Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.2000, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGÚR 15. OKTOBER 2000 MORGUNBLADID Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir sem nýlega var ✓ skipuð prófessor í mannfræði við Háskóla Islands situr nú við að skrifa ævisögu Bjargar Carítasar Þorláksson (1874-1934) en ævi hennar var afar sérstæð. Björg var fyrsti íslenski kvendoktorinn og fyrsti Norðurlanda- búinn til að ljúka doktorsprófi frá Sorbonne-háskóla en ritgerð hennar fjallaði um lífeðlisfræðilegan grundvöll eðlishvatanna. Þrátt fyrir þessi afrek er nafn hennar fáum kunnugt. Hildur Einarsdóttir ræðir við Sigríði Dúnu um ævisöguritunina og þau verkefni sem hún hefur verið að fást við að undanförnu. • • Oll ævin athyglisverð Mynd af Björgu Carítas Þoriáksson sem tekin var af henni þegar hún var komin yfir miðjan aldur. Björg í hópi námsmeyja í kennaradeild Kvennaskóla fröken Natalie Zahle. Björg situr í fremstu röð, lengst til hægri. Myndin ertekin fyrsta veturinn hennar í Kaupmannahöfn 1897-1898. s EG HEF oft spurt sjálfa mig hvers vegna ég hafi þennan áhuga á að skoða og skilja ævi einnar konu. Félags- vísindin, sem eru mitt fræðasvið, snúast um hið almenna, að finna meginregluna í félagslegu og menn- ingarlegu lífi, en alls ekki um hið einstaklingsbundna eða líf tiltek- inna einstaklinga. Menning og sam- félag er þó búin til af einstakling- um, án þeirra væru engin almenn, félagsleg fyrirbæri til, ekki heldur fyrir félagsvísindamenn að ranns- aka. Mig langaði eiginlega til að snúa dæminu við, setja einstakl- inginn í brennipunkt og nálgast hið almenna, stóru línurnar, í gegnum hann. Virginia Woolf sagði eitt sinn að allir góðir rithöfundar ættu að skrifa eins og eina ævisögu, og ætli það geti ekki átt við fræðimenn Iíka.“ Þetta segir dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir prófessor, sem hefur á undanförnum árum, þegar færi hefur gefist frá öðrum störf- um, unnið að því að rannsaka og skrifa um ævi og störf Bjargar C. Þorláksson sem varð fyrsta ís- lenska konan til að Ijúka doktors- prófi og fyrsti Norðurlandabúinn til að ljúka doktorsprófi frá Sorbonne- háskóla. Efnistökin mannfræðileg og kynjafræðileg Sigríður Dúna kveðst hafa byrjað að athuga ævi Bjargar árið 1992. „Mér hefur þótt Björg athyglisverð persóna frá því ég las um hana fyrst rúmlega tvítug. Henni hefur skotið upp í huga minn við og við gegnum árin, en það var fyrst upp úr 1990 sem ég fór alvarlega að íhuga að rannsaka líf hennar og störf. Rannsókn af þessu tagi tekur venjulega mörg ár og ég hef unnið að henni samhliða kennslu minni og öðrum rannsóknum við Háskóla ís- lands. Ýmis önnur verkefni hafa einnig skotist inn á mitt borð og megnið af einu ári fór í að undirbúa og ganga frá ráðstefnunni „Konur og lýðræði“ sem haldin var hér síð- astliðið haust að frumkvæði ríkis- stjómarinnar. Og svo er ég auð- vitað mamma með öllu tilheyrandi. Ég hef því verið á hlaupum í þess- ari rannsókn og hef sjaldnast haft samfelldan tíma til að sinna henni. Eftir kvennaráðstefnuna sló ég í borðið og sagði við sjálfa mig: „Hingað og ekki lengra. Nú verðpr þetta verkefni að hafa forgang." Ég tók mér því ársleyfi frá starfi mínu við háskólann, og ég vonast til að það dugi mér til að ljúka við verkið og að ævisaga Bjargar geti komið út fyrir jólin 2002, þótt ekki geti ég lofað því.