Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ H FRÉTTIR Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins um fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2001 Borg’in hagnast á lóða- skortsstefnu sinni Morgunblaðið/Kristinn Inga Jóna Þórðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, stinga saman nofjum á síðasta borgarstjómar- fundi. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Bjarni Vigfússon, einn af eig- endum Stafnafells, ásamt starfs- mönnum sinum, Einari Sigurðs- syni og Þorkeli Símonarsyni. Nýtt ræsi við Dag- verðará Hellnum. Morpunblaðið. UNNIÐ hefur verið að því undanfar- ið að setja niður nýtt ræsi við Dag- verðará á Snæfellsnesi. Er það liður í vegabótum á Útnesveginum sem unnið hefur verið að í ár. Verktakafyrirtækið Stafnafell í Staðarsveit hefúr séð um fram- kvæmd verksins en þessi ræsisgerð er síðasti liður í vinnu þeirra við breikkun, upphækkun og endurbæt- ur á veginum frá Amarstapa, niður til Hellna og vestur að Dagverðará. Ekki er að efa að hækkun vegarins og þetta nýja ræsi eiga eftir að gera umferð um Útnesveginn auðveldari í vetur. „LÓÐASKORTSSTEFNA R-list- ans á stærstan þátt í hækkun fast- eignamats, sem hefur leitt til hækkunar fasteignaskatts," segir m.a. í bókun sjálfstæðismanna sem þeir lögðu fram við afgreiðslu á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kynntu af- stöðu sína til áætlunarinnar á blaðamannafundi sl. föstudag og segja þeir fasteignaskatta hafa hækkað um 40% á tveimur árum. Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, sagði það enga tilviljun að lóðaverð hefði hækkað í Reykjavík. „Aðal- skýringin er að okkar mati fólgin í lóðaskortsstefnunni sem R-listinn hefur rekið á undanförnum árum,“ sagði Inga Jóna og sagði borgina vera að hagnast á eigin lóðaskorts- stefnu. „Hún er að græða á því að fá hækkuð fasteignagjöld og hún er að fá stórhækkaðar tekjur vegna þess að lóðirnar eru boðnar upp og það fæst miklu hærra verð fyrir þær en gatnagerðargjöldunum nam.“ í bókun sjálfstæðismanna segir að viðbótartekjur vegna sölu byggingarréttar hafi numið á þessu ári um 700 milljónum króna. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sögðu alvarlegast við fjárhagsáætlunina að á tíma vax- andi tekna vegna góðæris og hækkandi álagningar útsvars og fasteignagjalda væri samt verið að hækka skuldir borgarinnar. Lögðu borgarfulltrúarnir fram samantekt yfir skuldir samstæðunnar, borg- arsjóðs og fyrirtækja borgarinnar, þar sem fram kemur að hreinar skuldir á verðlagi í nóvember 2000 hafi aukist um 20,4 milljarða frá árinu 1993 sem var síðasta heila árið undir stjórn Sjálfstæðisflokks- ins. Var bent á að skuldirnar hefðu ekki aukist á þessu ári, einkum vegna sölu Sjúkrahúss Reykjavík- ur sem borgin hefði fengið 1,7 milljarða króna fyrir. Inga Jóna sagði skuldir samstæðunnar aukast um 2,4 milljarða á næsta ári og myndu í lok næsta árs nema rúmum 34 milljörðum króna. Stjórnunarkostnaður hækkar B meira en almennur rekstur Þá kom fram hjá borgarfulltrú- um sjálfstæðismanna að rekstrar- útgjöld færu hækkandi, um 8% á næsta ári, og sagði Inga Jóna ein- kennandi við þá þróun að stjórn- unarkostnaður hækkaði tvöfalt á við almennan rekstrarkostnað. Þannig hækkaði t.d. almennur kostnaður við skóla um 11% en hækkunin hjá Fræðslumiðstöðinni væri um 20%. I Ráðhúsinu næmi ** hækkunin 20 til 25% milli ára. í lok fundar sögðu sjálfstæðis- menn að betra hefði verið að spenna ekki bogann eins hátt og gert væri í fjárhagsáætluninni. Nota hefði átt viðbótartekjur til að lækka skuldir og hamla gegn aukn- um rekstrarútgjöldum. „Við hefð- um hægt á við þessar aðstæður,“ segir Inga Jóna, „Við hefðum ekki spennt bogann svona hátt. Það er ekki ástæða til þess í góðæri. Við g eigum að setja okkur það markmið að stöðva þessa skuldasöfnun." Opinberir aðilar, þ.