Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 36
i6 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000
SKOÐUN
MORGUNBLAÐIÐ
ISLENDINGUM TRYGGÐ GOÐ
MILLILANDAFJARSKIPTI
ÞAÐ þykir í dag sjálf-
sagt að geta hringt
beint úr heimasímanum
eða farsímanum til út-
landa og fá þegar í stað
hreint og öruggt sam-
band. Einstaklingar og
fyrirtæki eru í ríkum
mæli háð snurðulausum
fjarskiptum við um-
heiminn um síma, Int-
ernet og gagnasam-
bönd. Mörgum kann þó
að þykja ótrúlega stutt
síðan fjarskiptasam-
band Islands til útlanda
var eingöngu handvirkt
og aðgangur að talrás-
um takmarkaður.
Flutningsgeta millilandakerfis Sím-
ans er nú 70-föld á við það sem gerðist
1980 og stöðugt er unnið að því að
auka afkastagetu og öryggi kerfísins.
Skyggnir reistur
Hinn 6. október voru liðin ná-
kvæmlega 20 ár frá því að fyrstu lín-
umar til útlanda um jarðstöð Símans,
Skyggni, vom teknar í notkun. Á
sama tíma var sjálfvirk útlandasím-
stöð tekin í notkun og var því jafn-
framt í fyrsta skipti „hægt að hringja
beint til flestra Evrópulanda án milli-
göngu talsímavarða,“ eins og sagði í
Morgunblaðsfrétt í október 1980.
Fyrstu samböndin vom 10 línur til
Frankfurt í Þýzkalandi, en fleiri lönd
fylgdu í kjölfarið.
Fram að þeim tíma höfðu alþjóðleg
símasambönd íslands takmarkast við
24 rásir í sæstrengnum SCOTICE
rnifli Skotlands og Islands og 20 rásir
í ICECAN milli íslands og Kanada.
Þessar rásir önnuðu orðið engan veg-
inn þörfinni og einungis handvirk
símtöl vom möguleg. Strengimir
vora í eigu Mikla norræna ritsímafé-
lagsins, sem hafði á þeim tíma einka-
rétt á samböndum milli íslands og
annarra landa.
Sú ákvörðun að ráðast í að reisa
jarðstöðina Skyggni var nokkuð um-
deild á sínum tíma, enda kostnaðar-
samt fyrirtæki. Annar kostur í stöð-
unni var að semja við Mikla norræna
um nýjan sæstreng milli Skotlands og
Islands, með 60 símarásum. En hvort
tveggja var, að verð strengsins þótti
of hátt og flutningsgetan of takmörk-
uð. En til þess að reisa jarðstöð þurfti
Póstur og sími að ná samningum við
Mikla norræna vegna einkaréttarins
og tókust þeir 18. mars 1977.
Fyrsta skóflustungan að Skyggni
norðan Hafravatns var tekin 25. júlí
1978 og var það þáverandi samgöngu-
ráðherra, Halldór E. Sigurðsson, sem
það gerði. Samið var við
ITT Spaee Commun-
ications í Bandaríkjun-
um um kaup á búnaði
og uppsetningu. í út-
boði og samningum var
haft samflot við aðrar
símastjómir á Norður-
löndunum, sem vom á
sama tíma að undirbúa
uppsetningu á nýixi
norrænni jarðstöð í
Tanum í Svíþjóð.
fslendingar taka
millilandafjarskipti
í eigin hendur
Jarðstöðin Skyggnir
var hörmuð skv. svo-
kölluðum A-staðli alþjóða gervi-
tunglastofnunar-innar Intelsat, en til
að uppfylla þann staðal þurfti disk-
loftnet af stærstu gerð, eða 32 m í
þvermál. Til gamans má geta þess, að
diskflöturinn er samtals um 900 fer-
metrar að flatarmáli. Gervitunglið,
sem Skyggni var beint að í upphafi
var af gerðinni Intelsat IV-Á, sem
staðsett var yfir miðju Atlantshafi og
gerði það kleift að tengja sambönd
bæði til Ameríku og Evrópu. í heild-
ina gat þetta tungl borið u.þ.b. 6.000
símarásir auk tveggja sjónvarpsrása
og varð því með tilkomu Skyggnis
einnig unnt að flytja sjónvarpsefni til
og frá útlöndum. Síðan þá hefur
bandbreidd í gervitunglum margfald-
ast og sendiafl þeirra aukist, þannig
að ekki er lengur þörf á loftnetum af
þessari stærð.
Bygging Skyggnis reyndist mikið
gæfuspor og markaði upphafið að því
að Islendingar tækju í sínar hendur
fjarskipti til annarra landa. Aukning
á símaumferð til útlanda var mjög
hröð fyrstu árin eða um 40% árlega
og er það til marks um hve aðþrengd-
ir landsmenn vou orðnir um sambönd
þegar rekstur jarðstöðvarinnar hófst.
