Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Selur lúðuseiði fyrir um 400 milljónir króna FISKELDI Eyjafjarðar hf. hefur gert samning við Hydro Seafood í Rogalandi um að selja norska fyr- irtækinu 1,5 milljónir lúðuseiða á næstu fimm árum. Söluverðmætið er rúmlega 400.000 milljónir króna, að sögn Ólafs Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra Fiskeldis Eyjafjarð- ar. Ólafur segir að viðræður hafi stað- ið yfir að undanfömu og samningur gerður til fimm ára. í ár fara 200.000 seiði og fjölgar þeim um 50.000 á ári en síðasta ár samningsins fá Norð- mennimir þvx 400.000 seiði. Hann segir að verðið sé ekki sett í sjálfan samninginn en verðmætið sé rúm- lega 400.000 milljónir króna. Að sögn Ólafs er stefnt að því að auka framleiðsluna í eldisstöðinni á Hjalteyri nokkuð hratt á komandi árum og gangi allt samkvæmt áætl- un verður umsamið sölumagn aðeins hluti framleiðslunnar. Ennfremur stendur til að auka framleiðsluna í eldisstöðinni í Þorlákshöfn. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Bænastund við Kúagerði BYRGIÐ, kristilegt líknarfélag, stóð á laugardag fyrir bænastund við Kúagerði á Reykjanesbrautþar sem beðið var um vemd yfir ölhun þeim bifreiðum sem fara um Reykjanes- braut. Sr. Gunnþór Ingason, sóknar- prestur í Hafnarfirði, flutti bæn- arorð, en bænastundin var haldin í samvinnu við Umferðarráð, Hafn- arQarðarkirkju, Friðarboðann, Lög- regluna í Reykjanesbæ og Krossinn. Morgunblaðið/Sverrir Útifundur felagsins Ísland-Palestína á laugardag Stuðnmgur og samstaða með Palestínumönnum UM tvöhundruð manns sóttu útifund félagsins Ísland-Palestína á Austur- velli á laugardag, í tilefni intifada- dagsins 8. desember og mannrétt- indadagsins 10. desember. Ávörp fluttu Steingrímur Her- mannsson, fyrrverandi forsætisráð- herra, Þórunn Sveinbjamardóttir og Steingrímur J. Sigfússon alþingis- menn, sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, formaður alþjóða- og mannréttinda- nefndar Lútherska heimsambands- ins, og fundarstjóri var Sveinn Rún- ar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. „Það er mjög mik- ilvægt á þessum tíma að sýna stuðn- ing og samstöðu með Palestínu- mönnum og mér þótti vænt um hvað þessi fundur var vel sóttur," segir Sveinn Rúnar. „Þarna var fyrst og fremst verið að minnast fjölda bama, unglinga og fullorðinna sem fallið hafa fyrir byssukúlum og sprengjum ísraelshers undanfarnar tíu vikur. Og við voram að taka undir þær kröfur sem Palestínumenn leggja fram og era allar á grandvelli álykt- ana Sameinuðu þjóðanna. Kröfur um að hemáminu verði aflétt, um rétt flóttamanna til að snúa heim aftur og um rétt Palestínumanna til að stofna sjálfstætt fullvalda ríki.“ Sveinn Rúnar segir að félagið Is- land-Palestína standi nú fyrir söfnun til að sýna Palestínumönnum stuðn- ing í verki, enda sé þörf á hjálp og neyðaraðstoð mikil. Þegar er búið að afhenda fyrsta framlagið frá söfnuninni til tveggja sjúkrahúsa í Gazaborg og Jerúsalem og samtaka sem sjá um heilsugæslu, meðal annars í flóttamannabúðum. Ver doktorsritgerð sína við læknadeild HI STEINUNN Thorlac- ius ver doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla íslands í há- tíðarsal HÍ laugardag- inn 16. desember. And- mælendur eru dr. Mary-Claire King, pró- fessor við University of Washington í Seattle, og dr. Jón Jó- hannes Jónsson, dós- ent við læknadeild HÍ. Deildarforseti lækna- deildar stýrir athöfn- inni. Ritgerðin ber heitið „The involvement of BRCA2 in breast cancer in Ice- land“ eða „Hlutur BRCA2 gensins í brjóstakrabbameinum á íslandi". Doktorsverkefnið var unnið á Rannsóknastofu í sameinda- og frumulíffræði hjá Krabbameins- félagi íslands undir leiðsögn dr. Jórannar Erlu Eyfjörð dósents í erfðafræði. Ritgerðin byggist á fimm greinum sem hafa birst í við- urkenndum tímaritum á sviði erfðafræði og læknisfræði. I fréttatilkynningu segir: „Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein í íslenskum konum og árlega greinast um 140 konur með þennan sjúkdóm. Þekktir eru nokkrir þættir sem auka áhættu á sjúkdómnum, s.s. aldur, fjölskyldu- saga um brjóstakrabbamein og aldur við fæðingu fyrsta barns. Áætlað hefur verið að um tíunda hluta brjóstakrabbameina megi rekja til ættlægra breytinga í brj óstakrabbameins- genum. Fundist