Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 UMRÆÐAN Samræmd Yefmæling HALDINN var fundur um vefmæl- ingar hjá Verslunar- ráði íslands ö. des- ember sl. A fundinn mættu allir helstu forkólfarnir á íslenska netmarkaðnum, alls V 19 manns, þ.m.t. for- svarsmenn stærstu netmiðla landsins. Fyrir fundinum lá að svara þeirri spurn- ingu hvort vilji væri fyrir því að koma á samræmdri vefmæl- ingu á Islandi. Skemmst er frá því að segja, að mikill áhugi virtist fyrir því hjá fundarmönnum að komið yrði á samræmdri vef- mælingu. Vefmæling með sam- ræmdu sniði felst í því, að mæla netumferðina á mörgum heimasíð- um með samræmdum hætti. Þetta er nýtt fyrirbrigði og til komið vegna lítils samræmis í birtum töl- um um netnotkun. Stundum er sagt að erfitt sé að fínna sannleik- ann, og alveg sérstaklega á Netinu. Þörfin fyrir réttar og auðskiljan- legar upplýsingar um heimsóknir inn á heimasíður er því augljós og raunveruleg. Þriðjudaginn 5. desember birtist í Morgunblaðinu auglýsing um net- notkun landsmanna byggð á fjöl- miðlakönnun Gallup. Samkvæmt auglýsingunni heimsóttu að með- altali tveir einstaklingar netmið- * ilinn mbl.is á einni viku. 1,7 heim- sóttu visir.is, 1,3 leit.is, 0,7 heimsóttu strik.is, 0,4 torg.is og 0,2 einstaklingar heimsóttu ruv.is á einni viku. Hvernig á maður nú að skilja þessar tölur, er netnotkun Islendinga virkilega ekki meiri en tölurnar gefa til kynna? Margir hafa sjálfsagt misskilið auglýs- inguna. Allir vita að netnotkun ís- lendinga er almenn og mikil, trú- lega með því mesta sem gerist á byggðu bóli ef tekið er mið af fjölda nettenginga. Til er tækni til þess að mæla þessa notkun nokkuð nákvæmlega. Tækni þessi er tiltölu- lega einföld og vel þekkt, framkvæmdin kann hins vegar að vera flókin - sérstak- lega ef mæla á marga vefi með mörgum tækjum. Samræmd vefmæling byggist á því, að mæla marga vefi samtímis með einu og sama tækinu á sama hátt, og fá þann- ig fram sambærilegar tölur. Tæki þessi eru yfirleitt nefnd einu nafni teljarar og sú tegund sem um ræðir, vafra- tengdir fagteljarar (e. browser Netið Til er tækni, segir Jens P. Jensen, til þess að mæla netnotkun nokkuð nákvæmlega. based procounters). Teljarar þessir senda gögn í gagnagrunna, sem síðan flokka og reikna út fjöldann allan af upplýsingum um tegundir og eðli heimsókna inn á heimasíð- ur. Ef samræmd vefmæling kemst á laggirnar, eins og að er stefnt, þurfum við ekki að velkjast í vafa um það hversu mikil netumferðin er, því hana má einfaldlega mæla. Modernus ehf. og Verslunarráð Islands hafa með frumkvæði sínu lagt sitt lóð á vogarskálarnar til þess að koma megi á fót birtingu á samræmdum tölum um netnotkun Islendinga. Höfundur er framkvæmdastjóri Modemus ehf. - teljari.is. Jens P. Jensen G U C C I Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi Húfurnar eru hlýjar og vandaðar. Kuldahúfa úr náttúrulegum efnum er hlýleg jólagjöf! Hattar og húfurfyrir bœði kyn. Slœður, hanskar, pils, blússur, dag- og kvöld- kjólar. Góð verð á gœðavöru! Opið kl. 13 til 22 frá 15. Desember. HATTABÚÐ R E Y K J A VI K U R Nokkuð sem aldrei átti að gerast NIJ Á jólaföstu hafa tryggingafélögin og fleiri aðilar staðið að átaki til að draga úr og helst að uppræta í eitt skipti fyrir öll ölvunar- akstur meðal lands- manna. Það er ekki að ástæðulausu sem þessi árstími er valinn til slíks átaks, enda hefur ölvunarakstur verið hlutfallslega hvað mestur er nær dregur jólum. Ölvunarakstur vill oftar en ekki enda með skelfilegum afleið- ingum, bæði fyrir hinn drukkna ökumann og aðra sem hann hefur valdið tjóni. Má þar nefna tjón á bílum og fleiru