Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 24.10.2000, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2000 15 FRÉTTIR Sex flugfélög með tilboð í útboði á ríkisstyrktu sjúkra- og áætlunarflugi íslandsflug gerði tilboð í alit flugið Nokkur tilboðanna í flugþjónustu við landsbyggðina Norðursvæði Tilboðsflokkur B: Áætlunarflug Grunnbætur Sjúkraflug Grunnbætur Staðal- sjúkraflug Flugfélag (slands kr. 41.253.195 46.760.000 108.000 íslandsflug 42.000.000 22.000.000 180.000 Vestfjarðasvæði, Suðursvæði og Vestmannaeyjar Tilboðsflokkur 1: Áætlunarflug Grunnbætur Sjúkraflug Grunnbætur Staðal- sjúkraflug Flugfélagið Jórvík kr. 2.957.132 8.140.000 124.700 íslandsflug 3.000.000 35.000.000 180.000 Vestmannaeyjasvæðið Tilboðsflokkur C: Sjúkraflug Grunnbætur Staðal- sjúkraflug Flugfélagið Jórvík kr. 4.140.000 124.700 Flugfélag Vestmannaeyja 11.000.000 80.000 SEX flugfélög lögðu inn tilboð í út- boði Ríkiskaupa á rekstri sjúkra- og áætlunarflugs á íslandi en tilboð voru opnuð í gær. Eftir á að fai-a yfir tilboðin sem bárust og taka afstöðu til þeirra en flugfélögin sem um ræð- ir eru Leiguflug ísleifs Ottesen, Is- landsflug, Flugfélag íslands, Flug- félag Vestmannaeyja, Mýflug og Flugfélagið Jórvík. Hægt var að bjóða í eitt eða fleiri svæði og bauð íslandsflug eitt félaga í þann tilboðs- valmöguleika sem tekur til allra svæða. Tilboðsvalmöguleikar voru alls tólf og fólu í sér flug á fjórum svæð- um; norðursvæði, suðursvæði, Vest- fjarðasvæði og Vestmannaeyja- svæði. Hvað varðar flug á norðursvæði og Vestfjarðasvæði var ávallt um bæði áætlunar- og sjúkra- flug að ræða en engin áætlunarleið fylgn- hins vegar Vestmannaeyja- eða suðursvæði. Auk valmöguleikanna tólf gafst síðan tækifæri til að bjóða í þrjár áætlunarleiðir sérstaklega. Tilboðsgjafarnir sex buðu í ólíka tilboðsvalmöguleika og beinn sam- anburður er því ekki alltaf auðveld- ur. Þess skal jafnframt getið að við mat á tilboðunum eru tilboðsverð einungis einn þeirra þátta sem skipta máli. Þau skipta þó mestu máli, gilda 45% af endanlegri niður- stöðu. Aðiir þættir sem spila hér inn í eru gæði boðinnar þjónustu (30%), fjárhagsleg og tæknileg geta bjóð- enda (15%) og reynsla af sambæri- legum verkefnum (10%). Leiguflug ísleifs Ottesen Leiguflug Isleifs Ottesen lagði fram tilboð í þremur af þeim tilboðs- valmöguleikum sem í boði voru. Flugfélagið bauð í fyrsta lagi í sjúkraflug á suðursvæði (tilboðsval- möguleiki A) og vill 2.190.000 kr. grunngjald frá ríkinu fyrii- sjúkra- flug og 119.000 kr. gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. LÍO býður einnig í Vestfjarða- svæði en þar er bæði um áætlunar- flug og sjúkraflug að ræða (D). Til- boð þess hljóðar upp á 2.543.793 kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 4.190.000 kr. í grunngjald fyrir sjúkraflug og 119.000 kr. gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. Loks býður LÍO í áætlunar- og sjúkraflug til suðursvæðis og Vest- fjarðasvæðis sem saman var einn til- boðsvalmöguleiki (H). Þar býður fyrirtækið 2.543.793 kr. í grunnbæt- ur fyrir áætlunarflug og 5.900.000 grunngjald fyrir sjúkraflug. Tilboð vegna gjalds fyrir hvert staðal- sjúkraflug hljóðar sem fyrr upp á 119.000 kr. íslandsflug íslandsflug lagði fram sex