Morgunblaðið - 15.10.2000, Page 31

Morgunblaðið - 15.10.2000, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2000 31 Kristján Ingi með tveiniur prenturum stafrænu deildarinnar (f.v.) Burkna Aðalsteinssyni og Rögnvaldi Bjarnasyni. Prentvélin kostaði um 30 millj- ónir króna og því var um tals- verða fjárfestingu að ræða. Fyrri ástæðan er að í stafrænni prentun er notaður svokallaður el- ektrónískur farvi (fljótandi litur). Liturinn er léttur og leikandi og gefur svipaða áferð og ofsett-prent- un. Ekki gefa allar stafrænar prent- vélar jafn mikil gæði enda notast þær við duftliti. Seinni ástæðan er að Indigo býður upp á allt að 230 línur í rastaupplausn miðað við hámark 190 línur í rastaupplausn í offset-prentun. Aðrar stafrænar prentvélar eru með 140 línur í rastaupplausn," segir Kristján og tekur fram að Indigo prenti á arkir eins og venjulegar ofsett-prentvél- ar. „Einnig er auðvelt að prenta á plastefni, glærur, filmur, límmiða og nánast hvaða undirlag sem er.“ Kristján verður að viðurkenna að tímabilið fyrst eftir að fyrri staf- ræna prentvélin var keypt hafi ekki verið dans á rósum þar sem um nýja tækni í landin hafi verið að ræða. „Stafræna prentvélin hafi í för með sér talsvert álag fyrir alla starfs- menn fyrirtækisins. Prentararnir sóttu námskeið í höfuðstöðvum fyr- irtækisins í Maastrict. Prentararnir stóðust álagið með miklum ágætum. Hið sama er hægt að segja um starfsmenn Hvítlistar því að fyrir- tækið tók að sér að þjónusta vélarn- ar. Fyrirtækið sýndi með því ótrú- lega framsýni enda lagt út í talsverðan fórnarkostnað," segir Kristján og tekur fram að fyrirhöfn- in sé byrjuð að skila sér. „Þegar við byrjuðum hafði verið boðið upp á stafræna prentun hér á landi í 1 til 2 ár. Nú erum við komin með ákveðið forskot og getum boðið upp á bestu stafrænu prentunina á markaðnum í dag. Aherslan verður því á staf- ræna prentun í framtíðinni eins og sést best á því að nafninu á fyrir- tækinu hefur verið breytt í Staf- ræna prentstofan Leturprent. Engu að síður verður haldið áfram að bjóða viðskiptavinum fyrirtækisins upp á offset-prentun á stærri upp- lögum í annarri deild fyrirtækisins." Ofnotað orð Kristján varar við því að orðið stafrænt sé ofnotað. „Núna er boðið upp á stafrænar kvikmyndavélar, myndavélar, hljómplötur o.fl. Með tímanum verður allt sem getur orð- ið stafrænt orðið stafrænt. Á hinn bóginn fer fyrir brjóstið á mér þeg- ar orðið er ofnotað og hægt að nefna að dæmi um að fyrirtæki auglýsi stafræna prentun þegar í raun og veru er aðeins um stafræna ljósrit- un að ræða. Almenningur verður að vara sig á því að ekki er um sömu gæði og í prentun að ræða,“ segir Kristján og minnir á að kostnaður- inn þurfl ekki að vera meiri. Hann segist bjartsýnn á framtíð fyrirtæksins. „Fyrirtækið hefur með hinni nýju tækni vaxið hörðum skrefum. Veltan hefur fimmfaldast og starfsmönnum fjölgað um 50% á einu og hálfu ári. Þróunin á sviði prenttækni á án efa eftir að verða mjög hröð næstu árin. Lítil fyrir- tæki verða hvort tveggja í senn að gæta að sér og sýna frumkvæði í harðnandi samkeppni." Nýskr. 9.1999, 2500 cc vél, 238 hö, 2 dyra, sjálfskiptur, svartur, ekinn 7 þ., steptronic, techart tunnig kit, 18“ álfelgur, leóur-sport L innrétting, spólvörn, spoiler kit, CD, ABS, Porsche Aoxler Grjóthólsi 1 Sími 575 1230/00 Vegna rafrænnar skráningar hlutabréfa í Granda hf Mánudaginn 15. janúar 2001 verða hlutabréf í Granda hf. tekin til rafræn- nar skráningar hjá Verðbréfaskráningu íslands hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar Granda hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifan- legu hlutabréf í fyrirtækinu í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar um rafræna eignarskráningu verðbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf í Granda hf. tekin til rafrænnar skrán- ingar en þau eru auðkennd sem A raðnúmer 1-58, B raðnúmer 1-7, C raðnúmer 1-232, D raðnúmer 1- 6374, E raðnúmer 1-392, F raðnúmer 1-557, G raðnúmer 1-242, H rað- númer 1 -386 og I raðnúmer 1 -936 og gefin út á nafn hluthafa. Þar til rafræna skráningin tekur gildi verða ný útgefin hlutabréf auðkennd D 6375 og í áframhaldandi númeraröð. Útgáfudags er getið á hverju bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkurn vafa leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Granda hf. að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár Granda hf., Norðurgarði, 101 Reykjavík eða í síma 550 1000. Komi í Ijós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu fyrir nefndan dag. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reiknings- stofnun, þ.e. banka, verðbréfafyritæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildar- samning við Verðbréfaskráningu ís- lands hf, fyrir skráningardag. Athygli hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu hlutabréf félagsins verða ógild sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Jafnframt er vakin athygli á að ferli rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga viðskipti með hluti sína í félaginu. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun um- sjón með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu eða skipta. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reiknings- yfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Hluthöfum félagsins verður nánar kynnt þetta bréfleiðis. STJÓRN GRANDA HF. GRANDI HF. NORÐURGARÐI, 101 REYKJAVIK

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.