Morgunblaðið - 12.12.2000, Síða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Biskup íslands
auglýsir eftirfarandi embætti laust
til umsóknar:
Embætti prests í Árbæjarprestakalli, Reykjavík-
urprófastsdæmi eystra, frá 1. febrúar 2001.
• Biskup íslands skipar í embætti presta til
fimm ára.
• Um launakjörfer skv. ákvörðun kjaranefndar,
en að öðru leyti gilda um starfið lög um
stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar
nr. 78/1997 og lög um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins nr. 70/1996.
, • Óskað er eftir því að umsækjendur geri í
umsókn skriflega grein fyrir menntun sinni,
starfsferli og öðru því sem þeiróska eftir
að taka fram.
• Valnefnd velur prest skv. starfs-
reglum um presta nr. 735/1998, en biskup
ákveður með hvaða umsækjanda hann
mælir náist ekki samstaða í valnefnd.
• Heimilt er að óska eftir því að almennar
prestskosningarfari fram samkvæmt 20.
gr. starfsreglna um presta nr. 735/1998, en
ákvæðið er svohljóðandi:
„Óski minnst þriðjungur atkvæðisbærra
sóknarbarna í prestakalli þess, að almenn
^ prestskosning fari fram, er skylt að verða
við því. Skrifleg ósk um kosningu skal
hafa borist biskupi eigi síðar en að hálf-
um mánuði liðnum frá þeim degi er kallið
var auglýst laust til umsóknar."
• Allar nánari upplýsingar um embættið,
starfskjör, erindisbréf, helstu lög og reglur,
sem um starfið gilda, eru veittar á Biskups-
stofu, s. 535 1500, grænt nr. 800 6550,
fax 551 3284.
• Umsóknarfrestur rennur út 5. janúar 2001.
-• Umsóknir sendist Biskupi íslands, Biskups-
stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík.
Prestum er skylt að hlýta breytingu á störfum
sínum og verksviði á skipunartímanum, sbr.
19. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins.
Með vísan til 13. og 15. gr. laga um jafna stöðu
og jafnan rétt kvenna og karla nr. 96/2000 eru
konur hvattartil að sækja um ofangreint
embætti.
Biskup íslands.
I&,* '■^ i s r* i m,. , i m :1* *■/ h m. m m a j
Smiðir
Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. óskar eftir að
ráða smiði í móta-, gips- og klæðningavinnu. Mikil
mælingavinna er framundan. Upplýsingar gefur
Gunnar i síma 893 4628 eða á skrifstofutíma i
síma 562 2991.
BYGGINGAFÉLAG
GYLFA0G GUNNARS EHI
Borgartúni 31 • *ími 562 2991
Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf. var stofnaó árið
1984. BYGG hefur reist þúsundir ferinetra af húsnæði á
höfuðborgarsvæðinu og er nú eitt öflugasta
byggingafélag landsins.
Blaðbera
vantar
• í Garðabæ Lundir.
I afleysingar í miðbæ
Reykjavíkur
Upplýsingar fást í síma
569 1122
Hjá Morgunbiaðinu starfa um 600 blaðberar á
höfuðborgarsvæðinu
BYGG
Flugmálastjórn íslands
óskar að ráða flugvéltækni í flugdeild
Starfssvid:
• Tæknistjórnun, ásamt viðhaldi á flugvél
Flugmálastjórnar.
• Yfirumsjón með viðhaldsaðstöðu í flug-
skýli.
• Úttekt á viðhaldsstarfsemi flugrekenda fyrir
Flugöryggissvið.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Að minnsta kosti 5 ára reynsla í tæknilegu
viðhaldi loftfara.
• Flugvéltækniskírteini með tegundaráritun
fyrir Beech 200 æskileg.
• Góð þekking og reynsla við gerð og notkun
viðhaldskerfa, viðhaldsstjórnunar og tækni-
bókhalds nauðsynleg.
• Reynsla og þekking á úttekt og notkun
gæðakerfa til stjórnunar á flugöryggismál-
um mikilvæg.
• Góð ensku- og tölvukunnátta nauðsynleg.
Laun samkvæmt viðeigandi kjarasamningum
starfsmanna ríkisins.
Umsóknir:
• Upplýsingar um starfið gefur Sigurjón Sig-
urjónsson í síma 569 4100.
• Umsóknir með ítarlegum upplýsingum
skulu berast starfsmannahaldi fyrir 27. des-
ember.
• Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst.
• Öllum umsóknum verður svarað.
Flugmálastjórn íslands er ríkisstofnun, sem innir af hendi margvíslega
þjónustu i þágu flugsamgangna. Hlutverk Flugmálastjórnar er í megin
atriðum að hafa eftirlit með hvers konarflugstarfsemi á vegum
íslenskra aðila til að tryggja öryggi í flugi innanlands og utan, að
sjá um uppbyggingu og rekstur flugvalla og veita flugumferðar-
og flugleiðsöguþjónustu fyrir innanlandsflug og alþjóðlegt flug
yfir Norður-Atlantshafi. Stofnuninni er skipt í fjögur svið, sem samtals
hafa um 260 starfsmenn um allt land. Flestir þessara starfsmanna
hafa hlotið sérhaefða þjálfun. Flugmálastjórn leggur áherslu á jafnan
rétt kvenna og karla til starfa.
