Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 15

Morgunblaðið - 24.10.2000, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 15 FRÉTTIR Sex flugfélög með tilboð í útboði á ríkisstyrktu sjúkra- og áætlunarflugi íslandsflug gerði tilboð í alit flugið Nokkur tilboðanna í flugþjónustu við landsbyggðina Norðursvæði Tilboðsflokkur B: Áætlunarflug Grunnbætur Sjúkraflug Grunnbætur Staðal- sjúkraflug Flugfélag (slands kr. 41.253.195 46.760.000 108.000 íslandsflug 42.000.000 22.000.000 180.000 Vestfjarðasvæði, Suðursvæði og Vestmannaeyjar Tilboðsflokkur 1: Áætlunarflug Grunnbætur Sjúkraflug Grunnbætur Staðal- sjúkraflug Flugfélagið Jórvík kr. 2.957.132 8.140.000 124.700 íslandsflug 3.000.000 35.000.000 180.000 Vestmannaeyjasvæðið Tilboðsflokkur C: Sjúkraflug Grunnbætur Staðal- sjúkraflug Flugfélagið Jórvík kr. 4.140.000 124.700 Flugfélag Vestmannaeyja 11.000.000 80.000 SEX flugfélög lögðu inn tilboð í út- boði Ríkiskaupa á rekstri sjúkra- og áætlunarflugs á íslandi en tilboð voru opnuð í gær. Eftir á að fai-a yfir tilboðin sem bárust og taka afstöðu til þeirra en flugfélögin sem um ræð- ir eru Leiguflug ísleifs Ottesen, Is- landsflug, Flugfélag íslands, Flug- félag Vestmannaeyja, Mýflug og Flugfélagið Jórvík. Hægt var að bjóða í eitt eða fleiri svæði og bauð íslandsflug eitt félaga í þann tilboðs- valmöguleika sem tekur til allra svæða. Tilboðsvalmöguleikar voru alls tólf og fólu í sér flug á fjórum svæð- um; norðursvæði, suðursvæði, Vest- fjarðasvæði og Vestmannaeyja- svæði. Hvað varðar flug á norðursvæði og Vestfjarðasvæði var ávallt um bæði áætlunar- og sjúkra- flug að ræða en engin áætlunarleið fylgn- hins vegar Vestmannaeyja- eða suðursvæði. Auk valmöguleikanna tólf gafst síðan tækifæri til að bjóða í þrjár áætlunarleiðir sérstaklega. Tilboðsgjafarnir sex buðu í ólíka tilboðsvalmöguleika og beinn sam- anburður er því ekki alltaf auðveld- ur. Þess skal jafnframt getið að við mat á tilboðunum eru tilboðsverð einungis einn þeirra þátta sem skipta máli. Þau skipta þó mestu máli, gilda 45% af endanlegri niður- stöðu. Aðiir þættir sem spila hér inn í eru gæði boðinnar þjónustu (30%), fjárhagsleg og tæknileg geta bjóð- enda (15%) og reynsla af sambæri- legum verkefnum (10%). Leiguflug ísleifs Ottesen Leiguflug Isleifs Ottesen lagði fram tilboð í þremur af þeim tilboðs- valmöguleikum sem í boði voru. Flugfélagið bauð í fyrsta lagi í sjúkraflug á suðursvæði (tilboðsval- möguleiki A) og vill 2.190.000 kr. grunngjald frá ríkinu fyrii- sjúkra- flug og 119.000 kr. gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. LÍO býður einnig í Vestfjarða- svæði en þar er bæði um áætlunar- flug og sjúkraflug að ræða (D). Til- boð þess hljóðar upp á 2.543.793 kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 4.190.000 kr. í grunngjald fyrir sjúkraflug og 119.000 kr. gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. Loks býður LÍO í áætlunar- og sjúkraflug til suðursvæðis og Vest- fjarðasvæðis sem saman var einn til- boðsvalmöguleiki (H). Þar býður fyrirtækið 2.543.793 kr. í grunnbæt- ur fyrir áætlunarflug og 5.900.000 grunngjald fyrir sjúkraflug. Tilboð vegna gjalds fyrir hvert staðal- sjúkraflug hljóðar sem fyrr upp á 119.000 kr. íslandsflug íslandsflug lagði fram sex tilboð. Flugfélagið