tilboð. Flugfélagið býðst í fyrsta lagi til að halda uppi áætlunarflugi á norður- svæði einu og sér gegn 42 milljóna greiðslu í grunnbætur (B). Fyrir- tækið vill 22 milljóna greiðslu í grunngjald fyrii- sjúkraflug og 180 þúsund krónur fyrir hvert staðal- sjúkraflug. Tilboð Islandsflugs í pakkann suð- ursvæði, Vestfjarðasvæði og Vest- mannaeyjasvæði (I) hljóðaði upp á 3 milljónir kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 35 milljónir í grunn- gjald íyrir sjúkraflug og 180 þúsund kr. í gjald fyrir hvert staðal- sjúkraflug. í pakkann suðursvæði, Vest- fjarðasvæði og norðursvæði (J) býð- ur íslandsflug 45 milljónir króna í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 29 milljónir kr. í grunngjald fyrir sjúkraflug og 180 þúsund kr. gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. Islandsflug bauð eitt flugfélaga í þann tilboðsvalmöguleika sem tekur til allra flugsvæðanna fjögurra (K). Þetta tilboð hljóðar upp á 42 milljóna króna grunnbætur fyrir áætlunar- flug, 43 milljóna króna grunngjald fyrir sjúkraflug og 180 þúsund króna gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. Yrði þessu tilboði tekið þýddi það vitaskuld að öll önnur tilboð í einn eða fleiri tilboðskosti féllu um sjálft sig- Ennfremur býður Islandsflug í valmöguleika L, þ.e flug á Vest- fjarðasvæði og norðursvæði. Tilboð- ið hljóðar upp á 45 milljónir króna grunnbætur fyrir áætlunarflug, 22 milljóna króna grunngjald fyrir sjúkraflug og 180 þúsund króna gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. Loks má nefna að Islandsflug bauð sérstaklega í áætlunarflug milli Siglufjarðar og Akureyrar/Sauðár- króks og hljóðar tilboðið upp á átta milljónir króna. Flugfélag Islands Flugfélag íslands lagði fram fjög- ur tilboð í útboðinu. í valmöguleika B, þ.e. norðursvæði eitt og sér, bauð flugfélagið 41.253.195 kr. í grunn- bætur fyrir áætlunarflug, 46.760.000 kr. í grunngjald fyrir sjúkraflug og 108 þúsund kr. gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. Þessu tilboði fylgir sá valkostur að það taki einnig að sér áætlunarflug milli Isafjarðar og Ak- ureyrar gegn viðbótarbótum. Flugfélag íslands lagði einnig fram tilboð í flug á suðursvæði og norðursvæði (F) og raunar voru til- boðin tvö. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á 41.253.195 kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 65.942.000 kr. í grunngjald fyrir sjúkraflug og 108 þúsund kr. gjald fyrir hvert staðal- sjúkraflug. Miðast þetta tilboð flug- félagsins við að það taki jafnframt að sér áætlunarflug milli Isafjarðar og Akureyrar gegn tilteknum viðbótar- grunnbótum. Taki Flugfélag íslands hins vegar jafnframt að sér áætlunarflug milli Siglufjarðar og Akureyrar/Sauðár- króks fyrir 10.485.450 kr. telur það sig ekki þurfa nema 39.753.195 kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug í val- möguleika F (suðursvæði og norð- ursvæði), 65.942.000 grunngjald fyr- ir sjúkraflug og 108 þúsund kr. gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. í fjórða lagi leggur Flugfélag ís- lands fram tilboð í flug á norður- svæði einu og sér (B). Býðst flugfé- lagið til að taka að sér áætlunarflug gegn grunnbótum er hljóða upp á 39.753.195 kr„ 46.760.000 kr. í grunngjald fyrir