Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýnir í lokuðu galleríi í HÚSNÆÐI i8 að Ingólfsstræti 8 er nú innsetning með verkum Sig- urðar Guðmundssonar. Vegna flutninga i8 í nýtt húsnæði í byrjun næsta árs er gallernð lokað en hægt er að skoða sýninguna frá götunni. Sýningin stendur til 7. janúar. 15% afsí. af Nicotinell tii jóla! Apwtekið Apótekið Firði, Fjarðargötu 13-15, Hafnarfirði. Apótekið Iðufelli, Iðufelli 14, Reykjavík Apótekið Kringlunni, Nýkaup, Kringlunni 8-12, Reykjavík Apótekið Mosfellsbæ, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Apótekið Skeifunni, Hagkaupum, Skeifunni 15, Reykjavík. Apótekið Smáratorgi, Smáratorgi 1 -3, Kópavogi. Apótekið Smiðjuvegi, Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Nicotinelf Apotekið Sponginnt, Sponginm, Reykjavik. Apótekið Suðurströnd, Suðurströnd 2, Seltjamamesi. Apótekið Akureyri, Furuvöllum 17, Akureyri. Mcotinel tyggigúTvni er lyt Mm ar notaó nm hjikMnln tl þes« •& tettaetedragaúrreylungum Þaó mhekkir nkúðn iem loenar úr þyl þegar tuggio er, frisogast I mwininum og dregur úr frábvartseinkennum þegar royiungum er haett. Tyggia «kal em stykki I einu, haegt og röega. tí aó vinna gegn reykingaþörf Skammtur er einstaklingstxrdinn en ekki má typgja fleirienzSstk. ádagEkkier ráölagt ao nota Miö lengur en t ár kynrvfi ykkur vel leiöbeiníngar semfytgjapakldngunni. GeymióþafeemMrnhvorkinátilnéíjá. Mjúktog gott tyggjo. - eng Iraunur kjálkar Nicotinel Jólatilboð í Apótekinu Jazzandinn DJASS Tó nIeikar JAZZANDI Á MTJLANUM Jazzandi: Sigurjón Alexandersson, gítar, Sigurdór Guðmundsson, raf- bassa, og Gestur Pálmason, tromm- ur. Múlinn í Betri stofu Kaffí Reykjavíkur. Sunnudagskvöldið 10. desember 2000. ÞEIR Sigurjón Alexandersson og Sigurdór Guðmundsson hafa starfað saman í tríóinu Jazzanda á annað ár, en trommarinn Gestur Pálmason á annan mánuð. Það mátti vel heyra að svo var en þó féll hinn ungi trommari vel inní samspilið, sem er einn sterk- asti þáttur tríósins. A efnisskránni voru gamlir og nýir standardar svo og einn frumsaminn ópus, Gordionshnúturinn eftir Sigur- dór. Þeir félagar lofa að frumsömdu verkunum fjölgi og er það vel. Það er alltaf gaman að heyra ný verk, en þó er hollt að blanda þeim saman við hin eldri, meðan menn hafa ekki of mikið fram að færa. Öll erlendu lögin sem tríóið lék voru eftir valinkunna djassmenn - oft af blúsættinni - sem var til bóta. Eini sígræninginn í hópnum var Stella By Starlight eftir Victor Young og var túlkunin heldur klén. Það lá við að þeir félagar slátruðu Stellu. Það er óendanlega erfitt að leika ballöður sem menn á borð við Miles Davis hafa gert ódauðlegar í túlkun sinni. Shkt er aðeins á færi hinna fremstu djass- skálda. Eyþór Gunnarsson getur það og Sigurður Flosason, Jóel Pálsson, Jón Páll, Bjöm Thoroddsen og Ámi Scheving og örfáir aðiir hérlendir - en í túlkun flestra heyrir maður að- eins tómið. Aftur á móti tókst þeim félögum vel upp í ópus Ron Carters Little Waltz og mátti meira að segja heyra hinn bláa norræna tón í sóló Sigurjóns. Það vai’ kraftur í rokkuðu Yes And No eftir Wayne Shorter og flutningur tríósins á All Blue Miles Davis var hinn ágætasti - góðvinur minn skaut því að mér að útsetning þeirra væri á köflum í anda hins breska Brian Augers. Þeir sýndu hugrekki í glímunni við Seven Steps To Heaven eftir Victor Feldman (og Davis) og í Blue In Green lék Sig- ungi urdór fínan bassasóló. Lag hans, Gordíonshnúturinn, var skemmtilega flutt af tríóinu og austrænir tónar er skreyttu það leiddu hugann til Litlu- Asíu þarsem hið Frýgíska ríki stóð og Alexander mikli hjó á hnútinn. Eitt kemur uppí hugann á tónleik- um sem þessum. Hvers vegna velja menn sjaldnast lög eftir landa sína til flutnings? Menn á borð við Tómas R. Einarsson hafa samið fjölmarga djassópusa sem sóma sér vel hvar sem er. Það mætt gjarnan leika þá í staðinn fyrir ofnotaða djassstandarda einsog Dolphin Dance Herbie Han- cocks eða Solar Miles Davis. Gítartríó er ekki auðveldust hljóðfæraskipan. Hún krefst mikils af hljóðfæraleikur- unum og þá sér í lagi gítai’leikaranum einsog liggur í augum uppi. Siguijón Alexandersson stóð sig með prýði í Múlanum á