en þó ekki síst slys á öðrum vegfar- endum, oft svo alvarleg að bani hlýst af eða fólk býr við alger ör- kuml það sem eftir er. Samkvæmt umferðarlögum ber tryggingafélögunum að jafnaði að greiða bætur til þeirra sem verða fyrir tjóni af völdum vélknúinna ökutækja. Þegar svo stendur á að ölvaður ökumaður hefur valdið tjóninu eiga félögin hins vegar end- urkröfurétt á hendur honum. Tjón sem þannig eru endurkrafin geta í mörgum tilfellum numið hundruð þúsunda króna og jafnvel milljón- um í verstu tilvikum. Er þá ein- ungis tekið til það beina tjón sem tryggingafélögin hafa orðið að greiða í bæt- ur. Oftast er það að- eins hluti þess heild- artjóns sem hlýst þegar slys verða sem tjónvaldur er þannig endurkrafinn um. Gríðarlegum fjárhæð- um er einnig varið af sjúkrahúsum og raun- ar heilbrigðiskerfinu öllu, til að koma slös- uðum einstaklingi til heilsu á ný. Er þá ótalinn sá mannauður sem glatast samfélag- inu þegar fólk slasast eða lætur lífið í um- ferðarslysum. Hjá Hagfræðistofn- un Háskóla íslands hefur verið reiknað út að tjón samfélagsins vegna einstaklings, sem slasast mjög alvarlega í umferðinni, geti verið allt að 66 milljónir króna. Sú upphæð getur ríflega tvöfaldast og orðið hátt á annað hundrað milljón króna þegar um banaslys er að ræða. Ölvunarakstur snýst ekki bara um að vera gripinn og þurfa að greiða nokkra fimmþúsundkalla í sekt og missa ökuskírteini í ein- hvern tíma. Það mikla tjón sem oft vill íylgja slíkum akstri er hinn grafalvarlegi hluti. Þótt ökumaður- inn sé endurkrafinn um aðeins lít- inn hluta þess tjóns sem hann veld- Ölvunarakstur Sektarkenndin fyrir að hafa valdið sjálfum sér og öðrum varanlegum örkumlum, segir Ágúst Ögmundsson, er svo sérstakur kapítuli sem aldrei fyrnist yfír. ur getur það verið honum fjárhagslega ofviða þannig að það verði honum þungur baggi um margra ára skeið. Ökumaðurinn getur svo sjálfur lent í þeirri ógæfu að slasast og eiga þá hvergi bóta- rétt. Sektarkenndin fyrir að hafa valdið sjálfum sér og öðrum var- anlegum örkumlum er svo sérstak- ur kapítuli sem aldrei fyrnist yfir og verður þungbærari en ella fyrir það eitt að hafa ekið fullur. Nokkuð sem aldrei átti að hafa gerst, en gleymdist eitt lítið augnablik þegar spara átti einn leigubíl. Afdrifarík „gleymska" sem koma má í veg fyr- ir ef ökumenn temja sér þá gull- vægu reglu „eftir einn ei aki neinn“. Höfundur er aðstoðarforstjóri Tryggingam iðs töðvarin imr hf. Ágúst Ogmundsson Aðförin að rótum Islandsklukkunnar HÉR hefur orðið til einskonar riddararegla, sem á sér hvorki nafn né póstfang. Þessi regla, sem kalla mætti Kilj- anómana, hefur valið sjálfa sig til þess að reisa Halldóri Kiijan Laxness einskonar hug- lægt musteri þar sem hinir vígðu gæta logans eins og Vestumeyjar í Róm hinni fomu. Höfuð- stöðvar reglunnar eru í Heimspekideild Há- skóla Islands, auk anga sem ná út í bókaútgáf- una og hugsanlega til einstaklinga sem þókn- ast vilja reglunni. Utangarðsmennn skulu ekki dirfast að fjalla um Hall- dór Laxness og verk hans. Og nú skal vikið að Eiríki Jónssyni og riti hans Rætur íslandsklukkunnar. Margir hafa talið það verk til önd- vegisrita, en fáir gert þá skoðun sína opinbera. Hér verður reynt að gera grein fyrir orsök þeirrar tregðu. Blekið var varla þomað á síðum bók- arinnar, þegar dragsúgur kaldur fór að leika um stofur og ganga Háskól- ans. Um bókina reis þagnarmúr, þykkur og grár, en enginn, ekki einn einasti, hafði djörfung til að lýsa því yfir að þetta væri vond bók. Það mun vera lögmál meðal barna: Ef ég loka augunum, sé ég ekki ljóta karlinn og þá hverfur hann. En Eiríkur hvarf