Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Valsar, polkar & galhopp Gunnar Gunnarsson og Sigurður Flosason. Tónleikar í Akraneskirkju TOIVLIST III j n m <1 i s k a r VÍNARTÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓM- SVEITAR ÍSLANDS Stjórnandi: Peter Guth. Einsöngv- ari: Ulrike Steinsky. Umsjón út- gáfu: Þórarinn Stefánsson. Hljóð- ritun: Tæknideild Ríkisútvarpsins. Tónmeistari: Bjarni Rúnar Bjarna- son. Tæknimenn: Vigfús Ingvars- son, Georg Magnússon, Ástvaldur Kristinsson. Stafræn úrvinnsla: Páll Sveinn Guðmundsson. Úr tón- leikum í Háskólabioi 1988,1989, 1990,1999. Polarfonia Classics ehf. 2000. Ríkisútvarpið. PFCD 00 11 010-1 ÞESSI samantekt af völsum, polkum og annarri Vínartónlist eft- ir Johann Strauss júníor að stærst- um hluta (enda frægastur), en einnig pabba hans og nafna og Oscar nokkurn Strauss, Karl Michael Ziehrer og þann fræga hljómsveitarstjóra og tónskáld, Ro- bert Stolz (d. 1975), er aldeilis líf- leg og vel leikin af Sinfóníuhljóm- sveit Islands undir stjórn Peter Guth, sem einnig tekur strófur á fíðluna samkvæmt Strauss-etikett- unni milli þess sem hann veifar væntanlega boganum einsog tón- sprota svo allt sé á réttu róli - og líka til þess að það fari ekki milli mála að hljómsveitarstjóri sé nauð- synlegur, enda heyrir maður ekki betur en það þurfí heraga á mikið af þessari tónlist, einkum polkana og galhoppið svo ekki sé minnst á kvadrillurnar, og reyndar einnig mýkt og elegant fraseringar án þess að rytmi og tempó raskist - nema svona hæfilega til að úr verði músik. Það þarf reyndar líka díri- gent í Dóná svo blá og Keisara- valsinn, því þessi tónlist er á tals- vert stórum skala og aldrei of vel leikin (eða það finnst manni eftir að hafa hlustað á Vínarfílharmon- íuna leika Dónárvalsinn undir ekki minni sjarmatröllum en Bruno Walter og Karli Böhm; eða Keis- aravalsinn undir stjóm Furtwang- lers). Peter Guth er án efa ekta- fínn stjórnandi á verkum Straussanna og allra hinna, m.ö.o. músikalskur og stílisti mjög góður, fyrir utan að vera fullur af eld- móði, sem er allt afar nauðsynlegt fyrir þessa tónlist - sem var í raun og veru borgaraleg skemmtitónlist fyrir glaðlynda og hæfilega fjollaða Vínarbúa (sem þeir eru vonandi enn). Sinfóníuhljómsveitin leikur allt þetta mjög vel og virðist svara með eldmóði áherslum stjórnand- ans um snerpu, en jafnframt sveiflu og fínlegar fraseringar. Ég persónulega hefði kosið meiri (og hægari) dulúð í upphafí stóru vals- anna sem yxi upp í stærri sveiflu, en það er vegna þess að verkin bjóða upp á það, en Jóhann yngri hefur áreiðanlega ekki túlkað þau þannig, þegar hann flutti verkin með sinni hljómsveit. Stílfræðilega má vel vera að þessi túlkun sé kór- rétt. Og ekki vantar sveifluna, sem fyr segir. Ég saknaði svolítið meiri fyllingar í hljóm sveitarinnar yf- irleitt (uppá hlýjuna og sjarmann), en það er húsinu að kenna en ekki henni og upptökumeisturum. Há- skólabíó hefur reyndar komið und- arlega „vel út“ í mörgum upptök- um, en hér þarf maður hlýju og höfgi danssalarins. Það hefur bíóið ekki. Einsöngvarinn, Ulrike Steinsky, er væntanlega frá Vín- arborg, amk. syngur hún þannig og það þýðir að hún syngur þessa tónlist mjög vel, örugg og stundum flott. Það mætti etv. misskilja það í númeri Oscars heitins Strauss (d. 1954), en þá