sunnudagskvöldið. Hann á enn eftir að finna eigin stíl, en það er greinilegt að hann og félagar hans leggja mikla vinnu og metnað í tón- listina. Slíkt leiðir til aukins þroska og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Vernharður Linnet i ! ! Trúðar í togstreitu Morgunblaðið/Kristján Lalli og Skralli hjálpa við að koma næstu trúða- kynslóð á legg: Skúli Gautason og Aðalsteinn Bergdal í hlutverkum sínum. LEIKLIST Vitlausi leikhópurinn (i o L e i k I' ó I a g Akureyrar TVEIR MISJAFNLEGA VITLAUSIR Höfundur: Aðalsteinn Bergdal. Tónlist: Skúli Gautason. Leikstjóri: Þráinn Karlsson. Leikmynd: Þór- arinn Blöndal. Leikmunir: Þórarinn Blöndal og Lilja Björk Óladóttir. Búningar: Þórarinn Blöndal og Kristín Sigvaldadóttir. Förðun og gervi: Linda Björk Óladóttir. Hár: Halldóra Vébjörnsdóttir. Lýsing: Pétur Skarphéðinsson og Þórarinn Blöndal. mjóð: Gunnar Sig- urbjörnsson. Leikarar: Aðalsteinn Bergdal og Skúli Gautason. Laug- ardaginn 2. desember. ÞETTA leikrit er ekki fyrsta verkið eftir Aðalstein Bergdal sem frumsýnt er á þessu ári. I mars leikstýrði hann gamanleik eftir sjálfan sig, Allt á síðasta snúningi, hjá Leikfélagi Hörgdæla. Það er athyglisvert þegar leik- húsfólk með áratuga reynslu geng- ur skrefið til fulls og hefst handa við að skapa sýningar frá grunni. Áherslan verður áberandi meiri á hvað gengur best upp í leik og for- sendurnar frábrugðnar því sem tíðkast meðal höfunda sem skortir þennan dramatíska þankagang og reynslu af starfi innan leikhússins. Aðalsteinn hefur leikið trúðinn Skralla í meira en aldarfjórðung. Persónan varð til þjóðhátíðarsum- arið 1974 og Aðalsteinn hefur hald- ið uppi merki trúðleiks norðan lands alla tíð síðan, m.a. kenndi hann trúðatækni á námskeiði Bandalags íslenskra leikfélaga í sumar. Nú er komið að þeim þáttaskil- um að trúðatæknirinn Skralli og leikskáldið Aðalsteinn Bergdal fá að starfa saman við að byggja upp sömu sýninguna. Skralli, sem hefur greinilega náð nokkrum þroska á hinum langa þróunartíma sínum, er hinn ábyrgi aðili í verkinu - þótt að sjálfsögðu sé hann enn trúður með öllu því sem fylgir. Lalli er yngri bróðirinn og mikilþ ruglu- kollur. Ábyrgð- arleysi hans er algjört og ekki bætir að hann er afar klaufskur og seinheppinn. Einhvern veginn kemur hann sér alltaf úr öllu klandri en þess í stað koma afleið- ingarnar af full- um krafti niður á Skralla aumingj- anum. Kveikjan að leiknum er sú að Lalli hefur lofað að gæta barns nokkurs. Skralli á fullt í fangi með að dilla krakkanum en um leið koma Lalla fram úr rúminu og í skilning um að hann verði að standa við gefin loforð. Ut frá þess- ari togstreitu milli þeirra bræðra og farsakenndri viðleitni Skralla við að halda barninu rólegu á með- an hann leggur Lalla línurnar spinnast mörg skondin atriði. Sam- skipti milli hins ábyrga og alvöru- gefna trúðs og hins glaðlynda og ábyrgðarlausa eru gamalkunn við- fangsefni í trúðleik. Það fer Að- alsteini Bergdal vel að leika hinn ráðsetta eldri bróður sem vill miðla af reynslu sinni og láta hlutina ganga eftir settum reglum. Þrátt fyrir alvarlegt yfirbragð tekst Að- alsteini lymskulega að sýna að trúðseðlið býr alltaf undir niðri og kemur oft upp á yfirborðið. Skúli Gautason er sérstaklega skemmti- legur sem rugludallurinn Lalli og kemur vel á framfæri þeim frum- krafti og gleði sem býr í þeim sem eru að uppgötva heiminn í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hann virðist allur af vilja gerður til að læra af eldri bróður sínum virðist allt starf Skralla unnið fyrir gýg, enda getur trúðurinn ekki breytt eðli sínu. Þráni Karlssyni leikstjóra hefur tekist að gera sem mest úr hinni ólíku persónugerð bræðranna og að tryggja að sýningin renni snurðulaust og fumlaust áfram. Skúli Gautason hefur samið tónlist við söngtexta Aðalsteins, en söng- ur þeirra félaga lífgar enn upp á snaggaralega framvinduna. Þórarinn Blöndal sér um gerð leikmyndar en á einnig hlut í bún- ingum, leikmunum og lýsingu. Ef til vill má rekja það til þessarar staðreyndar að heildarútlit sýning- arinnar er áberandi vel samræmt og hvergi dauður punktur. Sveinn Haraldsson F
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.