýhug og vináttu við and- lát og útför elskulegrar sambýliskonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR LÁRU RÖGNVALDSDÓTTUR, Gullsmára 10, áður Álfheimum 48. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustu Karítas og starfsfólks Landspítalans við Hringbraut. Sigurður Sveinsson, Rögnvaldur Guðmundsson, Helga Björg Stefánsdóttir, Áslaug Guðmundsdóttir, Guðmundur Sölvi Ásgeirsson, Sigríður Guðmundsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför yndislegr- ar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, HELENAR D. HJALTADÓTTUR frá Dvergasteini, Álftafirði, Holtagötu 7, Súðavík sem fór fram laugardaginn 7. október sl. Steinn Ingi Kjartansson, böm, tengdabörn og ömmubörn. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN Persónuleg þjónusta EHF. Höfum undirbúið og séð um útfarir fyrir landsmenn í 10 ár. Sími 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@utfarir.is ’i " Q FRETTIR Heilsa og hamingja á efri árum UNDANFARIN ár hefur Félag eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni staðið fyrir fræðslufundum undir yfirskriftinni „Heilsa og hamingja á efri árum“, sem fjalla um ýmsa sjúkdóma, sem helst þjá eldra fólk. Hafa þessir fundir verið vel sóttir enda fyrirlesarar ýmsir af fróðustu mönnum um það, sem að gagni má koma. Nú er komið að því að halda áfram þessu starfi og hefur verið ákveðið að taka þá þrjá daga, sem hér segir: Laugardaginn 21. október kl. 13.30. Gigtarsjúkdómar: Fyrirles- arar eru Helgi Jónsson og Arnór Víkingsson. Sunnudaginn 29. október kl. 13.30. Hreyfing er holl: Fyrirlesari Uggi Agnarsson, sem ræðir um nýja rannsókn á vegum Hjarta- verndar. Fræðsla og kynning frá heilsuræktinni World Class. Laugardaginn 18. nóvember kl. 13.30. Nýjar leiðir í meðferð hjartasjúkdóma: A: Þórður Harð- arson prófessor. Lyfjameðferð. B: Bjarni Torfason yfirlæknir. Skurð- aðgerðir á hjarta. Fræðslufundirnir verða haldnir í Ásgarði, Glæsibæ, félagsheimili Félags eldri borgara. Aðgangseyr- ir er 300 kr. og er kaffi innifalið. Allir eru velkomnir. --------------------- Fyrirlestur í Breiðholtsskóla FORELDRA- og kennarafélag Breiðholtsskóla ásamt foreldrafélög- um leikskólanna í hverfinu standa fyrir fyrirlestri mánudaginn 16». október. Hann verður haldinn í hátíðarsal Breiðholtsskóla mánudaginn 16. október kl. 20.30-22.30. Þessi fyrir- lestur íyrir alla foreldra í hverfinu og er þeim að kostnaðarlausu. Fyrirlesturinn heldur Hugo Þóris- son sálfræðingur og talar hann um samskipti foreldra og barna á þann veg að sjálfsmynd bama styrkist í daglegum samskiptum. ------♦-♦-♦----- 15 ára afmæli ITC Irpu KYNNINGARFUNDUR í ITC; deilinni Irpu verður þriðjudaginn 17! október kl. 20 í Hverafold 5, sal sjálf- stæðismanna í Grafarvogi. I tilefni af 15 ára afmæli hefur dagskámefnd Irpu úthlutað verkefnum á fundinum til fyrrverandi félaga, sem flestar voru málfreyjur. í september sl. tóku Landssamtök ITC á íslandi þátt í viku símennt- unar „Menntun er skemmtun" í Kringlunni, í göngugötunni í Mjódd- inni og í Firðinum, en október er kynningarmánuður ITC. Gestir eru hvattir til að koma og kynna sér fé- lagsskap þar sem áhersla er m.a. lögð á mannleg samskipti, fundar- sköp og þjálfun í ræðumennsku, seg- ir í fréttatilkynningu. Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri -----♦-♦-♦---- Keðjan hefur vetrarstarfíð KVENFÉLAGIÐ Keðjan heldur fyrsta fund vetrarins í Húnabúð, Skeifunni 11, mánudaginn 16. októ- ber, klukkan 20.30. Sýndar verða gamlar myndbands- upptökur úr starfi Keðjunnar. -----♦-♦-♦---- LEIÐRÉTT 4 Óperan frumsýnd í dag Rangt var farið með frumsýning- ardag á ópemnni Stúlkan í vitanum í blaðinu í gær. Rétt er að hún verður frumsýnd í dag, sunnudag, kl. 15. Beðist er velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.