Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 31 Kristján Ingi með tveiniur prenturum stafrænu deildarinnar (f.v.) Burkna Aðalsteinssyni og Rögnvaldi Bjarnasyni. Prentvélin kostaði um 30 millj- ónir króna og því var um tals- verða fjárfestingu að ræða. Fyrri ástæðan er að í stafrænni prentun er notaður svokallaður el- ektrónískur farvi (fljótandi litur). Liturinn er léttur og leikandi og gefur svipaða áferð og ofsett-prent- un. Ekki gefa allar stafrænar prent- vélar jafn mikil gæði enda notast þær við duftliti. Seinni ástæðan er að Indigo býður upp á allt að 230 línur í rastaupplausn miðað við hámark 190 línur í rastaupplausn í offset-prentun. Aðrar stafrænar prentvélar eru með 140 línur í rastaupplausn," segir Kristján og tekur fram að Indigo prenti á arkir eins og venjulegar ofsett-prentvél- ar. „Einnig er auðvelt að prenta á plastefni, glærur, filmur, límmiða og nánast hvaða undirlag sem er.“ Kristján verður að viðurkenna að tímabilið fyrst eftir að fyrri staf- ræna prentvélin var keypt hafi ekki verið dans á rósum þar sem um nýja tækni í landin hafi verið að ræða. „Stafræna prentvélin hafi í för með sér talsvert álag fyrir alla starfs- menn fyrirtækisins. Prentararnir sóttu námskeið í höfuðstöðvum fyr- irtækisins í Maastrict. Prentararnir stóðust álagið með miklum ágætum. Hið sama er hægt að segja um starfsmenn Hvítlistar því að fyrir- tækið tók að sér að þjónusta vélarn- ar. Fyrirtækið sýndi með því ótrú- lega framsýni enda lagt út í talsverðan fórnarkostnað," segir Kristján og tekur fram að fyrirhöfn- in sé byrjuð að skila sér. „Þegar við byrjuðum hafði verið boðið upp á stafræna prentun hér á landi í 1 til 2 ár. Nú erum við komin með ákveðið forskot og getum boðið upp á bestu stafrænu prentunina á markaðnum í dag. Aherslan verður því á staf- ræna prentun í framtíðinni eins og sést best á því að nafninu á fyrir- tækinu hefur verið breytt í Staf- ræna prentstofan Leturprent. Engu að síður verður haldið áfram að bjóða viðskiptavinum fyrirtækisins upp á offset-prentun á stærri upp- lögum í annarri deild fyrirtækisins." Ofnotað orð Kristján varar við því að orðið stafrænt sé ofnotað. „Núna er boðið upp á stafrænar kvikmyndavélar, myndavélar, hljómplötur o.fl. Með tímanum verður allt sem getur orð- ið stafrænt orðið stafrænt. Á hinn bóginn fer fyrir brjóstið á mér þeg- ar orðið er ofnotað og hægt að nefna að dæmi um að fyrirtæki auglýsi stafræna prentun þegar í raun og veru er aðeins um stafræna ljósrit- un að ræða. Almenningur verður að vara sig á því að ekki er um sömu gæði og í prentun að ræða,“ segir Kristján og minnir á að kostnaður- inn þurfl ekki að vera meiri. Hann segist bjartsýnn á framtíð fyrirtæksins. „Fyrirtækið hefur með hinni nýju tækni vaxið hörðum skrefum. Veltan hefur fimmfaldast og starfsmönnum fjölgað um 50% á einu og hálfu ári. Þróunin á sviði prenttækni á án efa eftir að verða mjög hröð næstu árin. Lítil fyrir- tæki verða hvort tveggja í senn að gæta að sér og sýna frumkvæði í harðnandi samkeppni." Nýskr. 9.1999, 2500 cc vél, 238 hö, 2 dyra, sjálfskiptur, svartur, ekinn 7 þ., steptronic, techart tunnig kit, 18“ álfelgur, leóur-sport L innrétting, spólvörn, spoiler kit, CD, ABS, Porsche Aoxler Grjóthólsi 1 Sími 575 1230/00 Vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Granda hf Mánudaginn 15. janúar 2001 verða hlutabréf í Granda hf. tekin til rafræn- nar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Granda hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifan- legu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Granda hf. tekin til rafrænnar skrán- ingar en þau eru auðkennd sem A raðnúmer 1-58, B raðnúmer 1-7, C raðnúmer 1-232, D raðnúmer 1- 6374, E raðnúmer 1-392, F raðnúmer 1-557, G raðnúmer 1-242, H rað- númer 1 -386 og I raðnúmer 1 -936 og gefin út á nafn hluthafa. Þar til rafræna skráningin tekur gildi verða ný útgefin hlutabréf auðkennd D 6375 og í áframhaldandi númeraröð. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Granda hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Granda hf., Norðurgarði, 101 Reykjavík eða í síma 550 1000. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reiknings- stofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildar- samning við Verðbréfaskráningu ís- lands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun um- sjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reiknings- yfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.