Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 6

Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ f ERLENT Lögregla í smábæ í Texas handtók um fímmtimg svartra íbúa Eðlileg löggæsla eða ofsóknir? s I smábænum Tulia í Texas leggja yfírvöld mikla áherslu á barátt- una gegn fíkniefnum. Mannréttindasamtök segja lögregluna hins vegar hafa farið offari með handtökum á síð- asta ári, þar sem nær fimmtungur svartra íbúa bæjarins var sak- aður um fíkniefnasölu. Ragnhildur Sverris- dóttir segir að því fari fjarri að málinu sé lokið, mannréttindasamtök ætli að fá úr því skorið hvort meint fíkni- efnasala sé tylliástæða til að flæma svarta úr bænum. Associated Press Ibúar í Tulia Ijölmenntu í bæjarbókasafnið 9. október sl. til að þakka lögregluyfirvöldum bæjarins fyrir fram- göngu þeirra í baráttunni gegn eiturlyfjavánni. Prestur bæjarins, blökkumaðurinn Matthew Veals, sagði á sam- komunni að hann teldi handtökumar á siðasta ári ekki hafa. verið byggðar á kynþáttafordómum. LÖGREGLAN í Tulia í Tex- as lét til skarar skríða gegn meintum fíkni- efnasölum í þessum 5.000 manna bæ að morgni 23. júlí í fyrra. 43 voru handteknir, þar af voru 40 blökkumenn, eða 18% af svörtum íbúum bæjarins. Flestir hinna hand- teknu voru ákærðir fyrir sölu á litlu magni af kókaíni, að andvirði um 16 þúsund krónur hver. Hvítir kviðdóm- endur tóku hins vegar mjög hart á brotunum. 22 ára maður, sem aldrei hafði komið við sögu lögreglu fyrr, var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir sölu á 3,5 grömmum af kókaíni, en þeir sem höfðu áður gerst brotlegir fengu enn þyngri dóma. Þeir þyngstu voru 99 ára og 435 ára fang- elsi, en reyndar var það hvítur maður sem fékk þyngsta dóminn. Málið var svo umfangsmikið að sveitarstjómin neyddist til að hækka fasteignagjöld um 5%, til að standa undir kostnaði við málareksturinn. Ýmsir hafa fagnað vaskri fram- göngu lögreglunnar í Texas gegn hinum iliu fíkniefnasölum, en margt í Tulia-málinu vekur upp óhug og minningar um kynþáttahatur sem margir töldu liðna tíð. Fyrir utan þá staðreynd, að lögreglan virtist ein- blína á svarta íbúa bæjarins og að ólíklegt hljóti að teljast að svo fjölmennur hópur hafi lifað á fíkniefnasölu í þessum smábæ, þá byggðust flest málin á vitnisburði eins lögreglumanns, sem hafði safn- að saman upplýsingum og áunnið sér traust svartra íbúa bæjarins í hálft annað ár. Núna hefur hins vegar komið upp úr kafinu að lögreglumað- urinn á ekki vammlausan feril að baki og að framburður hans um meint fíkniefnakaup af sakborning- um var fjarri því að vera stöðugur. Enginn hinna handteknu hafði efni á að ráða sér lögfræðing og eftir að Ijóst var hve harkalega dómarar tóku á málum þeirra, sem fyrstir voru leiddir fyrir rétt, sáu margir sak- borninganna sitt óvænna, játuðu sakir og fengu margra ára fangelsis- vist án þess að réttað væri í málum þeirra. Var einblint á svarta? Undir lok ársins 1997 flutti fyrr- verandi lögreglumaður, Tom Cole- man, til Tulia í Swisher-sýslu. Hann fékk vinnu við málmsuðu, en árið 1998 fékk lögregluembætti sýslunn- ar aukafjárveitingu til að ráða fíkni- efnalögreglumann til leynilegra verkefna. Tom Coleman varð fyrir valinu. Því hefur verið haldið fram að lög- reglustjórinn í Swisher-sýslu hafi lagt að Coleman að einbeita sér að svörtum íbúum bæjarins, sem eru aðeins rúmlega 230 talsins. Lög- reglustjórinn hefur neitað þessu og sagt að Coleman hafí