Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 86
86 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Ú°J ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
3-
Stóra sviðið kl. 20.00:
ANTÍGÓNA eftir Sófókles
Frumsýning annan í jólum 26/12 uppselt, 2. sýn. miö. 27/12 örfá sæti laus, 3.
sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus.
GJAFAKORT í ÞJÓ&LEIKHÚSIÐ - GJÖF1N SEM LIFNAR Últí!
www.leikhusid.is midasala@ieikhusid.is Símapantanir frá kl. 10 virka daga.
Miðasalan er opin mán,—þri. kl. 13—18, mið.—sun. kl. 13—20.
Leikfélag íslands
Leikhúskortið: Sala (fullum gangi
IpPi
551 3000
SJEIKSPÍR EINS 0G
HANN LEGGUR SIG
lau 6/1 kl. 20
Á SAMA TÍMA SÍÐAR
Frumsýn. fim 28/12 kl. 20 örfá sæti
2. sýn. fös 29/12 kl. 20, A kort gilda
3. sýn. lau 30/12 kl. 20, B kort gilda
fös 5/1 kl. 20 C kort gilda
530 303O
SYND VEiÐI
___ . fös 29/12 kl. 20
jfttlÁ JÓLAMÁLSVERÐUR 0G SÝND VEIÐI
1J/|1VJ fös 15/12 kl. 19
lau 16/12 kl. 19
Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18
um helgar og fram sýningu alla sýningardaga.
Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er
í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
midasala@leik.is — www.leik.is
HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ
effir
»f Htuk
Símonsrsoii
Svninaar hefiast kl. 20
Jólasýn. fös. 29. des.
örfá sæti laus
.Tólaandakt
Litla stúlkan með
eldspvturnar
lau. 16. des. kl. 14, örfá sæti laus
sun. 17. des. ki. 14, laus sæti
mán. 18. des. örfá sæti laus
Miðasala i síma S5S 2222
og á www.visir.is
Ml
BORGARLEIKHUSIÐ
Leikfélag Reykjavíkur
Næstu sýningar
Anddyri
SUNGIÐ, LESIÐ OG LEIKIÐ
Mið 13. deskl. 20
Fjórir listamenn Borgarleikhússins. þau Guð-
rnn Asmundsdóttir, Hera Björk Þórhalls-
dóttir, lón Hjartarson ogSigrún Edda Bjöms-
dóttir lcynna nýútkomm verk s(n.
BORGARLEIKHÚSIÐ OPNAR HJARTA SITT!
JÓLABOÐ - aðgangur ókeypis, léttar
veitingar og allir velkomnir!
Uu16. deskl. 14-17
Atriði sýnd úr Mógll á stóra sviði, Abigail
heldur partf á litla sviði og Skáldanótt f
anddyri. Boðið verður upp á skoðunarferðir
um húsið, leiklestra úrverkum f æfingu,
jólasöng óvæntaruppákomurogjólasveinar
sprella með bömunum.
MÓGLÍ e. Rudyard Kipling
Þri 26. des kl. 14 FRUMSYNING
Lau 30. des kl. 14
FALLEG GJAFAKORT Á MÓGLÍ, ÁSAMT
VÖNDUÐUM STUTTERMABOL, ERU TIL-
VALIN (JÓLAPAKKA YNGSTU FJÖL-
SKYLDUMEÐLIMANA!
Litla svið
ABIGAIL HELDUR PARTl' e. Mike Leigh
Fös 29. des kl. 20
Lau 30. des kl. 20
Stóra svið
SKÁLDANÓTT e. Hallgrfm Helgason
Fös 29. des kl. 20
Lau 30. des kl. 20
HEILL HEIMUR f EINU UMSLAGI!
NY OG FALLEG GJAFAKORT A LEIKSÝN-
INGAR BORGARLEIKHÚSSINS ERU
GLÆSILEG JÓLAGJÖF. HRINGDU I
MIÐASÖLUNA OG VIÐ SENDUM ÞÉR
JÓLAGJAFIRNAR UM HÆL! HÁTÍÐAR-
tIlboð Á GJAFAKORTUM FYRIR JÓLIN!
Leikhúsmiði á aðeins kr. 1.490!
Opin 10 miða kort á kr. 14.900. Þú sérð sýn-
ingarnar sem þú vilt sjá þegar þú vilt sjá þær!
