Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 44
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Vínartónleíkar Fyrir fullu húsi ár eftir ár. Tryggðu þér miða í tíma! Fimmtudaginn 4. janúar ki. 19.30 laus sæti Föstudaginn 5. janúar kl. 19.30 laussæti Laugardaginn 6. janúar kl. 17.00 örfásæti iaus Peter Guth Arndís Halla Ásgeirsdóttlr Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Arndís Halla Ásgeirsdóttir Félagar úr Kór íslensku óperunnar Kórstjóri: Garðar Cortes Hin óviðjafnanlega danstónlist Vínarborgar er sígrænn óður til fegurðar og lífsgleði. Þetta vita þeirfjölmörgu sem sækja Vínartónleika Sinfóníunnar ár eftir ár. Flutt verður tónlist eftir Strauss, Zeller, Lehar, Stolz og fleiri meistara Vínartónlistarinnar. Að þessu sinni verða Vínartónleikarnir í Laugardalshöll. Númeruð sæti. Mföáiálá %^‘Yl iiifký Hfíkól'jBíö yffl&ndtóíc) 5frf?í 545 www.Sinfðnla.ö 0 SINFÓNÍAN Sæmileg bók um stórkostlega atburði BÆKUR Lífsreynslusögur ÚTKALL UPP Á LÍF OG DAUÐA eftir Ottar Sveinsson. fslenska bókaútgafan ehf., Reykjavík 2000, 200 bls. NÚ ER komin út sjöunda „Útkalls- bókin“, sem að þessu sinni ber titilinn Útkall uppálífog dauða. í bókinni er sagt frá tveim björgunaraðgerð- um á þessu ári, annars vegar þeg- ar 15 manns var bjargað af þaki rútu í Jökulsá á Fjöllum hinn 16. ágúst og hins veg- ar þegar frænd- systkinunum Níelsi 13 ára og Mel- korku 11 ára, var bjargað af botni breðans í Biskupstungum hinn 28. febrúar. Þau voru grafin í snjó í rúm- ar tvær klukkustundir eftir að stór snjóhengja féll á þau við útihús á bænum Austurhlíð, heimili Níelsar. Litlu munaði að bömin dæju, enda voru þau vægast sagt orðin tæp á því þegar loksins tókst að grafa þau upp. Allt fór þó vel að lokum og þeim varð ekki mikið meint af. Hins vegar gekk fjölskyldan og björgunarfólk í gegn- um gríðarlegar sálarkvalir á meðan verið var að leita í snjónum og ljóst var að tíminn var orðinn naumur. Enginn vafi leikur á því að frækilegt björgunarafrek var unnið, enda vom bömin á tveggja metra dýpi og það í blautum og þungum snjó, auk þess sem unnið var í myrkri og byl. Mynd á síðu 154 segir meira en mörg orð um aðstæðumar. Öllu ferlinu er lýst mjög nákvæmlega og lýsingarorðin ekki skorin við nögl. Óttar byggir bókina upp á viðtölum við þá sem tóku þátt í björguninni eða tengdust henni með einum eða öðram hætti og allir era auðvitað sammála um hversu skelfi- leg reynsla þetta var. Og engin ástæða er til að efast um það. Hins vegar era sögumenn hreinlega of margir til að þetta verði veralega góð frásögn og grípandi. Sagan er sögð á um 60 síðum og „innáskiptingar“ eru allt of margar fyrir þetta stutta sögu. Sem betur fer tengir Óttar ágætlega saman beinar tilvitnanir með þriðju persónu innskotum, en þegar skipt er um sögumenn þrisvar til fjóram sinn- um á hverri opnu og þeir kynntir með sama staðlaða hættinum verður frá- sögnin grautarkennd. Og síðan era endurtekningamar ekki betri. Sem dæmi er Kristín Heiða Kristinsdóttir, móðir Melkorku, kynnt strax í upp- hafi sögunnar, en engu að síður telur höfundur þörf á að taka það fram með reglulegu millibili að Kristín Heiða sé móðir Melkorku. Af hveiju þarf alltaf að vera staglast á þessu? Og sömu- leiðis hvemig hver er skyldur hverj- um? Helst dettur manni í hug að Ótt- ar hafi þurft að grípa til þessara stflbragða eftir að hafa verið borinn ofurliði af þeim fjölmörgu sögumönn- um sem koma við sögu. Enginn má við margnum býst ég við. Þrátt fyrir alvarleika þessara at- burða era hagsmunir lesandans ekki hafðir í huga þegar t.d. setningar á borð við þessa koma fyrir: „Fyrir til- stilli Vilborgar, konu Lofts, hafði Rósa, móðir Níelsar, haldið sig inni í bæ.