haft algjörlega frjálsar hendur í leynilegum aðgerð- um sínum. Hann viðurkennir að vísu að hafa haft á orði að svartir væru líklegri til að vera handteknir vegna fíkniefnamisferlis en hvítir vegna þess að þeir stunduðu neyslu sína frekar á götum úti eða í almennings- görðum, en hvítir neyttu fíkniefna heima hjá sér. Þetta segir lögreglu- stjórinn hins vegar að séu engir for- dómar. Því er ekki að neita að lögreglan í Tulia hefur þurft að kljást við fíkni- efnaneyslu sumra íbúanna, en hand- tökur vegna þessa voru tiltölulega fá- ar þar til Coleman kom til sögunnar og oftast voru neytendur handteknir með smáræði af efnum á sér. Miðað við frásagnir fjölmiðla hefur kóka- índuft hingað til verið nánast óþekkt í bænum, enda miklu dýrara en „krakkið“, kristallað form af kókaíni. Hvort sem kynþáttafordómar voru að verki eða ekki kom Tom Coleman sér í kynni við fjölmarga svarta íbúa bæjarins. Þegar menn- irnir 43 voru handteknir lýsti dag- blað bæjarins því yfir að lögreglan hefði unnið þjóðþrifaverk, því þetta væru allt þekktir fíkniefnasalar og óþokkar sem hefðu spillt æskulýðn- um. Síðar stóð ritað í sama blaði að fíkniefnasalar hefðu verið sem krabbamein á samfélaginu. Nú væri tími til kominn að gefa þeim stóran skammt af efnalækningum á bak við lás og slá. Tom Coleman var útnefnd- ur lögreglumaður ársins í Texas og margir vörpuðu öndinni léttar í þeirri fullvissu að tekist hefði að upp- ræta fíkniefnasölu í bænum. Eftir á að hyggja fínnst mörgum sem fara hefði mátt varlegar í yfir- lýsingamar, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt bandarísku réttarfari dæmir kviðdómur um sekt eða sak- leysi. Flestir bæjarbúar voru líklega búnir að mynda sér skoðun á málinu áður en kviðdómur var kallaður sam- an. í 11 málum dæmdi kviðdómur og í fæstum tilvikum sat nokkur svartur maður í hópi 12 kviðdómenda. Dóm- amir vom líka harkalegir. Þegar dæmt er í sambærilegum málum víða um Bandaríkin sleppa sakborn- ingar oftar en ekki með nokkurra ára skilorðsbundna dóma, en því var ekki að heilsa í Tulia. í síðasta mánuði féll nýjasti dómurinn, þar sem ungur blökkumaður var dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir að selja kókaín og and- virðið var um 12 þúsund krónur ís- lenskar. Orð gegn orði Málið vakti athygli út fyrir bæjar- mörk Tulia og nú hafa ýmis mann- réttindasamtök látið það til sín taka og krefjast endurskoðunar. Bent er á að í flestum málanna var engum vitn- um til að dreifa, heldur stóðu aðeins orð Toms Colemans gegn orðum sak- borninga. Engar hljóð- eða mynd- Agústína Jónsdóttir Gerður Kristný Kristín Ómarsdóttir Linda Vilhjálmsdóttir Gyrðir Elíasson Sölvi Sigurðarson Þorsteinn Gylfason Sigurlaugur Elíasson Björn Sigurbjörnsson Stefán Hörður Grimsson Tómas R. Einarsson Hjalti Rögnvaldsson Matthías M D Hemstock Jóel Pálsson Eyþór Gunnarsson í Listaklúbbi leikhúskjallarans 23. október klukkan 20.30 Mál og menning malogmenning.ls Laugavegi 18 * Sfmi 515 2500 • Síðumúla 7 * Sími 510 2500 bandsupptökur staðfestu orð hans og í a.m.k. einu tilviki sýndi sakborning- | ur fram á að hann hefði verið í vinn- unni þegar hann átti að hafa selt Tom ■ kókaín. Tom hafði líka stundum ruglast aðeins í ríminu við skýrslugerð sína, lýsti t.d. hávöxnum, grönnum og snöggklipptum manni sem stuttum, þreknum og sköllóttum. í sumum til- vikum ritaði hann skammstafanir á nöfnum manna sem hann sagðist hafa keypt kókaín af og