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kl. 13-18 ogfram að sýningu
sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka
daga. Fax 568 0383 midasala@borgarfeikhus.is
www.borgarleikhus.is
DPAUMASMIÐJAN
GLÓfiAR HÆ.GWR
oftír Auðl Haralds
Aukasýning fös 29/12 kl. 20
Sýnt í Tjamarbfói
Sýningn er á láklistartiátíðnni Á mörkunum
Midapantanir í Idnó í síma: 5 30 30 30
©læsilegt óroal jólagjafa
DEMAN AHUSIÐ
4 Kringlan 4-12, sími 588 9944
KaíííLeiKhúsiö
Vesturgötu 3
Eva
bersögull sjálfsvarnareinleikur
„...textinn er bæði skemmtilegur og sannur í allrí
sinni tragi-kómik....bráðskemmtilegur einleikur...
ég skora á [konurjað fjölmenna og taka karlana
með..." SAB Mbl.
4. sýn í kvöld 12.12 kl. 21 uppselt
Næstu sýningar verða eftir áramót
Rauð jól, jólavaka Hugleiks
fi. 14,des. kl. 21.00
su. 17.des. kl. 21.00
Missa Solemnis
eftir Kristiinu Hurmerinta
Innlegg Kaffileikhússins til jólanna, helgi- og
kyrröarstund fyrir alla fjölskylduna í önn jó-
laundirbúningsins. Helgiieikur sem vekur frið
og eindrægni, leikinn í ró við kertaljós og
helgistemningu.
Einleikari: Jórunn Sigurðardóttir
Leikstjóri: Kristiina Hurmerinta
Búningar og leikmynd: Rannveig Gylfadóttir
Sýningarstjóri: Karóllna Magnúsdóttir
Frumsýning sunnudaginn 17.12. kl. 17.30
Sýningar daglega kl. 17.30 til jóla
Sýning á Þorláksmessu kl. 24.00
Sýning á aðfangadagskvöld kl. 24.00
MIÐASALA I SIMA 551 9055
Islensk list
Fálkagötu 30b
Gleðilegar jólaglerstjömur
Opiðfrá kl. 14-18, símar 552 8141 og 861 5693
Söngsveitin Fílharmonía
Aðventutónleikar í Langholtskirkju
þriðjudaginn 12. desember kl. 20.30
og miðvikudaginn 13. desember kl. 20.30.
Einsöngvari: Þóra Einarsdóttir.
Konsertmeistari: Rut Ingólfsdóttir.
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson.
Miðasala í bókabúð Máls og menningar,
Laugavegi 18 og við innganginn.
FÓLK í FRÉTTUM
Oryggið uppmálað
TONHST
HI j ó m 1 e i k a r
Utgáfutónleikar Sóldaggar í ís-
lensku óperunni fimmtudags-
kvöldið 7. desember. Meðlimir Sól-
daggar eru Bergsveinn Arilíusson,
söngvari, Gunnar Þór Jónsson, gít-
ararleikari, Stefán H. Henrýsson,
hijómborðsleikari, Jón Ómar Erl-
ingsson, bassaleikari og Baldvin A
B Aalem, trymbill.
FJÖLMARGAR íslenskar plötur
eru að koma út þessa dagana og
endurspegla tónleikastaðir höfuð-
borgarinnar óneitanlega þá stað-
reynd. Vart líður sá dagur að ekki
sé um einhvers konar útgáfutón-
leika sé að ræða á einhverjum
staðnum. Þessir staðir eru misvel
fallnir til slíkra viðburða en Is-
lenska óperan verður að teljast
með heppilegri stöðum. Þangað
hélt undirritaður til að hlýða á út-
gáfutónleika Sóldaggar sl. fimmtu-
dagskvöld.
Það var hinn sérkennilegi Geir
Ólafsson, alias Geiri Smart, sem
hóf tónleikana fyrir þá Sóldagg-
armenn. Hljómsveit hans, Furst-
arnir, fylgdu ekki með í eigin per-
sónu heldur á geisladiski. Geir var
hinn hressasti og söng gamla
smellinn „My Way“, bæði á frum-
málinu sem og hinu ástkæra yl-
hýra.
Tæknilega séð er Geir ekki af-
leitur söngvari en hann hljómar
frekar ósannfærandi, svo skær-
róma og glaðhlakkalegur, í túlkun
sinni á hinum dramatíska uppgjör-
stexta. Nóg um Geir, enda tónleik-
arnir Sóldaggar.
Sóldaggarmenn léku í rúmar 50
Morgunblaðið/Golli
Bergsveinn söng eins og engill
með hæsi segir Orri.
mínútur lög af nýútkominni plötu
sinni, Popp, í bland við eldra efni.