SVÆÐISSKRIFSTOFA MÁLEFNA
FATLAÐRA - REYKJAVÍK
Gefandi og
skemmtileg störf
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra í Reykjavík
auglýsir eftir fólki með metnað og áhuga á að
starfa með fötluðum.
Við leitum að þroskaþjálfum og stuðningsfull-
trúum til starfa á sambýlum.
Við bjóðum starfsþjálfun, fræðslu og stuðning.
Um er að fæða fullt starf eða hlutastarf í vakta-
vinnu.
Vegna samsetningar starfsmannahópsins vant-
ar okkur fleiri karlmenn til starfa.
Laus eru störf m.a. á eftirtöldum stödum:
Sambýli einhverfra, Sæbraut 2, forstöðum.
Margrét Guðnadóttir, sími 561 1180.
Sambýli einhverfra, Trönuhólum 1, for-
stöðum. Kristinn Guðmundsson, sími 557 9760.
Heimili fyrir börn, Árlandi 9, forstöðum.
Guðný Jónsdóttir og Ólafía Hinriksdóttir, sími
588 8088.
Ennfremur óskum við eftir starfsmanni í
Gylfaflöt — dagþjónustu tii að annast undir-
búning á léttum hádegisverði og til að aðstoða
ungmennin við ýmis eldhússtörf.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
ríkisins við Þroskaþjálfafélagið eða SFR.
Umsóknarfrestur ertil 29. des. nk. en umsóknir
geta gilt í allt að 6 mánuði. Skriflegar umsóknir
sendist Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra,
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstof-
unni. Nánari upplýsingar veitir Steinunn Guð-
mundsdóttir, launafulltrúi, í síma 533 1388.
Félagsþjónustan
Skrifstofa Barnaverndarnefndar Reykjavíkur
Ráðgjöf
við barnavernd
Laus ertil umsóknar fullt starf ráðgjafa frá
1.febrúar 2001.
Verksvið: Skrifstofa barnaverndarnefndar
ber ábyrgð á meðferð einstakra mála, sem unn-
in eru á grundvelli barnaverndarlaga. Ráðgjafar
skrifstofunnar annast m.a. móttöku og mattil-
kynninga um óviðunandi aðbúnað barna/
unglinga, könnun á aðbúnaði þeirra, gerð og
eftirfylgd meðferðaráætlana, meðferð, stuðn-
ing og eftirlit í alvarlegum barnaverndarmál-
um. Þá sjá þeir um málefni fósturbarna, vistan-
ir á meðferðar-/einkaheimilium auk umsagna
í ættleiðingar, forsjár- og umgengnismálum.
Starfsmenn skrifstofunnar annast bakvaktir
vegna barnaverndarmála.
Menntun og hæfni: Umsækjandi þarf að hafa
háskólamenntun á sviði barnaverndar, t.d. í
félagsráðgjöf eða skyldum greinum og a.m.k.
tveggja ára starfsreynslu af meðferð eða fjöl-
skyldustuðningi. Starfið gerir kröfur til jákvæðs
viðmóts, mannúðlegra viðhorfa og góðra hæfi-
leika til mannlegra samskipta. Sjálfstæði og
frumkvæði í starfi eru miklir kostir ásamt getu
til skýrrartjáningar munnlega og skriflega.
Grunnþekking á notkun tölvu er nauðsynleg.
Laun skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar
og viðkomandi stéttarfélags.
Skrifstofa barnaverndarnefndar hóf
starfsemi sína 1. september 2000. Mark-
miðið með stofnun skrifstofunnar er að
bæta málsmeðferð og auka sérhæfingu
í vinnslu erfiðra og flókinna barnaverndar-
mála. Við vinnum spennandi brautryðjend-
astarf í barnaverndarmálum. Við erum nýr
starfshópur þar sem reynsla og faglegur
metnaður er í fyrirrúmi. Starfsandinn er
góður og vel verður tekið á móti nýjum
starfsmönnum. Við leggjum áherslu á
gagnkvæman stuðning, þjálfun, hand-
ieiðsiu og símenntun.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmda-
stjóri barnaverndarnefndar, Guðrún
Frímannsóttir, í síma 535 2600.
Umsóknarfrestur er til 21. desember nk.
Umsóknir sendist til:
Skrifstofu barnaverndarnefndar,
Síðumúla 39, 105 Reykjavík.
Félagsþjónustan er fjölmennur vinnustaöur sem veitir
borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur
mikla áherslu á træðslu og símenntun fyrir startsfólk sitt, aö
upplýsa þaö um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar í
málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu
sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og
kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabróf
reglulega um starfsemi stofnunarinnar.
Héraðsdómur
Reykjavíkur
Auglýsing
Héraðsdómur Reykjavíkur óskar að ráða lög-
fræðinga til starfa frá 16. janúar 2001.
Um er að ræða starf samkvæmt 17. gr. laga
nr. 15/1998 um dómstóla (aðstoðarmaður dóm-
ara).
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Stéttarfé-
lags lögfræðinga í ríkisþjónustu.
Umsóknarfrestur er til 31. desember nk.
Umsóknirskal senda Arnfríði Einarsdóttur,
skrifstofustjóra, sem veitir upplýsingar í síma
562 8546. Dómstjóri veitireinnig upplýsingar
í síma 562 8545.
Reykjavík, 11. desember 2000.
Dómstjórinn í Reykjavík,
Friðgeir Björnsson.