Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Áhrifamikill flutningur Morgunblaðið/Jón Svavarsson Frá vinstri: Stjórnandinn Garðar Cortes og söngvararnir Nanna María Cortes, Hulda Björk Garðarsdóttir, Garðar Thór Cortes og Kristinn Sigmundsson. TOJVLIST Langhultskirkja ÓRATÓRÍAN ELÍA Flytjendur voru Kór Islensku óp- erunnar, Kristinn Sigmundsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Nanna María Cortes, Garðar Thór Cortes og félagar úr Sinfóníuhljómsveit fs- lands, konsertmeistari var Sigrún Eðvaldsdóttir og stjórnandi Garðar Cortes. Laugardaginn 9. desember. ÓRATÓRÍUNA um spámanninn Elía samdi Mendelssohn 1895 og var verkið frumflutt 26. ágúst 1875 í Birmingham, við fádæma hrifningu áheyrenda. 1836, þegar Mendelssohn hafði lokið við óratoríuna um Pál postula, vaknaði strax sú hugmynd að semja óratóríu um Elía spámann og til þessa verks leitaði hann ráða hjá séra Júlíusi Schubring, er einnig hafði verið ráðgjafi hans við gerð óra- tóríunnar um Pál. í bréfi til Schu- brings segist Mendelssohn vilja leggja áherslu á leikræna túlkun en „ekki sögulega frásögn og hefja verk- ið á dramatískum og tilfinninga- þrungnum spádómi Elía“ um lang- varandi þurrkatíð, nokkuð sem þýddi hungursneyð, dauða og jafnvel eyð- ingu ísraels, íyrir að hafa snúið baki við Guði og íyrir átrúnað þeirra á Baal. Á eftir þessum spádómi, sem er út- færður sem tónles og sunginn af mik- illi reisn af Kristni Sigmundssyni, kemur hinn eiginlegi forleikur, sem á að tákna viðbrögð fólksins, sem brjót- ast svo út í neyðarópi lýðsins, „Hjáipa oss, Drottinn," í glæsilegum kór- þætti, sem kór íslensku óperunnar söng mjög vel, svo sem á reyndar við alla frammistöðu kórsins og þá ekki síst í þremur síðustu kórþáttunum, nr. 34, „Drottinn gekk framhjá", sem er einn kraftmesti kórþáttur verks- ins, og nr. 38, þegar Elía er uppnum- inn í eldlegum vagni, og ekki minnst í lokákómum, sem var hreint út sagt glæsílega fluttur og stórkostlegt nið- urlag tónleikanna. Kórfélagai', sem áttu ágætlega sungnar einsöngsstrófur, voru Elma Atladóttir og Dagrún Hjartardóttir, er sungu dúett og einnig í tvöföldum kvartett, þar sem með þeim voru Sig- m-laug Jóna Hannesdóttir, Þórdís Þórhallsdóttir Kristinn Kristinsson, Ágúst Guðmundsson, Pétur Óm Þór- arinsson og Manfred Lemke. Söngur þeirra var áferðarfallegur en skorti það raddafl, sem þjálfaðir og reyndir einsöngvarar hafa til að bera. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir söng hlutverk drengsins sem horfir til veðurs og sér um síðir skýin rísa sem mannshönd upp úr hafinu. Ágústa söng sitt af þokka en það hefði mátt vera meira „crescendo" í röddinni, þegar dreng- urinn sér skýin hrannast upp og storminn bresta á. Garðar Thór söng hlutverk Óbadía dróttseta og söng mjög fallega aríuna „þá þér leitið mín af öllu“. Nanna María söng hlutverk engilsins, sem færir Elía boð um hvar hann skuli fela sig og leita skjóls hjá „ekkju nokkurri". Nanna María söng mjög fallega en raddsvið þessa tónleskafla er of lágt fyrir rödd hennar. Hlutverk ekkjunnar söng Hulda Björk af tölu- verðri reisn, er ekkjan hrópar á guðs- manninn til hjálpar syni sínum. í þessum fallega þætti, sem var mjög vel fluttur af Huldu og Kristni, má heyra einlæga sorg ekkjunnar við fráfall