Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Þorsteinn Pálsson, forstjóri Kaupáss, segir að með víðtækum
breytingum á verslanarekstri keðjunnar sé verið að Ijúka ferlinu sem hófst
í fyrra meó sameiningu Nóatúns, KÁ og 11-11 í Kaupás
Skilgreinum okkur
betur á markaðnum
Kaupás hf. tilkynnti starfs-
mönnum sínum í gær veiga-
miklar breytingar á verslunar-
rekstri fyrirtækisins, sem
eiga án efa eftir aö heröa enn
frekar samkeppnina á
matvörumarkaðnum. Meöal
nýjunga eru 6 lágvöruverós-
verslanir undir nafninu Krón-
an. Björn Jóhann Björnsson
ræddi viö Þorstein Pálsson,
forstjóra Kaupáss, um þess-
ar breytingar, samkeppnina á
matvörumarkaðnum, stutta
en viöburöaríka sögu fyrir-
tækisins og kaup þess á
þriöja stærsta verslunar-
húsnæöi landsins á Bílds-
höföa 20, þar sem Hús-
gagnahöllin og Intersport
hafa veriötil húsa.
Tölvumynd/VA arkitektar
Húsnæðið á Bfldshöfða 20, sem Kaupás hefur keypt af eigendum Húsgagnahallarinnar og Intersport, mun taka töluverðum breytingum
eins og sjá má. Núna er verið að bæta við einni hæð á húsið og Iyftuturninn er langt kominn, en eftir er að vinna glervirkið að austanverðu
og reisa bflastæði á tvcimur hæðum á lóðinni, sem mun taka um 700 bfla. Reiknað er með að allt að 1 milljón manns á ári heimsæki húsið.
h
AÐUR en vikið er að breytingum
á verslanarekstrinum er við
hæfi að rifja upp sögu Kaupáss
hf. Fyrirtækið varð til í maí á
síðasta ári þegar tilkynnt var
um sameiningu þeirra fyrirtækja sem ráku
verslanir Nóatúns, KA á Suðurlandi og 11-
11. Þá ráku þessar keðjur 34 verslanir und-
ir sínum heitum en í dag eru verslanir í
eigu Kaupáss orðnar 43 á höfuðborgar-
svæðinu og Suðurlandi og sú 44. bætist
fljótlega í hópinn við Reykjavíkurveg í
Hafnarfirði undir nafni Nóatúns. Eftir
breytingarnar verða verslanimar orðnar
alls 47 á næsta ári. Tæplega 900 manns
störfuðu hjá fyrirtækinu við samrunann en
í dag nálgast sá fjöldi 1.100 manns. Kaupás
er næststærsta verslanakeðjan á eftir
Baugi með tæplega 30% markaðshlutdeild
en talið er að Baugur sé með um 45% hlut
af markaðnum. Aðrir á matvörumarkaði
eru minni, eins og t.d. KEA og dótturfyrir-
tæki þess, Samkaup og Fjarðarkaup.
Ás um ýmsa verslunarstarfsemi
Um aðdraganda að stofnun Kaupáss,
segir Þorsteinn Pálsson, forstjóri fyrirtæk-
isins, í upphafi viðtals við Morgunblaðið, að
eigendum verslanakeðjanna hafi fundist
bilið milli þeirra stærstu og næstu á eftir
það mikið að verulegt hagræði fengist með
sameiningu. Við stofnun félagsins hafi verið
ákveðið að vera fyrst og fremst í verslunar-
rekstri.
„Eins og nafnið bendir til er þetta ás í
kringum ýmiss konar starfsemi í verslunar-
rekstri, bæði í mat- og sérvöru,“ segir Þor-
steinn.
Samanber meðfylgjandi súlurit hefur
velta Kaupáss aukist verulega. Á síðasta
ári nam hún 9,3 milljörðum króna, en árið
1998 var samanlögð velta KÁ, Nóatúns og
11-11 um 7,6 milljarðar. Áætlanir þessa árs
gera ráð fyrir 12-13 milljarða veltu og á
næsta ári, árið 2001, er reiknað með 15-16
milljarða króna veltu. Á þremur árum mun
veltan því tvöfaldast og gott betur.
í upphafi þessa árs ákváðu eigendur
Kaupáss að fá fleiri aðila að rekstrinum.
Kaupás hf.
Velta 1998-2001
Samanlögð
Eigendur Kaupáss hf.
hafa sett sér það mark-
mið að fyrirtækið fari á
hlutabréfamarkað á
næsta ári og verði enn
frekar en áður í dreifðri
eignaraðild.
Um mitt árið keypti hópur fjárfesta, með
milligöngu Íslandsbanka-FBA, nær allt fyr-
irtækið, og stærsti eigandi er Eignarhalds-
félagið Alþýðubankinn, EFA, með 35,6%
hlut, Landsbankinn-fjárfesting hf. á 20%,
Frjálsi fjárfestingabankinn á 5,7%, Lífeyr-
issjóður starfsmanna ríkisins 5,1%, Vá-
tryggingafélag íslands 5% og einir 13 aðrir
lífeyrissjóðir eiga á bilinu 1-5% hluti hver.