skyldu menn taka með í reikninginn að síðustu númerin eru meira til skemmtunar, Vínar- húmor, sem óperettur eru uppfull- ar af. Og söngur Steinsky er hér reyndar bæði fyndinn og glæsi- legur. Ég er á því að Tæknideild út- varpsins hafi unnið mjög gott verk og furðulítill munur á þessum mis- gömlu upptökum, sem eru hreinar og klárar. Og það er mikið klappað og greinilegt að allir skemmta sér konunglega, bæði áheyrendur og flytjendur. Oddur Björnsson GUNNAR Gunnarsson orgelleikari og Sigurður Flosason saxófónleikari halda tónleika í Akraneskirkju ann- að kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Þetta eru aðrir tónleikar þeirra félaga á Vesturlandi frá þvf að geislaplata þeirra „Sálmar lífsins" kom út fyrr á þessu ári. Þeir komu einnig fram á Kristnihátið á Þing- völlum í sumar. Þeir Gunnar og Sigurður munu á tónleikunum leika efni af geislaplöt- unni „Sálmar lífsins“ f bland við nýrra efni sem þeir hafa flutt að undanförnu. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Líf og dauði áMars Sungið, lesið og leikið FJÓRIR listamenn Leikfélags Reykja- víkur standa fvrir uppákomu í anddyri Borgarleikhússins þar sem þeir kynna nýútkomin verk sín, annað kvöld, mið- vikudag, kl. 20. Þetta eru þau Guðrún Ásmunds- dóttir, sem skrifað hefur barnabókina Lómu, Hera Björk Þórhallsdóttir, sem nýlega gaf út jólaplötuna Ilmur af jólum, Jón Hjartarson, með unglingabók- ina Ég stjóma ekki leiknum, og Guðrún Ásmundsdóttir Jón Hjartarson Sigrún Edda Bjömsdóttir, sem sent hefur frá sér myndband með hinni sívinsælu Bólu. Aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. Aðventutón- leikar í Víði- staðakirkju AÐVENTUTÓNLEIKAR verða haldnir í Víðistaðakirkju í Hafnar- firði annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. A tónleikunum munu koma fram Kvennakór Hafnarfjarðar undir stjóm Hrafnhildar Blomsterberg, Karlakórinn Þrestir, undir stjóm Jóns Kristins Cortes, og Kór eldri Þrasta undir stjóm Guðjóns Hall- dórs Óskarssonar. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. TOJVLIST Salurinn KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Milhaud, Britten, Schu- mann og Schubert. Ásdfs Valdi- marsdóttir, víóla; Steinunn Birna Ragnarsdóttir, pfanó. Laugardag- inn 9. desember kl. 18. VÍÓLAN, viola da bracchio eða „handleggsfjóla" sem enskumæltir kenna við fyrri lið en þýzku seinni (Bratsch), var skírð „lágfiðla" á ís- lenzku fyrri aldamóta. Eflaust í óvit- und um að hún er alls ekki „lág“ út- gáfa af ítölsku fiðlunni heldur upphafleg stærð hljóðfærisins. Það er nefnilega hin seinna til komna fiðla sem er há eða smækkuð útgáfa af víólunni (violino = lítil víóla), og væri nær að kalla hana „háfiðlu" eða „smáfiðlu". í stöðunni er því líklega skást að halda slettunni víólu svo enginn móðgist. Það er ekki algengt að heyra þennan að margra mati fallegasta meðlim fiðlufjölskyldunnar í ein- leikshlutverki, enda virðast víólu- bókmenntir aðeins brotabrot á við það sem skrifað hefur verið fyrir fiðlu. Á því em m.a. sögulegai- skýr- ingar (víólan var eitt síðasta strengjahljóðfærið sem farið var að kenna skipulega á), en kannski eink- um akústískar, þar eð víólan hefur aldrei haft roð við fiðlunni að hljóm- styrk. Hún átti því erfitt uppdráttar þegar tónskáldin fóra loks að sýna henni áhuga, eftir að hljómsveitir