sjúkraflug og 108 þúsund króna gjald fyrir staðal- sjúkraflug. Þetta tilboð felur hins vegar aukreitis í sér val um að Flug- félag íslands tæki að sér áætlunar- flug milli ísafjarðar og Akureyrar annars vegar og Siglufjarðar og Ak- ureyrar/Sauðárkróks hins vegar fyr- ir tilteknar viðbótargrunnbætur. Flugfélag Vestmannaeyja Flugfélag Vestmannaeyja lagði fram tilboð í tilboðsvalmöguleika C, þ.e. sjúkraflug á Vestmannaeyja- svæðinu. Býðst flugfélagið til að sinna sjúkraflugi fyrir 11.000.000 kr. grunngjald og 80 þúsund króna greiðslu fyrir hvert staðalsjúkraflug. Mýflug Mýflug hf. lagði fram þrjú tilboð og eru þau öll í flug á Vestfjarða- svæðinu (valmöguleiki D) en með ólíkri útfærslu. í fyrsta lagi var um að ræða flug með áætlunarflug milli Isafjarðar og Akureyrar aukalega. Flugfélagið býðst til að sinna áætl- unarflugi á svæðinu gegn tíu millj- óna kr. greiðslu á ári í grunnbætur, 9 milljóna kr. grunngjaldi fyrir sjúkraflug og 117.400 gjaldi fyrir hvert staðalsjúkraflug. Býðst flugfé- lagið til að sinna áætlunarleiðinni Isafjörður-Akureyri sérstaklega fyrir 19.852.739 kr. viðbótargrunn- bætur. Sé áætlunarfluginu milli ísafjarð- ar og Akureyrar sleppt er Mýflug tilbúið til að sinna áætlunarflugi á Vestfjarðasvæðinu (D) fyrir 9.913.016 kr. í grunnbætur, 9 millj- óna kr. grunngjald fyrir sjúkraflug og 117.400 kr. gjaldi fyrir hvert staðalsjúkraflug. í þriðja lagi býðst Mýflug til að sinna þessu sama svæði fyrir sömu upphæð og í fyrsta tilboði en nú með 36.412.739 viðbótargrunnbótum fyr- ir áætlunarflug milli ísafjarðar og Akureyrar. Flugfélagið Jórvík Flugfélagið Jórvík hf. er sjötti og síðasti tilboðsgjafinn. Lagði það fram sex tilboð í útboði Ríkiskaupa. í tilboðsvalmöguleika A, suður- svæði, bauð flugfélagið að það tæki að sér sjúkraflug fyrir 4.140.000 kr. grunngjald og 124.700 í gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. í sjúkraflug á Vestmannaeyja- svæði (valmöguleiki C) býður flugfé- lagið 4.140.000 kr. í grunngjald og 124.700 kr. í gjald fyrir hvert staða- lsjúkraflug. Fyrir áætlunarflug á Vestfjarðasvæði (D) vill fyrirtækið 2.959.132 kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 4.140.000 kr. í grunn- gjald fyrir sjúkraflug og 124.700 gjald fyrir hvert staðalsjúkraflug. í fjórða lagi býðst Flugfélagið Jórvík til að sinna suðursvæði og Vestmannaeyjasvæði saman (val- möguleiki E) gegn 6.140.000 kr. grunngjaldi fyrir sjúkraflug og 124.700 kr. gjaldi fyrir hvert staðal- sjúkraflug. I fimmta lagi býðst það til að sinna suðursvæði og Vest- fjarðasvæði (valmöguleiki H) gegn greiðslu upp á 2.959.132 kr. í grunn- bætur fyrir áætlunarflug, 6.480.000 kr. grunngjaldi fyrir sjúkráflug og 124.700 kr. gjaldi fyrir hvert staðal- sjúkraflug. Að síðustu bauð Flugfélagið Jór- vík í flug á suðursvæði, Vestfjarða- svæði og Vestmannaeyjasvæði sam- an (I) og hljóðar tilboð þess upp á 2.959.132 kr. í grunnbætur fyrir áætlunarflug, 8.140.000 kr. grunn- gjaldi fyrir sjúkraflug og 124.700 gjaldi fyrir hvert staðalsjúkraflug. Morgunblaðið/Árni Sæberg Halldör Asgrímsson vígir nýja jarðstöð Islandssima sem tekin var í notkun á árs afmæli fyrirtækisins. s Ný jarðstöð Islandssíma NÝ jarðstöð Íslandssíma var vígð fyrir helgina. Er hún við Bústaða- veg í