sonar síns á móti mannlegri samúð guðsmannsins og var þessi þáttur einstaklega fallega mótaður, bæði af einsöngvurum og hljómsveit, undir stjórn Garðars. í þættinum þar sem Elía mætir Akab konungi og segir konungi að stefna öllum lýð Iraels upp á Karmel- fjall og manar dýrkendur Baal til að sanna mátt guðs síns var söngur Kristins voldugur og áhrifamikill, sérstaklega er hann manaði Baal- dýrkendur til að ákalla guð sinn og biðja hann að slá eldi í brennifómina. Þegar ekkert gengur hjá Baal-dýrk- endum útbýr Elía sína brennifóm og elding af himnum ofan, brennh- upp alla fórnina. Þá loks lofsyngur lýð- urinn Guð en Elía skipar að taka skuli alla presta Baals fasta og drepa þá. Þama er hinni „semetísku" grimmd rétt lýst og engill, sem Nanna María syngur, fordæmir þá sem bragðið hafa trúnaði við Guð, „Vei þeim“. Óbadía (Garðar Thór) biður Elía að bjarga þjóðinni og Elía fær til íylgdar við sig dreng, til að horfa til veðurs meðan hann sjálfur er á bæn, og þeg- ar regnið og stormurinn skellur á lof- syngur lýðurinn Guð í áhrifamiklum kór, „þökk sé þér Drottinn". Annar þáttur hefst á stórri aríu, „Heyrið, Israel, heyrið rödd Drott- ins“, sem Hulda Björk flutti mjög fal- lega en þó ekki þrungið af þeim boð- skap sem þessi fallega og predikandi aría býr yfir. Það er samt Ijóst að Hulda Björk er sérlega efnileg söng- kona. I seinni þættinum er meginefn- ið það, að lýðurinn snýst gegn Elía fyrir orð Isebel drottningar, sem Nanna María söng mjög vel, en hún er þegar orðin góð söngkona. „Tessit- úran“ í sönghlutverkum þeim sem Nanna María söng er fyrir altrödd og hentaði því ekki alls kostar raddsviði hennar, svo að rödd hennar fékk ekki að njóta sín sem skyldi. Óbadía, sem aðvarar Elía, svo að hann flýr út í eyðimörkina, var sunginn af Garðari Thór og gerði hann það vel en þar fer einstaklega efnilegur tenórsöngvari, sem þegar hefur sýnt að hann er góð- ur flytjandi orðs og tóna. I áhrifamikilli aríu, „Það er full- komnað", söng Kristinn Sigmunds- son af glæsibrag en með söngrödd- inni er „obligato" sellórödd, sem var einstaklega vel leikin af Bryndísi Höllu Gylfadóttur. Þessi kafli og englasöngurinn, sem kemur á eftir og er sunginn án undirleiks, er meðal þess fallegasta í þessu magnaða verki Mendelssohns. Flutningurinn var allur hinn besti, kórinn og Kristinn Sigmundsson sungu frábærlega vel. Aðrir ein- söngvarar, sem allir era ungir og lítt reyndir, vora mjög góðir og sungu af öryggi, þótt í heild vanti þá enn hljómkraft til að magna upp þá dramatík sem í verkinu býr. Leikur orgelleikarans og hljómsveitarinnar var góður, þótt einstaka sinnum væri leikur hljómsveitarinnar of sterkur, sem reikna má Garðari Cortes til skuldar í ákafa hans að ná fram drama verksins. Það var greinilegt, að Garðar lagði mikla áherslu á sterka tilfinningatúlkun, sem oft var sérlega áhrifarík, einkum á móti Kristni og kómum, sem áttu til þann raddþrótt að fylgja Garðari til hlítar, og gerði hlut þeirra og flutninginn í heild áhrifamikinn. Jón Ásgeirsson Eggjarauður í hafi ÚT er komin ljóðabúkin Fing- urkoss eftir Kristrúnu Guðmunds- dóttur. Þetta er önnur ljóðabók höfundar, hin fyrri er Hugfró frá 1996. Ljóðin í Fingurkossi láta lít- ið yfir sér og eru hæg og hljóðleg. „Ég er svo hrædd við öll