ekki. Menntunarstiginn er geir- negldur þrep fyrir þrep. Fagidjótið telur sig fullkomið og leyfir engin frávik. Eiríkur hefur verið kaliaður stærðfræðingur og samkvæmt geir- neglingunni á slíkur maður ekki að fjalla um bókmenntir. Þeir vom margir sem í hjarta sínu dáðust að þessu verki, en þögðu þegar á reyndi, það er ömggara að styggja ekki majestetin. Og þótt vindurinn, ósýnilegur, blési í fangið lagði Eirík- ur verk sitt fram til doktorsvarnar. Dómnefnd var skipuð. Engu var lík- ara en dómnefndarmennimir hefðu beðið eftir því að fá í hendur dómsvald yfir þessu verki. Þeir hófu ákafa lúsaleit, þeir sáu ekki höfuðið sem lýsn- ar áttu að hýsa. Það væri hverjum manni ofverk að tíunda allan þann tittlingaskít og hártoganir sem þeir byggðu dóm sinn á. Og svo bregður nefnd- in sér í hlutverk bók- menntagagnrýnenda, sem stundum kalla eftir einhveiju sem er alls ekki að finna í verkinu - „að sýna listræn vinnubrögð skáldsins" vilja þeir allt í einu undir lokin. Geta þeir það? Getur nokkur Dómur Fróðleikur og skiln- ingur, segir Kjartan Guðjónsson, fara ekki alltaf saman. það? Ekkert bendir til að það hafi nokkurn tíman verið markmið Ei- ríks. Þessi dómnefnd Heimspekideildar hlaut verðskuldaða frægð. Hæsti- réttur dæmdi einróma að í dómi hennar fælist meiðyrði sem hann dæmdi dauð og ómerk. (Sjá hæsta- réttardóm nr. 99 /1984). Lútersk kirkja veitir ekki synda- aflausn. Guðfræðideild sem auðvitað er á sömu braut og Heimspekideild kom hér til bjargar. Guðfræðideildin valdi einn af hinum þremur dæmdu nefndarmönnum Heimspekideildar til að meta gildi doktorsritgerðar í guðfræði. Sá útvaldi settist með miklum virðuleik í hið fræðilega dómarasæti. Þannig hlutu hinir tveir í raun einnig syndaaflausn hjá Guð- fræðideild. „Yfir litlu varstu trúr, yf- ir mikið mun ég setja þig“, segir í helgri bók. Vera má að Heimspeki- deild og Guðfræðideild hafi þannig ætlað að gefa þessum trúu þjónum sínum „lífsins kórónu“. Það er deginum ljósara, að nefnd þessi hefur talið verk Eiríks skáldinu til hnjóðs. Fróðleikur og skilningur fara ekki alltaf saman. Þarf að spyrja, héldu dómnefndarmenn ekki að Halldór hafi nælt sér í texta hér og þar, en ekki sé við hæfi að tíunda slíkt, þegar slíkur höfundur á í hlut. Þegar Halldór Kiljan Laxness nýtir litlausa frásögn af veislu 1 Jagara- lundi, dagbækur Magnúsar Hjalta- sonar eða þurr bréf og dóma og sveigir efnið að verki sínu hefur hann blásið í það lífsanda. Þegar efnið er orðið hluti af listaverki hans er það um leið eign hans og einskis annars. Bendir ekki heift nefndarinnar útí Rætur íslandsklukkunnar til þess að þeir hafi ekki skilið neitt ? Með verki sínu hefur Eiríkur bætt alin við hæð skáldsins og var hún þó ærin fyrir. Rætur íslandsklukkunn- ar má kalla kennslubók fyrir unga rithöfunda, hér sjáið þið, hvernig al- vöru höfundur vinnur. Halldór sagði eitt sinn að ungir rithöfundar gætu ekki orðað hugsun sína og nenntu ekki að vinna. Síðan hefur enn sigið á ógæfuhliðina og það svo að nú skiptir kunnátta í íslensku ekki máli lengur. Hugmyndin skiptir máli og ef hún er ekki tiltæk má alltaf halla sér að aulafyndni, sem nú virðist vera orðin lífstíll heillar þjóðar. Hvernig má það vera að hæpinn dómur dæmdra manna skuli ekki hafa verið ógiltur? Hvar annars stað- ar í hinum menntaða heimi gæti slíkt átt sér stað? Margnefndir dómnefndarmenn geta trúlega huggað sig við, að höf- undur þessa pistils kláraði ekki einu sinni fíluna. Én hvernig var það ann- ars í sögunni forðum, var það ekki barn sem hrópaði: „Hann er ekki í neinu“! Höfundur er listmálari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.