Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 6#? | Betri byggð - hvað er það? EKKI veit ég hvað samtökin Betri byggð hafa að leiðarijósi eða hvað felst í hugtakinu betri byggð í þeirra huga, sem þátt taka í þeim félagsskap. Hitt veit ég að í viðtali við formann samtakanna, Jóhann J. Ólafsson, í Morgunblaðinu hinn 6. desember sl. leggur hann fram hugmyndir um skipulag á höfuð- borgarsvæðinu, sem eru hvílík ógn við mín við- horf til þess hvað betri byggð er, að ég get ekki orða bundist. I mörg ár hef ég bæði á pólitískum vettvangi og annars staðar barist fyrir betri byggð og mun halda því áfram m.a. með því að berjast gegn slíkum viðhoríum sem birtast í umræddu viðtali. Hvað er betri byggð? Betri byggð er byggð, sem hlúir að íbúum sínum jafnt sem öllu umhveríi. Hún er því í góðum tengslum við nátt- úruna sem og hið manneskjulega í okkur. Þar er tekið tillit til þarfa mannsins, en einnig til náttúru, dýra- lífs, gróðurs og umhverfis. Betri byggð er fólgin í skipulagi sem gerir ráð fyrir góðri þjónustu við alla íbúana, en einnig góðum samskiptum þeirra við náttúruna og umhverfið. Þar er hægt að slaka á og njóta þess sem byggðin og um- hverfið hefur upp á að bjóða. Betri byggð er fólgin í því að maðurinn þurfi ekki að ferðast í bíl til þess að geta kom- ist í snertingu við sjálf- an sig, náttúruna og uppruna sinn. Betri byggð er fólgin í því að minnka mengun af öllu tagi. Betri byggð veitir góða þjónustu bömum sínum, unglingum, full- orðnum og eldra fólki, fötluðum jafnt sem ófotluðum. Betri byggð er byggð, þar sem manninum líður vel og fær að njóta sín. Betri byggð er valkostur. Bessastaðahreppur Bessastaðahreppur er, þrátt fyrir mjög vaxandi byggð að undanfömu, eina sveitarfélagið á höfuðborgar- svæðinu, þar sem stærstur hluti um- hverfisins er ennþá tiltölulega óspillt- ur, fuglalíf er einstakt, tjamir, móar, hraun og mýrar em enn stór hluti umhverfisins og fjömrnar aðgengi- legar göngumönnum. Frá flestum heimilum í hreppnum þarf ekki að fara í langar gönguferðir til að geta virt fyrir sér himinhvolfið, stjömur Bessastadahreppur Samtökin Betri byggð mega reyna að hafa áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, segir Sigtryggur Jónsson, en ekki að reyna að leysa vanda borgarinnar á kostnað annarra sveit- arfélaga. þess og norðurljós, sem flestir höfuð- borgarbúar hafa gleymt hvemig líta út. A undanfómum árum hafa hrepps- yfirvöld unnið að mjög aukinni þjón- ustu, sem þó má enn bæta. í skipu- lagsmálum hefur í mjög auknum mæli verið tekið tillit til náttúm, fuglalífs og umhverfis m.a. með því að gera umhverfisathuganir á undan deili- skipulagi. Unnið hefur verið að því að verja landið, til góða fyrir bæði íbúa og umhverfi. Hvatningin til þessarar vinnu er hin ómetanlega náttúra og sú fullvissa okkar, sem að málefnum hreppsins vinna, að langflestir íbú- Sigtryggur Jónsson Upp úr skúffunum Átaksverkefnið Upp úr skúffunum er nú á þriðja ári sínu og er samstarfsverkefni Rannsóknaþjónustu Háskóla Islands og Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins. Verkefnið snýr að nýtingu rann- sóknaniðurstaðna við Háskóla íslands og er ætlað að hvetja vís- indamenn og rann- sóknastofnanir til að hagnýta niðurstöður rannsókna sinna, hvort sem er fyrir samfélag- ið eða atvinnulífið. Með þessu greinarkorni langar mig að vekja athygli á átak- inu og samkeppni í tengslum við það sem nýlega er afstaðin. Verkefnið felst annars vegar í hvatastarfi og námskeiðahaldi og hins vegar í samkeppni um hug- myndir að nýsköpun og nýtingu rannsóknaniðurstaðna. Jafnframt hefur verið farin sú leið að heim- sækja deildir og rannsóknastofnanir í tengslum við Háskóla íslands og leita þannig eftir góðum hugmynd- um að hagnýtingu rannsóknaniður- staðna. Að þessu sinni bárust 11 um- sóknir í samkeppnina og þrjár þeirra munu hljóta verðlaun samtals að upphæð 1 miljón króna. Páll Skúlason, rektor Háskóla íslands, mun afhenda verðlaunin í dag kl. 16:00 í Tæknigarði, Dunhaga 5. Er framtíð í fræðunum? Við höfum í vinnu okkar leitast við að ná til þeirra sem stunda rann- sóknir og velta upp ólíkum leiðum til hagnýtingar rannsókna en það var í þessum anda sem átakinu var ýtt úr vör nú í ár með málþingi þar sem spurningunni „Er framtíð í fræðun- um?