Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ
Verðkönnun Neytendasamtakanna á matvörum
í Reykjavík og Kaupmannahöfn
Matarkarfan 32%
dýrari hér á landi
NEYTENDASAMTÖKIN gerðu
þann 4. desember sl. verðkönnun á
matarkörfu í Reykjavík og Kaup-
mannahöfn.
Þegar tekið er saman verð á 57
vörutegundum sem fást í báðum
borgunum kostar matarkarfan
22.684 krónur í Reykjavík en
15.739 krónur í Kaupmannahöfn án
virðisaukaskatts. Ef vöruverð er
reiknað án virðisaukaskatts nemur
verðmunurinn 44%.
Munurinn nemur 32% með virð-
isaukaskatti en hann er mishár í
löndunum. Virðisaukaskattur nem-
ur 25% í Danmörku en 14% á ís-
landi nema í örfáum undantekning-
artilvikum, s.s. af gosi og eplasafa
enjaá er hann 24,5%.
I ljós kom að í 41 tilviki af 57
reyndust matvörur dýrari í
Reykjavík en í 16 tilfellum ódýrari.
Nýtt
Hlaupahjól
með íslensk-
um leiðbein-
ingum
OLÍS hefur flutt
inn og hafið sölu á
Speedy-hlaupa-
hjólum. Hjólin eru
úr áli og því létt
og með álagsstuð-
ul allt að 160 kg.
í fréttatilkynn-
ingu frá Olís kem-
ur fram að ítarleg-
ar íslenskar leiðbeiningar séu á
hverju hjóli. Leiðbeiningar eru á fót-
stiginu þar sem varað er við ýmsu því
sem hættulegt getur verið að reyna á
hjólinu og mikilvægi hlífðarbúnaðar
Þegar verð á 57 vöru-
tegundum var kannað í
Kaupmannahöfn og
Reykjavík í síðustu viku
kom í ljós að í 41 tilviki
voru vörurnar dýrari í
Reykjavík.
Ágústa Ýr Þorbergsdóttir verk-
efnisstjóri hjá Neytendasamtökun-
um segir að könnunin hafi verið
gerð í sambærilegum verslunum í
báðum borgunum en hún var ekki
gerð í svonefndum lágvöruverðs-
verslunum og því er ekki um að
ræða lægsta verð sem neytendum
stendur til boða.
og þess að fara eftir umferðarlögun-
um áréttað. Undir hjólinu eru leið-
beiningar um hvemig setja eigi hjólin
upp og brjóta þau saman.
Með hverju seldu hjóli fylgir burð-
artaska fyrir hjólið sem kaupauki.
Hjólin fást í fimm mismunandi litum,
bláu, svörtu, gulu, rauðu og grænu og
eru til sölu á þjónustustöðvum Olís
um land allt. Þau kosta 7.900 kr.
Niðursneitt
grænmeti
MATRAÐ ehf. hefur hafið innflutn-
ing á niðursneiddu grænmeti og
sneiddu jöklasalati frá fyrirtækinu
Van Gorp BV í Hollandi sem vinnur
eftir IS09002- og HACCP-stöðlum.
Um er að ræða sex mismunandi
salatblöndur en einnig er hægt að
sérpanta aðrar tegundir.
I fréttatilkynningu frá Matráðum
ehf. kemur fram að einn stærsti við-
Ágústa segir að mesti verðmun-
urinn hafi verið á sveppum þegar
verð var reiknað með virðisauka-
skatti eða 428% en minnsti verð-
munurinn var á lambahrygg eða
3%.
Verð í könnuninni var umreiknað
miðað við opinbert viðmiðunar-
gengi Seðlabanka íslands 4. des-
ember sl. en þá var sölugengi
danskrar krónu 10,293.
Um verðsamanburð er að ræða
og ekki var tekið tillit til gæða eða
þjónustu í verslunum. Þó var lögð
áhersla á að bera saman verð á
sambærilegum vörum í sambæri-
legum verslunum. Tekið var verð í
einni verslun í hvorri borg, fyrir
hádegi í Kaupmannahöfn og síð-
degis í Reykjavík. Alltaf var valin
ódýrasta varan sem í boði var.
skiptavinur fyrir-
tækisins sé
McDonalds en yf-
ir 500 veitinga-
staðir nota græn-
meti frá Van
Gorp og m.a.
McDonalds á ís-
landi.
Sölu og dreif-
ingu á vörum frá Van Gorp BV á Is-
landi annast Matráð ehf., Gilsbúð 7.