Sprækt höfðu stækkað að mun og forte- píanóið var orðið margfalt kraft- meira en í árdaga. Hefðu aftur á móti risið upp víólusnillingar á vel- mektardögum sembalsins, væri kannski öðravísi um að litast í dag. Víóluleikarar hafa því oft gripið til fimmundarlækkunar á verkum fyrir fiðlu eða umritunar á verkum fyrir önnur hljóðfæri á sama tónsviði eins og klarínett eða hom. Þess gætti í dagskrárvali á tónleikum Ásdísar Valdimarsdóttur og Steinunnar Bimu Ragnarsdóttur s.l. laugardag, þar sem aðeins tvö verk, eftir Mil- haud og Britten, vora framsamin fyrir víólu og píanó. Hafizt var handa með Sónötu eftir Darius Milhaud, skv. kynningu Ás- dísar saminni 1944 eða 1946, sem litlar sögur fara af en reyndist engu að síður hið áheyrilegasta verk. Bandarísk útlegð tónskáldsins á hemámsárum Þjóðveija kveikti þjóðlegar hvatir eins og fram kemur af hljómsveitarverki Milhauds Suite frangaise frá 1944. Nýklassísk Víólusónatan var ekki ósvipuðu marki brennd með stílrænum tilvís- unum í meistara Rameau og anda franskra þjóðlaga, og bar þegar í „Entrée“ inngangsþættinum tölu- vert á nostalgískum barokk-hermi- kontrapunkti. Samleikurinn var mjög góður, en hefði kannski mátt gæla ofurlítið meir við dýnamískar andstæður, ekki sízt í gikk-blendingi lokaþáttar. Þá var píanóið stundum með sterkasta móti, einkum í hæga en agað III. þættinum. Kom það vandamál reyndar upp annað slagið, sérstak- lega þegar víólan fór veralega niður fyrir hásvið, en hefði sennilega mátt laga með því að hafa flygillokið á hálfopnu í stað alopnu. Lachrymae eftir Benjamin Britt- en var næst, frumsamið fyrir víólu og píanó 1950 með vininn William Primrose í huga, en síðar umsamið fyrir strengjasveit á andlátsárinu 1976. Titillinn vísar í pavana end- urreisnarlútusöngvaskáldsins Dow- lands, „Flow, mine teares“, og er 11 tilbrigða útfærsla Brittens sérkenni- leg fyrir að birta ekki lagið í heild fyrr en í lokin. Leikurinn var svip- sterkur og blæbrigðaríkur, t.a.m. í eftirminnilegum kafla „spurninga og svara“ milli hljóðfæranna, og syngj- andi ppp hljómasláttur Steinunnar á einum stað svo glampafagur, að skiljanlegt var í sjálfu sér að vilja ekki matta hann á hálfu loki. Eftir innhverfan Adagioþátt Schumanns í dágóðu jafnvægi hófst seinni þáttur (Allegro) með hvelli í sérlega lífleg- um flutningi. Verkið var upphaflega samið fyrir horn, að sögn Ásdísar fyrsta verk tónbókmennta fyrir hið nýhannaða ventlahorn. Samleikur þeirra stallna var vel mótaður og sprækur, þó að hallaði stundum heldur á víóluna í styrk. ,Arpeggione“-sónata Schuberts í a-moll eftir hlé var framsamin 1824 fyrir samnefnt tízkuhljóðfæri, e.k. strok-gítar sem staldraði stutt við og hefði varla komið til, hefði annað og KVIKMY]\DIR Bfóhöllin, Kringlu- bíó, Bíðborgin, Nýja bíó Akurevri og Nvja bíó Keflavík RAUÐAPLÁNETAN „RED PLANET" ★ ★ Leikstjórn: Antony Hoffman. Fram- leiðandi: Mark Canton. Aðal- hlutverk: Val Kilmer, Carrie-Ann Moss, Tom Sizemore, Benjamin Bratt og Terence Stamp. 