Morgunblaðið - 15.10.2000, Page 24

Morgunblaðið - 15.10.2000, Page 24
24 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Til heiðurs íslenskri náttúru og tungu Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Þorsteinn Þorsteinsson, sundlaugarvörður á Akureyri og aviolog, eða atferlisfræðingur fugla, sá eini á landinu, rýnir til himins. En Gísli Jóns- son, vinur hans og samstarfsmaður í fuglaspánum, og Sigurður Eggert Davíðsson gáfu honum þetta heiti fyrir mörgum árum, og þykir hann bera það mcð rentu. ef eitthvað sérstakt er, eins og t.d. þegar við boðuðum að það yrði slegið eitthvert ákveðið hitamet. Þetta var í október í fyrra. Það leit ekkert sér- staklega út fyrir slíkt, þegar þetta hraut af vörum okkar, svo að okkur fannst dálítið skondið þegar spáin okkar rættist þetta vel. Óg við urðum sjálf dálítið hissa á því, meira að segja. Við fengum mikil viðbrögð út af þessu og sendum út aukafréttatil- kynningu til fjölmiðla. Það er fjöldinn allur sem fylgist mjög vel með og veltir þessu fyrir sér. Við hittum t.d. skipstjóra nokk- um fyrir sunnan, þegar við vorum í ferðalagi þar 1998, og hann sagði að áhöfnin sín hlustaði alltaf á spámar og færi mikið eftir þeim. Þetta erum við smám saman að heyra meira og meira, að þetta sé tekið alvarlega. Þótt við reyndum að gera þetta vel allt frá upphafi og værum ekkert að grínast, litum við meira á þetta til gamans, og bjuggumst alls ekki við því, að þeir sem eiga allt undir veðr- inu færu að taka þetta svona ofboðs- lega alvarlega. Við fáum bréf og aðrar fyrirspum- ir næstum því í hverri viku, má segja. Þegar slíkt kemur inn á heimasíðuna okkar, tek ég mér oft bessaleyfi og svara því, ef mér finnst ég geta það skammlaust. Annars er það tekið fyrir á þriðjudagsfundunum." Alls kyns verkefni „Við höfum fengið alls kyns verk- efni að glíma við, þessu tengt. Við kölluðum t.d. saman aukafund hér um árið og skiluðum af okkur mikilli skýrslu um gömlu veðumöfnin, þeg- ar Alþingi Ieitaði eftir upplýsingum um þau. Og erlendis frá höfum við fengið beiðni um að kanna veður aft- ur í tímann. Eg minnist t.a.m. konu einnar, sem leitaði til okkar; hún var að skrifa ritgerð um Akureyrarveik- ina og bað okkur um að kanna hvort veðrið hafi verið með einhverju sér- stöku sniði árið 1948. Við höfum átta manna bíl til ráð- stöfunar, svo að við forum dálítið í ferðalög, bæði lengri og styttri túra. Um jólin síðustu fórum við t.d. aust- ur að Mánárbakka og athuguðum veðurstöðina þar, lentum í jólahlað- borði og hvaðeina. Það var mjög eft- irminnileg og góð ferð. Svo fóram við eitt sinn á Húsavík og borðuðum á veitingastaðnum fljótandi, Thor, sem áður hét varðskipið Þór. Og svo mætti lengi telja. Árið 1998 gáfum við út blað, sem hafði yfirskriftiná „Logn og BIíða“. í því var að finna ýmsar veðurírásagn- ir og upplýsingar um veðurklúbbinn og eitt og annað af þeim toga. Ágóð- inn af sölu blaðsins rann í ferðasjóð og litlu síðar fóram við suður í ferða- lag og heimsóttum m.a. Veðurstofu íslands, Landhelgisgæsluna og ýmsa fleiri staði. Fyrr á árinu hafði Fiskmiðlun Norðurlands fært okkur af miklum rausnarskap 20 peysur, sem klúbbfé- lagar klæðast á góðum stundum. Þær era með merki fyrirtækisins að framanverðu, en merktar Veður- klúbbnum á Dalvík að aftanverðu. Það era aðeins tveir aðilar utan hóps- ins sem eiga svona búning; það eru heiðursfélagar veðurklúbbsins, Magnús Jónsson veðurstofustjóri og Ólafur Ragnar Grímsson forseti." Pöntuð veðurspá fyrir Svíþjóð Júlíus segir, að margvíslegar fyrir- spumingar hafi borist Veðurklúbbn- um á Dalvík í gegnum tíðina. „Það er mikið hringt í okkur og spurt um veðrið framundan. Meira að segja hefur það komið fyrir, að fólk hefur sagst þurfa í fermingarveislu