Reykjavík, í nágrenni við Veðurstofu íslands. Ár er nú liðið frá því fyrsta símtalið fór um fjarskiptakerfi Islandssima. Hefur fyrirtækið rekið eigið ljósleiðara- kerfi í jörð, símtöl hafa einnig farið uin Cantat-3 sæstrenginn og nú bætist jarðstöðin við. Halldór Ásgrímsson vígði jarðstöðina nýju og sést hér við það tækifæri ásamt nokkrum forráðamönnum Íslandssíma. Samgöngunefnd Reykjavíkur sett á laggirnar Ágreiningur um hlutverk nefndarinnar SAMÞYKKT fyrir samgöngunefnd Reykjavíkur hlaut samþykki á fundi borgarstjórnar í fyrrakvöld. Megin- hlutverk nefndarinnar er að móta stefnu að þvi er varðar umferðarmál, umferðaröryggismál, gatnamál, bfla- stæðamál, almenningssamgöngur, ferðamál og samgöngumál almennt og gera tillögur til borgarráðs sem varða þettaverksvið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks létu bóka vonbrigði sín með tvo þætti samþykktarinnar; að stjóm SVR skuli lögð niður og að ferðamál eigi að falla undir nefndina. Helgi Pétursson, borgarfulltrúi R-lista, sem kjörinn var formaður samgöngunefndar segist telja að með stofnun nefndarinnar sé stigið veru- legt framfaraspor fyiir stjóm borg- arinnar hvað málaflokka nefndarinn- ar áhrærir og telur að með nefndinni skapist gmndvöllm- fyiir góða um- ræþuogaðgerðir. í bókun sjálfstæðismanna í borg- arstjóm segir m.a. að margt mæli með því að umferðarmál, umferðar- öryggismál, gatnamál og stefnumót- un í almenningssamgöngum komi saman í einni nefnd. Sjálfstæðismenn lýsa á hinn bóginn yflr vonbrigðum með að stjórn Strætisvagna Reykja- víkur skuli lögð niður í kjölfar stofn- unar samgöngunefndar og samþykkt um SVR felld úr gildi án þess að fyr- irtækinu sé tryggð rekstrarstjórn sem hafi yílrstjórnar- og eftirlitshlut- verki að gegna, en SVR sé eitt stærsta fyrirtæki borgarinnai-. Helgi Pétursson sagði hins vegar að sámgöngunefnd yrði mun öflugra tæki til stefnumótunar í samgöngu- málum en stjórn SVR. Hann segir enga ástæðu til annars en að ætla að stjómendur Strætisvagna Reykja- víkur geti axlað þá ábyrgð sem þeim verður falin í nýju skipulagi. Allar nefndir hafí ferðamálíhuga Þá kemur fram í bókun sjálfstæð- ismanna að þeir telja engin rök fyrir því að fela samgöngunefnd umsjón ferðamála borgaiinnar: „I æ ríkaii mæli tengist ný sókn í ferðamálum menningarlífi þjóðarinnar og því rök- rétt að fela menningarmálanefnd þann málaflokk. Það hefði verið vel við hæfi nú þegar verkefni Menning- arborgar árið 2000 er senn að ljúka.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði að erfitt væri að sjá hvai’ vista ætti ferðamál í borgarkerf- inu. Hugmyndin um að vista mála- flokkinn í samgöngunefnd væri ekki síst til komin vegna þess að það end- urspegli t.d. hvernig sá málaílokkur er vistaður á Alþingi. Borgarstjóri sagði hins vegar að í raun þyrfti að sinna ferðamálum í mörgum nefndum og ráðum borgar- innar, m.a. í menningarmálanefnd. Allar nefndir og ráð borgarinnar ættu alltaf að hafa það í huga hvemig sú starfsemi sem þeir reka og sinna nýtist best í ferðaþjónustu. I samgöngunefnd eiga sæti, auk Helga Péturssonar formanns, Helgi Hjörvar og Kristín Blöndal fyrir R-lista og Kjartan Magnússon og Kristján Guðmundsson fyrir Sjálf- stæðisflokk.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.