Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Spáð í veðrið Haft er fyrir satt að veðrið sé það umræðuefni sem hve oftast ber á góma í samræðum manna á Islandi. Og kannski ekki að furða. Sigurður Ægisson hafði af því spurnir að á Dalvík og Akureyri hefðu menn í nokkur ár beitt fremur óhefðbundn- um aðferðum, miðað við nútíma, við að lesa í veðurfar komandi daga og vikna. Hann brá sér því norður í land og kynnti sér málið. Ljósmynd/Júlíus Júlíusson Veðurklúbbsmeðlimir fóru til Reykjavíkur í apríl 1998 og heimsóttu ýmsa merka staði. Hér eru þeir fyrir utan hús Veðurstofu íslands ásamt Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóri, heiðursfélaga Veðurklúbbsins á Dalvík. HUGMYNDIN kviknaði fyrir 6-7 árum, en varð að raunveruleika um mánaðamótin október/ nóvember 1995, þannig að við íbgn- um senn finþn ára afmæli,“ segir Júl- íus Júlíusson, umsjónarmaður Veð- urklúbbsins á Dalvík, þegar hann var spurður um aðdraganda að stofnun frægasta veðurklúbbs á íslandi fyrr og síðar. „Ég hafði þá verið búinn að starfa að félagsmálum aldraðra hér á Dalvík í sjö ár og oft rætt um slík mál við kollega mína kringum landið, þegar mér datt þetta skyndilega í hug. Ég var kannski helst að leita að einhverju fyrir karlmennina, því það hefur löngum verið erfltt að finna eitthvað við hæfi þeirra; föndur og handavinna á ekki við þá alla, eins og kannski gefur að skilja. Og blessað veðrið er jú það, sem fólk er að hugsa og tala um allan liðlangan daginn, og þá ekki hvað síst karlmenn. Ég mót- aði þetta í kollinum í dáh'tinn tíma, og ákvað svo að drífa þetta af stað. Og ég held að megi fullyrða, að þetta hafi verið mikið ævintýri alla tíð síð- an,“ bætir hann við, en Júlíus hefur nú starfað að félagsmálum aldraðra í 12 ár. Fór hægt af stað „Þetta fór hægt af stað og var aðal- lega hugsað fyrir aldraða hér á Dal- vík, að hittast og ræða um allt sem tengdist veðri - drauma, tilfinningar, himintunglin, skýin o.s.frv. - og svo athuga veðursíður á Netinu, mynd- bönd og þar fram eftir götunum. En síðan fór þetta að vinda upp á sig, og þar kom að Bæjarpósturinn, sem er vikublað hér, falaðist eftir því að við kæmum með formlega spá. Það hafði ekki verið ráðgert í upphafi, heldur ætluðum við bara að leyfa þessu að þróast. En við ákváðum að verða við þessari ósk og Bæjarpósturinn tók að birta mánaðarspá frá okkur. Það voru ekki liðnar nema örfáar vikur, þegar fleiri tóku að bera víurnar í þetta. í dag fer spáin til allflestra fjölmiðla, en samt einungis þeirra sem hafa beðið okkur um hana. Við höfum því ekki verið að koma okkur •néitt sérstaklega á framfæri, heldur bara svarað kallinu hverju sinni. En það eru ekki allir, sem vita hvemig við förum að. Það hefur t.d. verið hringt í okkur af fjölmiðlum og við hlotið skammir fyrir að senda ekki veðurspána þangað eins og annað. Með ánmum hefurþetta svo vaxið og dafnað hjá okkur. I dag eigum við útibú á Hvolsvelli, sem er Veður- klúbburinn íris, en það var sóst eftir að fá að stofna dótturklúbb héðan og það var góðfúslega leyft. Síðastliðinn vetur fengum við reglulega spár frá þeim klúbbi, ijósrit úr Sunnlenska fréttablaðinu, en höfum ekkert frétt það sem af er. Síðan eru tveir aðilar í viðbót búnir að hafa samband við okkur og bera víurnar í útibú, þannig að þetta fer óðum stækkandi," segir Júlíus. Fundað á þriðjudögum Almennur fundur í veðurklúbbn- um er einu sinni í viku, á þriðjudög- um. En komi eitthvað sérstakt tii, er hist eftir þörfum. „Fyrsta þriðjudag í