Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 62
f?2 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 KRABBAMEINSFELAGIÐ MORGUNBLAÐlD Lýðheilsa og starfsemi Krabbameinsfélagsins Með hliðsjón af því að Krabbameinsfélagið verður 50 ára á árinu •2001 er vel við hæfi að 'upplýsa á hvern hátt starfsemi félagsins tengist almennri lýð- heilsu, útskýra grund- vallaratriði krabba- meinsleitar, hvers vegna leit hefúr aðal- lega beinst að konum en ekki körlum og hvaða nýjunga megi vænta hvað leitarstarf- ið varðar. Þessi grein er hin íýrsta í röð fimm greina og fjallar um það hvernig starfsemi félagsins tengist lýðheilsu. Fjölgun krabbameina Á Norðurlöndunum greindist á tímabilinu 1983-87 um fjórði hver einstaklingur undir 75 ára aldri með krabbamein eða samtals um 91.000 manns. Á sama tímabili dóu um 52.000 manns af völdum krabba- meina og svarar það til um 22% allra dauðsfalla á tímabilinu. Fram til árs- ins 2010 er talið að nýgengi krabba- meina muni aukast um 37% og dán- artíðni um 32% og er þessi hækkun talin verða nokkru meiri meðal kvenna en karla. Þessar tölur eru uggvekjandi og leiða hugann að því hvort samfélag okkar sé í stakk búið að taka við öllum þessum nýju til- fellum sem mörg hver krefjast þungrar og kostnaðarsamrar með- ferðar. Heilbrigðisútgjöld Heilbrigðisyfirvöld kveinka sér við þeim kostnaði sem fylgir nútíma- heilbrigðisþj ónustu (um 8% vergrar þjóð- arframleiðslu) og hafa beitt vissri en oft óljósri forgangsröðun við úthlutun fjármagns til heilbrigðisverkefna. í slíkri forgangsröðun er ekki óeðlilegt að þau verkefni fái forgang sem snerta meðferð sjúkra og fara ríflega 80% heilbrigðisút- gjalda til sjúkrahús- þjónustu, heilsugæslu og lyfja. Þótt hluti fjár- veitinga til heilsugæslu fari í fyrirbyggjandi starfsemi er ljóst að að- eins lítill hluti allra heilbrigðisút- gjalda rennur til slíkrar þjónustu. Aukning á nýgengi krabbameina er því umhugsunarverð þegar haft er í huga að fullyrt hefur verið að unnt sé að fækka verulega slíkum tilfellum og dauðsföllum af þeirra völdum með aukinni heilsueflingu og forvörnum. Sjúkrahúsþjónusta Bætt sjúkrahúsþjónusta hefur vissulega leitt til betri lifunar hjá þeim sem gi-einst hafa með krabba- mein á Norðurlöndum. Þó að þessi bati komi fram í öllum aldurshópum er hann aðallega bundinn einstak- lingum undir 50 ára aldri og tengist þar að mestu betri meðferð tiltek- inna sjúkdóma, svo sem hvítblæðis, eitlakrabbameins og krabbameins í eistum. Á Norðurlöndunum er talið að jafnari og bætt sjúkrahúsþjón- usta geti leitt til um 5-6% frekari lækkunar á dánartíðni krabbameina. Með tilkomu nýrra líftæknilyrir- tækja hefur mikið verið rætt og ritað um aukna möguleika til að greina genaafbrigði sem tengjast myndun krabbameina. Þrátt fyrir betri greiningu slíki-a gena er þó enn óljóst á hvern hátt þær uppgötvanir geti leitt til þess að krabbameinum fækki. Talið er að rekja megi um 10- 15% krabbameina til ættgengra af- brigðilegra gena. Sameindalíffræði er annað rannsóknarsvið sem m.a. byggir á rannsóknum á próteinum æxlisfruma, svonefndum sameinda- æxlisvísum. Þessar rannóknir vekja vonir um að finna