2000. ÞAÐ ætlar ekki að ganga vel að búa til Mars-myndir. Tim Burton bullaði og þvældi stjórnlaust í tvo tíma í Mars Attack! Brian De betra strokhljóðfæri með þverbönd- um - gamban - ekki löngu verið gleymt og grafið. Sónatan varð fljótt uppáhald sellóleikara, og með því að víólan býr við nákvæmlega sömu strengjastillingu áttund ofar, var þess sama skammt að bíða meðal víóluleikara. Enda var ekki annað að heyra en að sónatan kæmi ljómandi vel út í háu legunni, og sízt verr en í sellóútgáfu. Balansinn var furðugóður í fyrsta þætti, og söngur beggja hljóðfæra fallega samstilltur í Adagio mið- þættinum. Lokaþátturinn var einnig mjög skemmtilegur og neistaði af fjöri, en var kannski leikinn full beint af augum. Það var eins og vantaði stundum aðeins meiri dulúð á tilteknum stöðum. Þar hefði mátt ná skáldlegra flugi með meðvitaðri beitingu rúbatóa, hvílda og þagna, en hefði þá hugsanlega þurft meiri undirbúningstíma. Slík tilþrif þykja ekki að ástæðulausu meðal tíma- frekustu atriða í samæfingu. Það þarf ekki að fjölyrða frekar um leiftrandi vandaðan píanóleik Steinunnar né heldur um klukku- nákvæman samleik dúósins yfirleitt. En e.t.v. hefði verið ástæða fyrir víóluleikarann til að gefa sér aðeins lausari taum. Með þvílíkri salla- öraggri tækni, fallegum tóni og þaulmúsíkalskri mótun (sem m.a. kom fram af útsmoginni fjölbreyttri beitingu á víbratói) hefði Ásdísi að sinni verið fullkomlega óhætt að slaka ögn á hæversklega öguðum fjórteymisanda Chilingirian-kvart- ettsins og spila meira út. Ríkarður Ö. Pálsson Palma gerði Mission to Mars að undarlega óspennandi leit að upp- hafi lífsins. Pitch Black setti kynjaverur á Mars og gerði úr hefðbundinn skrýmslatrylli sem hafði í raun ekkert með Mars að gera. Og núna sjáum við Rauðu plánetuna, eða Red Planet eftir Antony Hoffman, sem er eins kon- ar blanda af tveimur síðastnefndu myndunum og alltaf á leiðinni með að verða annað og meira en hún án þess að ná takmarkinu. Val Kilmer og Carrie-Ann Moss fara fyrir leikarahópi sem sendur er til Mars einhvern tímann í ná- inni framtíð. Mannkyn er að rústa jörðinni og vantar nýjan bólstað fyrir eyðileggingarþörf sína svo reyna á að gera Mars byggilega en eitthvað hefur farið úrskeiðis í því ferli og senda verður mannaða geimflaug til plánetunnar að bjarga málunum. Þegar þangað kemur taka við óvæntir atburðir. Myndin á öðrum þræði að minna okkur á umgengnina við náttúruna og er að því leyti mjög umhverf- isvæn og hefur allar réttu mein- ingarnar á bak við sig en það verð- ur fjarska lítið úr handritinu þegar til kemur. Geimfararnir eiga á hættu að verða strandaglópar á Mars eftir að geimfarið þeirra laskast og vegna þess að Val Kilm- er fer með aðalhlutverkið er nokk- uð ljóst frá upphafi hver í hópnum bjargar sér. Búin er til aukin spenna með morðóðum vélbúnaði, eins konar HAL 9000 á fjórum fót- um (þess má geta að leiðangurs- stjórinn heitir Bowman) sem ræðst á hópinn og er eiginlega at- hyglisverðasti karakter myndar- innar, svona tölvuknúinn Jackie Chan. Úr þessu gerir leikstjórinn, Ant- ony Hoffman, aðeins sæmilega spennuafþreyingu þar sem helsta gildið felst kannski í umhverfinu. Honum tekst að búa til þá fram- andlegu plánetu sem Mars er í hugum okkar með berangurslegu klettalandslagi í rústrauðum lit og hann gerir einangrunina frá mann- heimum næstum áþreifanlega. Kilmer er reffilegur að vanda í hlutverki hetjunnar og Carrie-Ann Moss er það líka. Tom Sizemore fyllir alltaf vel út í hlutverk sín en aðrir hafa minna að gera. Hér er á ferðinni miðlungsgóð afþreying um líf og dauða á Mars. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.