Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR15. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gróa Jakobína Jakobsdóttir var fædd í Snotrunesi á Borgarfirði eystra 24. nóvember 1913. Hún lést á Dvalar- heimilinu Ljósheim- um, Selfossi 9. októ- ber siðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Þuríðar Björnsdóttur, f. 21. september 1888, d. 31. október 1971, frá Snotrunesi á Borgarfirði eystri og Jakobs Sigurðs- sonar, f. 15. nóvember 1883, d. 15. mars 1952, frá Unaósi í Hjaltastaðaþinghá. Fyrri maður Gróu var Jón Erlingsson, f. 25. aprfl 1908, d. 29. júni 1941, hann fórst með M.S. Heklu. Börn þeirra eru Giss- ur P.Æ. Jónsson, f. 26. septembcr 1931; Erlingur K.Æ. Jóns- son, f. 20. október 1932, k.h. Sigríður D. Ólafsdóttir; Sigur- björn Æ. Jónsson, f. 6 ágúst 1934, k.h. Erna V. Ingólfsdótt- ir; Anna Esther Æ. Jónsdóttir, f. 25. ágúst 1936, m.h. Birgir Indriða- son. Seinni maður Gróu var Steinn Einarsson, f. 11. apríl 1914, d. 24. desember 1986. Börn þeirra eru Halldóra V.K.Æ. Steinsdótt- ir, f. 6. mars 1939, m.h. Óli Karló Ólsen; Skúli Steinsson, f. 7. des- ember 1941, k.h. Svanhildur Magnúsdóttir; Ingibjörg Æ. Steinsdóttir, f. 2. apríl 1953, ra.h. Þrúðmar S. Þrúðmarsson. Gróa og Steinn tóku að sér fjögur fóst- urbörn, þeirra fyrst er Maria J. Steinsdóttir, f. 17. júlí 1944, m.h. Guðmann Guðmundsson, hún var ættleidd; Jón B. Sveinsson, f. 12. april 1945, k.h. Anna H. Reynis- dóttir; Matthias Bergsson, f. 2. ágúst 1949; Gróa S.Æ. Sigur- björnsdóttir, f. 7. janúar 1955. Gróa og Steinn bjuggu f Vatnagarði á Eyrarbakka fram til ársins 1979 en þá fluttu þau í Hveragerði. titför Gróu fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. október og hefst athöfnin klukk- an 13.30. GRÓA JAKOBÍNA JAKOBSDÓTTIR Elsku mamma. Égflytþér, móðir þakkirþúsundfaldar, og þjóðin öll má heyra kvæðið mitt Er Islands mestu mæður verða taldar, þá mun það hljóma fagurt, nafnið þitt Blessuð sé öll þín barátta ogvinna. Blessað sé hús þitt, garður feðra minna, sem geymir lengi gömul spor. Haf hjartans þakkir, blessun bama þinna. Og bráðum kemur eilíft vor. (Davið Stef.) Hinn 24. nóvember 1913 fæddist stúlkubarn á bænum Snotrunesi á Borgarfirði eystra og þá grunaði trúlega engan hvað þetta barn ætti eftir að marka djúp spor í átt til mannlífs okkar, ekki síst hér við suðurströndina en þar stendur þorp okkar, Eyrarbakki. Þetta var móðir okkar systkina bæði hálf-, al- og 'Ckki síst uppeldissystkina og ætíð öll fjölskyldan kennd við Vatnagarð. Húsakostur var þröngur þar sem við systkinin vorum sjö en ekki hafði það mikið að segja, nóg var af kjarki, sterkri stefnu og vilja mömmu og pabba enda ávallt nóg að bíta og brenna, fullar tunnur af salt- kjöti, súrmat og öðru góðgæti sem allt var heimafengið eða komið með af sjónum sem bræður okkar pöss- uðu vel, ekki bara fiskur, líka fugl sem kom í net eða hnísa sem flestir hentu, allt matbjó mamma af stakri snilld. Þau mamma og pabbi voru sterkir persónuleikar og ótrúlegt sem þau gátu, enda með stærstu hjörtu sem hægt er að hugsa sér. >Það kom í ljós að þau létuekki á sig fá lítið húsnæði því plássið var nýtt í litla húsinu bara upp að lofti í sam- andregnum kojum þó svo að tvisvar byggðu þau við Vatnagarð. Lengi vorum við bara sex systkinin svo gerðist það þegar mamma er ful- lorðin mjög að hún fer að fitna, að manni fannst varla eðlileg en það var eins með það sem annað hjá