Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 51 DAGBÓK BRIDS Vmsjón Ouóinundur Páll Arnarson VÍSBENDINGAR eru af tvennum toga: jákvæðar og neikvæðar. I>að er sagt er og gert er flokkast undir já- kvæðar vísbendingar, en hinar neikvæðu felast í þvi sem þagað er yfir og látið ógert. Hinar síðarnefndu leyna oft á sér. Vestur gefur; allir á hættu. Tvímenningur. Norður * 965 v D975 ♦ R6 *A872 Suður aG9 » ÁG1084 ♦ Á1053 +KG Vestur Norður Austur Suður 1 spaði Pass Pass 2hjörtu 2spaðar 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Þú ert í suður og færð út tíguldrottningu gegn fjórum spöðum. Tíu slagir eru nán- ast öruggir og ellefu ef hjartasvíning heppast. Ætl- arðu að svína í hjarta? Austur sagði pass við ein- um spaða, sem bendir til að hann eigi veik spil, alltént ekki sex punkta. En auðvit- að gæti hann átt svo sem einn kóng. En tvo kónga getur hann varla átt og eftir útspihð er nánast Ijóst að austur er með spaðakóng- inn! Norður * 965 * D975 * P + A872 Vestur Auslur + ÁD10432 + K7 *K v 632 ♦ DG9 ♦ 8742 + D64 + 10953 Suður é G9 * ÁG1084 ♦ Á1053 + KG Vestur kom EKKI út með spaða. Með ÁK eða KD hefði hann örugglega komið þar út frekar en í tígh og af því má draga þá ályktun að austur sé með spaðakóng- inn. Þar með getur austur ekki átt hjartakónginn líka og eina vonin á yfirslag er að leggja niður hjartaásinn og vonast eftir kóngnum blönk- um í vestur. I’akkarðu undirtektimar? En konan mín hraut bara pínulítið. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara íyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík Hlutavelta Þessir duglegu krakkar héldu tombólu og söfnuðu 5.293 kr. til styrktar Rauða krossi Islands, Reyðarfjarð- ardeild. Þau heita María Emma Arnfinnsdóttir, Agnes Björk Þorgeirsdóttir, Brynjar Þór Eyþórsson og Laufey Frímannsdóttir. Á myndina vantar Stefaníu Önnu Rúnarsdóttur og Guðlaugu Björgvinsdóttur. Með morgunkaffinu SKAK limsjón Ilclgi Áss Grétarsson STAÐAN kom upp á bandaríska meistaramótinu er lauk fyrir skemmstu á milli stórmeistaranna Larry Christansen (2563), hvítt, og Alexander Shabalov (2601). 20.Rc4! Df6 21.Hxd5 Rce5 22.Hxe5! Snjöll leið á veginum til sigurs. 22. Bxd7 Rxc4 hefði verið lakara fyrir hvítan. 22,..Rxe5 22...Bxe5 gekk ekki upp sökum 23.Bg5 og hvítur vinnur. 23. Bh7+! Kh8 24.Rcxe5 Bxe5 25.Bg5 Bh2+ 26.Kxh2 Dd6+ 27.Re5 Hxe5 27...Í6 hefði ekki heldur dugað til að bjarga svörtum sökum t.d. 28.f4 fxe5 29.Hdl! De6 30.f5 Df7 31. Bg6 og hvítur vinnur. 28.Bf4 Hfe8 29.Hxe5 Hxe5 30.Be4 g5 31.Dd3 De7 32. Bxe5+ Dxe5+ 33.Kgl Bb5 34.Dd5 Df4 35.Dd4+ Kg8 36.Bxb7 Dxd4 37.cxd4 f5 38.f4 g4 39.g3 og svartur gafst upp. Unglingameist- aramót Hellis haldið 16. og 19. október næstkomandi kl. 16:30 í félagsheimili þess í Mjódd. Allir skákmenn und- ir 15 ára aldri velkomnir. Hvítur á leik. UOÐABROT HALLGRÍMUR PÉTURSSON Atburð sé ég anda mínum nær, aldir þó að liðnar séu tvær. Inn í dimmt og hrörlegt hús ég treð. Hver er sá, sem stynur þar á beð? Maðkur og ei maður sýnist sá. Sár og kaun og benjar holdið þjá, blinda hvarma baða sollin tár, berst og þýtur yfir höfði skjár. Hár er þétt og hrokkið, hvítt og svart, himinhvelft er ennið, stórt og bjart, hvöss og skörp og skýrleg kinn og brún, skrifað allt með helgri dularrún. Trúarskáld, þér titrar helg og klökk tveggja alda gróin ástarþökk. Niðjar íslands munu minnast þín, meðan sól á kaldan jökul skín! Matthías Jochumsson. STJÖRIVUSPÁ cftir Frances Drakc VOG Afmælisbarn dagsins: Þú ert tilfmningíinæmur, sem bæði laðarfólk að og fælirfrá. En þú ert líka djarfur og drífandi. Hrútur „ (21. mars - 19. apríl) Það er oft vitnað til klettsins, þegar skapgerð þína ber á góma. Og það er einmitt hann sem samstarfsmenn þínir treysta á í orði og á borði. Naut (20. apríl - 20. mai) Það er um að gera að grípa tækifærin sem gefast og spila síðan eins vel úr þeim og frekast er unnt. Sveltur sitj- andi kráka en fljúgandi fær. Tvíburar . (21. maí-20. júní) uA Það eru alls konar átök í gangi í kring um þig. Haltu þig eins fjarri þeim og þú frekast getur, því til þín verð- ur leitað til að lægja öldurn- ar. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þeir eru margir sem viþ'a ná tali af þér og þú átt að gera þitt besta til þess að geta hlustað á hvern og einn. Reyndu svo að leysa sem flestan vanda. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) M Það kann að virðast erfitt að sinna bæði heimili og vinnu- stað, en það átt þú að geta vandkvæðalaust ef þú bara skipuleggur tíma þinn vel. Meyja (23. ágúst - 22. sept.) (fiSL Gefðu smáa letrinu gaum, þar leynast oft atriði sem úrslit- um valda. Þér liggur heldur ekki svo mikið á að þú þurfir að kasta varfærni fyrir borð. (23. sept. - 22. okt.) A Láttu ekki afbrýðisemina ná tökum á þér, hún gerir ekkert nema skemma þig. Gefðu þér tima til þess að kanna málin og taktu svo til þinna ráða. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.) Þú verður að brjóta odd af of- læti þínu og leita aðstoðar ef þú ætlar að klára verkefnið í tæka tíð. Og vertu ekkert að tvínóna við þetta! Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) flU? Láttu ekki ímyndunaraflið leiða þig á villigötur. Það skiptir sköpum að þú sért ör- uggur og viss um vinnubrögð þín, annars fer allt úr bönd- unum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þótt þér virðist lífið eitt alls- herjarveisluborð sem þú eigir bara að ganga í ertu ekki einn í heiminum. Tillitssemi er lykilorð dags þíns. Vatnsberi (20. jan. -18. febr.) wsií Það eru einhver leiðindi í þér þessa dagana. En þetta ert bara þú sjálfur svo þú skalt hrista af þér slenið, bretta upp ermarnar og hefjast handa. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það blundar skáld í okkur öll- um svo þú skalt vera ófeiminn við að leyfa þínu að láta í sér heyra. Það er mannbætandi að búa hugsanir sínar í orð. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekJci byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. /— ’ ' 7 Félag íslenskra nuddara Helga Lísajónsdóttir, nuddari, i' i feg /jáyO sími 867 2444. •f W \*S hefur flutt starfsemi sína í Ármúla 44, l: 3. hæó (gengið inn Grensásmegin). Býó upp á heildræna meóferð. Ghesilegt úrval afsamkvœmiskjólum Ný sending Allir jylgihlutir Fataleiga Garðabæjar, sími 565 6680. Opið virka daga frá kl. 10 til 18, laugardaga kl. 10 til 14. Rýmingarsala Verslunin hættir allt á að seljast ELÍZUBÚÐIN Skiphoiti 5 <v) Að NJÓTA, ELSKA OG HVÍLAST V V V V V V <? <? <? <? Að njóta, elska og hvílast er upplyfting fyrir elskandi pör á öllum aldri sem vilja spila á strengi ástarinnar á Hótel Skógum undir Eyjafjöllum helgina 3.-5. nóvember 2000. Rætt verður um uppbyggjandi og styrkjandi efni fyrir hjónabandið. Auk þess verður farið í hjónas- lökun, fengin sýnikennsia í ástarstyrkjandi hjóna- nuddi, farið í fallega gamla kirkju og tekið á móti andlegri hressingu frá prestinum í sveitinni. Ljúffengur matur við kertaljós og rómantík. Nánari upplýsingar og skráning hjá Sigríði Önnu Einarsdóttur, félagsráðgjafustofunni Aðgát, í símum 551 5404, 861 5407 og netfangi annaoli@mmedia.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.