megi sameindir sem auðveldlega megi greina í blóði eða þvagi og leitt geti til bættrar greiningar krabbameina. Heilsuefling og forvarnir Heilsuefling (health promotion) og forvarnir (health prevention) eru tal- in geta leitt til 70-75% lækkunar á nýgengi krabbameina auk lækkunar á dánartíðni hjá þeim sem fá sjúk- dóminn. Skil milli heilsueflingar og forvarna eru oft óljós og markmiðin samtvinnuð. Heilsuefling er skil- greind sem aðgerð er beinist að ein- staklingnum og miðar að því að auka þekkingu hans og skapa þær aðstæð- ur í samfélaginu er auðvelda honum að taka sjálfstæðar ákvarðanir um aðgerðir til að bæta heilsu sína. Heilsuefling beinist m.a. að því að fræða einstaklinginn um mikilvægi hæfilegra líkamsæfinga, reglulegrar þátttöku í krabbameinsleit og hollr- ar fæðu og sýna honum fram á skað- semi reykinga, óhóflegrar sólargeisl- unar og ofneyslu áfengra drykkja. Forvarnir eru aðgerðir sem beinast að öllu samfélaginu eða hópi einstak- linga með það fyrir augum að draga úr líkum á því að menn verði fyrir áreiti er leiði til krabbameina eða annarra sjúkdóma og bæta og styrkja heilsu þeirra eftir hefð- bundna meðferð. Forvömum má skipta í fjóra flokka eftir markhópi aðgerðar og Sjúkdómar Erfðagjafir og fjár- framlög almennings, segir Kristján Sigurðs- son, tryggja sem stend- ur allan annan rekstur og þróunarstarf. með tilliti til þess hvar aðgerðin kemur inn í sjúkdómsferli. Fyrstu tveir flokkarnir eru taldir leggja mest af mörkum til að bæta og efla heilsu í samfélaginu í heild en seinni tveir flokkamir beinast að því að efla og bæta heilsuna hjá hópum einstak- linga. Fmmstig forvarna (primordial prevention) beinist að því að koma í veg fyrir aðstæður í samfélaginu sem stuðlað geta að myndun krabba- meina eða annarra sjúkdóma (und- erlying conditions leading to caus- ation). Hér er t.d. átt við lög og reglugerðir hins opinbera er tak- marka eða banna viss efni í vatni, andrúmslofti eða fæðutegundum sem hafa eða geta haft bein skaðleg áhrif á þá sem verða fyrir áreiti slíkra efna. Fyrsta stig forvama (primary prevention) beinist að ákveðnum or- sakaþáttum er valda krabbameini eða öðmm sjúkdómum (speeific causal factors). Hér er t.d. átt við bólusetningar, aðgerðir til að draga úr reykingum og aðgerðir til að draga úr hættu á eyðnismiti eða lifr- arbólgu. Annað stig forvarna (secondary prevention) beinist að því að greina ákveðna sjúkdóma á forstigi eða á hulinstigi, það er að segja áður en sjúkdómurinn er farinn að gefa sig til kynna með einkennum. Dæmi um slíka aðgerð er leit að legháls- og brjóstakrabbameinum. Þriðja stig forvarna (tertiary pre- vention) beinist að því að efla and- legt og líkamlegt atgervi einstak- linga eftir að þeir hafa gengið í gegnum erfiða hefðbundna meðferð gegn krabbameinum eða öðrum sjúkdómum. Markmiðið er að koma í veg fyrir eða minnka fylgikvilla með- ferðar og draga úr líkum á eða seinka mögulegri endurkomu sjúk- dómsins. Oft er erfitt að greina hve- nær slík forvörn tekur við af hefð- bundinni meðferð. Áhrifamáttur einstakra ofan- greindra þátta til lækkunar á ný- gengi krabbameina er mismikill en sem dæmi má nefna