Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss, segir að með víðtækum breytingum á verslanarekstri keðjunnar sé verið að Ijúka ferlinu sem hófst í fyrra meó sameiningu Nóatúns, KÁ og 11-11 í Kaupás Skilgreinum okkur betur á markaðnum Kaupás hf. tilkynnti starfs- mönnum sínum í gær veiga- miklar breytingar á verslunar- rekstri fyrirtækisins, sem eiga án efa eftir aö heröa enn frekar samkeppnina á matvörumarkaðnum. Meöal nýjunga eru 6 lágvöruverós- verslanir undir nafninu Krón- an. Björn Jóhann Björnsson ræddi viö Þorstein Pálsson, forstjóra Kaupáss, um þess- ar breytingar, samkeppnina á matvörumarkaðnum, stutta en viöburöaríka sögu fyrir- tækisins og kaup þess á þriöja stærsta verslunar- húsnæöi landsins á Bílds- höföa 20, þar sem Hús- gagnahöllin og Intersport hafa veriötil húsa. Tölvumynd/VA arkitektar Húsnæðið á Bfldshöfða 20, sem Kaupás hefur keypt af eigendum Húsgagnahallarinnar og Intersport, mun taka töluverðum breytingum eins og sjá má. Núna er verið að bæta við einni hæð á húsið og Iyftuturninn er langt kominn, en eftir er að vinna glervirkið að austanverðu og reisa bflastæði á tvcimur hæðum á lóðinni, sem mun taka um 700 bfla. Reiknað er með að allt að 1 milljón manns á ári heimsæki húsið. h AÐUR en vikið er að breytingum á verslanarekstrinum er við hæfi að rifja upp sögu Kaupáss hf. Fyrirtækið varð til í maí á síðasta ári þegar tilkynnt var um sameiningu þeirra fyrirtækja sem ráku verslanir Nóatúns, KA á Suðurlandi og 11- 11. Þá ráku þessar keðjur 34 verslanir und- ir sínum heitum en í dag eru verslanir í eigu Kaupáss orðnar 43 á höfuðborgar- svæðinu og Suðurlandi og sú 44. bætist fljótlega í hópinn við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði undir nafni Nóatúns. Eftir breytingarnar verða verslanimar orðnar alls 47 á næsta ári. Tæplega 900 manns störfuðu hjá fyrirtækinu við samrunann en í dag nálgast sá fjöldi 1.100 manns. Kaupás er næststærsta verslanakeðjan á eftir Baugi með tæplega 30% markaðshlutdeild en talið er að Baugur sé með um 45% hlut af markaðnum. Aðrir á matvörumarkaði eru minni, eins og t.d. KEA og dótturfyrir- tæki þess, Samkaup og Fjarðarkaup. Ás um ýmsa verslunarstarfsemi Um aðdraganda að stofnun Kaupáss, segir Þorsteinn Pálsson, forstjóri fyrirtæk- isins, í upphafi viðtals við Morgunblaðið, að eigendum verslanakeðjanna hafi fundist bilið milli þeirra stærstu og næstu á eftir það mikið að verulegt hagræði fengist með sameiningu. Við stofnun félagsins hafi verið ákveðið að vera fyrst og fremst í verslunar- rekstri. „Eins og nafnið bendir til er þetta ás í kringum ýmiss konar starfsemi í verslunar- rekstri, bæði í mat- og sérvöru,“ segir Þor- steinn. Samanber meðfylgjandi súlurit hefur velta Kaupáss aukist verulega. Á síðasta ári nam hún 9,3 milljörðum króna, en árið 1998 var samanlögð velta KÁ, Nóatúns og 11-11 um 7,6 milljarðar. Áætlanir þessa árs gera ráð fyrir 12-13 milljarða veltu og á næsta ári, árið 2001, er reiknað með 15-16 milljarða króna veltu. Á þremur árum mun veltan því tvöfaldast og gott betur. í upphafi þessa árs ákváðu eigendur Kaupáss að fá fleiri aðila að rekstrinum. Kaupás hf. Velta 1998-2001 Samanlögð Eigendur Kaupáss hf. hafa sett sér það mark- mið að fyrirtækið fari á hlutabréfamarkað á næsta ári og verði enn frekar en áður í dreifðri eignaraðild. Um mitt árið keypti hópur fjárfesta, með milligöngu Íslandsbanka-FBA, nær allt fyr- irtækið, og stærsti eigandi er Eignarhalds- félagið Alþýðubankinn, EFA, með 35,6% hlut, Landsbankinn-fjárfesting hf. á 20%, Frjálsi fjárfestingabankinn á 5,7%, Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins 5,1%, Vá- tryggingafélag íslands 5% og einir 13 aðrir lífeyrissjóðir eiga á bilinu 1-5% hluti hver. Þeirra á meðal eru Lífeyrissjóður verslun- armanna, Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Líf- iðn, Lífeyrissjóður Austurlands, Lífeyris- sjóður Norðurlands, Samvinnulífeyris- sjóðurinn, Lífeyrissjóður sjómanna, nokkrir sjóðir VÍB og Lífeyrissjóður Vest- mannaeyja. Loks eiga nokkrir stjórnendur Kaupáss um 2% samanlagt. Styrkur í dreifðri eignaraðild Eigendur Kaupáss hf. hafa sett sér það markmið að fyrirtækið fari á hlutabréfa- markað á næsta ári og verði enn frekar en áður í dreifðri eignaraðild. „Það er mikill styrkur fyrir Kaupás hversu eignaraðildin í dag er dreifð, með aðild margra stærstu lífeyrissjóða landsins, sem á annað borð er heimilt að fjárfesta í óskráðum félögum. Eignaraðildin hjálpar okkur að ná betur til fólks á markaðnum, að mínu mati. Með því að fara á markað viljum við að aðildin verði enn dreifðari," segir Þorsteinn og bætir því við að í lok þessa árs sé stefnt að því að bjóða öllum starfsmönnum Kaupáss kauprétt í félaginu. Fimm tegundir dagvöruverslana Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á verslanarekstri Kaupáss á næstu mánuðum og voru þær kynntar starfsmönnum í gær. Um aðdraganda breytinganna segir Þor- steinn að við stofnun Kaupáss hafi þrjár keðjur á afmörkuðum verslunarsviðum runnið saman. Undir rekstri KÁ hafi t.d. verið blandaðar verslanir, með á bilinu 50 milljóna til rúmlega 1 milljarðs króna ár- sveltu. „Það lá Ijóst fyrir að á einhverjum tíma- punkti myndum við breyta þessu. Við höf- um nú tekið þá ákvörðun, í skilgreiningu okkar á markaðnum, að við munum reka fimm tegundir dagvöruverslana," segir Þorsteinn en um er að ræða gæða- og þjón- ustuverslanir, nágrannaverslanir, stór- markaði, lágvöruverðsverslanir og verslan- ir á minni stöðum. Gæða- og þjónustuverslanir verða reknar undir nafni Nóatúns, alls 12 að tölu, ef með er talin sú sem senn verður opnuð í Hafn- arfirði, og getið var um áður. Stefnt er að opnun þar 20. október nk. Sú 13. er síðan áformuð í Smáralind í Kópavogi næsta haust. Þá breytist KÁ-verslun, sem hefur verið í Tanganum í Vestmannaeyjum, í Nóatúnsverslun. í þessum verslunum verð- ur að sögn Þorsteins lögð aukin áhersla á ferskvöruímyndina sem Nóatún hefur haft, og þá miklu og góðu þjónustu sem þar hef- ur verið í boði. Meðal annars verður ávaxta- og grænmetisúrval aukið og enn frekari áhersla lögð á gæði og persónulega þjónustu í kjötborðum, þar sem Nóatún hefur verið leiðandi á markaðnum. Þá er áætlað að fyrir jól verði kjúklingabitasala undir merkjum ChesterFried komin í allar N óatúns-verslanimar. Undir nafn 11-11 verslana bætast við verslanir KÁ á Hellu, Hvolsvelli, Höfn í Hornafirði, við Goðahraun í Vestmannaeyj- um og Þorlákshöfn, auk þess sem Nóatúns- búð við Kleifarsel í Reykjavík hefur nýlega verið breytt í 11-11 verslun. Eftir breyting- arnar verða 11-11 verslanir Kaupáss alls 22 að tölu. Ætlunin er að hafa þjónustu í ná- grannaverslunum persónulegri og eitthvað í líkingu við þá sem hefur þekkst hjá „kaupmanninum á horninu", ásamt löngum opnunartíma. Stórmarkaður verður áfram rekinn á Selfossi, líkt og KÁ hefur gert undanfarin ár, og sambærilegan markað stendur til að opna á næsta ári á Bfldshöfða 20, þar sem Húsgagnahöllin og Intersport hafa verið til húsa. Eins og kom fram í Morgunblaðinu sl. fimmtudag hefur Kaupás nýlega keypt þær verslanir og húsnæðið sem þær eru í. Að sögn Þorsteins hefur nafn á stórmark- aðnum við Bfldshöfða ekki verið ákveðið, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.