Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 30
30 MtimmXÓUR '12. DRSRMRKÍt 2000 URVERINU MORUtíNRRAUTfl' NEYTENDUR Símaþj ónusta Leiðbeiningar stöð var heimilanna Gjald tekið fyrir hverja mínútu SÍMAÞJÓNUSTA Leiðbeiningar- stöðvar heimilanna hefur frá stofn- un fyrírtækisins árið 1963 verið neytendum að kostnaðarlausu en nýlega varð breyting þar á. Nú kostar mínútan 66, 38 krónur. „Breyttar áherslur fylgja nýjum tímum. Þetta er nauðsynlegt til þess að standa straum af öllum þeim kostnaði sem fylgir því að reka slíka þjónustu, “ segja Hjördís Edda Broddadóttir og Guðrún Þóra Hjaltadóttir, framkvæmdastjórar Leiðbeiningarstöðvar heimilanna. Þær segja að fólk geri sér grein fyrir þessari breytingu og komi með hnitmiðaðri og markvissari spurningar í staðinn. „Þá eru dæmi þess að fólk safni nokkrum fyr- irspumum saman áður en það hringir og fær í staðinn svör við þremur til fjórum spumingum í einu,“ segir Hjördís Edda. Breyttar áherslur fylgja nýjum tímum Að sögn þeirra fínnst flestum í dag sjálfsagt að greiða fyrir fræðslu og upplýsingar sem þessar. „Þá eru þeir líka til sem era ekki sáttir vegna þess að mörg fyrirtæki og bamafólk hafa símana læsta gagnvart þjónustunúmeram sem þessum og þá er ekki hægt að hringja inn. Þess má þó geta að fólk getur einnig fengið sér lása sem það tengir sjálft við símann heima fyrir og getur þá opnað sim- ann þegar það þarf til dæmis að hringja í Leiðbeiningarstöðina,“ segir Guðrún Þóra. Telja þær þessa þróun, að neyt- andinn greiði fyrir þjónustuna, vera af hinu góða, nú komist fleiri að þar sem símalínan er ekki alltaf upp- tekin vegna langra símtala. „Fyrirspumir era mismunandi og finnst okkur dreifingin vera jafnari nú en áður. Fyrirspumir um gæðakannanir á þvottavélum og blettahreinsun era þó alltaf vinsæl- astar,“ segir Hjördís Edda. Leiðbeiningastöð heimilanna er alhliða neytendafræðsla sem alla tíð hefur verið rekin af Kvenfélaga- sambandi íslands og að sögn þeirra var hún í fyrstu aðeins opin tvo tíma á dag en frá 1. desember árið 1992 var hún opin átta klukku- stundir á dag alla virka daga. I dag er Leiðbeiningastöðin opin frá klukkan 8 til 16 en símatíminn er frá klukkan 9 til 12.30. „Þess má einnig geta að við höf- um jafnframt lagt aukna áherslu á útgáfu fræðsluefnis fyrir neytendur varðandi heimihshald og heilbrigð- ara lífemi,“ segir Hjördís Edda. Vandið valið á föngum fyrir jólin MARKAÐSGÆSLUDEILD Lög- gildingarstofu vill koma eftirfarandi á framfæri til neytenda um val á leik- föngum fyrir jólin „Markaðsgæslu- deild Löggildingarstofu beinir þeim tilmælum til kaupenda leikfanga að þeir vandi valið og velji einungis öragg leikföng til gjafa. Börn hafa ekki þroska til þess að meta hvort leikföngin þeirra eru öragg eða ekki. Leikföng sem sett era á markað hér- lendis þurfa að uppfylla samevrópsk- ar kröfur t.d. um lögun, merkingar og stærð. Leikfóng fyrir böm yngri en 14 ára eiga að vera CE-merkt. Merkið er þó ekki öryggisstimpill heldur til stað- festingar að var- an fullnægi öllum skilgreindum grannkröfum sem gerðar era til framleiðslunnar. Með því að gera ákveðnar kröfur til hönnunar og framleiðslu leikfanga er leitast við að koma í veg fyrir að þau valdi slysum á bömum. Það er hins vegar mikilvægt að bömum sé ein- ungis látin í té leikföng sem henta aldri og þroska þeirra. Kaupendur leikfanga era því enn og aftur hvattir til þess að skoða merkingar og ekki síst notkunarleið beiningar áður en ákvörðun um kaup er tekin. Við val á leikföngum er mikil vægt að hafa eftirfarandi í huga: • Athugið vel leiðbeiningar og var úðarmerkingar. Þar koma fram mik- ilvægar upplýsingar m.a. þess efnis fyrir hvaða aldurshóp leikfangið er ætlað. • Skoðið leikföng vel áður