stóru orð- in og hef held ég alltaf verið það,“ sagði Kristrún í samtali. Kyrrðin er ekki eingöngu orðanna. Ljóðin fjalia sum hver beinlínis um að draga sig út úr hringiðu lífsins og láta tímann streyma á móti sér eða stöðvast í stað þess að æða áfram. Gefa skynjuninni lausan tauminn. „Til dæmis í dag þegar ég gekk niður í bæ gerðist þetta einmitt. Svo fal- legt að horfa á Esjuna, litirnir svo fagrir, sjórinn spegilsléttur ... En svo var Laugavegurinn hinum megin og þar var ys og þys. Ég þurfti aðeins að fara tveimur göt- um neðar til að upplifa kyrrðina. Það er stutt á milli en við eygjum hana of sjaldan. Og þessi umgjörð er rétt handan sjóndeildarhrings- ins - ef maður bara gefur sér tíma.“ Sumar haust vetur vor sumar, haust... ? „Ég veit að þótt ég sé ekki hér (og þar) lengur heldur þetta allt áfram, lífsins gangur sjáðu til. Bara það að vita og muna að þetta heldur allt áfram styrkir mig í Iíf- inu.“ Hafið birtist sí og æ á síðum bókarinnar. Eins og tíminn getur það gleypt og ináð út. í ljóðinu „Á Garðsskaga" er hafinu líkt við manneskju, sólinni við eggja- rauðu. Eggjarauðan og sólin hverfa í ginnungagap mannsins annars vegar og hafsins hins veg- ar. Um uppsprettu ljóðsins segir Kristrún: „Þegar þessi mynd verð- ur til í huga mér þá er hún rétt og slétt fal- legt sólarlag en þegar ég kem út á Garðs- skaga minnist ég æv- inlega sjóslyss sem snerti fjölskyldu mína. Myndin kveikir á hugsunum um sjó- inn sem gleypir, einn- ig það sem er lifandi - en það er líka fullt af lífi í sjónum. Sjórinn er bara hluti af því sem hefur síast inn í vitund mína.“ I einfaldleika text- ans er fólgið mikið frelsi og höfundur veigrar sér við að njörva merk- ingu ljóðanna niður. „Það er alltaf hvers og eins að túlka ljóðin og það er einmitt svo gott þegar les- andanum dettur eitthvað í hug sem stemmir við eitthvað hjá hon- um.“ Og þó að hafíð sé mynd tím- ans; hafið sem gleypir þá er það líka svo margt annað. Eins og tákn um fyrirheit og þrá. Annað gegnumgangandi þema ljóðabókarinnar, eins og titillinn gefur til kynna, eru endurminn- ingar. Fortíðin er kvödd með fing- urkossi, síðbúinni kveðju án snert- ingar. Henni er heilsað og hún mönuð fram með Ijóðum. „Auk þess að vera fingurkoss til þeirra sem munu lesa bókina mína er hún fingurkoss til fólksins sem er ekki lengur hér á jörðu. Fólk sem var og er hluti af lífi minu. Og þó að ég gefi sólinni koss er hann líka ætlaður þeim sem farnir eru vegna þess að ég er hér þó enn þá, ... og get gefið koss.“ Endurminningarnar eru litaðar hlýju og.krafti en um leið trega- blandnar. í mörgum ljóðanna rennur sam- an barnslegt sjón- arhorn liðinnar stundar og sjón- arhorn þess er horfir um öxl og sér það sem síðar átti eftir að verða; holrúm í hlýj- unni. „Því fortíðin er ekki alltaf björt, það eiga sér alltaf stað at- burðir sem eru sorg- legir. Þótt fortíðin sé horfin er allt í lagi að horfa á hana úr fjar- lægð og hún er aldrei hlekkur. Hún er liðin en það þýðir ekki að hægt sé að þurrka hana út úr lífi sínu. Hún var, er og mun verða (eitthvað áfram vona ég), hluti af manni. þetta er allt svo saman- tvinnað. Fortíðin býr yfir mögu- leika á að skilja sjálfan sig, lff sitt og umhverfi betur þó að hún verði aldrei endurvakin eins og hún var. í því er aðdráttarafl hins liðna fólgið.