Þeirra á meðal eru Lífeyrissjóður verslun-
armanna, Lífeyrissjóðurinn Framsýn, Líf-
iðn, Lífeyrissjóður Austurlands, Lífeyris-
sjóður Norðurlands, Samvinnulífeyris-
sjóðurinn, Lífeyrissjóður sjómanna,
nokkrir sjóðir VÍB og Lífeyrissjóður Vest-
mannaeyja. Loks eiga nokkrir stjórnendur
Kaupáss um 2% samanlagt.
Styrkur í dreifðri eignaraðild
Eigendur Kaupáss hf. hafa sett sér það
markmið að fyrirtækið fari á hlutabréfa-
markað á næsta ári og verði enn frekar en
áður í dreifðri eignaraðild.
„Það er mikill styrkur fyrir Kaupás
hversu eignaraðildin í dag er dreifð, með
aðild margra stærstu lífeyrissjóða landsins,
sem á annað borð er heimilt að fjárfesta í
óskráðum félögum. Eignaraðildin hjálpar
okkur að ná betur til fólks á markaðnum,
að mínu mati. Með því að fara á markað
viljum við að aðildin verði enn dreifðari,"
segir Þorsteinn og bætir því við að í lok
þessa árs sé stefnt að því að bjóða öllum
starfsmönnum Kaupáss kauprétt í félaginu.
Fimm tegundir
dagvöruverslana
Miklar breytingar eru fyrirhugaðar á
verslanarekstri Kaupáss á næstu mánuðum
og voru þær kynntar starfsmönnum í gær.
Um aðdraganda breytinganna segir Þor-
steinn að við stofnun Kaupáss hafi þrjár
keðjur á afmörkuðum verslunarsviðum
runnið saman. Undir rekstri KÁ hafi t.d.
verið blandaðar verslanir, með á bilinu 50
milljóna til rúmlega 1 milljarðs króna ár-
sveltu.
„Það lá Ijóst fyrir að á einhverjum tíma-
punkti myndum við breyta þessu. Við höf-
um nú tekið þá ákvörðun, í skilgreiningu
okkar á markaðnum, að við munum reka
fimm tegundir dagvöruverslana," segir
Þorsteinn en um er að ræða gæða- og þjón-
ustuverslanir, nágrannaverslanir, stór-
markaði, lágvöruverðsverslanir og verslan-
ir á minni stöðum.
Gæða- og þjónustuverslanir verða reknar
undir nafni Nóatúns, alls 12 að tölu, ef með
er talin sú sem senn verður opnuð í Hafn-
arfirði, og getið var um áður. Stefnt er að
opnun þar 20. október nk. Sú 13. er síðan
áformuð í Smáralind í Kópavogi næsta
haust. Þá breytist KÁ-verslun, sem hefur
verið í Tanganum í Vestmannaeyjum, í
Nóatúnsverslun. í þessum verslunum verð-
ur að sögn Þorsteins lögð aukin áhersla á
ferskvöruímyndina sem Nóatún hefur haft,
og þá miklu og góðu þjónustu sem þar hef-
ur verið í boði. Meðal annars verður
ávaxta- og grænmetisúrval aukið og enn
frekari áhersla lögð á gæði og persónulega
þjónustu í kjötborðum, þar sem Nóatún
hefur verið leiðandi á markaðnum. Þá er
áætlað að fyrir jól verði kjúklingabitasala
undir merkjum ChesterFried komin í allar
N óatúns-verslanimar.
Undir nafn 11-11 verslana bætast við
verslanir KÁ á Hellu, Hvolsvelli, Höfn í
Hornafirði, við Goðahraun í Vestmannaeyj-
um og Þorlákshöfn, auk þess sem Nóatúns-
búð við Kleifarsel í Reykjavík hefur nýlega
verið breytt í 11-11 verslun. Eftir breyting-
arnar verða 11-11 verslanir Kaupáss alls 22
að tölu. Ætlunin er að hafa þjónustu í ná-
grannaverslunum persónulegri og eitthvað
í líkingu við þá sem hefur þekkst hjá
„kaupmanninum á horninu", ásamt löngum
opnunartíma.
Stórmarkaður verður áfram rekinn á
Selfossi, líkt og KÁ hefur gert undanfarin
ár, og sambærilegan markað stendur til að
opna á næsta ári á Bfldshöfða 20, þar sem
Húsgagnahöllin og Intersport hafa verið til
húsa. Eins og kom fram í Morgunblaðinu
sl. fimmtudag hefur Kaupás nýlega keypt
þær verslanir og húsnæðið sem þær eru í.
Að sögn Þorsteins hefur nafn á stórmark-
aðnum við Bfldshöfða ekki verið ákveðið, en