henni hún eignaðist undir vor stúlkubam, augastein okkar hana Ingibjörgu en þá vorum við orðin sjö. Áður höfðu þau tekið að sér og ættleitt hana Maríu en kvöldið sem þau sóttu hana þá var svipurinn sterkur en þá þurfti mamma á sterk- um manni að halda og ákveðnum, sem fáir vildu standa á móti ef á þurfti að halda enda var gustur á þeim þegar þau fóru en blíðan mikil þegar þau komu með þessa litlu elsku sem aldrei var til umræðu að færi frá okkur aftur þótt reynt væri. Varð hún dásamlegur einstaklingur svo bar af að öðrum ólöstuðum, sem kom í ljós í miklu veikindastríði mömmu þar sem María var slíkur stólpi að aðdáun vakti. Þökkum við henni, þessari elsku, öll fyrir. Bússí eins og við köllum hana sagði það var ekki mikið, þau mamma og iiabbi björguðu lífi mínu, ég vil þakka þeim fyrir h'fgjöfina og ég veit satt að segja ekki hvar ég hefði lent annars. Þarna hefði mátt halda að toppnum væri náð, við orðin átta, nei, nei, fleiri voru í vanda, og enn hægt að bæta við. Um svipað leyti og dökka, fallega stelpan fæddist, augasteinninn, þá lögðu þau af stað í ferð og seinni part komu þau til baka og út úr bílnum steig mamma með lítinn hnoðra, sem var upp á klædd- ur í bleikum íotum. Frá Vatnagarði fór hún ekki fyrr en hún varð sjálfri sér nóg en þetta var hún Gógó bróð- urdóttir okkar, þakka ykkur mamma og pabbi fyrir þessar við- bótarsystur. Flestum fyndist toppn- um nú náð í þessu litla húsi en ekki var það nú því fleiri reyndust í vanda og ekki höfðu heldur hin sláandi stóru hjörtu mömmu og pabba minnkað, því síður kjarkurinn sem flóði alls staðar út fyrir. Þá kom ógæfumaður með son sinn hann Matta og spurði hvort hann mætti vera einhvem tíma, og já það var í lagi, enn var pláss í Vatnagarði og ekki löngu seinna kom hér í þorpið kona með son sinn, Nonna, sem var vægast sagt fyrirferðarmikill og mikill einfari þótt smár og grannur væri og uppátækin ótrúleg. Jú, hann skal ekki fara í skítinn, þessi pjakk- urinn, í Vatnagarði - fór hann svo og launaði eldi sitt með mikilli prýði, t.d. tók hann við í veikindum pabba, sá um skepnur og flest sem að heim- ili laut þegar aðrir vom farnir á vinnumarkaðinn, hann var vandað- ur, nákvæmur og má ekkert aumt sjá. Nonni sagði; „Mamma og pabbi björguðu mér.“ Hann hefur unnið nánast alla sína starfstíð við fangelsi ríkisins. Nonni sagðist eins hafa get- að lent fyrir innan rimlana eins og utan. Nonni þakkar mömmu og pabba fyrir sig. Já, þarna emm við systkinin orðin 11 ágætlega til manns komin frá þeim mömmu og pabba. Öll systkinin áttu það sameigin- legt þótt kannski óskyld væra að vera stefnuföst, dugleg, fylgja skoð- unum sínum standa og falla með þeim, horfa á móti brimi, sjóunum og blikna ekki enda vön briminu við bæjardyrnar en það kom í ljós að svona ólu þau okkur upp. Styrka stoð höfðu mamma og pabbi við upp- eldi hópsins og væri synd að þakka honum Pella ekki fyrir hans hjálp, hann gekk í öll störf hvort sem var móðir, faðir, bóndinn, kokkurinn oft hlífði hann mömmu og pabba við inni- og útiverkum t.d. var máltækið hjá honum: „Étiði nú, nú fáið þið nóg,“ þegar hann bar á borð góðan mat ekki síst áður en við fóram í skólann, hafragrautinn og slátrið. Nú er komið að því að skilja á milli og ég tek fram að hann pabbi stóð sem klettur við hlið mömmu í því sem á eftir skal talið upp, og legg því hans hlut til hliðar. En sporin sem hún skildi eftir rifja ég upp. Það sem mamma ákvað