“ Hinn yfírskilvitlegi heimur hef- ur líka aðdráttarafl, hið dularfulla og óvænta. Jafnvel þótt skynjunin sé alltaf takmörkuð er samt engin ástæða til að láta hana hindra sig í að sjá umhverfi sitt frá dálftið skökku, en skemmtilegu sjón- arhóli; sjá tilveruna í öllum skringilegheitunum. Og hver er svo sem ekki leiður á vís- indahyggju. Um furður lífsins seg- ir Kristrún: „Það er eitthvað sem ég alltént skil ekki en mér finnst ég samt skynja það meira og meira. Og ég held að okkur sé bara ekki gefið að skilja það. Mér finnst samt ekki að við þurfum að afneita því.“ „Hluti af þessu „þessu“ er til dæmis allar skrftnu tilviljanirnar sem henda mann, heppilegar eða ekki. Til dæmis þegar maður öðl- ast vitneskju um eitthvað og upp- götvar allt í einu hvernig í öllu liggur, svona: Aha, þar liggur hundurinn grafinn! Og allt í einu verður einhver merking til sem er samt oft svo óljós en skýr á sinn eigin hátt. Það er eitthvað annað og meira en bara hér og nú; við tvær - í þessu húsi - akkúrat núna tt Já kötturinn! „Já einmitt, kötturinn. Sumir kalla þetta tilviljanir og segja sem svo að þetta hafi nú bara verið til- viljun. En hvað er þá tilviljun spyr ég. Mér finnst voðalega gaman að velta orðinu til-viljun fyrir mér. Fyllist efasemdum þegar það stendur með þessu „bara“. Og af hverju verða tilviljanir? í röð ann- arra tilviljana." Fingurkoss hlaut viðurkenningu dómnefndar um Bókmenntaverð- laun Tómasar Guðmundssonar ár- ið 2000. Ljósmynd frá sjöunda áratugnum. Ég hægri hönd ömmu á Uppsölum Hræri í suðupottinum Augun mæna hungruð eftir því sem enginn fær öðlast og sjá ekki skuggamynd þess sem í vændum var fyrir gufu Úr Fingurkoss. Kristrún Guðmundsdóttir Nýjar bækur • Út er komin bókin Hættuleg kona sem fjallar um lífshlaup listakon- unnar Kjuregej Alexöndru Arg- unovu. Súsanna Svavarsdóttir er höfundur bók- arinnar. I kynningu for- lagsins segir: „Kjuregej Alex- andra segir hér frá óvenjulegu lífshlaupi sínu, frá örlagaþrungnum uppvexti sínum í Jakútíu, einu fjarlægasta landi gömlu Sovétríkjanna, þar sem líf á sam- yrkjubúum, oft við óblíðar aðstæður, og skólaganga fjarri heimahögum var hlutskipti hennar. Eftir það lá leiðin á leiklistarháskóla í Moskvu, þar sem ástin greip í taumana og leiddi hana alla leið hingað til íslands þar sem ævintýri og átök biðu hennar. Fram- andi menningararfur, hispursleysi og kjarkur hafa auðkennt allt það sem þessi fjölhæfa listakona hefur tekið sér fyrir hendur og saga hennar er saga allra þeirra sem láta hjartað ráða for - og gefast aldrei upp.“ Útgefandi er bókaútgáfan Iðunn. Bókin erl62 bls. ogprentuðíPrent- smiðjunni Odda hf. Leiðbeinandi verð: 3.980 lavnur. • ÚT er komin bókin Völuspá, sonutorrek og 12 lausavísur Egils. Þráinn Löve samdi skýringar. I fréttatilkynningu segir m.a.: „Fornbókmenntirnar verða sjálfsagt eilíft umfjöllunarefni íslendinga, a.m.k. á meðan íslenska er töluð. Þráinn Löve hefur sökkt sér í kveð- skap þann sem hann skýrir í bók þessari og þá meðal annars skýrt margt sem ýmist hefur verið talið óskýranlegt eða hann bendir á að hafi verið ranglega skýrt.“ Útgefandi er Fósturmold ehf. Leiðbeinandi verð: 2.980 krónur. Súsanna Svavarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.