Morgunblaðið - 22.10.2000, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær eiginmaöur minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
ÚLFAR HARALDSSON,
Álfaskeíði 92,
Hafnarfirði,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi sunnu-
daginn 15. október, verður jarðsunginn frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn
25. október kl. 13.30.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfé-
lagsins.
Ragnheiður Kristinsdóttir,
Ásta Úlfarsdóttir, Kristinn Þ. Sigurðsson,
Þórunn Úlfarsdóttir, Haraldur Þór Ólason,
Ásgeir Úlfarsson, ína Skúladóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Útför ástkærrar móður okkar,
ÁSTU KRISTINSDÓTTUR WATHEN,
Ránargötu 21,
Reykjavík
sem lést á krabbameinsdeild Guy's sjúkra-
hússins í London, fer fram frá Dómkirkjunni
í Reykjavík föstudaginn 27. október kl. 13.30.
Sunna Ronaldsdóttir Wathen,
Sean Ronaldsson Wathen.
+
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
SESSELJA DAVÍÐSDÓTTIR,
Álfalandi 5,
sem lést mánudaginn 16. október, verður
jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn
23. október kl. 10.30.
Inga Karlsdóttir, Gunnar Jónasson,
Jónas Þór Gunnarsson, Sesselja Dagbjört Gunnarsdóttir.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
SIGURÐAR EINARSSONAR,
Greniteig 9,
Keflavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilþrigðisstofnunar
Suðumesja.
Sigrún Guðjónsdóttir,
Guðjón Sigurðsson, Steinunn Njálsdóttir,
Bjarni Ásgrímur Sigurðsson, Hansborg Þorkelsdóttir,
Sigurður Sigurðsson, Árný Þorsteinsdóttir,
Sveinbjörg Sigurðardóttir, Guðsveinn Ólafur Gestsson
og barnabörn.
Sambýlismaðurinn minn, bróðir okkar, mágur
og vinur,
ÁSGEIR PÁLL ÚLFARSSON
frá Seyðisfirði,
Amtmannsstíg 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn
23. október kl. 15.00.
Ellen H. Sighvatsson,
Ágústa Guðrún Sigfúsdóttir,
Valdís Vífilsdóttir,
Brynja X. Vífilsdóttir,
Guðrún Eva Úlfarsdóttir,
Karl Úlfarsson,
Ágústa Edwald, Jón O. Edwald,
Steindór Úlfarsson, Sigríður Jónsdóttir,
Margrét Úlfarsdóttir, Guðbjartur I. Gunnarsson,
Emelía Dóra Petersen, Vagner Petersen.
+ Sesselja Davíðs-
dóttir fæddist á
Svarfhóli í Hraun-
hreppi 22. ágúst
1928. Hún lést á gjör-
gæsludeUd Land-
spítalans við Hring-
braut 16. október
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru þau
Davíð Sigurðsson
bóndi, f. 6. maí 1899,
d. 22. júní 1998, og
kona hans Inga Ei-
ríksdóttir húsfreyja,
f. 10. júní 1904, d. 6.
janúar 1996. Systkini
Sesselju: Erla H. Valdimarsdóttir,
f. 12. apríl 1923, Eiríkur Kúld Dav-
íðsson, f. 14. október 1930, og upp-
Elsku Sella mín, hún var erfið
stundin með þér á Landspítalanum
mánudaginn 16. október þegar þú
kvaddir þennan heim eftir stutta
legu en erfiða. Sorgin sem heltók
okkur, fjölskyldu þína, var mikil
og sennilega eigingjörn. Við vorum
öll að vona að þér tækist enn á ný
að sigra æðri máttarvöld eins og
þér hafði svo oft tekist áður en nú
var varaorkan búin. Eigingjörn
segi ég vegna þess að þú varst
okkur svo mikil stoð og stytta í
öllu okkar lífi. Þú varst ekki aðeins
tengdamóðir mín heldur einnig
mikill og góður vinur í blíðu og
stríðu. Þú studdir okkur til góðra
verka og leiddir okkur á þinn hátt
til að hugsa hátt og finna leiðina
að betri tilveru. Þú vildir að börnin
okkar Ingu menntuðust og vissir
að þar væri framtíðin. Þú gladdist
mjög yfir dugnaði Ingu í námi og
að hennar hugur stefnir hærra í þá
veru. Þú hafðir óbilandi trú á
stöðu fjölskyldunnar því þú hafðir
sjálf komið úr geysisterkum for-
eldragarði þeirra Ingu og Davíðs
og veit ég með vissu að þú og
mamma þín voruð með betri vin-
konum sem þekkjast nú til dags og
daglegt samband þitt við þau
sæmdarhjón alla tíð var ykkur öll-
um mikils virði.