hinn eða þennan daginn eftir þrjá mánuði eða svo, og vanti endilega að vita hvemig þá komi til með að viðra. En við reynum að halda okkur við þá reglu að spá í einn mánuð í senn. Óg fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði kemur ný spá. Og sú spá hefur alla tíð verið einungis fyrir þetta svæði hér fyrir norðan, enda þótt fólk um allt land skoði hana. Og þetta gerum við auðvitað vegna þess, að við þekkj- um svæðið, hvemig vindar liggja o.s.frv. Menn halda oft, að spámar okkar séu fyrir stærra svæði, en svo erekki. Að vísu gerðum við í ár undantekn- ingu frá þessari reglu okkar, eftir að hafa fengið sendan mikinn blómvönd og sérríflösku austan úr Bakkafirði, með þeirri ósk að gerð yrði aukaspá fyrir Bakkafjörð. Við sendum þeim sérspá, meira til gamans, en hún rættist þó lygilega vel. Og í tilefni sumarkomunnar eitthvert árið létum við frá okkur aukaspá í vikublaðið Austra, sem kemur út á Egilsstöð- um, eftir að falast hafði verið eftir því. Og það sama gerðum við fyrir skólablað á Reyðarfirði einhveiju sinni. En við höfum ekki reynt mikið fyr- ir okkur syðra, enda hefur það reynst okkur erfitt spásvæði, þegar við á annað borð höftim glímt við það.“ Ólafur Tryggvason bætir því við, að í fyrra hafi þeir fengið upphring- ingu frá Svíþjóð með beiðni um veð- urspá fyrir landið! „Það hafði verið leiðindatíð hjá þeim, og þeir vildu fá að vita hvenær það kæmi til með að batna. Okkur fannst þetta dálítið kyndugt. Líklegast er þetta nú há- punktur frægðarsögu þessa norð- lenska veðurklúbbs," segir Ólafur og hlær. Margir komið í heimsókn Að sögn Júh'usar hafa margir kom- ið í heimsókn á Dalbæ til að líta veð- urklúbbsmeðlimi augum, og má þar frægastan telja Ólaf Ragnar Gríms- son, forseta, sem kom til þeirra í heimsókn sinni til Dalvíkurbyggðar í maí 1999. Þá hafi íslenskir og erlendir fjöl- miðlamenn - jafnt frá blöðunum, út- varpi og sjónvarpi - og meira að segja kvikmyndagerðarmenn, tekið einhvem í klúbbnum tali alls 64 sinn- um, að þessu viðtali meðtöldu. Eins sé vinsælt að hópar á ferðalagi komi og viljí fá að sjá félaga í veðurklúbbn- um, og haldi jafnvel að þetta sé eitt- hvað öðruvísi fólk, sem það auðvitað sé alls ekki. Og svo megi lengi telja. „Við fáum líka mikil viðbrögð á heimasíðuna okkar, víða að af land- inu, og fólk segist bíða með óþreyju eftir hverri spá. Til gamans má nefna það, að ég var að skoða mig um á Netinu fyrir skemmstu og það sem ég fann um Dalvíkurbyggð í erlend- um fréttum var ein um Snæfell, frystihúsið hér, tvær um Sæplast, og einar ellefu um veðurklúbbinn. Það segir nú ansi margt um það hvað klúbburinn er orðinn þekktur. Og þegar við fóram suður, allir í peysun- um góðu, og því merktir í bak og fyr- ir, vildu allir taka í höndina á okkur, hvort sem við voram inni í verslunum eða að borða á veitingastöðum. Það var aðeins ein kona, sem hafði ekki heyrt um veðurklúbbinn. Hún starf- aði á Stöð 2 og það að hún ekki kann- aðist við okkur átti sér skýringu í því, að hún hafði verið úti í Bandaríkjun- um um árabil og var nýlega komin heim. Henni var því fyrirgefið,“ segir Júlíus og brosir í kampinn. „En í alvöra talað hefur þetta vak- ið ómælda athygli og er búið að vera mikið ævintýri, eins og ég nefndi í upphafi. Og það út af fyrir sig er rannsóknarefni," segir hann að lok- um. ,ÁRIÐ 1995 byijuðum við á þessu, að gera spár eftir háttemi fuglanna. Það kom mikið til út af því, að hér á norð- urhominu er lítið um flækingsfugla, miðað við austm-- og suðurhluta landsins. Og þegar farfuglamir era horfnir af landi brott er því við fátt að glíma hér nyrðra, nema staðfuglana. Einhvemtíma voram við að ræða þetta, ég og Gísli Jónsson, og honum varð þá að orði, að ég ætti bara að reyna að fara að