Þar sem ég þekki lítið til hugverka
Sóldaggar þótti mér bagalegt að
Bergsveinn söngvari kynnti
sjaldnast lögin. Mér er því ómögu-
legt að greina hér frá því hvaða
lög mér fannst standa upp úr í
flutningi. Ég þekkti þó flesta af
eldri smellum sveitarinnar og stóð
Friður þar upp úr, enda er það lag
kraftmikið og vel fallið til tónleika-
flutnings.
Annars þótti mér nýju lögin
misgóð en yfirleitt mjög vel út-
færð, og öll voru þau flutt af miklu
öryggi. Sóldögg er mjög vel spil-
andi hljómsveit og Bergsveinn er
með betri söngvurum í faginu.
Hann söng á köflum eins og engill
með hæsi og var yfirleitt nokkuð
hreinn í tóninum. Textaframburð-
urinn var aftur á móti fyrir neðan
allar hellur, einkum í samhijóð-
aframburði. „D“ verður einatt „T“
í framburði Bergsveins sbr. „Bíttu
pabbi, bíttu mín“, sem var lokalag
sveitarinnar þetta kvöld. Ég er þó
ekki að mælast til einhvers of-
urskýrleika í framburði því text-
arnir eru svo illa ortir að lögin
kæmu mörg hver betur út ótextuð.
Mér þykir ástæða til þess að
minnast sérstaklega á góðan
hljómburð í Óperunni þetta
fimmtudagskvöld. Hljóðmyndin
var einkar skýr og það sem meira
er, það var aldrei hávaði. Eins var
lágri tíðni hljóðmyndarinnar yfir-
leitt í mun meira hóf stillt en ger-
ist og gengur hjá „woofer“-glöðum
hljómleikahljóðmönnum landsins.
Ljósavinna var einnig með
ágætum ef undan er skilið þegar
áhorfendur fengu í tvígang sterk
ljós í augun. Ljós ætti undantekn-
ingalaust að nota til að lýsa upp
skemmtikrafta en ekki áhorfendur.
Stemningin á hljómleikunum var
þokkaleg en ekkert meira en það.
Hún hefði eflaust verið betri ef
leikið hefði verið á Gauknum, því
einhvern veginn fór virðuleiki Op-
erunnar ekki alveg saman við hina
öldurhúsavönu Sóldögg og þeirra
fylgjur. Astandið var þó aldrei
neyðarlegt og Bergsveinn var í
góðu sambandi við áhorfendur.
Hann bað þá svo um að fylgja sér
á Gaukinn að hljómleikum loknum!
Þegar á heildina er litið þá
fannst mér hljómleikarnir prýði-
legir. Ég er ekkert dolfallinn yfir
hugverkum Sóldaggar en mér
finnst þeir gera sína hluti ákaflega
sannfærandi. Sóldögg er öryggið
uppmálað.
Orri Harðarson
Eg veit það ekki
TONLIST
Geisladiskur
VIÐ EIGUM SAMLEIÐ
Við eigum samleið, safnplata með
sönglögum Sigfúsar Halldórssonar.
Flytjendur eru Andrea Gylfaddttir,
Björgvin Halldórsson, Egill Ólafs-
son, Erna Gunnarsdóttir, Helgi
Björnsson, Hreimur Orn Heim-
isson, Margrét Eir, Ólafur Kjartan
Sigurðsson, Páll Rósinkranz og
Regfna Óskarsdóttir. Hljóðfæra-
leikur var í höndum Sigurðar
Flosasonar (saxófónar, flautur og
kiarinett), Gunnlaugs Briem
(trommur og ásláttarhljóðfæri), Ró-
berts Þórhallssonar (bassi og
kontrabassi), Guðmundar Péturs-
sonar (gi'tar), Einars St. Jónssonar
(trompet), Einars Jónssonar (bás-
úna), Péturs Hjaltested (orgel,
pi'anó, hljómborð og harmonikka),
Oliver Manoury (bandoneon) og
Richard Korn (kontrabassi). Lög
eru eftir Sigfús Halldórsson en
texta eiga Tómas Guðmundsson,
Indriði G. Þorsteinsson, Vilhjálmur
frá Skáholti o.fl. Um upptökur og
útsetningar sá Pétur Hjaltested.
42,52 mín. Spor/Skífan gefur út.