Við urðum þeirrar gæfu aðnjót-
andi að þú fluttir til okkar í Álfa-
landið fyrir tíu árum og smátt og
smátt hefur samfélag okkar verið
að mótast og dafna. Ekki síst fyrir
þína áeggjan og þótt þú værir
sennilega mun oftar lasin en við
áttuðum okkur á varst þú alltaf
nærri og tilbúin að hjálpa okkur í
öllum okkar veraldlegu málum. Ef
ég birtist í mýfiugumynd á heimil-
inu um miðbik dags var mér boðið
upp á kaffi og meðlæti með miklu
hraði því þú þekktir mitt háttalag,
alltaf á hraðferð. Eða þegar vinir
mínir í getraunaklúbbnum komu í
heimsókn sást þú til þess að hlutir
eins og kaffi og meðlæti væri þeg-
ar á borðum þannig að það var
hægt að snúa sér að getraununum
óskiptum. Að vísu höfðu félagar
mínir ávallt miklar áhyggjur af því
hvort þú tippaðir eða ekki því ein-
hvern veginn varst þú alltaf með
fleiri tölur réttar á seðlinum en
við, þú hlýtur að hafa fengið þessa
vitneskju með óskiljanlegum
hætti, því ekki sagðist þú fylgjast
með stöðunni í ensku knattspyrn-
unni. Ég veit að félagar mínir eiga
eftir að sakna þín sárt.
Kynni mín við þig Sella mín hóf-
ust fljótlega eftir að ég og Inga
dóttir þín fórum að draga okkur
saman fyrir u.þ.b. 25 árum, en þá
bjóst þú í Bogahlíðinni. Þú tókst
mér strax mjög vel og má segja að
okkar samband hafi strax orðið
mjög gott, því fljótlega tókst mér
að gera þig að góðum viðskiptavini
við fyrirtæki föður míns og síðar
við okkur þegar við Inga stofnuð-
um okkar eigin verslun í Stórholt-
inu. I þá götu fluttir þú reyndar
árið 1980 til að vera í nágrenni við
foreldra þína í Meðalholtinu. Sam-
félagið í Holtunum var eins og lítið
sjávarþorp úti á landi þar sem
kunningsskapur við nágranna
verslunarinnar var miðpunkturinn
og þú lést þig aldrei vanta ef ein-
eldisbróðir Finnbogi
Jónsson, f. 8. septem-
ber 1940.
Dóttir Sesselju og
Karls Þórðarsonar
er Inga Karlsdóttir,
f. 21. ágúst 1954, gift
Gunnari Jónassyni, f.
23. júlí 1953. Börn
þeirra eru Jónas Þór,
f. 28. ágúst 1978, og
Sesselja Dagbjört, f.
29. sept. 1981.
Sesselja starfaði
lengst af í Verslun O.
EUingsen.
Útför Sesselju fer
fram í Bústaðakirkju mánudaginn
23. október og hefst athöfnin
klukkan 10.30.
hverjar uppákomur voru í verslun
okkar.