hafa tvö gen sem tengjast ættlægum brjósta- krabbameinum, BRCAl og BRCA2. Enn er margt á huldu um eðlilega starfsemi þessara gena en að öllum lík- indum koma þau að viðgerð á erfðaefninu og stjómun á frumu- hring. Tilgangur rann- sóknarinnar var að athuga hvort gallar í BRCA2-geninu tengdust ættlægum brjósta- krabbameinum á íslandi. Áður hafði verið sýnt fram á að breyt- ingar í BRCAl-geninu væru sjald- gæfar í íslenskum brjóstakrabba- meinsfjölskyldum. Rannsóknirnar sýndu að meginþorri íslenskra fjöl- skyldna með háa tíðni af brjósta- krabbameini hafði sameiginlega setröð umhverfis BRCA2-genið sem benti til að þessir einstakling- ar hefðu allir erft stökkbreytingu frá sameiginlegum forföður. Með því að skoða endurröðun á setröð- inni tókst að þrengja að því svæði sem innihélt BRCA2-genið. Árið 1995 tókst stórum hópi vís- indamanna víða að úr Evrópu og Bandaríkjunum að klóna BRCA2- genið. Þá var hafist handa við að leita að stökkbreytingu í geninu í íslenskum sjúklingum. Fljótlega fannst úrfelling á fimm basapörum framarlega í geninu sem veldur því að önnur samsæta gensins myndar ekki starfhæft prótein. Breytingin er svokölluð landnemastökkbreyt- ing, þ.e. allir arfberar hafa erft hana frá sameiginlegum forföður. í verkefninu var einnig gerð rannsókn á krabbameinsáhættu aríbera íslensku stökkbreytingar- innar. Áhættan reyndist vera um 40% við sjötugt, sem var lægra en erlendar rannsóknir höfðu sýnt fram á. Frekari rannsóknir fara nú fram hjá Krabbameinsfélaginu á áhrifum þessarar stökkbreytingar á krabbameinsfrumur auk þess sem stór styrkur hefur fengist til að rannsaka frekar áhrif ýmissa áhættuþátta bæði í arfberum BRCA2-stökkbreytingar og í miklu stærri hópi þeirra brjósta- krabbameinssjúklinga sem ekki hafa neina stökkbreytingu í þessu geni.“ Námsferill Steinunn er fædd í Reykjavík árið 1966. Hún lauk stúdentsprófi úr náttúrafræðideild Menntaskól- ans í Reykjavík árið 1986, B.Sc- prófi í líffræði frá Háskóla fslands árið 1990 og 30 eininga verkefni í erfðafræði frá líffræðiskor HÍ árið 1991. Hún starfaði við rannsóknir á brjóstakrabbameinum hjá Krabbameinsfélagi íslands frá 1989 til 1999 en starfar nú við krabbameinsrannsóknir hjá líf- tæknifyrirtækinu Urði Verðandi Skuld. Sambýiismaður hennar er Guð- jón Ingi Eggertsson, í meistara- námi í umhverfisfræði við HÍ. Steinunn Thorlacius Sandfok gæti reynst ferjunni skeinuhætt SANDFOK á Bakkafjöra gæti reynst erfitt viðureignar við ferju- siglingar á milli lands og Vestmanna- eyja verði farin sú leið að notast við loftpúðaskip. Að sögn Áma Erlends- sonar, hreppstjóra Austur-Land- eyja, er sandurinn í fjöranni laus í sér og fljótur að rjúka upp þegar vind hreyfir, enda hafi sandfok áður eyðilagt vélar loftpúðaskips sem gerð var tilraun með fyrir nokkram áram. Alþingi samþykkti í síðustu viku ályktun um að samgönguráðherra yrði falið að hlutast til um við Sigl- ingastofnun íslands, að hún hefji sem fyrst rannsóknir á ferjustöðu við Bakkafjöru í tengslum við ferjuleið frá Vestmannaeyjum, en frá Bakka- fjöra til Eyja era um 11 kílómetrar. Ámi Erlendsson segir að sér lítist vel á að þessi mál verði skoðuð, en þetta sé ennþá á framstigi og því lítið hægt að segja til um hugsanlega möguleika á ferjustað á Bakkafjöru, þar sem að loftpúðaskip gæti lagst að landi. „Ég held að þetta sé allt í lagi í góðu veðri, en ég held að ekki verði hægt að treysta á þetta í hvernig veðri sem er. Hann er svo laus sand- urinn þarna, hann rýkur alveg um leið og hreyfir vind. Það er það sem maður er hræddur við.“ Að sögn Árna væri líklega öragg- ast að sigla upp Álana, þar sem að Markarfljót rennur til sjávar, en þar væri hugsanlegt að fá frið fyrir sand- fokinu. „Fyrir nokkrum árum var gerð tilraun með loftpúðaskip þarna á milli, en sandurinn smaug inn í skipið og eyðlagði vélarnar, því vélin dró sandinn inn á sig. Ég er því hræddur um að þarna þurfi að vera gott veður.“ Ofan við Bakkafjöru er flugvöllur og segir Árni að talsverðar samgöng- ur séu við Vestmannaeyjar frá þeim velli. „Það era óhemju samgöngur þar á millli, þetta er einn af fjölmenn- ari flugvöllum landsins varðandi um- ferð. Þetta er svo stutt, ekki nema 5-7 mínútur sem tekur að fljúga þama á milli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.