Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.10.2000, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 22. OKTÓBER 2000 n------------------------- MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand Smáfólk Ef ég réði heiminum, myndi ég Það yrði ekki auðvelt.. Ég myndi byrja á þér! breyta öllu! Hvar myndirðu byrja? BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Pétur og sukkararnir Frá Guðvarði Jónssyni: PÉTUR Blöndal hefur nú sagt upp- hátt það sem flestir embættismenn hafa hugsað í gegnum tíðina, en fæstir þorað að segja svo hátt að heyrðist. Vissulega er til óreiðufólk í öllum stéttum þjóðfélagsins, en að alhæfa þetta lífsmunstur með þess- um hætti og bendla það sérstaklega við ellilífeyrisþega og kalla þá dóp- ista, fyllibyttur og fjármálaóreiðu- fólk, er afar ósmekklegt af alþingis- manni. Þó svo að þetta hafi hljómað svona í huga embættismanna í gegnum tíðina. Ef við lítum aðeins á þá upphæð sem lágtekju ellilífeyrisþegar eru að bruðla með, mun það vera um fimm- tíu til sextíu þús. á mánuði. Margir þeirra verst settu leigja og leigan allt upp í fjörutíu til fimmtíu þús. á mánuði. Aðrir eru enn að greiða nið- ur íbúðir sínar og afborganir sífellt að hækka. Fasteignaskattur hækk- aði verulega á árinu, vegna hug- dettuverðgildis og ríkisstjómin sá sérstaka ástæðu til að lækka vaxta- bætur, vegna þessa nýja verðgildis fasteigna. Það fólk sem Pétur er að ata óhróðri í ummælum sínum, er það fólk sem hefur alla sína starfsævi unnið á lægstu laununum, við erfið skilyrði og aðeins fengið hluta af heildartekjum, metnar til lífeyris- sjóðs og eru því háðir tekjutrygg- ingu frá Tryggingastofnun. Rétt er þó að minna á að Almannatrygg- ingakerfið er stofnað sem lífeyris- kerfi fyrir aldraða og inn á þennan lífeyri hefur fólk greitt. Þess vegna er ríkið ekki að gefa neitt þegar það greiðir ellilífeyri, heldur aðeins að skila því sem hefur verið greitt inn á lífeyrinn. Þegar núverandi ellilífeyrisþegar voru ungir var vinnudagur verka- fólks langur, dagvinna 10 tímar á dag, sex daga vikunnar og lengst af fastur vinnutimi til tíu á kvöldin og oft lengri. Sumarfrí ekkert, eða bara fáeinir dagar án greiðslu og engir slysa- eða veikindadagar. Upp úr þessu réttindaleysi vann verkafólk sig, oft með löngum verkföllum og hefur nú skilað ríku, tæknivæddu velferðarþjóðfélagi til núverandi valdhafa. Sem hefði átt að geta skil- að góðri afkomu til allra í okkar litla þjóðfélagi, án þess þó að neinn væri vanmetinn í gildismati. Því miður hafa alþingismenn okkar ekki þá stjórnsýsluhæfileika sem til þarf, heldur hafa þeir fært of stóran hlut þjóðar tekna til fárra útvaldra, svo sultur blasir við þeim lægst settu. Pétur sagði oft í viðtalinu, maður hlýtur að mega segja sannleikann. Ég segi það sama, maður hlýtur að mega segja sannleikann. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5,111 Reykjavík. Heilsubót! Frá Katrínu Þ. Guðlaugsdóttur og Gísla Arnkelssyni: VIÐ hjónin áttum þess kost á liðnu sumri að dvelja fáeinar vikur á Heilsuhæli Náttúrulækningafélags íslands í Hveragerði og njóta þeirr- ar frábæru þjónustu og aðstöðu sem þar er búin dvalargestum. Það var góð hressing að „vinda ofan af sér“ streitu og fá alhliða úrlausn á því sem líkamann hrjáði. Dvölin hófst með greinargóðu við- tali hjá lækninum okkar, Ólafi Mixa, og síðan var gengið til dagskrár sem sjúkraþjálfarar, hjúkrunarfræðing- ar og annað fagfólk setti upp með okkur. Viðmót starfsmanna var glaðlegt og uppörvandi og þá var að- eins eftir að nýta sér allt sem stóð til boða. Maður varð eins og barn á ný, fylgdist með stundaskránni og þeystist um ganga í sund, leikfimi, sjúkranudd og hvers kyns atlæti, að ógleymdum gönguferðum með tind- ilfættum leiðsögumönnum eða á eig- in vegum. Umhverfið er fallegt og gönguleiðir til allra átta en síðdegis var frábært að komast í slökun eða heilsubað. Tækjasalurinn stóð ávallt opinn og þar gekk hver að sínu fasta prógrammi eftir því sem fyrir var lagt og nær daglega var boðið upp á fyrirlestra og fræðslu um gagnlegt efni sem tengdist lífsstíl og heilsu. Sótti þá hver sitt enda tilefni og til- gangur æði misjafn með komunni á staðinn. Matseðill dagsins endur- speglaði fjöllbreytta hollusturétti og fyrir matmenn var stillt upp viðmið- unardiski sem einn gaf glaður gaum en annar leit hornauga. Sömu mis- jöfnu þörfum tengdust skemmtileg nöfn eins og Sultartangi, sem var athvarf svangra, og Reykhúsið, ætl- að kyndurum. Staðurinn er byggður upp út frá kjarna, með ótal löngum herbergis- álmum. Báru nafngiftir þeirra fyrr- nefndri hugmyndaauðgi vitni, svo sem Gullströndin og Demantströnd- in. Þannig séð vorum við hjónin, sem gistum hina síðarnefndu, rétt eins og sólarlandafarar „alltaf á ströndinni“ enda veðrið einstakt þessar vikur! I dagsins önn mátti jafnan sjá framkvæmdastjórann, Árna Gunn- arsson, á ferð milli manna og gaf það góða ímynd um vel rekna stofn- un. Eins áttum við greiðan aðgang að læknum og sérþjálfurum meðan á dvöl stóð og við brottför var „tékk- að“ hvert gagn hefði hlotist af. En um fram allt höfðum við ótrúlega gaman af þátttökunni og svo auð- vitað árangrinum. Þetta var hreint stórkostlegt. Það er enginn svikinn sem reynir ágæti þessa staðar. Hafið kæra þökk, öll þið sem hlut áttuð að máli! KATRÍN Þ. GUÐLAUGSDÓTTIR, GÍSLIARNKELSSON, Meistaravöllum 15, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.