en þau era keypt. Kaupendur verða einnig að hafa það í huga að erfitt getur reynst að skila leikföngum sem keypt eru á tímabundnum útsölustöðum s.s. lagersölum. • Börn á aldr- inum 0-3 ára: Þetta merki þýðir að leikfangið hæf- ir ekki bami yngra en þriggja ára. Lítil böm smakka á öllu, líka leikföngum. • Leikföng eiga ekki að hafa hvassar brúnir eða hom. Þetta á sér- staklega við um leikföng ætluð yngri bömum. • Varist leikföng eða aðrar vörur sem líkjast matvælum, en era í raun úr gúmmíi eða plasti, ung böm geta sett þau upp í sig með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Annað sem ber að hafa í huga • Leikfong sem gefa frá sér há og hvell hljóð eiga að vera með viðvör- unarmerkingu þess efnis að leikfang- ið eigi ekki að bera upp að eyra, þar sem það getur skaðað heyrn. • Snúrur og bönd í leikföngum mega ekki vera lengri en 22 cm. • Gætið þess vel að áfastir hlutir á leikföngum s.s. augu, hár og nef séu vel föst. • Gangið frá plastumbúðum utan af leikíöngum áður en barnið fær þau í hendur. Ef kaupendur telja að vara uppfylli ekki kröfur og að hún sé hættuleg era þeir hvattir til þess að hafa samband við markaðsgæsludeild Löggilding- arstofu." Morgunblaðið/Kristinn Ásgeir Baldursson með hrogn og lifur í Fiskbúðinni Vör. Hrogn og lifur í búðir KRISTÁN Berg í Fiskbúðinni Vör á Höfðabakka við GuIIinbrú er byrjaður að selja hrogn og lifur. „Við höfum fengið hrogn og lifur undanfarna 10 daga en hrognin hafa ekki verið nægjanlega þroskuð fyrr en nú,“ sagði Kristján. Að sögn Kristjáns hefur hann aðeins einu sinni byijað að selja hrogn fyrr. „Við byrjuðum einu sinni 2. desember en þetta er hefðbundinn tími. Við setj- um afurðirnar ekki á markað fyrr en þær eru sölu- hæfar og nú eru hrognin fín.“ Kristján segir að hann fái hrogn og lifur daglega, svo framarlega sem sé sjóveður. „Það er gott að fá sér hrogn og lif- ur fyrir jólin, því þetta er góð undirstaða fyrir steikurnar." Hámark díoxíns í fískimjöli og lýsi innan ESB Akvörðun líklega tekin eftir áramót FASTANEFND Evrópusambands- ins um dýrafóður mun fjalla um díox- ín í fiskimjöli og lýsi á fundi sínum hinn 14. og 15. desember næstkom- andi. Ekki er talið að á þeim fundi verði tekin afstaða til viðmiðunar- marka á díoxíni í þessum afurðum. Tillaga um slík mörk kemur ekki frá nefndinni sjálfri, heldur leggur fram- kvæmdastjómin slíkt til við nefndina, sem síðan tekur afstöðu til tillagna framkvæmdastjómarinnar, sem í kjölfarið gefur út tilskipun. Slík til- skipun getur svo haft áhrif í EFTA- löndunum, sé ekki fengin undanþága frá henni. Rannsóknir vantar Ólafur Guðmundsson, starfsmaður aðfangaeftirlitsins, á sæti fyrir ís- lands hönd í fóðumefndinni, en EFTA-löndin eiga þai’ áheymarfull- trúa með málfrelsi og tUlögurétt. Ólafur telur mjög ólíklegt að tillagna um viðmiðunarmörk sé að vænta á næsta fundi. Hann telur líklegra að svo verði á fundi nefndarinnar í janú- ar. Engin mörk eru til um innihald díoxíns í dýrafóðri. „Ég tel alveg víst að niðurstaðan verði að sett verði við- miðunarmörk, en hver þau verða er ómögulegt að segja til um. Gallinn er sá að það vantar rannsóknir á því hvaða áhrif díoxín í fóðri hefur á mat- vælin. Það er ekki verið að hugsa um þetta vegna skepnanna, heldur tU að spoma við því að díoxín fari í mat- vælin. En hve mUtíð díoxín má vera í fóðrinu án þess að það skaði mann- fólkið er því miður ekki vitað,“ segir Ólafur Guðmundsson. Díoxín í srtruskurli Forsaga málsins er sú að fyrir rúmu ári kom upp vandamál í Belgíu. Þar era stöðvar sem endurvinna mat- ar- og steikingarolíu frá veitingahús- um og mötuneytum. Þessar sömu stöðvar taka líka á móti mótorolíu og slíku til endurvinnslu. Ekki á að vinna matarolíu og mótorolíu á