að gera gerði hún með slíkri einurð að það gekk, en fyrst ber að nefna áhuga hennar á slysavömum sem í raun var hennar áhugamál svo lengi sem hún hafði fulla rænu, hún var formaður slysa- vamafélagsins hér á Eyrarbakka í 18 ár og stofnaði björgunarsveit sem enn starfar hér og satt að segja dá- semd að vera svo langan tíma undir hennar stjórn þar, finna áhugann, smitið írá henni og vaða áfram í leit- um og ef við efuðumst þá kom: „Hvað er þetta, látið mann ekki heyra þetta, farið bara af stað,“ sem var gert. Hún sat í stjórn Slysa- vamafélag íslands um árabil enda veggir í þeim herbúðum skrýddir með myndum af henni. Svo kom að því að kirkjugarður- inn þótti dimmur yfir að líta og þá var settur kraftur í það, á endanum varð frumkvæði hennar að veru- leika og bar þann árangur að á skömmum tíma vora ljósin orðin mörg, oft voru það síðustu verk þeirra á aðfangadag að ganga frá þessu, ekki má gleyma leiði óþekkta sjómannsins sem hún ræktaði vel. Líknarhjálp hennar var einstök, hún lét sér hana alls staðar við koma, skreytti kistur fyrir fólk og ekki var þar gróðasjónarmið sem réð heldur kærleikur. Minnast má fjáröflunar hennar við þessi mál öll, saumaði tugi grímubúninga, hélt böll og bara hvað lagði hún ekki á sig til eflingar hugsjón sinni. Ekki má hjá líða að minnast á það list- fengi sem hún mamma hafði í putt- unum en hún skar út hrein listaverk úr tré, líka úr steinefni sem hún svo skreytti sinn alúðlega garð í Vatna- garði sem ávallt var eftirtektar- verður. Hún átti mikið steinasafn en steinana hafði hún mest dálæti á að tína á sínum fæðingarstað eða á Borgarfirði eystri, en ekki mátti taka feil á Borgarfjörðum svo eystri varð að fylgja. Haft var á orði að hún sæi út steininn og bryti hann í sundur en þá kom í ljós allavega út- lit sem mann óraði ekki fyrir. Þetta mikla listfengi erfðist frá mömmu því tveir bræðranna eru uppfinningamenn og annar þeirra þúsund þjala smiður, sá þriðji vann það sem honum datt í hug úr leir ás- amt því að stunda málaralist, að teikna fólk sem reyndar allir þrír gátu. Mamma vann mikið úr leir, kenndi það ásamt annarri list. Mamma sat oft við saumavél sína og saumaði alklæðnað á okkur, t.d. fóru þau pabbi með okkur að Hreðavatni en þar var hátíð, hún settist við saumaði á okkur bræður upp úr gömlu, falleg föt, öll eins, gráar buxur og ljósar skyrtur. Þessa ferð fóru þau á gamla X-66 með boddíið aftan á eins og svo oft áður. Ekki má gleyma hinum fræga H-degi sem hún lagði metnað sinn í vegna slysahættu sem hún taldi skapast, en tekið skal fram að mamma hafði ekki bílpróf til ful- lorðins ára en viti menn, hún pant- aði sér tíma, tók próf með stæl auð- vitað, en ekki var nú laust við að einhverjir hefðu áhyggjur af þessu uppátæki hennar en reyndist hún ágætasti bílstjóri. Hún mamma var alger bindindismanneskja til ævi- loka, sem reyndar flestar systurnar eru líka, en ekki er ég frá að hún hafi nokkuð haft áhyggjur af sonum sínum og stundum þeim gamla líka. Ekki sparaði hún ræðusnilld sína þá og ekki var risið hátt á körlunum þar sem í því eins og öðru hafði hún rétt fyrir sér og fylgdi fast eftir enda málstaður þeirra ekki góður. Pabbi okkar fór til fjalls í mörg ár og þá auðvitað útbjó hún nesti hans af kostgæfni nema eitt sem hann fór mjög dult með og fór kannski smá á skjön við skoðanir hennar og langar mig að nefna smádæmi. Þeir félagar, pabbi og Óli á Sæfelli, sem er látinn, blessuð sé minning hans, þeir vora að undirbúa fjallferð og grunur lék á að of mikið væri af fljótandi sem þeir félagar væru með en ekki varð við ráðið en svo fór að töskuhestur þeirra fældist, sleit af sér í gili á Gnjúpverjaafrétt sem nú nefnist „koníaksgil". Þeir urðu að éta sinn mat út langa fjall- ferð mengaðan af koníaki. Þegar sú gamla frétti þetta brosti hún og sagði: „Mér datt þetta í hug.