býðst í fyrsta lagi til að halda uppi áætlunarflugi á norður- svæði einu og sér gegn 42 milljóna greiðslu í grunnbætur (B). Fyrir- tækið vill 22 milljóna greiðslu í grunngjald fyrii- sjúkraflug og 180 þúsund krónur fyrir hvert staðal- sjúkraflug. Tilboð Islandsflugs í pakkann suð- ursvæði, Vestfjarðasvæði og Vest- mannaeyjasvæði (I) hljóðaði upp á 3 milljónir kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 35 milljónir í grunn- gjald íyrir sjúkraflug og 180 þúsund kr. í gjald fyrir hvert staðal- sjúkraflug. í pakkann suðursvæði, Vest- fjarðasvæði og norðursvæði (J) býð- ur íslandsflug 45 milljónir króna í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 29 milljónir kr. í grunngjald fyrir sjúkraflug og 180 þúsund kr. gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. Islandsflug bauð eitt flugfélaga í þann tilboðsvalmöguleika sem tekur til allra flugsvæðanna fjögurra (K). Þetta tilboð hljóðar upp á 42 milljóna króna grunnbætur fyrir áætlunar- flug, 43 milljóna króna grunngjald fyrir sjúkraflug og 180 þúsund króna gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. Yrði þessu tilboði tekið þýddi það vitaskuld að öll önnur tilboð í einn eða fleiri tilboðskosti féllu um sjálft sig- Ennfremur býður Islandsflug í valmöguleika L, þ.e flug á Vest- fjarðasvæði og norðursvæði. Tilboð- ið hljóðar upp á 45 milljónir króna grunnbætur fyrir áætlunarflug, 22 milljóna króna grunngjald fyrir sjúkraflug og 180 þúsund króna gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. Loks má nefna að Islandsflug bauð sérstaklega í áætlunarflug milli Siglufjarðar og Akureyrar/Sauðár- króks og hljóðar tilboðið upp á átta milljónir króna. Flugfélag Islands Flugfélag íslands lagði fram fjög- ur tilboð í útboðinu. í valmöguleika B, þ.e. norðursvæði eitt og sér, bauð flugfélagið 41.253.195 kr. í grunn- bætur fyrir áætlunarflug, 46.760.000 kr. í grunngjald fyrir sjúkraflug og 108 þúsund kr. gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. Þessu tilboði fylgir sá valkostur að það taki einnig að sér áætlunarflug milli Isafjarðar og Ak- ureyrar gegn viðbótarbótum. Flugfélag íslands lagði einnig fram tilboð í flug á suðursvæði og norðursvæði (F) og raunar voru til- boðin tvö. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á 41.253.195 kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 65.942.000 kr. í grunngjald fyrir sjúkraflug og 108 þúsund kr. gjald fyrir hvert staðal- sjúkraflug. Miðast þetta tilboð flug- félagsins við að það taki jafnframt að sér áætlunarflug milli Isafjarðar og Akureyrar gegn tilteknum viðbótar- grunnbótum. Taki Flugfélag íslands hins vegar jafnframt að sér áætlunarflug milli Siglufjarðar og Akureyrar/Sauðár- króks fyrir 10.485.450 kr. telur það sig ekki þurfa nema 39.753.195 kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug í val- möguleika F (suðursvæði og norð- ursvæði), 65.942.000 grunngjald fyr- ir sjúkraflug og 108 þúsund kr. gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. í fjórða lagi leggur Flugfélag ís- lands fram tilboð í flug á norður- svæði einu og sér (B). Býðst flugfé- lagið til að taka að sér áætlunarflug gegn grunnbótum er hljóða upp á 39.753.195 kr„ 46.760.000 kr. í grunngjald fyrir sjúkraflug og 108 þúsund króna