að reiknað hefur verið út að takist að uppræta reyk- KRABBAMEINSFÉLAG íslands verður 50 ára á næsta ári. í því tilefni birt- ir Morgunblaðið fimm greinar ritaðar af Kristjáni Sigurðssyni, yfirlækni Leitarstöðvar. Þeim er ætlað að upplýsa lesendm- um félagið og starf þess í þágu almennrar lýðheilsu. Fyrsta greinin fer hér á eftir: Kristján Sigurðsson Skipurit Krabbameinsfélags íslands Útgáfudeild Kynning Bókasafn Heimahlynning Krabbameinsráðgjöfin Félagsstarf Leitarstöð Frumurannsóknastofa Röntgendeild Tölvudeild Fjármálastjómun Starfsmannahald Skrifstofa Afgreiðsla Mötuneyti Fasteign Krabbameinsskrá Rannsóknastofa í sameinda- og frumulíffræði Tölvinnustofa Pútín, Tsjetsjenar og Hveragerði á Kamtsjatka Á FERÐ sinni í Moskvu fyrir skömmu átti Árni Bergmann viðtal við Júrí Reshetov, fyrrum sendiherra Rússlands á íslandi, og ræðir hann um ástand mála í heimalandi sínu. Júrí Reshetov og Nína, kona hans. Morgunbiaðið/RAX Hvers vegna varð ekki úr því að íslendingar tækju þátt í því að reisa stórt og mikið Hveragerði á Kamtsj- atkaskaga? Hvert stefnh- í Tsjetsj- enalandi? Og við hverju má búast af Pútín á forsetastóli í Rússlandi? Um þetta er spurt meðal annars þegar Júrí Reshetpv, fyrrum sendi- herra Rússlands á íslandi, er tekinn tali í Moskvu fyrir nokkru. En fyrst er frá því að segja, að Reshetov er nú prófessor við Háskóla alþjóðasam- skipta, IMO, og var nýlega endur- kjörinn sem sérfræðingur Samein- uðu þjóðanna um mál er varða út- rýmingu kynþáttamisréttis - og það var mér gleðiefni, segir hann, að Norðurlönd voru í hópi þeirra 114 ríkja sem studdu framboð mitt. Ég mun á næstunni hafa framsögu um skýrslu sem Bandaríkjamenn hafa lagt inn um kynþáttamál hjá sér, en eftir henni hefur lengi verið beðið. Ég hefi farið víða til fyrirlestrahalds um alþjóðarétt, nú síðast til Indlands og Kína. Þegar tækifæri gefst reyni ég að leggja íslandsmálum lið - nú síðast útgáfu stórrar bókar um jarð- fræði Islands og skipulagningu heimsóknar íslenskra lögfræðinga á næsta ári. Nýr forseti Rússlands Þegar spurt er hvar við Rússar er- um á vegi staddir nú má ekki gleyma því, að þegar á dögum Gorbatsjovs voru sett þau lög sem greiddu götu lýðræði og mannréttindum: lög um ferðafrelsi, fjölmiðla, samviskufrelsi og almenn félagasamtök - og ekki síst þau síðastnefndu tryggðu, ásamt afnámi ritskoðunar, að Kommúnista- flokkurinn afsalaði sér þeirri valda- einokun sem hann hafði haft. Eftir að frelsi var fengið hófust svo tilraunir í efnahagsmálum sem í reynd voru til trafala fyrir þróun lýð- ræðis. Ég á við prikhvatizatsija (orðaleikur - í stað privatisatsija sem þýðir einkavæðing er búið til orð sem hljómar næstum eins, en er dregið af sögn sem þýðir að grípa, hrifsa til sín). Ég á við „gripdeildir" sem sköp- uðu það sem við köllum kapítalismi með grimmdarsvip - eða heldur þú að nokkur starfsmaður í fyrirtæki nýríkra Rússa þori að minnast á það að tíl séu samþykktir Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar um réttindi launafólks? Og ekki bætti það raun- verulega réttarstöðu almennings að mikill fjöldi manna stóð slyppur og snauður eftir þessi umskipti. Allt þetta