Eftir að Jónas Þór kom í heim-
inn 1978 og síðan Sesselja Dag-
björt 1981 varst þú nú aldeilis
betri en enginn, bæði ef þurfti að
passa þau sem lítil eða þegar
þeirra afmælisdagar voru. Tala ég
nú ekki um jólin sem þú gerðir að
þvílíkri pakkahátíð hjá þeim, því
alltaf gátu þau reitt sig á að eitt-
hvað skemmtilegt og nytsamlegt
kæmi úr þeim og alltaf voru pakk-
arnir fleiri en einn á mann. Þér
þótti skemmtilegra að þau fengju
fleiri eins og þú sagðir. Þau hafa
sem betur fer fengið að njóta þín
betur sem ömmu en flest börn
hafa fengið, ekki síst þegar við
fluttum til þín í eitt ár þegar við
vorum að byggja í Álfalandinu og
eins eftir að þú fluttir til okkar ár-
ið 1990. Nálægð þín skapaði festu
og öryggi í öllu okkar lífi.
Mig langar aðeins að minnast á
trygglyndi þitt, bæði við þinn
vinnustað til tæplega 40 ára,
Verslun O. Ellingsen, og þá miklu
ræktarsemi sem þú sýndir þinni
vinnu. Ég man að oft eftir að þú
fluttir í Álfalandið keyrði ég þig á
morgnana og það var ekki að ræða
það að vera ekki á réttum tíma í
vinnuna, því stundvísi var þér mik-
ið hjartans mál. Einnig langar mig
aðeins að minnast góðs sambands
milli þín og foreldra minna og þá
sérstaklega við móður mína, Sig-
ríði Þórarinsdóttur. Til merkis um
það kannaðir þú sérstaklega hjá
lækninum í sumar hvort ekki væri
í lagi, aðeins tveimur dögum eftir
hjartaaðgerð, að þú kæmir með
okkur á ættarmótið hennar í ísa-
fjarðardjúpi. Þú stóðst þig eins og
hetja og ég held að þú hafir ekki
viljað missa af þessari ferð sem
reyndar tókst einkar vel. Ég man
að þegar við snerum frá æskuslóð-
um móður minnar í Þernuvik
varstu búin að semja vísur um
ferðalagið og það er ljóst að skáld-
gáfuna hafðir þú í þér og ég veit
að þú hefur samið þó nokkur ljóð í
gegnum tíðina.
Mig langar að senda þér kærar
kveðjur frá móður minni fyrir ein-
staklega góð kynni og trausta vin-
áttu alla tíð, en með henni mynd-
aðir þú spilaklúbb ásamt Veigu
systur mömmu og Stennu vinkonu
þeirra úr Djúpinu. Auk þess sem
þið voruð virkar í starfi Kvenfé-
lags Bústaðakirkju voruð þið sam-
an í félagslífi aldraðra í kirkjunni
og áttuð þar ánægjulegar stundir.
í þessari litlu upprifjun á okkar
kynnum langar mig einnig að
minnast þess hversu hrifin þú
varst af æskuslóðum þínum á Mýr-
um og hvað þér fannst allt fagurt
bæði í Borgarfirði og í Borgarnesi
sem þú sagðir vera fallegasta
byggðarlag í heimi. Ég var því
mjög ánægður í huga mér þegar
þú dreifst þig þótt lasin værir til
að vera við aldarafmæli kirkjunnar
á Ökrum í sumar og veit að þessi
ferð var þér mjög mikils virði.
í okkar spjalli, í gegnum tíðina,
Sella mín, talaðir þú oft um hugs-
anlegan flutning árið 2000 því ein-
hvern veginn höfðu hlutirnir
þróast þannig hjá þér í þessu ver-
aldlega lífi að þú fluttir ætíð með
10 ára millibili. Nú þegar kveðju-
stund er runnin upp skynjar mað-
ur það að þessi flutningur er orð-
inn að veruleika. Hafin er ferðin
mikla til fyrirheitna landsins sem
vonandi býður eingöngu upp á
birtu og yl og nærveru við þá sem
þér voru svo kærir, svo sem for-
eldra þína elskulega, aðra vini og
ættingja. Ég vil þakka þér sam-
fylgdina alla frá fyrsta degi til hins
síðasta. Þú komst alltaf til dyr-
anna eins og þú varst klædd og
hræsni var ekki til í þínum orða-
bókum. Ég vil þakka þér stuðning-
inn við fjölskyldu mína og þá alveg
sérstaklega umhyggju þína fyrir
börnum okkar og óskir þínar um
gott gengi þeim og okkur til
handa. Megi guð vaka yfir sálu
þinni alla tíð.
