Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Tygg ekki
söguna ofan
í áhorfendur
Leikstjórinn ungi Veit Helmer er sá leik-
stjóri sem Þjóðverjar binda einna mestar
-- vonir við. Stuttmyndir hans eru margverð-
launaðar og sama gildir um fyrstu kvik-
myndina í fullri lengd, Tuvalu, sem sýnd var
á nýafstaðinni Kvikmyndahátíð í Reykjavík.
Pétur Blöndal talaði við Helmer um þöglar
myndir og sjónhverfíngar.
HJARTA þýska leikstjórans
Veit Helmer slær í kjall-
aranum á gamalli og
hrörlegri sundlaugar-
byggingu í Sofíu í Búlgaríu. Það slær
' líka í ungu pari. Hún er sæt. Hann er
sakleysingi. Bróðirinn er vondi kall-
inn og gamla fólkið gleymist á við-
sjárverðum tímum, þarf að taka pok-
ann sinn og víkja fyrir nýrri tækni,
reglugerðum, háhýsum og hagnaðar-
sjónarmiðum; framþróunin jaðrar við
geðveiki.
Minnir á meistara Chaplin
Það er leikstjórinn Veit Helmer
sem klæðir söguna í ljóðrænan bún-
ing og gæðir hana lífi með stílbrögð-
^ um sem mótast af faUegri mynd-
rænni frásögn og gáskafúllu
látbragði leikara. Helmer notast við
orð á stangli, en reglan er sú að orð
eru óþörf. Engu síður er sagan alls
ekki einföld þótt hún sé einfolduð;
sagan kemst til skila og áhorfendur
fá að njóta yndislegra tóna og mynda.
Ekki er laust við að meistari Chaplin
komi upp í hugann; það eru forrétt-
indi að fá að njóta myndar á borð við
þessa á hvíta tjaldinu. Vonandi verð-
ur efnt til fleiri sýninga á Tuviúu
þrátt fyrir að kvikmyndahátíð sé lok-
ið.
Veit Helmer er búinn með morg-
unverðinn og bíður eftir því að verða
sóttur og keyrður út á flugvöll, þegar
blaðamaður hittir hann á Hótel Borg.
„Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem
til íslands og mér fannst það spenn-
andi. Eg er þegar búinn að eignast
nokkra vini. Eg veit ekki hvort það á
fyrir mér að liggja að leikstýra mynd
á Islandi. Það veltur á því hvort mér
berst gott handrit. En ég var í loka-
hófi vegna myndar Hals [Hartley] og
hann lét vel af dvöl sinni hér á landi,
þannig að það er aldrei að vita.“
Byijaði 14 ára í kvikmyndum
Helmer ólst upp í Vestur-Berlín og
hefur gert kvilonyndir frá 14 ára
aldri. Hann fór í leikhúsnám árið
1988 og lærði leikstjóm í Austur-
Berlín í nokkra mánuði. „í þessari
stuttu ferð í annan borgarhluta upp-
lifði ég sjálfsagt meiri breytingar en
ef ég hefði lagt upp í ferðalag til
Kína,“ segir hann. Helmer byijaði
fljótlega eftir það í kvikmyndaskóla í
Miinchen. Þar leikstýrði hann fjöl-
mörgum stuttmyndum, sem unnið
hafa til verðlauna á hátíðum um heim
allan.
Það tók Helmer fimm ár að gera
myndina Tuvalu. „Ég fékk ellefu
hundruð leikara hvaðanæva úr heim-
inum til mín í leikprufu, æfði með
þeim og vann með þeim spunavinnu.
Handritið er alþjóðlegt í framsetn-
ingu; ekki er notast við orð nema þau
séu skiljanleg útfrá samhenginu. Þar
af leiðandi þarf ekki nýjar talsetning-
ar eða skýringartexta. Hreyfiafl sög-
unnar er fyrst og fremst sjónrænt.
Sagði ekki Hitchcock: „Það tapast
sem sagt er í samræðum." Ég nota
dulmál sem fólgið er í myndum og
það þarf virka áhorfendur til að leysa
úr því. Sagan er ekld tuggin ofan í
þá.“
Kvikmyndin er ný uppfinning
Peter Greenaway, sem einnig á
mynd á hátíðinni, hefur sagt að leik-
stjórar styðjist um of við lesmál;
kyikmyndin í þeim skilningi sé dauð.
„Ég er á öndverðu máli,“ segir Helm-
er. „Kvikmyndin þreifst vel fyrstu
þrjátíu árin. Þá kepptust leikstjórar
um að vera hver öðrum fremri í því að
notast við sem fæstar textaskýringar
í þöglu myndunum. Ég sæki þó efnis-
tök mín ekki svo langt aftur, t.d. nota
ég nútíma hljóðsetningu. Þar sem
engar samræður eru í myndinni má
líkja henni við ónumið land fyrir tón-
list og hljóð. Það þarf skapandi hugs-
un til þess að áhorfendur fari ekki á
mis við söguna úr því ekki er hægt að
grípa til samræðna til skýringar.