I árslok 1986 vom símarásimar orðn-
ar yfir 200 talsins. Sama ár var end-
anlega skorið á tengslin við Mikla
norræna er Póstur og sími keypti
eign félagsins í jarðstöðinni.
Gjöld fyrir símtöl til útlanda lækk-
uðu einnig hratt að raungildi á þess-
um ámm og hafa gert allt til þessa
dags. Miðað við fast verðlag hefur
mínútuverð að meðaltali lækkað um
tæplega 90% frá 1980 til 2000. Þannig
kostar t.d. mínútan til Bandaríkjanna
nú 20,90 krónur en á núvirði kostaði
hún tæplega 670 krónur í október ár-
ið 1980, eða rúmlega 30 sinnum
meira.
Fyrstu samböndin um Skyggni
vom byggð á hliðrænni tækni og
Miklar breytingar hafa
orðið á fjarskiptum ís-
lands við umheiminn á
þeim 20 árum sem liðin
eru frá opnun Skyggnis,
skrifar Kristján Bjart-
marsson, í tilefni þess
að 20 ár eru liðin frá
opnun jarðstöðvarinnar
Skyggnis og sjálfvirks
talsímasambands til út-
landa. Flutningsgeta
millilandakerfís Símans
hefur síðan aukist
70-faIt og stöðugt er
bætt við kerfíð.
sama er að segja um fyrstu útlanda-
símstöðina. Árið 1988 var tekin í notk-
un ný alstafræn útlandasímstöð til
viðbótar hinni eldri og jók það á ör-
yggi þjónustunnar. Ári síðar var síð-
an byrjað að setja upp fyrstu staf-
rænu gervitunglasamböndin og 1993
vora nær öll sambönd til útlanda staf-
ræn. Gæði jukust til muna við þessa
breytingu. Loftnetsdiskum fjölgaði
einnig á Skyggni og em þeir nú um 10
talsins, af ýmsum stærðum.
Helstu rekstrartruflanir á Skyggni
hafa orðið í aftakaveðram, þegar
loftnetið hefur ekki getað haldið
réttri stefnu vegna veðurhæðar. Hafa
starfsmenn á Skyggni stundum þurft
að sýna mikið harðfylgi við slíkar
kringumstæður. Lengsta útfallið
varð 15. nóvember 1985, samfleytt
777 mínútur, er snúa þurfti stóra
loftnetinu upp í loft vegna ofviðris,
sem gekk yfir landið Landsmenn
tóku slíkum atburðum með jafnaðar-
geði framan af, en eftir því sem mikil-
vægi sambandanna jókst, jukust að
sama skapi kröfurnar um öryggi
þeirra. Árið 1987 var SCOTICE kap-
allinn síðan endanlega tekinn úr notk-
un, en fram að þeim tíma mátti líta á
hann sem nokkurs konar þrautavara.
Við lok 9. áratugarins var orðið
ljóst að öryggi sambandanna væri
ekki nægilega tryggt meðan þau færa
öll í gegnum eina jarðstöð. Voru
menn þá einkum að hugsa um áföll af
völdum náttúruhamfara, svo sem
veðra og jarðskjálfta. Ákveðið var að
reisa nýja jarðstöð á Höfn í Homa-
firði, þar sem litlar líkur væra á að
slíkar hamfarir hefðu áhrif samtímis
og á Skyggni. Skyldi nýja stöðin ætíð
vera til taks til vara ef Skyggnir yrði
af einhverjum ástæðum óvirkur.
Þessi jarðstöð var tekin í notkun 1992
og var einnig byggð skv. A-staðli Int-
elsat, en vegna tækniíramfara nægði
nú loftnet, sem var 16 m að þvermáli.
Nú varð skammt stórra sviptinga á
milli. I gang fóru viðræður við kana-
díska símafyrirtækið Teleglobe um
aðild Símans að nýjum ljósleiðara-
streng yfir Atlantshafið, sem nefnist
CANTÁT-3. Strengurinn var síðan
lagður 1994 og greinitenging frá hon-
Kristján
Bjartmarsson
Opið hús
SKERJAGRANDI 15, einbýli.
Vorum að fá í sölu þetta glæsilega 287 fm
einb. sem er kjallari og tvaer hæðir. I kjall-
ara eru þrjú stór herb., baðherb., þvotta-
hús og geymsla. Á aðalhæð er innb. 29 fm
fullb. bílskúr, gestawc., eldhús og rúmgóð
stofa. Á efri hæð þrjú rúmgóð herb. og
sjónvarpshol. Leikherb. í risi. Eignin er öll
hin vandaðasta. Verð 29,5 millj.
Guðmundur og Elisabet sýna eignina
frá kl 14. - 17. í dag, sunnudag.
LAUFENGI 4, 1. hæð + bflsk.
Björt og ákaflega rúmgóð 105 fm. enda-
ibúð á 1. haeð með sérgarði og stæði’í bfl-
geymslu. Sérþvottah. innan íbúðar. Þfjú’
rúmgóð svefnherb. og stofa. Baðherbergi
með sturtu og baðkari. Hús og sameign í
góðu ástandi. Verð 12,7 millj.