mundi svo ekki full nöfn þeirra eða fór rangt með þau. Þeir sem þekkja til fíkniefna- f notkunar í bænum segja að neytend- ur kaupi fíkniefni sín í stærri borgum og bæjum í nágrenninu. Ásakanir um kókaínsölu séu fáránlegar, enda sé það fíkniefni fólks með rífleg fjárráð, ekki fátækra verkamanna í Tulia. Og ef þama voru stórtækir sölumenn á ferð hvers vegna lagði lögreglan þá ekki hald á fíkniefni, peninga, tæki til neyslu fíkniefna eða jafnvel vopn við húsleit eftir handtökumar? Þetta var ekki eina ástæða þess að Coleman þótti ótrúverðugur. í ljós kom að hann hafði hrökklast úr fyrra starfi sínu í Cochran-sýslu. Þar var hann sakaður um að hafa stolið bens- íni frá vinnuveitanda sínum og hann skildi eftir sig rúmlega hálfrar millj- óna króna skuldaslóð í verslunum. Eftir að yfirmenn hans í Swisher- sýslu fréttu af fyrri afrekum hans og að hans væri leitað tók lögreglustjór- inn sig til, tók fíngraför hans og lét hann svo lausan gegn tryggingu. Coleman hélt þó áfram að vinna að rannsókn fíkniefnasölu í Tulia. Nokkmm vikum síðar greiddi Cole- man skuldir sínar og borgaði fyrir bensínið, en neitaði því þó ávallt að hafa tekið það ófrjálsri hendi. Málið var þar með látið niður falla. Svartir íbúar Tulia hafa flestir haldið því fram frá upphafi að Cole- man hafi spunnið upp öll ákæraatrið- in. Lögmenn og fjölmiðlar hafa graf- ið upp fjölda manns sem taka undir að Coleman sé ekki treystandi. í þeim hópi era m.a. bankastjóri sem átti samskipti við Coleman á áram áður og lögreglustjórinn í Cochran- sýslu. Sá síðarnefndi hafði látið þau orð falla árið 1996 að Coleman ætti ekkert erindi í löggæslu ef hann kæmi almennt fram við fólk eins og hann hefði komið fram við íbúa Cochran-sýslu. Mannréttindasamtök höfða mál I byrjun þessa mánaðar höfðuðu Bandarísku borgararéttindasamtök- in (American Civil Liberties Union) mál gegn saksóknaranum í Tulia, lögreglustj óranum, sveitarstj órninni og Tom Coleman, þar sem því er haldið fram að ætluð herferð yfir- valda gegn eiturlyfjasölum hafi verið yfirvarp og raunveralegur tilgangur hafi verið að flæma svarta íbúa bæj- arins á brott. Samtökin hafa tekið einn sakborninganna upp á arma sína, en sá sat í 7 mánuði í fangelsi eða þar til Coleman bar vitni á þá leið að hann væri ekki lengur viss um að hann hefði keypt kókaín af mannin- um. Um miðjan október kærðu sam- tökin málið einnig til dómsmálaráðu- neytisins og kröfðust þess að ráðu- neytið afturkallaði fjárveitingu til leynilegra aðgerða lögregluembætt- isins í Tulia. í Tulia styðja hvítir bæjarbúar við bakið á lögreglunni. Þeir benda á að bæjarbúar hafi ávallt barist af hörku gegn fíkniefnum, til dæmis með því að skylda alla nemendur í skólum bæjarins til að gangast undir lyfja- próf. Reyndar er sú regla nú til skoð- unar hjá dómstólum, því ekki vilja allir foreldrar sæta því að skólayfir- völd geri slík próf á bömum þeirra. í síðustu viku hópuðust um 200 bæjarbúar saman í miðbæ Tulia til að sýna lögreglunni þakklæti sitt í verki. Þeir sögðu frammistöðu henn- ar til mikillar fyrirmyndar og nú væri búið að útrýma fíkniefnunum. Þeir sem telja hins vegar að lög- reglan hafi farið offari, annaðhvort vegna þess að eltingarleikurinn við fíkniefnasalana sé orðinn að noma- veiðum eða vegna þess að yfirvöld vildu losna við óæskilegan kynþátt, bíða framvindu málarekstrar mann- réttindasamtakanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.