spá í þessa fugla sem eftir væru. Og það varð úr,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, sundlaugar- vörður á Akureyri og aviolog, eða at- ferlisfræðingur fugla, sá eini á land- inu. En Gísli Jónsson, vinur hans og samstarfsmaður í íúglaspánum, og Sigurður Eggert Davíðsson gáfu hon- um þetta heiti fyrir mörgum áram. Spáð á föstudögum „Það tekur langan tíma að læra þetta, því atferli fuglanna í sambandi við veður er svo margslungið. En smám saman kom þetta nú,“ heldur Þorsteinn áfram. „Og nú er þetta komið í fastar skorður og hefur verið í nokkur ár. Á föstudögum í hverri viku lít ég á fuglana og reyni að túlka hvað þeir eru að reyna að segja mér um veðurfar komandi viku. Síðan vel ég eitthvert ljóð við hæfi, á undan spánni og eftir, og að þessu búnu kem ég upplýsingunum til Gísla vinar míns, aðalritara og trúnaðarmanns, sem prentar þetta upp og myndskreytir oft. Að finna hentugt Ijóð getur verið dálítil vinna, en þetta hefur fylgt spánni nánast frá upphafi. Eg er búinn að fara í gegnum ósköpin öll af ljóðabókum og hef vinsað úr það sem mér hefur fundist geta komið til greina, jafnt þá um fugla og veður. Mest af þessu er eftir eldri skáldin, því í bókum hinna ungu skálda okkar er yfirleitt prentuð einhver klásúla þess efnis, að ekki megi birta nein Ijóð úr þeim eða hafa yfir, sem gerir það auðvitað að verkum, að þjóðin kemur aldrei til með að læra þau. Einstaka sinnum freistumst við þó til að bijóta þetta og láta með spánni okkar, en það er afar sjaldan, af fyrrgreindri ástæðu; maður þorir ekki að eiga yfir höfði sér málssókn." Á laugardögum kemur Þorsteinn svo með forspána upp í Sundlaug Ak- ureyrar, og þar er hún Iesin upp fyrir nokka menn sem koma þar alltaf saman og sitja við ákveðið borð á morgnana og fá sér kaffisopa eftir sundið eða áður en það byijar. Spáin er svo fullunnin á sunnudeginum og þá er hún aftur lesin, og nú með við- höfn. Aðallega til gamans „Síðan eru þónokkrir menn sem fá þetta sent,“ segir Þorsteinn. „Gísli sér um það að nokkra leyti. Og í nokk- uð langan tíma hefur þetta verið lesið upp í svæðisútvarpinu á Akureyri á mánudögum, í byrjim þáttarins, á eft- ir spánni frá Veðurstofu Islands; svona til samanburðar. Einstaka sinnum kemur þetta líka í Degi og Vikudegi, ef eftir því er leitað. Og síð- an liggur spáin frammi hér í Sund- laug Akureyrar og á Amtsbókasafn- inu, og þar geta menn fengið að skoða hana. Þannig er þetta búið að ganga fyrir sig í fimm ár, og hér var upp á það haldið fyrir skemmstu með kök- um og öðra finiríi og ókeypis kaffi. Mörgum finnst gaman að þessu, jafnt ungum sem eldri, og oft er haft samband við mig og einstaka menn senda mér vísur og kvæði um fugla og veður, bæði eftir sjálfa sig og forfeður sína, sem er mjög ánægjulegt. Og svo eru hér einnig skáld, Kristján H. Benediktsson og Jóhann Sigurðsson, sem koma í sund og hafa ort talsvert mikið og gefíð okkur í spámar. Og aðallega er þetta til gamans, en í þessu er líka mikil kennsla, því við eram sífellt að rifja upp gömul heiti yfir fugla og veðurfar, og meira að segja hef ég gefið út lítið rit í sam- bandi við þessi gömlu orð og er alltaf að auka við það og bæta. Mikið af þessu er komið úr dagbókum gamalla bænda. Annað slagið birtum við orða- skýringar, því sumt af þessu er æði torskilið nútímamanninum. Það gefur auga leið, að þessar fuglaspár verða miklar heimildir síðar meir, því í þeim er getið fyrstu vorfugla sem koma hingað og þeirra síðustu sem fara á haustin o.s.frv. En spámar eru fyrst og síðast gerðar til heiðurs íslenskri náttúra ogislenskri tungu.