“ var varpað fram auk þess sem kynnt voru námskeið um ólíkar leið- ir til fjármögnunar sem staðið var fyrir í október og nóvember. Á kynningarfundinn komu fulltrúar frá ólíkum hópum þátttakenda, nemenda við Háskóla íslands, sjálf- stætt starfandi fræðimanna hjá ReykjavíkurAkademíunni og vís: indamanna við Háskóla Islands. I umræðum var rætt um mikilvægi þess að nemendum gæfist kostur á að taka þátt í rannsóknastarfi, gagnsemi eða -leysi hinnar enda- lausu umræðu um þekkingarsamfélagið og mikilvægi þess að auka möguleika til dæmis hugvísinda við fjármögnun rann- sókna. Þá varpaði Páll Skúlason, rektor Há- skóla íslands, fram þeirri áskorun til fund- argesta og Rannsókna- þjónustunnar að hleypt yrði af stað um- ræðu bæði í samfélag- inu og innan háskólans um merkingu orðanna rannsókn - þekking og vil ég hvetja aðila úr ís- lensku rannsóknasam- félagi, fjölmiðla og þátttakendur í umræddu málþingi að koma fram í sviðsljósið með slíka umræðu og Átaksverkefni Verkefnið felst annars vegar í hvatastarfi og námskeiðahaldi, segir Stefania G. Krist- insdóttir, og hins vegar í samkeppni um hug- myndir að nýsköpun og nýtingu rannsóknanið- urstaðna. skoðanaskipti. Nánari upplýsingar um málþingið, námskeiðin og aðrar uppákomur í tengslum við átakið má finna á heimasíðu verkefnisins, www.uppurskuffunum.hi.is. Nýting rannsóknaniðurstaðna og nýsköpun; í heimsóknum okkar hjá Rann- sóknaþjónustunni í stofnanir og deildir Háskólans, samstarfi við ReykjavíkurAkademíuna og við- ræðum við stúdenta höfum við öðl- ast mikilvæga reynslu varðandi helstu þarfir þessara aðila á þjón- ustu og upplýsingum. Það sem helst skortir á í rann- sóknastarfi er fjármagn til hagnýt- ingar eða miðlunar, heildstæð fram- setning á þeim fjármögnunarleiðum sem færar eru hérlendis og erlendis auk þess sem aðgengi að rannsókna- niðurstöðum mætti betrumbæta. Nýsköpunarferlið er félagslegt ferli þar sem, ef vel á að fara, sér- fræðingar á ólíkum sviðum vinna saman að hagnýtingu og aðlögun hugmynda að samfélaginu. Það get- ur reynst erfitt uppfinninga- eða vísindamanni að finna upp tækni, fjármagna hana og koma henni á markað á eigin spýtur. Með þvi að byggja upp tengsl við atvinnulífið og þá þekkingu sem þar býr vonumst við hjá Rannsóknaþjónustunni til að geta ráðlagt fræðimönnum heilt og bent þeim á ábyrga leiðbeinendur á sviðum fjárfestingar og einkaleyfa auk þess að miðla þeirri reynslu sem þegar er orðin til í tengslum við slíka tækni- og þekkingaryfirfærslu innan háskólasamfélagsins. Enn fremur er verið er að vinna að hug- myndum um markvissari upplýs- ingaveitur um styrki við rannsókna- starf og má þar nefna að Rannsóknaþjónustan í samstarfi við Rannís og Iðntæknistofnun er að byggja upp upplýsingavef um fimmtu rammaáætlunina, www.evr- opusamvinna.is. Er framtíð án fræðanna? Þátttakendur í málþingi um fram- tíð fræðanna voru sammála um að það væri engin framtíð án þeirra, bæði hvað varðar sérstakar menn- ingarlegar aðstæður íslendinga svo og margvísleg viðfangsefni tengd náttúru landsins. Svo ég víki að framtíðarsýn minni á verkefnið er mikilvægt að enn fleiri rannsókna- og fræðastofnanir komi að verkefn- inu og þá um leið að okkur takist að fá til liðs við okkur fleiri stuðnings- aðila hvort sem er einstaklinga eða fyrirtæki. Stuðningur við rannsókn- ir getur verið í formi fjárframlaga og/eða sérfræðiráðgjafar, til dæmis í tengslum við einkaleyfi, kynningar eða áhættufjármögnun. Slíkan stuðning væri hægt að nýta til