sömu lín- unni, en einhverra hluta vegna komst mótorolía í endurunnu matarolíuna, en hún er notuð í dýrafóður. Þetta fannst vegna þess að búið var að leggja áherzlu á að fylgjast með díox- íni í dýrafóðri. Ástæða þess var sú að nokkra áður hafði komið upp vanda- mál með sítrashratsköggla, sem flutt- ir vora inn frá Brasilíu í miklu magni og notaðir í fóður í Evrópu. Þjóðveij- ar höfðu þá komizt að því að mikið díoxín var í kúamjólk hjá þeim og fundu út að það kæmi úr sítrasköggl- unum. Eftir atvikið í Belgíu var farið að huga að þessu í víðara samhengi og hvort setja ætti löggjöf um leyfilegt hámarksinnihald díoxíns í skepnu- fóðri, en engin löggjöf var til um það áður. Þetta var mikið rætt á fundum fastanefndarinnar síðasthðið haust. Niðurstaðan varð sú að þessu var vis- að til vísindanefnda sambandsins og beðið um áhættumat. Nú hggja fyrir tvær skýrslur, önnur um mannamat og hin um dýrafóður. Önnur skýrsian göllud „Það verður fundui- í lok næstu viku, þar sem þetta verður á dag- skrá,“ segir Ólafur. „Við erum að fara í gegnum þessar skýrslur og krjfya þær til mergjar og finna hvað við get- um gert til að spoma við því að notkun á fistómjöh og lýsi í dýrafóður verði í hættu vegna reglna sem settar verða. Við teljum að sérstaklega önnur skýrslan sé mjög gölluð, sú sem fjallar um fóðrið. Það er margt í henni sem stenzt ektó. Það er ektó bara sjávarútvegurinn sem á mitóð undir í þessu. Fari svo að mörtón verði sett það lágt að ektó verði lengur hægt að nota fistómjöl sem framleitt er hér lengur hefur það gífurleg áhrif á landbúnað okkar. Nánast allir próteingjafar, sem við notum í fóður fyrir skepnur hér, eru úr fistómjöh. Við þurfum sem aðih að Evrópska efnahagssvæðinu að taka upp sömu reglur og Evrópusamband- ið, tatóst okkur ektó að fá undanþágu frá þeim, en það er mjög erfitt. Þess vegna mættum við ektó heldur nota mjöhð í dýrafóður. Við eram þó miklu betur settir en margir aðrir á norð- urslóðum, því þrátt fyrir allt er fistó- mjöl héðan mun hreinna en mjöl úr fistó úr Norðursjó eða Eystrasalti og kringum Bretland. Ég hef reyndar enga trú á því að mörtón verði sett það lágt að allt fari á versta veg fyrir okkur. Mörtón sem talað var um síðasta haust vora mjög nálægt því að fiskimjöhð frá okkur ætti að sleppa og við gætum búið við. Það lýsi, sem færi yfir mörkin, mætti hreinsa, en það er reyndar mjög dýrt.“ Tillögurnar koma frá fram- kvæmdastjórninni En hvemig ganga málin fyrir sig í nefndinni? „Núna verða þessar skýrslur ræddar, en þær hafa ektó verið tekn- ar fyrir á fundum nefndarinnar fyrr, enda nýkomnar út. Við munum ef- laust leggja fram einhverjar athuga- semdir. Eg geri síður ráð fyrir því að tillögur framkvæmdastjómarinnar um mörk liggi fyrir á þessum fundi, en í skýrslunum eru heldur engar slíkar tillögur. Ég geri svo ráð fyrir að að loknum fundi ræði fulltrúamir stöðu mála hver við sín yfirvöld og máhð verði tekið fyrir á ný i janúar. Þá hggja væntanlega fyrir tillögur framkvæmdastjómai’innar, en mér þykir líklegt að hún noti næsta fund til að kanna hug nefndarmanna til að byggja tillögur sínar á. Þegar tillögur framkvæmdastjóm- ar Uggja fyrir tekur nefndin afstöðu til þeirra og greiðii- um þær atkvæði og oftast er búið að ganga úr skugga um að meirihluti sé fylgjandi. Að því loknu birtir framíívæmdastjórnin þær í tíðindum Evrópusambandsins og þá er það orðið að reglugerð. Síðan líður nokkur tími þar til EFTA tekur þetta upp og undirbýr fyrir fund ríkja Evrópska efnahagssvæðisins í Brass- el. Þar er ákveðið hvort við þurfum að taka þetta upp eða ektó, en áður hafa sérfræðingar hvers lands fengið mál- ið til umfjollunar," segir Ólafur Guð- mundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.