“ Vika í senn Á Dalvík spáir veðurklúbburinn fyrir mánuð í senn, en Þorsteinn og Gísli halda sig í vikuspánni., Annað er ekki gerlegt, eðli málsins samkvæmt, því fuglamir skynja einungis breyt- ingar í veðrinu til skamms tíma litið,“ segir Þorsteinn. „Þetta hefur eitthvað með loftþrýsting að gera og hann er breytilegur frá einum degi til annars. N okkrum dögum áður en veðrabreyt- ingar em í nánd, má sjá það á fuglun- um; þá fara þeir að haga sér öðmvísi en þeir hafa gert fram að því. Áuðnutittlingurinn er t.d. mikill veðurviti. Þegar hann fer að syngja mikið og kemur frá honum alls kyns hávaði annar og hann gerist kvikur, þeytist fram og aftur, er það vísbend- ing um ókyrrt veður og hvasst. Og eins er með hrafnana. Þeir gefa frá sér mismunandi krunk og hegða sér á , ólíkan hátt eftir því hvers lags veður er á næstu grösum. Tvisvar hefur það | komið fyrir, að ég hef séð þá marga I saman uppi í tré, vera að brjóta grein- ar og láta illa. I bæði skipti komu stór- viðri innan fárra daga, afskaplega slæmt veður. Snjótittlingurinn eða heydoðran er einnig þekktur spáfugl, og kemur í stórum hópum til bæja á undan illviðrum. Eins höfum við tekið eftir því, að þegar snjótittlingarnir koma á húsþökin í ágætu veðri og láta sig eins og detta niður með húsum og j að jörðu, er grenjandi stórhríð í | vændum innan tveggja, þriggja daga. I Og verði þeir skyndilega mjög gæfir, er það sama upp á teningnum. Og eins er um máfana. Þeir koma inn til landsins á undan vondum veðram, og svífi þeir annars hátt í lofti er yfirleitt hvassviðri skammt undan. Þegar æð- arfuglar færa sig innar í firðina og leita jafnvel í skjól í stórum hópum og eru þó ekki í æti, er það öragg vís- bending um slæmt veður innan fárra daga. Sumarfuglarnir okkar eru líka margir hveijir ágætir veðurvitar. Hrossagaukurinn spáir t.d. greini- lega breyttu veðri með háttemi sínu. Menn halda sumir að þetta sé biðils- flug eða að hann sé að fljúga yfir óðal sitt, en það er ekki alltaf; annað og meira býr stundum undir. Og tónninn í söng lóunnar er mismunandi eftir því hvort góðviðri er í vændum eða rigning; hann verður mjög sérstakur ogtregablandinn,þegarhvassviðriog I væta era framundan. Einnig er spó- j inn mjög glöggur á veðurfar. Og jaðrakaninn sömuleiðis, og oftar þó boðberi góðviðris; þegar hann finnur að slíkt er að gerast eftir leiðinda- kafla, sem hann er oft fljótur að skynja, gefur hann frá sér sérstök hljóð. Og margar fleiri tegundir mætti nefna, sem má ýmislegt lesa af í sambandi við atferli og söng. Það er afskaplega skemmtilegt að vinna þetta,“ segir Þorsteinn aviolog að lokum, með glampa í augum. Spá Þorsteins Þorsteinssonar á Kalixtusmessu, 14. oktdber 2000 Dimmir í hJíðum, dökkir skuggar falla, dáin er sóley, horfinn fuglakliður. Haustbiærínn að sér vefur veröld alla, visnandi laufblöð hrynja af greinum niður. (Kristján H. Benediktsson.) Af atferli fugla í upphafi nýrrar spáviku má ætla að það verði hvorki norðan gjóska né ætingur. Þröstum hefur fjölgað í bænum, e.t.v. vegna hinna göróttu reyniberja sem víða eru í görðum. Af hátt- erni þeirra má ráða að sjaldan verður það strítt sem hjá fer blítt. Æðarfuglar utan Krossaness spá að austan glimta verði einhvern daginn. Auðnutittlingar eru eitthvað beþenkjanlegir með síðari hluta vikunnar, en gömul brandugla á Moldhaugnahálsi ýfði fjaðrirnar, og það var auðséð á hennar skúmla blikki, að kul gæti fundist á nöglum einhverra rjúpnaveiðimanna sem halda munu til fjalla á næstunni. Heydoðrar eru enn víðs fjarri, svo verði hvellingasamt, þegar nær dreg- ur helgi, hafa fuglar ekki enn fundið þá veðurbreyt- ingu, þótt náið sé nef augum. Ein er upp til fjalla, yli húsa fjær, út um hamra hjalla, hvít með loðnar tær, brýzt í bjargarleysi, ber því hyggju gljúpa, á sér ekkert hreysi útibarin rjúpa. (Jónas Hallgrímsson.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.