gjald fyrir staðal- sjúkraflug. Þetta tilboð felur hins vegar aukreitis í sér val um að Flug- félag íslands tæki að sér áætlunar- flug milli ísafjarðar og Akureyrar annars vegar og Siglufjarðar og Ak- ureyrar/Sauðárkróks hins vegar fyr- ir tilteknar viðbótargrunnbætur. Flugfélag Vestmannaeyja Flugfélag Vestmannaeyja lagði fram tilboð í tilboðsvalmöguleika C, þ.e. sjúkraflug á Vestmannaeyja- svæðinu. Býðst flugfélagið til að sinna sjúkraflugi fyrir 11.000.000 kr. grunngjald og 80 þúsund króna greiðslu fyrir hvert staðalsjúkraflug. Mýflug Mýflug hf. lagði fram þrjú tilboð og eru þau öll í flug á Vestfjarða- svæðinu (valmöguleiki D) en með ólíkri útfærslu. í fyrsta lagi var um að ræða flug með áætlunarflug milli Isafjarðar og Akureyrar aukalega. Flugfélagið býðst til að sinna áætl- unarflugi á svæðinu gegn tíu millj- óna kr. greiðslu á ári í grunnbætur, 9 milljóna kr. grunngjaldi fyrir sjúkraflug og 117.400 gjaldi fyrir hvert staðalsjúkraflug. Býðst flugfé- lagið til að sinna áætlunarleiðinni Isafjörður-Akureyri sérstaklega fyrir 19.852.739 kr. viðbótargrunn- bætur. Sé áætlunarfluginu milli ísafjarð- ar og Akureyrar sleppt er Mýflug tilbúið til að sinna áætlunarflugi á Vestfjarðasvæðinu (D) fyrir 9.913.016 kr. í grunnbætur, 9 millj- óna kr. grunngjald fyrir sjúkraflug og 117.400 kr. gjaldi fyrir hvert staðalsjúkraflug. í þriðja lagi býðst Mýflug til að sinna þessu sama svæði fyrir sömu upphæð og í fyrsta tilboði en nú með 36.412.739 viðbótargrunnbótum fyr- ir áætlunarflug milli ísafjarðar og Akureyrar. Flugfélagið Jórvík Flugfélagið Jórvík hf. er sjötti og síðasti tilboðsgjafinn. Lagði það fram sex tilboð í útboði Ríkiskaupa. í tilboðsvalmöguleika A, suður- svæði, bauð flugfélagið að það tæki að sér sjúkraflug fyrir 4.140.000 kr. grunngjald og 124.700 í gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. í sjúkraflug á Vestmannaeyja- svæði (valmöguleiki C) býður flugfé- lagið 4.140.000 kr. í grunngjald og 124.700 kr. í gjald fyrir hvert staða- lsjúkraflug. Fyrir áætlunarflug á Vestfjarðasvæði (D) vill fyrirtækið 2.959.132 kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 4.140.000 kr. í grunn- gjald fyrir sjúkraflug og 124.700 gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. í fjórða lagi býðst Flugfélagið Jórvík til að sinna suðursvæði og Vestmannaeyjasvæði saman (val- möguleiki E) gegn 6.140.000 kr. grunngjaldi fyrir sjúkraflug og 124.700 kr. gjaldi fyrir hvert staðal- sjúkraflug. I fimmta lagi býðst það til að sinna suðursvæði og Vest- fjarðasvæði (valmöguleiki H) gegn greiðslu upp á 2.959.132 kr. í grunn- bætur fyrir áætlunarflug, 6.480.000 kr. grunngjaldi fyrir sjúkráflug og 124.700 kr. gjaldi fyrir hvert staðal- sjúkraflug. Að síðustu bauð Flugfélagið Jór- vík í flug á suðursvæði, Vestfjarða- svæði og Vestmannaeyjasvæði sam- an (I) og hljóðar tilboð þess upp á 2.959.132 kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 8.140.000 kr. grunn- gjaldi fyrir sjúkraflug og 124.700 gjaldi fyrir hvert staðalsjúkraflug. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldör Asgrímsson vígir nýja jarðstöð Islandssima sem tekin var í notkun á árs afmæli fyrirtækisins. s Ný jarðstöð Islandssíma NÝ jarðstöð Íslandssíma var vígð fyrir helgina. Er hún við Bústaða- veg í Reykjavík, í nágrenni við Veðurstofu íslands. Ár er nú liðið frá því fyrsta símtalið fór um fjarskiptakerfi Islandssima. Hefur fyrirtækið rekið eigið ljósleiðara- kerfi í jörð, símtöl hafa einnig farið uin Cantat-3 sæstrenginn og nú bætist jarðstöðin við. Halldór Ásgrímsson vígði jarðstöðina nýju og sést hér við það tækifæri ásamt nokkrum forráðamönnum Íslandssíma. Samgöngunefnd Reykjavíkur sett á laggirnar Ágreiningur um hlutverk nefndarinnar SAMÞYKKT fyrir samgöngunefnd Reykjavíkur hlaut samþykki á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Megin- hlutverk nefndarinnar er að móta stefnu að þvi er varðar umferðarmál, umferðaröryggismál, gatnamál, bfla- stæðamál, almenningssamgöngur, ferðamál og samgöngumál almennt og gera tillögur til borgarráðs sem varða þettaverksvið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks létu bóka vonbrigði sín með tvo þætti samþykktarinnar; að stjóm SVR skuli lögð niður og að ferðamál eigi að falla undir nefndina. Helgi Pétursson, borgarfulltrúi R-lista, sem kjörinn var formaður samgöngunefndar segist telja að með stofnun nefndarinnar sé stigið veru- legt framfaraspor fyiir stjóm borg- arinnar hvað málaflokka nefndarinn- ar áhrærir og telur að með nefndinni skapist gmndvöllm- fyiir góða um- ræþuogaðgerðir. í bókun sjálfstæðismanna í borg- arstjóm segir m.a. að margt mæli með því að umferðarmál, umferðar- öryggismál, gatnamál og stefnumót- un í almenningssamgöngum komi saman í einni nefnd. Sjálfstæðismenn lýsa á hinn bóginn yflr vonbrigðum með að stjórn Strætisvagna Reykja- víkur skuli lögð niður í kjölfar stofn- unar samgöngunefndar og samþykkt um SVR felld úr gildi án þess að fyr- irtækinu sé tryggð rekstrarstjórn sem hafi yílrstjórnar- og eftirlitshlut- verki að gegna, en SVR sé eitt stærsta fyrirtæki borgarinnai-. Helgi Pétursson sagði hins vegar að sámgöngunefnd yrði mun öflugra tæki til stefnumótunar í samgöngu- málum en stjórn SVR. Hann segir enga ástæðu til annars en að ætla að stjómendur Strætisvagna Reykja- víkur geti axlað þá ábyrgð sem þeim verður falin í nýju skipulagi. Allar nefndir hafí ferðamálíhuga Þá kemur fram í bókun sjálfstæð- ismanna að þeir telja engin rök fyrir því að fela samgöngunefnd umsjón ferðamála borgaiinnar: „I æ ríkaii mæli tengist ný sókn í ferðamálum menningarlífi þjóðarinnar og því rök- rétt að fela menningarmálanefnd þann málaflokk. Það hefði verið vel við hæfi nú þegar verkefni Menning- arborgar árið 2000 er senn að ljúka.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði að erfitt væri að sjá hvai’ vista ætti ferðamál í borgarkerf- inu. Hugmyndin um að vista mála- flokkinn í samgöngunefnd væri ekki síst til komin vegna þess að það end- urspegli t.d. hvernig sá málaílokkur er vistaður á Alþingi. Borgarstjóri sagði hins vegar að í raun þyrfti að sinna ferðamálum í mörgum nefndum og ráðum borgar- innar, m.a. í menningarmálanefnd. Allar nefndir og ráð borgarinnar ættu alltaf að hafa það í huga hvemig sú starfsemi sem þeir reka og sinna nýtist best í ferðaþjónustu. I samgöngunefnd eiga sæti, auk Helga Péturssonar formanns, Helgi Hjörvar og Kristín Blöndal fyrir R-lista og Kjartan Magnússon og Kristján Guðmundsson fyrir Sjálf- stæðisflokk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.