Kvennaþrenna
KOMIN er á markað ný vörutegund
frá Urtasmiðjunni, svokölluð
Kvennaþrenna. Varan inniheldur
jurtaolíu og tvær tegundir af jurta-
smyrslum fyrir konur með sveppa-
sýkingu í leggöngum.
Um er að ræða náttúrulega heilsu-
vöru og er hún fáanleg í helstu
heilsuvöruverslunum.
&aj
Yilt þú gleðja ættingja erlendis?
Sendum flestar tegundir af fiski t.d.
reyktan lax, grafinn lax, lúðu, humar,
skötu, ýsuflök, gellur o.s.frv.
Komdu við í verslun okkar að Höfðabakka 1 og við
sjáum um að koma vörunni á leiðarenda með DHL.
Sendum allt árið.
l9o(<)al»akli;i I sími ->ST 5070
■ l%/ílíI, ei* i tísku-
ATII.: W«da«ti soii«lin^ni*«Iayrnr fVrir j«»I «kr IS. (l<‘Mkiiib«kr.
, Verðkönnun á matvöru í
Reykjavík og Kaupmannahöfn
Verð í ísl. krónum
m. virðisaukaskatti
Vörutegund
Reykja-
vík
Kaup-
manna-
höfn
Mismunur
á hæsta
og lægsta
verðií %
Mjólkurvörur
Mjólk 1 lítri 76 65 17%
Lífræn mjólk 1 lítri 114 82 39%
Smjör 500 g 178 237 33%
Brauðostur 1 kg 820 483 70%
Blámygluostur 100 g 135 82 65%
Hvítmygluostur 100 g 141 51 176%
Jógúrt án ávaxta 1 kg 170 154 10%
Jógúrt með ávöxtum 1 kg 224 154 45%
Fiskur 1 kg
Roðflett ýsu- eða þorsflök, ófrosin 968 1132 17%
Roðflett ýsu- eða þorsflök, frosin 748 703 6%
Kjöt 1 kg
Nautahakk 818 719 14%
Nautagúllas 1.550 1234 26%
Svínakótilettur 1.069 977 9%
Svínasnitsel 985 1028 4%
Svínalæri 485 267 82%
Kjúklingur, ferskur 630 359 75%
Kjúklingur, frosinn 667 147 354%
Kjúklingabringur, ferskar 1.799 1027 75%
Kjúklingabringur, frosnar 1.589 514 209%
Kjúklingalæri, fersk 899 373 141%
Kjúklingalæri, frosin 869 195 346%
Lambakótilettur 1.089 1234 13%
Lambahryggur 949 977 3%
Lambalæri 989 874 13%
Brauð
Franskbrauð 600 g 216 59 266%
Heilhveitibrauð 600 g 204 69 196%
Ávextir 1 kg
Rauð epli 179 205 15%
Appelsínur 129 67 93%
Bananar 184 158 16%
Vínber, græn 595 349 70%
Perur 167 349 109%
Kiwi 279 363 30%
Kartöfiur og grænmeti 1 kg
Kartöflur 159 143 11%
Tómatar 289 308 7%
Agúrkur 289 230 26%
Blómkál 387 205 89%
Púrra 459 158 191%
Sveppir 639 121 428%
Græn paprika 398 461 16%
lceberg salat 249 342 37%
Laukur 58 67 16%
Morgunverðarkom
Kellogs Corn Flakes 1 kg 375 329 14%
Kellogs Coco Pops 375 g 206 247 20%
I Adrar matvörur
Egg 1 kg 360 311 16%
Sykur1 kg 87 102 17%
Hveiti 2 kg 70 139 99%
Heilhveiti 2 kg 85 154 81%
Canderel sykursætuduft 75 g 329 277 19%
Merrild kaffi, 500 g 318 288 10%
Algengt kaffi, ódýrt 500 g 319 257 24%
Nesquik kakómalt 700 g 343 311 10%
I Drykkjarvörur og sælgæti
Coca Cola 2 lítrar 188 219 16%
Ódýrasti kóladrykkurinn 2 lítrar 129 95 36%
Eplasafi ódýrasta tegund 1 lítri 105 57 84%
Mars 65g 53 58 9%
Kit Kat 48 g 53 51 4%
Snickers 64,5 g 47 56 19%
Heimild: Neytendasamtökin
Frábær í bakstur \|
og matargerð (íso0)
í
Ekkert aukabragð |
I^eríaarjutaeiningar | ■
NÓVUsI |