hverjum mán- uði er svo gefin út veðurspá. Á fund- inum viku áður minni ég fólk á það, að næst sé mánaðarspá. Það gefur sér vikuna til að hugsa um þetta. Síð- an byrjum við fundinn á að ég spyr hvem og einn um komandi mánuð, og bið klúbbmeðlimi jafnframt um að reyna að láta það ekki hafa áhrif á sig sem aðrir hafa áður sagt. Svo skrái ég þetta allt niður og síðan er farið nánar í hlutina, og spurt hvort ein- hver sé með einhverjar sérstakar til- finningar, hafi dreymt eitthvað merkilegt eða þannig. Svo fóram við yfir þá daga, sem kannski eru í mán- uðinum, og hafa alltaf ákveðið gildi í þjóðarvitundinni, s.s. hinar ólíku „messur" úr kaþólskum og lúthersk- um tíma, og fleiri hinna svokölluðu merkidaga," segir Júlíus. „Svo er litið á tunglið - hvar, hve- nær og hvemig það kviknaði - og hvemig veðrið er þann dag, og svo em ákveðnar gamlar seremómur í kringum það. Olafur Tryggvason á gamlar dagbækur eftir föður sinn og við kíkjum í þær. Og svo kemur al- menn umræða. Við emm yfirleitt nokkuð sammála, en ekki nema einu sinni, þar síðast, höfum við öll verið sammála. Ef svo er ekki, reyni ég að hnoða saman spá, sem mér finnst að sé eins nærri orðum og tilfinningum klúbbmeðlima og hægt er. Það er m.ö.o. tekið einhvers konar meðal- tal.“ „Já, það er mikið í dagbókunum," segir Ólafur Tryggvason. „Faðir minn byrjaði að ská 1903 en hætti 1907; svo tók hann aftur upp þráðinn 1921 og allt þar til hann gat ekki meir fyrir aldurs sakir. Hann bjó á Ytra- Hvarfi í Svarfaðardal, þar sem ég var svo lengst. Það er margt hægt að finna í þeim, sem hjálpar okkur að ráða í komandi tíð, hitatölur og ann- að. Ég hef oft sagt, að það myndi heyrast eitthvað í landsmönnum ef þeir fengju önnur eins veður og áður vom stundum. Eins og t.d. 1948, þeg- ar stórhríðar byrjuðu í lok október og héldust nær óslitið fram í apríl 1949, með smáblota á milli. Á jóla- daginn 1948 var ekki hægt að messa í neinni kirkju hér um slóðir. Og eins var um áramótin; það segist faðir minn ekki vita til að hafi gerst fyrr.“ „Við höfum oft verið spurð að því, hvort við séum eitthvað að krukka í innyfli dýra, en því er til að svara, að svo er ekki,“ skýtur Júh'us inn í. „A.m.k. höfum við látið það ógert hingað til og búumst ekki við að þar verði breyting á, en þó er aldrei að vita. Og eins er með fuglana og til- burði þeirra; við höfum að mestu lát- ið þá eiga sig. En stundum fylgja veðurvísur með aðalspánni; hann Sigfús Þorsteinsson gerir þær,“ bæt- ir hann við. En Sigfús gerir lítið úr eigin fram- lagi; segist bara einu sinni hafa látið frá sér vísu í aðalspá klúbbsins, en segir að það gefi sér og öðrum mikið að hittast og ræða málin á þessum nótum. „Þegar veðurútht er slæmt reynum við eftir bestu getu að koma á framfæri auglýsingum um væntan- legt óveður, og fömm þá eftir þeim gögnum sem við höfum til ráðstöfun- ar, og Júlíus er búinn að nefna,“ segir hann. „Annað get ég nú ekki sagt um þennan litla klúbb, í stuttu máli. En hann hefur komið sér mjög vel og er skemmtilega dreifður; það era marg- ir sem kannast við hann, þótt ótrú- legt sé. Það var aldrei meiningin, þegar hann var stofnaður, að þetta yrði húllumhæ eða skemmtiklúbbui- fyrir allt landið. Þetta var bara lítið skemmtiatriði fyrir okkur, sem hér emm. En svona er þetta nú.