á m. sveitarfélög, þurfa lagaheimildir til athafna Ekki heimild til atvinnu- reksturs í ágóðaskyni Sömu takmarkanir eru á heimildum sveit- arfélaga til athafna og eru á athöfnum rík- isins með nokkrum undantekningum sem byggjast á að sveitarfélögum er ætluð sjálf- stjórn í eigin málum, sem útfæra skal með lögum, að því er fram kemur hjá Birgi Tjörva Péturssyni, lögfræðingi, sem kynnt hefur sér sveitarstjórnarrétt, m.a. í Danmörku. SVEITARFÉLÖG mega ekki stunda atvinnurekstur í ágóðaskyni án lagaheimildar frá Alþingi. Þá eru arðgreiðslur fyrirtækja sveitar- félaga án beinnar lagaheimildar brot á 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar, sem mæla fyrir um að skýra laga- heimild þurfi til skattlagningar. Þannig brjóta arð- greiðslur Orkuveitu Reykjavíkur í borgar- sjóð í bága við stjóm- arskrána þar sem gjaldtakan er umfram kostnað vegna þjónust- unnar. Þetta er mat Birgis Tjörva Péturssonar, lögfræðings, sem kynnt hefur sér hvaða heimildir ís- lensk sveitarfélög hafa til fram- kvæmda og sérstaklega hvaða regl- ur gilda í þessum efnum í Danmörku, en hann stundaði framhaldsnám í Kaupmannahöfn í sveitastjómar- rétti. Birgir sagðist hafa kannað al- mennt heimildir sveitarfélaga til þess að ráðast í hvers kyns verkefni. Niðurstaðan væri sú að í þeim efnum giltu ákveðnar takmarkanir og þær væm þær sömu og giltu þegar rík- isvaldið væri annars vegar með nokkrum undantekningum þó, sem byggðu á því að sveitarfélögum væri ætluð sjálfstjóm í eigin málum. „Þessar takmarkanir byggja á þeirri megin- reglu, sem vestræn lýð- ræðishefð er grundvölluð á meðal annars, að vald op- inberra aðila sé takmarkað og borg- ararnir hafi frelsi til athafna. Á þessari grunnhugmynd eru öll réttarríki byggð,“ sagði Birgir Tjörvi. Lagaheimildir þarf til athafna Hann sagði að andstætt því sem gilti um. einstaklinga, þyrftu opin- berir aðilar lagaheim- ildir til athafna. í ís- lenskum rétti væri talað um lögmætis- regluna, sem fæli það í sér að öll stjórnsýsla skyldi vera lögbundin. Enginn munur væri í þessum efnum áríkinu og sveitarfélögum. Þannig segði i stjórn- arskránni að sveitar- félög hefðu sjálfstjórn í eigin málefnum, en að sjálfstjórnina skuli útfæra með lögum. „Stjórnarskráin mælir svo fyrir að það sé löggjafinn sem kveði á um það hvað felist í þessari sjálfstjóm, hver verkefnin séu og hveijir tekjustofnarnir séu. Löggjaf- inn hefur gert þetta í sérlögum ann- ars vegar og í sveitarstjórnarlögum hins vegar, en í þeim er almennt ákvæði þess efnis að sveitarfélögin megi taka að sér hvert það verkefni sem varðar íbúana og sé ekki falið öðrum til úriausnar að lögum. Þetta ákvæði er undantekning frá þeirri meginstefnu að stjórnsýsla skuli vera lögbundin, þ.e. að sérstakar heimildir þurfi til athafna," sagði Birgir Tjörvi. Hann sagði ástæðu til að undir- strika að lögmætisreglan gildi fyrir alla þá sem fari með opinbera stjórn- sýslu og skipti engu hvort um sveit- arfélag eða ríki er að ræða í þeim efnum. Það sé hættulegur misskiln- ingur að halda öðru