ÉG veit það ekki. Ég bara veit það
ekki er um útgáfur eins og þennan
hljómdisk er að ræða. Hér er að
finna safn sönglaga Sigfúsar Hall-
dórssonar í flutningi vel þekktra ís-
lenskra dægurlagasöngvara, af
yngri sem eldri kynslóðum. Víst er
það vandaverk að gera lögum Sigfús-
ar skil, enda maðurinn efalaust með
helstu lagasmiðum þjóðarinnar. Nú
er því fjarri að það sé einhver glæpur
að fólk reyni sig við sígild lög, svo
fremi að þau séu þá gædd nýju lífí, í
það minnsta annars konar lífi. Það er
hins vegar engan veginn að gera sig
hér og lögin eru líkust bragðlausum
rjómatertum, útsetningar áreitis-
lausar og lífvana.
Spilamennskan sem slík er þó til
fyrirmyndar. Þótt engar áhættur
séu teknar, enda það aldrei tilgang-
Björgvin Halldórsson er á meöal
flytjenda á Við eigum samleið
og sýnir fagmannlega takta.
urinn, er fagmennsku fyrir að fara
og íýrir það þakka ég. Því að hljóð-
færaleikurinn er ekki meinið á þess-
ari plötu.
Söngurinn. Þar
stendur hnífurinn í
kúnni. Söngvaramir
á plötunni, sem eru
eðlilega mikilvæg-
ur þáttur á söng-
lagaplötu, standa
sig ekki sem
skyldi. í allflest-
um lögunum
vantar tilfinn-
ingar, túlkun,
innlifun. Það er
eins og allir séu
hér mættir í vinnuna, áhuga-
lausir með mánudagsandleysi hang-
andi yfir sér.
Helgi Bjömsson flytur t.a.m. lögin
„Tondeleyó" og „íslenskt ástaljóð"
(réttilega er það skrifað „íslenskt
ástarljóð“. Ég man ekki eftir að hafa
séð verri frágang, með tilliti til mál-
fars og stafsetningar, en á jólaútgáfu
þessa árs. AJger skömm að þessu.)
og er afar ósannfærandi. Ema
Gunnarsdóttir flytur „Lítill fugl“ og
„í grænum mó“ og svipaða sögu er
að segja þar.
Meira að segja traust krosstré,
eins og Páll Rosinkranz og Egill
Ólafsson, bregðast. Egill, sem jafnan
skilar sínu fölskvalaust, oftúlkai’ af-
skaplega í sínum flutningi, nær ekki
að halda aftur af geigvænlegri ná-
lægðinni og sjarmanum sem hann,
þessi annars ágæti listamaður, býr í
ríkum mæli yfir. Egill með stóm E-i,
fer á hlemmiskeið mikið, lögunum til
vansa. Og Páll er einfaldlega ekki að
virka, en hann flytur t.d. perlumar
„Litla flugan" og „Dagný“, seinna
lagið í félagi við Andreu Gylfadóttur.
Bjargvættar hér eru þau Hreimur
Örn Heimisson og Regína Ósk Ósk-
arsdóttir, sem flytja hið fjömga „Við
eigum samleið" skemmtilega, eina
lagið sem eitthvert líf er í hér.
Margrét Eir og Björgvin Halldórs-
son skila sínu fagmannlega.
Samanburður við aðrar útgáfur og
eldri á lögum Sigfúsar er óhjá-
kvæmilegur. Lögin hér fölna við
hliðina á útgáfum systkinanna Ellýj-
ar og Vilhjálms svo skýrasta dæmið
sé tekið en einnig væri hægt að
nefna til söngvara eins og Jón
Sigurbjörnsson,
Guðmund Guðjóns-
son og jafnvel höf-
undinn sjálfan, þótt
raddsterkur hafi hann
aldrei verið, sem dæmi
um betri og fyllri flutn-
ing.
Heildarsvipur plöt-
unnar er dauflegur og
maður veltir fyrir sér til-
ganginum með þessu.
Hér hefði einfaldlega ver-
ið skynsamlegra að fram-
leiða meira af eldri plötum með lög-
um Sigfúsar, úr því það þurfti endi-
lega að „heiðra“ minningu hans á
einhvem hátt. Fengur er þó að text-
um og bitastæðum upplýsingum sem
er að finna í bæklingi. Fátt er svo
með öllu illt...
Það er farið að gæta offramleiðslu
á svona efni. Efni sem virðist fremur
ráðast af markaðsöflum en listræn-
um metnaði. Þessi endalausa endur-
vinnsla er orðin þreytandi. Það er
orðið tímabært að fara að skapa. Og
hana nú!
Arnar Eggert Thoroddsen