“ Og til margra ára mætti mamma alltaf með kjötsúpu handa öllum fjall- mönnunum í Skeiðaréttir, hún var ótrúleg. Ég vil aðeins minnast á að mamm var ætíð jafnaðarmann- eskja, trú þeirri skoðun sinni og dái ég hana líka fyrir það, þótt við vær- um kannski ekki sammála þar en aldrei kom fyrir að hún reyndi að hafa áhrif á skoðanir mínar pers- ónulega í því en ég var kannski sá eini óþægi í því. Það er ótrúlegt að nær alla ævi sína hefur mamma verið mikill sjúklingur, oft stóð okkur ekki á sama, stundum héld- um við að hún mamma væri að deyja en hún lifði þann gamla sem lést á aðfangadag 1986 eftir að hafa átt mjög ánægjulegt kvöld. Ekki nóg með það, eftir langa legu og dapurlega kom í Ijós að hjartað góða og stóra var svo sterkt að við héldum bara, elsku mamma, að þú gætir kannski ekki dáið, stæðir kannski upp einn daginn þar sem þú varst svo oft búin að brjóta lög- málið að við töldum um dauðann. Við þökkum forsjóninni fyrir að hafa fengið að vera með þér síðasta kvöldið en hvíldin og friðurinn kom aðfaranótt mánudagsins sl. kl. 4.50. Við vonum svo, elsku mamma mín, að þú hittir pabba fljótt, þið haldið áfram að byggja upp fólk og slysa- vamir. Við þökkum þér, góður Guð, að hafa hlotið umönnun og vera fædd af þessari ótrúlegu manneskju og biðjum þig að hún fái að hvíla í friði. Elsku mamma, við kveðjum þig með söknuði og full af minningum. Og það á nú vel við, elsku mamma mín, að kistan þín skuli skreytt af henni Svönu sonardóttur þinni en það vit- um við að þér mun vel líka. F.H. systkinanna, Skúli Ævarr Steinsson. Hún bar þig í heiminn og hélt þér að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hE Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgaði sitt líf Með landnemum sigldi’ hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti, er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vorþjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ói- Athvarf umrenningsins, Inntakhjálpræðisins, Líknfrákynitilkyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fóma sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt, sem hún á. Ó, Hún er brúður, sem skín! Húnerbamsmóðirþín. Hún er björt sólarsýn! Ó, Hún er ást, hrein og tær! Húneralvaldikær, Eins og Guðsmóðir skær! Og loks, þegar móðirin lögð er i mold, Þá lýtur þú höfði, og tár falla á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan, sem ól þig og gaf þérsittlíf. En sólin, hún hnígur, - og sólin, hún rís, - Og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, Sem ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það er íslenska konan, - tákn trúar og vonar,- Sem ann þér og þér helgar sitt líf. (ðmar Ragnarsson.) Elsku mamma, mig langar að kveðja þig með þessu ljóði og þakka þér fyrir að fá að vera hjá þér, okkar skemmtilegu stundir, ferðalög austur og út um allt. Og allt sem þú fræddir mig og mín börn um, og þá sérstaklega allt sem þú sagðir mér frá fyrir austan sem er mér ómetanlegt því þar finn ég ræturn- ar. Megir þú hvíla í friði og ró. Gróa (Gógó). Elsku amma mín. Nú ert þú loksins komin til hans afa sem þú saknaðir svo mikið, og þér líður aftur vel. Það er frá svo mörgu að segja að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Þú varst alltaf svo góð og yndis- leg. Á hverjum morgni fór ég til þín og við gerðum svo margt skemmti- legt saman. Þú kenndir mér svo margt, og varst öllum alltaf svo góð og blíð. Þú varst mín besta vinkona og finnst mér ég alltaf hafa þekkt afa eins og þig. Þó svo að ég hafi að- eins verið eins árs þegar hann dó, því að við töluðum svo mikið um hann saman. Það er svo erfitt að þurfa að kveðja þig elsku amma mín en þú munt alltaf eiga vissan stað í hjartanu mínu og ég á aldrei eftir að gleyma öllum yndislegu stundnum okkar sém við áttum saman ég og þú . Ég held í þá trú að þér líði vel, og vakir yfir mér, passir mig og hjálpir mér í gegnum lífið. Elsku amma mín mig langar að kveðja þig með þessu litla versi. Nú leggégaugunaftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mérverivömínótt. Æ,virst mig að þér taka, méryfirláttuvaka Þinn engil,svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Ástar- og saknaðarkveðja. Þín dótturdóttir, Hólmfríður Bryndís. Elsku amma mín. Mig langar að minnast þín í nokkrum orðum. Hugurinn reikar til æskuáranna í Vatnagarði, og er þessi tími Ijóslifandi í minningunni. Þetta vora yndisleg ár. Alla skólafrí- daga fór ég með rútunni austur til ömmu og afa. Þar var öllum tekið með opnum örmum og var ávallt fullt hús af ættingjum eða gestum. Við krakkarnir undum okkur við garðyrkju, í heyskap eða við að hjálpa til á heimilinu. Verk okkar stelpnanna vora ákveðin en það var að þurrka af á laugardögum, leggja á borð fyrir matinn og vaska upp enda veitti ekki af, þar sem alltaf var stöðugur gestagangur í Vatnagarði. Þeir era ekki margir mennirnir sem hafa alla þá kosti sem þú hafðir til brunns að bera, amma mín. Þú varst alltaf svo jákvæð og blíð, pínu- lítið stríðin og með húmorinn í lagi. Þú varst frábær listamaður í öllu sem þú tókst þér fyrir hendur hvort sem það var handavinna, leirlist, matseld eða garðyrkja. En fyrst og fremst varst þú besta mamma og amma sem nokkur gat hugsað sér að eiga, og það áttu þig margir að. Það vora ekki bara við í fjölskyldunni sem nutum umhyggju þinnar, held- ur varst þú alltaf boðin og búin að hjálpa öðram. Elsku amma, ég vil þakka þér fyr- ir allt sem þú gafst mér og það sem þú kenndir mér. Minningu þína mun ég alltaf geyma í hjarta mínu. Svanhildur Erlingsdóttir. Þær era ófáar minningarnar sem koma uppí hugann þegar maður hugsar til baka. Vatnagarður með allt sitt blómahaf og svo síðar sælu- reiturinn hjá afa og ömmu í Hvera- gerði. Þó maður hafi ekki verið hár í loftinu, þá eru margar minningar úr Vatnagarði og era þær sveipaðar miklum ævintýraljóma. Hestarnir, garðurinn og allt þetta fólk sem var reglulega í heimsókn, enda alltaf all- ir velkomnir á þetta stóra heimili. Minningarnar eru þó öllu fleiri eftir að afi og amma fluttu til Hveragerð- is. Amma var um leið búin að skipu- leggja miklar garðframkvæmdir, eins og henni einni var lagið. Þennan sælureit kallaði hún strax ástar- hreiðrið. Það er varla hægt að tala um að þetta hafi verið eins og annað heim- ili manns í þá daga, því hjá þeim gömlu hjónunum var allt sem maður gat óskað sér. Hestarnir spiluðu þar stóran þátt, og var miklum tíma eytt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.