Róbert Smári tekur á móti ykkur í dag
frá kl. 14.00 - 16.00
GIMLIGIMLI
FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099
um til íslands, með landtak í Vest-
mannaeyjum. Nam fjárfesting Sím-
ans í strengkerfinu um 24 milljónum
Bandaríkjadala. Fyrstu samböndin
vora formlega tekin í notkun 15. nóv-
ember 1994 og eftir skamman tíma
var meirihluti sambanda Símans
kominn yfir á sæstrenginn. Má því
segja að með þessu hafi sagan verið
komin heOan hring, frá sæstreng yfir
á gervitungl og síðan yfir á streng aft-
ur á 14 ára tímabili. Munurinn er sá
að flutningsgeta CANTAT-3 er
mörgum stærðargráðum meiri en
þeirra félaga SCOTICE og
ICECAN.
Varaleiðir um gervitungl
Gervitunglasamböndin gegna samt
áfram mikilvægu hlutverki. Sæ-
strengir eiga það til að bila og tekur
þá gjarnan nokkrar vikur að gera við,
því senda þarf kapalskip á bilunar-
stað. Það er þvi nauðsynlegt að hafa
varaleiðir til reiðu og fyrir ísland er
einungis um gervitunglasambönd að
ræða til þeirra nota. Jarðstöðinni á
Höfn var breytt þannig að hún varð
nú hluti af varaleið fyrir CANTAT-3.
Samböndum Símans er þannig
tryggður 100% vari um gervitungl.
Hefur það nokkrum sinnum komið
sér vel fyrir viðskiptavini Símans að
hafa þennan vara.
Auk varasambandanna um Höfn er
viss fjöldi talsíma- og leigulína stöð-
ugt vii-kur um jarðstöðina Skyggni og
brúa þau sambönd að nokkra leyti
tímabilið frá rofi á streng þar til vara-
leiðirnar hafa verið gangsettar.
Talsamband viðskiptavina Símans til
útlanda verður því aldrei óvirkt þótt
CANTAT-3 bili.
Bandbreiddarþörf
tvöfaldast á ári hverju
CANTAT-3 kom passlega til sög-
unnar til að taka við þeirri hröðu
aukningu á millilandafjarskiptum Is-
lendinga sem varð með almennu að-
gengi að Internetinu. Þegar um mikla
flutningsþörf er að ræða, og ef litið er
til lengri tíma, er bandbreidd á sæ-
strengjum mun ódýrari en um gervi-
tungl. Hefur bandbreiddarþörf vegna
Internetsins tvöfaldast á hveiju ári á
undanförnum árum. Aukning hefð-
bundinnar talsímaumferðar er mun
hægari, en þó stöðug. Sú bandbreidd,
sem nú er í notkun á samböndum
Símans til útlanda nú, svarar til um
3.000 talsímarása, lauslega reiknað.
Eins og fram kom framar í þessari
grein vora rásir til útlanda 44 talsins
áður en Skyggnfr var tekinn í notkun
fyrir 20 áram. Þetta er 70-föld aukn-
ing.
Nýr sæstrengur á næsta ári
Vegna þessarar hröðu aukningar
stefnir í það að ekki verði hægt að
halda uppi 100% vara um gervitungl
öllu lengur, nema með miklum til-
kostnaði. Eina raunhæfa leiðin til að
viðhalda öryggi sambandanna er að
leggja nýjan sæstreng. Landssíminn
og Færeyski síminn (Foroya Tele)
hafa í sameiningu skoðað möguleika á
lagningu strengs frá Islandi um Fær-
eyjar til Bretlands.
Gert er ráð fyrir að ljúka þessu
verkefni í tveimur áföngum. Fyrri
áfanginn er strengur frá Seyðisfirði
til Funningsfjarðar í Færeyjum og
hefur hann vinnuheitið FARICE-1.
Botnrannsóknir voru gerðar á þess-
ari leið í sumar og er stefnt að útboði
nú í haust og lagningu strengsins
næsta sumar. Stofnað verður fyrir-
tæki um lagningu og rekstur strengs-
ins og flefri aðilum, fjar-
skiptafyrirtækjum og fjárfestum,
boðin eignaraðild að strengnum.
Þessi áfangi gefur Símanum strax
aðra tengingu inn á CANTAT-3 kerf-
ið til viðbótar tengingunni um Vest-
mannaeyjar og eykur þannig öryggi á
samböndum landsins við útlönd. Síð-
ari áfanginn, strengur frá Færeyjum
áfram til Bretlandseyja, er á döfinni
2002. Með þessari nýju útlandaleið
eykst bandbreidd til útlanda um
a.m.k. nokkra tugi Gb/s (gígabita á
sekúndu). Nýi strengurinn mun
byggjast á nýrri mótunartækni
(WDM) og verður hægt að auka
flutningsgetu hans frekar síðai'.
Höfundur er forstöðumaður út-
landasambanda hjá Landssíma
íslands hf.