Minningin um elskulegan vin lif-
ir.
Gunnar Jónasson.
Elsku amma Sella!
Þau ár sem við áttum saman eru
nokkuð mörg en sá tími samt svo
stuttur og nú ert þú farin á betri
slóðir. Þegar við komum á þá staði
þar sem samvera okkar var mest,
búumst við enn við að sjá þig með
bros á vör. Við hugsum oft um þig
og brosum því margar góðar minn-
ingar eigum við jú saman. Þú varst
okkur miklu meira en við gerðum
okkur grein fyrir. Þú varst okkur
systkinunum jafnt ráðgjafi sem
góður vinur, ávallt tilbúin að
hlusta á okkur og koma með góð
ráð ef þurfti og einnig ætíð tilbúin
að segja okkur sögur úr sveitinni
eða af ættartengslum við hina og
þessa. Ættfræði var í miklu uppá-
haldi hjá þér og þú hafðir hæfi-
leika til þess að segja þannig frá
að við höfðum virkilega gaman af
að fræðast um ættir okkar. Alltaf
stóðstu með okkur á hverju sem
gekk. Til dæmis þegar við buðum
vinum okkar heim og hávaðinn var
dálítið mikill varstu fyrst daginn
eftir til þess að hrósa okkur öllum,
við foreldra okkar, fyrir hversu
prúð og stillt við hefðum verið. Þó
vitum við alveg að þú hlýtur að
hafa lítið sofið.
Elsku amma okkar, við kveðjum
þig með söknuði og hlýju. Við vilj-
um þakka fyrir allar yndislegu
samverustundirnar sem við áttum
saman og allt sem þú kenndir okk-
ur. Minningin um þig mun ætíð
eiga sérstakan stað í hjarta okkar.
Megi guð vaka yfir þér.
Þín barnabörn,
Sesselja og Jónas.
Elsku Sella!
Alltaf kemur andlátsfrétt mér á
óvart þó ég hafi fylgst með líðan
þinni undanfarna mánuði og ár.
Það er sama, ég fékk sjokk þegar
Inga dóttir þín hringdi í mig. Ég
er ekki ennþá búin að ná því að þú
sért farin. Nú ert þú komin til for-
eldra þinna og ættingja sem taka
þér opnum örmum. Eg á eftir að
sakna þín mikið, ekki í dag heldur
alla daga sem ég á eftir. Þú varst
svo sérstök persóna, hafðir stórt
hjarta, skapstór eins og ættin en
afskaplega trygglynd og trú á
hverju sem gekk. Ég á í raun og
veru engin orð til að lýsa þér hvað
þú varst dásamleg. Ég ætla sér-
staklega að þakka þér árin í sveit-
inni okkar, Miklaholti. Það var 14
ára aldursmunur á milli okkar, þú
leist alltaf á mig sem litlu systur
og ég á þig sem stóru systur.
Elsku Sella, ég gleymi aldrei
hvíta fallega kjólnum með mynd-
unum á pilsinu sem þú gafst mér
eða þegar þú varst að dúlla við
hárið á mér og setja rúllupinna í
mig, sem ég vildi helst hafa í 2-3
daga. Eða þegar þú varst að vinna
í bakaríinu í Borgarnesi og komst
heim um næstum hverja helgi með
fangið fullt af brauðum og góðgæti
handa öllum og sagðir: „Komið þið
sæl, elskurnar mínar, hvernig haf-
ið þið það?“
Ég kveð hér stórkostlegan per-
sónuleika sem ég elskaði sem
frænku, stóru systur og góðan
sannan vin. Vertu sæl að sinni,
elsku frænka.
Helga Ósk Kúld.
SESSELJA
DA VÍÐSDÓTTIR