“ Jákvæð viðbrögð og neikvæð „Við höfum fengið bæði jákvæð viðbrögð og neikvæð, mest þó lof. Og svo einkennilegt sem það nú hljómar höfum við oftast verið skömmuð ef illviðrisspár okkar hafa gengið eftir. Ég nefni gjaman sem dæmi konuna á Ólafsfirði sem hringdi einhverju sinni og ég varð til svara. Við höfðum þá spáð stórhríð 13. dags þess mán- aðar, sem ég man ekki lengur hver var. En stórhríðin kom, eins og spáð hafi verið, og konan varð alveg æf og kenndi okkur alfarið um. I fyrstu hélt ég að hún væri að grínast, en það var aldeilis ekki. Henni var fúlasta al- vara,“ segir Júlíus. „Ýmsir karlar hér um slóðir fylgj- ast líka mjög vel með okkur og því sem við emm að gera, en oftast fáum við að heyra að við vitum ekki nokk- um skapaðan hlut um veðrið. Og það er auðvitað skemmtilegur hluti af þessu líka, að fá slíkt í eyra. En þeir em náttúrlega bara öfundsjúkir," segir Júlíus og glottir. „En það er rétt að geta þess, að all- ir aldraðir í Dalvíkurbyggð em vel- komnir í klúbbinn; þetta er ekki ein- skorðað við Dalbæ sjálfan. Þetta hefur gengið mjög vel, ef á heildina er litið. Ég held að óhætt sé að fullyrða, að í einungis eitt skipti höfum við staðið okkur vemlega illa í spádómunum. Nokkmm sinnum hef- ur þetta verið svona la la, en oftast hittir þetta ótrúlega nærri. Við köllum saman aukafundi, ► Spá Veðurklúbbsins í Dalbæ fyrir októbermánuð árið 2000 ENN ríkir þó nokkur bjartsýni með veðrið, alla vega tvær fyrstu vikurnar eða svo; þó eru líkur á rigningu og jafnvel slyddu til fjalla þann 5. október, á kvartela- skiptunum. Svo gæti hann farið að breytast í kringum tunglfylling- una 13. október, en aðrir vilja meina að það verði ekki fyrr en í kringum 20. október. Breytingin muni samt aldrei verða stórkost- leg, þaö snjói kannski aðeins en hverfi strax aftur. Mánuöurinn verður bjartur en svalur og heldur meiri úrkoma heldur en í septem- ber. Þó að hann kólni um miðjan mánuðinn erum við bjartsýn með si'ðustu daga október, jafnvel að verði mjög hlýtt. Eina konu í klúbbnum dreymdi að það kæmi til sfn maður að nafni Björn og segði sér að mánuðurinn yrði fallegur, ljós og bjartur, og skulum við vona að þetta „ljósa“ Ljósmynd/BæjarpósturinrVhiá Hér má sjá kjarnann í Veðurklúbbnum á Dalvík í einkennisbúningnum, sérmerktum peysum. Aftari röð f.v.: Bjöm Gunnlaugsson, Ólafur Tryggvæson, Guðrún Hallgrímsdóttir, Júli'us Júli'usson, Sveinbjöm Jóhannsson, Sveinn Sigurðsson og Garðar Jóhannesson. Fremri röð f.v.: Þórarinn Þorleifsson, Sigfús Þorsteinsson, Stein- unn Bjarnadóttir, Þórgunnur Loftsdóttir og Sævaldur Sigurðsson. sé ekki snjór. Að dreyma nafnið Björn er fyrir hamingju og gæfu. Októbertunglið kviknaði 27. september í vestri og tók hann því vel; næsta tungl kviknar svo 27. október í austsuðaustri, og undir öllum venjulegum kringumstæð- um er það gott, þ.e.a.s. miðað við þær upplýsingar sem við höfum núna. Gömul trú er sú að ef veðrið á Mikaelsmessu, 29. september, er gott, þá séu auknar likur á góðu veðri fram að jólum. Veörið þenn- an dag í ár var gott og nú er bara að sjá hvemig þetta gengur eftir. Á allraheilagamessu, 1. nóvem- ber, ættu menn að taka vel eftir veðrinu; ef það er gott boðar það góðan vetur, en ef veður hefur verið gott á undan og spillist þcnnan dag þá er ekki von á góðu í framhaldinu. Frostaveturinn mikla var þetta svona, haustið gott en brast á hríðarbylur á allra- heilagamessu og allir hafa heyrt um framhaldið. Við fengum gestaspámann á fundinn, því Hörn, eiginkona for- stöðumanns Dalbæjar, rak inn nef- ið er fundur stóð yfir og var hún innt eftir því hvað hún héldi um veðrið í október. Hún svaraði að bragði: „Svalt, snjólétt og bjart.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.