fram. Lögmæt- isreglan sé mjög mikilvæg til að tryggja réttaröryggi og að frelsi borgaranna sé ekki skert, né að geð- þóttaákvarðanir séu teknar af hálfu hins op- inbera. „Ákvæði í lögum sem bendir í aðra átt er und- anþága frá þessari meg- inreglu. Það er mikil- vægt vegna þess að undanþágureglu verður að skýra þröngt. Þrátt fyrir að það ákvæði sveitarstjórnarlaga sem ég vísaði til áðan um að sveitarfélög megi gera hvað sem er í þágu hagsmuna íbúanna virð- ist víðtækt, þá ber að skýra regluna þröngt vegna þess að hún er und- antekning frá því meginatriði stjóm- skipunarinnar sem tryggir öryggi og frelsi borgaranna gagnvart opinberu valdi,“ sagði Birgir Tjörvi. Hann sagði að því miður hefðu sveitarfélög hér á landi ekki farið að þessum reglum nema að takmörk- uðu leyti. Þau hefðu ráðist í fleiri verkefni en þau hefðu heimildir til og það gilti sérstaklega á sviði atvinnu- lífsins. Undanþága sveitarstjórnai’- laganna heimilaði almennar aðgerðir sem stuðluðu að ýmsum samfélags- legum markmiðum, eins og hvað varðaði almennan stuðning við at- vinnulífið eða almenna uppbygging í þágu íþrótta, heilbrigðis og mennt- unar. Lykilatriði væri að borgararn- ir almennt hefðu jafnan aðgang í þessum efnum, en um leið og um sér- tækar aðgerðir . væri að ræða þyrfti Stjórnsýsla skalvera lögbundin Birgir Tjörvi Pétursson að vera fyrir því sérstakar heimildir löggjafans. „Vafa um það hvort ráðast megi í verkefni af hálfu sveitarfélags verð- ur að túlka borgaranum í hag og þannig að heimild skorti," sagði Birgir. Hann sagði að þetta þýddi til dæmis að stuðningur sveitarfélaga m við atvinnufyrirtæki sem eigi í * rekstrarerfiðleikum í byggðarlaginu verði að styðjast við beina lagaheim- ild en sé ella brot á ofangreindri lög- mætisreglu. „Sumum kann að finn- ast það óeðlileg niðurstaða að það sé ekki hægt að nota þennan sameig- inlega sjóð til að koma fyrirtækinu til hjálpar, en það er bara það gjald sem við þurfum að greiða fyrir að búa hér við réttarríki. Það er sá kostnaður U sem við þurfum að bera til að tryggja að geðþóttaákvarðanir valdi ekki * borgurunum skaða og traðki á rétt- indum þeirra," sagði Birgir Tjörvi. Aðspurður hvort það geti ekki horft öðruvísi við þegar atvinnufyr- irtæki sé svo mikilvægt fyrir byggð- arlag að það tryggi í raun tilveru þess, sagði Birgir hugsanlegt að í slíkum tilfellum gætu komið til ein- hver neyðaréttarsjónarmið í algjör- um undantekningartilvikum. Það breytti hins vegar ekki neinu um þá meginreglu að sveitarfélög þyrftu % heimildir fyrir athöfnum sínum. Hin hliðin á málinu væri auðvitað sú að einhver fyrirtæki fengju ekki styi'ki og þess vegna væri það svo mikil- vægt að geðþóttavald réði ekki í þessum efnum. Sérstök ívilnun fyrir einn í formi greiðslu úr sveitarsjóði kann að vera íþyngjandi fyrir annan í samkeppni við þann sem styrksins b nýtur og brot á jafnræði gagnvart hinum sem greiða í sjóðinn án þess jj að njóta styrkja. Slík mismunun þyfti að byggja á skýrum reglum og málefnalegum sjónarmiðum. Hann bætti því við aðspurður að í þessu sambandi skipti engu máli hvort um væri að ræða beina styrki eða framlög til kaupa á hlutafé. Fjár- festingar opinberra aðila og þátttaka þeirra í atvinnustarfsemi í hagnaðar- skyni væri óheimil án sérstakrar m lagaheimildar. Allar aðgerðir stjórn- j valda verði að byggja á lögum. Birgir benti jafnframt.á að dóm- %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.