“ Hvemig ævisaga verður þetta? Er hér um að ræða ævisögu sem líkist fremur skáldsögu eða er þetta fræðileg umfjöllun um persónuna? „Skáldsögulegar ævisögur eru mjög í móð núna. Ég er einmitt að lesa eina slíka um Ronald Reagan. Þar gerir ævisöguritarinn sjálfan sig að þátttakanda í sögunni og það meira að segja á æskuárum Reag- ans, þegar ævisöguritarinn var ekki fæddur. Allt mjög sérkennilegt og ég hef engin slík áform uppi. Sagan um Björgu verður saga þar sem ævi hennar er bæði skráð og túlkuð. Efnistökin eru mann- fræðileg og kynjafræðileg en fræð- unum er beitt til að skilja og túlka efnið án þess að þau sjáist endilega í textanum. Það reynir því töluvert á rithöfundarhliðina á fræðimenn- skunni, að skrifa áhugaverðan og læsilegan texta sem öllum er að- gengilegur," segir hún kankvís. Sveitastúlka að norðan Hver var Björg Carítas Þorláks- son? „Björg fæddist í Vesthópshólum í Húnaþingi, 30. janúar 1874. For- eldrar hennar voru hjónin Margrét Jónsdóttir húsfreyja og Þorlákur Þorláksson, bóndi og hreppstjóri. Henni voru gefin nöfnin Björg Car- ítas og framan af ævi var hún Þor- láksdóttir. Þegar hún sigldi til Kaupmannahafnar 1897 og hóf þar nám breyttist Þorláksdóttir í Þor- láksson. Þegar hún giftist nokkrum árum seinna Sigfúsi Blöndal, síðar bókaverði við Konunglega bóka- safnið i Kaupmannahöfn og orða- bókarhöfundi, bættist fjórða nafnið við. Fljótlega styttist nafnið í Björg Blöndal eða einfaldlega frú Blöndal. Á dauðadægri 1934 vildi hún heita Björg Carítas Þorláksson og það nafn hef ég kosið að nota í ævi- sögunni," segir Sigríður Dúna en hluti þeirrar frásagnar sem hér fer á eftir byggist á erindi sem hún flutti um Björgu á vegum Rann- sóknarstofu í kvennafræðum árið 1995. „Björg var næstelst fjögurra systkina. Hún átti eina systur sem var fjórum árum eldri og tvo yngri bræður. Mun yngri bróðirinn, Jón, borgarstjóri og síðar forsætisráð- herra, þekktastur þeirra systkina. Björg ólst upp í foreldrahúsum en hleypti heimdraganum 16 ára gömul þegar hún fór til náms við Kvennaskólann í Ytri-Ey á Skag- aströnd. Þar var hún við nám í þrjú ár og stóð sig svo vel að hún var að námi loknu ráðin kennari við skól- ann, tvítug að aldri. Ekki er þar með öll sagan sögð af námi Bjargar á þessum árum því eftir að Jón, bróðir hennar, fór til náms við Lærða skólann í Reykjavík notuðu þau systkinin sumrin til að lesa saman námsefni Jóns. Björg kenndi við Kvennaskólann í Ytri-Ey til ársins 1897, en það ár fór Jón bróðir hennar til náms í Kaupmannahöfn og sigldi Björg ut- an með honum. Hún innritaðist í kennaraskóla í Kaupmannahöfn enda ætlaði hún að verða kennslu- kona heima á Islandi, og lauk þaðan námi aldamótaárið. Stúdentspróf tók hún utanskóla ári seinna frá Lyceum-menntaskólanum í Kaup- mannahöfn með fyrstu einkunn og árið þar á eftir, 1902, lauk hún cand.phil. prófi í heimspeki við Kaupmannahafnarháskóla, þá 28 ára gömul. Hjónaband og orðabók í Kaupmannahöfn kynntist Björg mannsefni sínu Sigfúsi Blöndal og á afmælisdegi Bjargar, þegar hún varð 29 ára, voru þau Sigfús gefin saman. Með þeim var óvanalegt jafnræði, þau voru jafngömul og bæði háskólagengin, en Sigfús var cand. mag. í latínu, grísku og ensku frá Hafnarháskóla. Eins og Björg var Sigfús Húnvetningur, fæddur og uppalinn í Vatnsdal, ekki fjarri æskustöðvum Bjargar. Skömmu fyrir brúðkaup þeirra gerðist Sig- fús bókavörður við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn og gegndi því starfi í hartnær 40 ár. A sumardaginn fyrsta, nokkrum mánuðum eftir brúðkaupið, hófu þau Björg og Sigfús vinnu við ís- i. í í ! 1 i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.