Hljóðið er því ekki síður mikilvægt en
myndin. Ég er á því að kvikmyndin sé
frásagnarform sem verið er að finna
upp aftur og aftur. Við megum ekki
gleyma því að Fritz Lang og Eisen-
stein bjuggu yfir ómældri þekkingu á
því hvemig væri hægt að nota mynd-
ir og klippingar til að styðja söguna."
Helmer var á sundi þegar hann
fékk hugmyndina að Tuvalu. Þá kom
honum í hug ungur maður sem vinn-
ur í sundlaug og finnur lykil að skáp
þegar hann þrífur. Þar finnur hann
föt af konu og fær nýja sýn á heiminn,
að sögn Helmers. „Þetta er erótísk
hugmynd að ástarsögu um sakleys-
ingja og stúlku, sem er ekki alveg öll
þar sem hún er séð,“ segir hann. „Við
þurftum að gera okkur í hugarlund af
hverju hann ynni í sundlaug og hefði
aldrei séð konu. Við ákváðum að fað-
irinn yrði blindur og sonur hans helg-
aði tilveru sína því að telja honum trú
um að ekkert hefði breyst, að sund-
laugin væri enn full af bömum að
leik. Það gerir hann með því að villa
föður sínum sýn, spila upptökur af
ærslafullum börnum að leik. Þetta er
sígilt þema, sjónhverfing í sjónhverf-
ingunni sjálfri, - kvikmyndinni.“
Á sundi f súraldini
Það tók Helmer rúmt ár að finna
tökustað. „Ég hafði ekki fjámáð til
ferðalaga um heiminn í leit að tökust-
að og skrifaði því öllum sem ég
þekkti; spurði hvort þeir vissu um
sundlaug sem hentaði sögunni. Þar
kom að ég fékk bréf þar sem stungið
var upp á sundlaug í Sofíu í Búlgaríu.
Þangað hafði ég aldrei komið. Eg sló
mér lán og fór til Búlgaríu. Ekki var
nóg með að ég fyndi sundlaugina
heldur fann ég líka skipakirkjugarð í
gamalli höfn, sem var tilvalinn fyrir
bátinn. Landið er sjónræn veisla og
ósnortið; mér leið eins og ég væri að
synda í súraldini."
Helmer fór sömu leið og svo marg-
ir aðrir, að fullkomna stflbrögð sín
með gerð stuttmynda. „Ég þakka
þeim það 100% hvemig ég hef mótast
sem leikstjóri. Ég varð hugdjarfari
og hugdjarfari við gerð stuttmynd-
anna og náði að tileinka mér fagleg
vinnubrögð. Til að byija með er mað-
ur ánægður ef stuttmyndin lítur eins
vel út og þær myndir sem gerðar
hafa verið fram að þeim tíma. Svo
lokar maður augunum á fortíðina og
sækir fram á veginn, á ókunnar slóð-
ir. Það er grundvallaratriði fyrir
listamann að afrita ekki heldur
skapa; koma bæði sjálfum sér og
áhorfendum á óvart. Eg lít líka á það
sem skyldu mína að snerta áhorfend-
ur. Ég er ekki að leikstýra kvikmynd-
um fyrir vini mína, heldur elska stór
kvikmyndahús þéttsetin áhorfend-
um. Að mínum dómi eru bíógestir al-
mennt ekki forheimskaðir af Banda-
ríkjunum, þá langar til að sjá eitthvað
nýtt. Ekki þarf meira til að skflja sög-
una í mörgum af þessum bandarísku
formúlumyndum en að vera hálfsof-
andi, á milli þess sem maður borðar
poppkom, talar í farsíma og fer yfir
heimilisbókhaldið. Ég geri meiri
kröfur til áhorfenda en það.“
Verðlaun á fiug-völlum
„Vitaskuld," svarar Helmer að-
spurður um hvort hann sé að vinna að
nýrri kvikmynd. „En það tók mig
fimm ár að gera Tuvalu og ef ég segi
þér efni nýju myndarinnar er ég
hræddur um að þú verðir búinn að
gleyma því þegar hún kemur út.
Handritið að næstu mynd verður
skrifað af Gordan Mihic, sem vann
áður með Kusturica og skrifaði hand-
ritið að Tíma sígaunanna og Svaitur
köttur, hvítur köttur. En fyrst verð
ég að klára að fylgja Tuvalu eftir. Ég
er ánægður með útkomuna, enda hef-
ur myndin verið sýnd á 55 kvik-
myndahátíðum og unnið til 22 verð-
launa.“
Helmer hefur einnig unnið til
fjölda verðlauna fyrir rómaðar stutt-
myndir sínar. Hvar kemur hann öll-
um þessum verðlaunum fyrir? „Við
skiptum þeim á milli okkar,“ svarar
Helmer. „Sum fær mamma, hand-
ritshöfundurinn önnur. Svo losa ég
mig við þau sem mér fInnst minnst til
koma á flugvöllunum,“ segir hann og
hlær. „Enda eru mörg þeirra beitt
eins og eggvopn og mætti nota þau til
að ræna flugvél. Þau verðlaun sem
mér þykir vænst um eru áhorfenda-
verðlaun á hátíðum. Ég hef verið svo
lánsamur að vinna þau á nokkrum
hátíðum, t.d. í Portúgal, Kóreu og
Úkraínu.“