létu valdhafar viðgangast - og á ég þá við mikil áhrif og ítök „fjöl- skyldunnar" (þ.e.a.s. fjölskyldu og nánustu samstarfsmanna Jeltsins). Ég tel að meirihluti Rússa bindi nú vonir við valdatöku Pútíns. Skoð- anakannanir sýna, að almenningur trúir ekki þeim fjölmiðlum sem telja að forsetinn sæki gegn lýðræðis- legum réttindum fólks. Eins og fram kom í síðustu kosningum var engu líkara en nokkrar sjónvarpsstöðvar í eigu oligarkha hefðu slegið eign sinni á málfrelsið í Rússlandi (olig- arkhar eru nefndir þeir stórríku menn sem mest hrifsuðu til sín á valdadögum Jeltsins). Nú hafa yfir- völd verið að þjarma dálítið að nokkrum oligörkhum. (M.a. hefur Gúsinskij, eiganda sjónvarpstöðvar- innar NTV, verið stefnt fyrir rétt út af skattamálum o.fl.) En almenning- ur telur sýnilega ekki að þar með sé verið að fremja tilræði við málfrelsi sem er honum dýrmætt og hann mun aldrei fallast á að afsala sér. Tökum dæmi af oligarkhanum Potanin, sem náði undir sig nikkel- framleiðslunni í Norílsk og þar með 20% af heimsframleiðslu á þessum málmi fyrir aðeins 200 milljónir doll- ara. Meira að segja bandarískir sér- fræðingar telja ekki nema eðlilegt að slíkur maður greiði drjúgan hluta þess fjár sem augljóslega var van- goldið til samfélagsins - og er þá ekki verið að tala um endurþjóðnýtingu. Því þegar fjöldinn allur stóð uppi slyppur og snauður þá er það vita- skuld tengt því að peningamir lentu í örfárra manna vösum. Nýr forseti sýnist ætla að taka á ýmsum félagslegum nauðsynjamál- um, það er verið að hækka laun og eftirlaun, greiða upp vangoldin laun og gera annað það sem fær jákvæðar undirtektir. Mér finnst það væri skynsamlegt í þágu þeirra umbóta sem við þurfum að gera að við hefðum sem _mest í huga reynslu ríkja eins og Islands þar sem lýðræði er vel virkt og vandamál vinnumarkaðarins t.d. ein- att leyst með þríhliða viðræðum sem rfldð blandar sér í. íslendingar og Kamtsjatka ísland - já og þá kemur Kamtsj- atka upp í hugann sem dæmi um það hve afleita stefnu svonefndar efna- hagsumbætur tóku á sínum tíma. Við heyrum það einatt í fjölmiðlum að Kamtsjatka sé á veturna neyðar- svæði vegna kulda og skorts á elds- neyti. Islendingar vildu á sínum tíma vera með í því að breyta þessu ríka héraði í einskonar Hveragerði - með nýtingu varmaorku til upphitunar, ylræktar og raforkuframleiðslu. En yfirvöld á staðnum brugðu fyrir þá fæti - leynt og Ijóst - og því varð ekk- ert af því að Kamtsjatkamenn leystu sín orkuvandamál og gætu jafnvel orðið aflögufærir með orku til borga á austurströndinni þar sem öðru hvoru er verið að taka rafmagnið af fólki - og þá af skólum og sjúkra- húsum. Hvers vegna fengu Islendingar ekki að breyta Kamtsjatka í Hvera- gerði? Alltaf þegar Kamtsjatkamenn eru að krókna úr kulda má lesa í blöðum að svo og svo margir dagar séu til stefnu þangað til olíuskip kem- ur þangað með svartolíu. Kannski það séu einmitt þau öfl sem hafa hag af því að Kamtsjatkamenn borgi sem mest fyrir svartolíu - sem reyndar er flutt inn erlendis frá - sem koma í veg fyrir að þar verði blómaskeið með ódýrri varmaorku?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.