að styðja hagnýt rannsóknarverkefni og til að byggja upp öflugar upplýs- ingaveitur um rannsóknastarf á ís- landi fyrir fræðimenn, almenning og fyrirtæki. Höfundur er verkefnisstjóri átaksins „ Upp úr skúffunum Stefanía G. Kristinsdóttir arnir velja búsetu í hreppnum vegna umhverfisins. Vegna þess að enn er hreppurinn valkostur um betri byggð. Það er enginn vafi á því að auðveld- lega er hægt að koma upp 7 til 10.000 manna byggð í hreppnum. Við erum þó enn bara 1.600 og tekist hefur að fá stjómmálaöfl hreppsins til þess að setja ákveðna stefnu á það að íbúar verði ekki fleiri en tæplega 3.000. Fjölgun íbúa um helming mun ganga mjög á það umhverfi og þá náttúru, sem enn er lýsandi fyrir hreppinn, en er líklega nauðsynleg til þess að um sjálfbært sveitaifélag geti verið að ræða með þeirri þjónustu, sem nauð- synleg er. En stækkun byggðar getur þó farið fram í mikilli sátt við um- hverfið, ef viljinn er fyrir hendi. Við sem hér búum höfum þann vilja og viljum því fá að ráða umhverfi og skipulagi okkar sjálf, enda er ljóst að Jóhann J. Ólafsson er ekki einn um það að vilja malbika yfir Bessastaða- nes, en þær raddir koma allar frá öðr- um sveitarfélögum. Ættum við að taka þá áhættu að sameinast öðrum sveitarfélögum, þegar enn leynast þar raddir um að best sé að malbika nesið og fylla það af háhýsabyggð til að leysa skort nágrannasveitarfélag- anna á nýbyggingarsvæði? Við þurf- um þess ekki og virðumst oft vera þau einu, sem viljum halda í þann valkost að til sé möguleiki á betri byggð á höf- uðborgarsvæðinu. Samtökin Betri byggð Samtökin Betri byggð mega gjam- an reyna að hafa áhrif á skipulagsmál í Reykjavík, þótt ég voni að sú hug- myndafræði, sem birtist í fyrmefndu viðtali, nái þar engri fótfestu. Þau eiga þó ekki að reyna að leysa vanda höfuðborgarinnar á kostnað annarra sveitarfélaga. Slíkt er vanvirðing við íbúa þeirra sveitarfélaga og það val þeirra að velja sér búsetu annars staðar en í Reykjavík. Höfundur er {sveitarstjórn Bessa- staðahrepps. Ofnæmi eða óþoli gagnvart hreinsiefnum I heimilishaldi og iðnaði. Tiðum þvotti með sótthreinsandi efnum. Óhreinindum, málningu, oliu, kltti, sementi o.þ.h. Húðþurrki vegna vinnuumhverfis. K IYFJA K. Pétursson ehf www.kpetur8son.net ) ©læsílcgt úroal jólagjafa ÞIINALÍNA Allt fyrir mömmu og barnið. Póstsendum, s. 551 2136. Rfkishréf f markflokknm____________________________________ Útboð miðvikudaginn 13. d.esember Á morgun, miðvikudagimx 13. desember, kl. 14:00, fer fram útboð á ríkisbréfum hjá Lánasýslu ríkisins. í boði verður eftirfarandi markflokkur: ' Áttfcá BÁmars Fiokkm:.________ Gjgfddiigí_tónstlini Núttninjl stoia* utinaa tiite’i' RIKB03 1010 lO.okt. 2003 2,8 ár 13.698 500,- *Milljónir króna að nafnverði Ríkisbréf í flokki RIKB 03 1010 eru gefin út rafrænt hjá Verðbréfa- skráningu íslands hf. og er lágmarkseining ein króna þ.e. nafnverð er það sama og fjöldi eininga. Ríkisbréf eru skráð á Verðbréfaþingi íslands og eru viðurkenndir viðskiptavakar þeirra Búnaðarbanki íslands hf., Kaupþing hf., Íslandsbanki-FBA hf. og Sparisjóðabanki íslands hf. Sölufyrirkomulag: Ríkisbréf verða seld með tilboðsfyrirkomulagi. Öllum er heimilt að bjóða í ríkisbréf að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki laegri en 10 milljónir. Öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrirtaekjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum og tryggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða að lágmarki 500.000 krónur. Öll tilboð í ríkisbréf þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 á morgun, miðvikudaginn 13. desember 2000. Utboðsskilmálar, önnur tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 540 7500. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 540 7500 • Fax: S62 6068 www.Ianasysla.is • utbod@lanasysla.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.