“ (179) Þegar hér er komið sögu hefur komið fram áður að Vilborg er kona Lofts og Rósa er móðir Níelsar. Svo er Níels stundum kallaður Níels „litli“. Hvaða væmni er þetta eigin- lega? Hvaða þrettán ára unglingi er sómi sýndur með svona löguðu? Mel- korka er líka kölluð Melkorka „litla“. Óþarfa væmni þama líka. Fleiri dæmi um leiðinlegar endurtekningar er þegar Snorri nokkur á Tjöm vonar að bömin muni ná sér eftir snjóflóðið. „Ég þekki mjög vel til fólksins í Aust- urhlíð,“ segir hann á bls. 166 og ítrek- ar það á bls. 180 þegar hann segir: „Þetta era sveitungar mínir og ég þekki fólkið vel.“ Þama er við ðttar að sakast, sem hefði átt að klippa efni sitt betur til og ekki bara hér, heldur víðar. Fækka sögumönnum mikið, segja söguna sem yfirsögumaður og nota þriðju persónu frásögn meira. Engu að síður koma fram áhrifamikl- ar lýsingar á köflum, t.d. þegar börnin lýsa því hvemig vai- að vera undir snjófarginu áður en leið yfir þau. „Ég keyrðist niður og allt í einu var ég um- lukinn snjó. Hann þjappaðist og þrýstist þunglega að mér. Það var svo þröngt að ég gat ekki hreyft mig. Þetta var rosalega óþægilegt," seg- irNíelsábls. 148. Þegar Melkorka var orðin viss um að hún myndi deyja, lýsir hún reynslu sinni svo: „„Hvenær kemur ljósið?“ hugsaði ég og var með hugann við sjónvarpsþáttinn. „Þau koma aldrei og bjarga okkur. - Það er engin von“ Samt fannst mér ekkert svo slæmt að vera að deyja. Mér fannst ég vera að sofna og beið eftir að sjá ljósið.“ (153) Þótt þessi saga sé um margt áhuga- verð, verður hún á köflum of væmin þar sem tíundað er nánast á hverri síðu hvað allt hafi verið hræðilegt og skelfilegt og þar fram eftir götum. Svona lýsingarorð missa marks ef þau era notuð óhóflega. Mér fannst sagan um rútuslysið í Jökulsá aðeins betri, þótt hún sé eins uppbyggð. Ellefu austurrískir ferða- menn ásamt leiðsögumanni og bfl- stjóra lenda í stórhættu þegar ekið er út í ána í miklum vatnavöxtum. Óþarfi er að rekja gang mála, enda var stutt síðan þessi atburður var mikið til um- fjöllunar í fjölmiðlum í sumar. Hetja dagsins að mínu mati var hún Herta sem fædd var 1916. Hafði lifað tvær heimsstyijaldir og lent í hríð heima hjá sér. Ekki lét slík kona eitt rútu- slys buga sig, enda var hún brött á þaki rútunnar umlukin hálfvolandi karlmönnum í þá rúmu þijá tíma sem hún hírðist með samferðafólki sínu þar. Mér fannst ástæður slyssins líka koma vel fram og umfjöllun Jóhann- esar Ellertssonar eiganda rútunnai’ var þar góð viðbót. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að það er búið að tala um það í fyrirtækinu okkar að þama var óvarlega farið, burtséð frá því hvaða bílstjóri átti í hlut. Maður verður að líta það alvarlegum augum. Það var búið að gefa það út að veg- urinn væri ófær. Þrátt fyrir það er ekki beinlínis hægt að taka mark á því að hann sé alveg ófær fyrir kunnuga menn á góðum tækjum.“ (132) Einnig er góð lýsing Andrésar rútustjóra á því þegar hann kemur upp úr ánni eftir að hafa synt til lands: ,,„Ég veif- aði í átt að rútunni en fékk engin við- brögð. „Þetta er einkennilegt,“ hugs- aði ég. „Sjá þau mig ekki? Era þau ekki búin að koma auga á mig?“ Nú komu skrýtnar hugsanir í hugann - eins og í bíómyndum: „Ætli ég sé dauður. Er það ástæðan fyrir því að ég sé fólkið en það ekki mig?““ (32) í heild er Útkall upp á líf og dauða sæmileg bók, þótt hún jaðri við að vera beinlínis leiðinleg á köflum. Myndir era flestar uppstilltar og allar svarthvítar og vöktu engan áhuga minn. Hins vegar gleypti ég allar vettvangsmyndimar í mig. Örlygur Steinn Sigurjónsson Óttar Sveinsson Aðeins á yfírborðinu BÆKUR íþ r ótti r STOKE CITY í MÁLI OG MYNDUM Guðjón Ingi Eiríksson tók saman. Kápa og umbrot: Egill Baldursson. Prentun: Steinholt ehf. Hólar Akureyri 2000. 64 bls. KAUP íslenskra fjárfesta á meiri- hlutanum í enska knattspymufélag- inu Stoke City fyrir rúmlega ári og yfirtaka þeirra á stjórn félagsins og liðsins er ekki aðeins merkilegur kafli í íslenskri knattspymusögu heldur einnig ein- stakur í íslensku viðskiptalífi. I ný- Guðjtín Ingi útkomnu Frétta- Eiríksson gkoti ýtflutnings- ráðs Islands kemur fram að í kjölfar umræddra fjárfestinga hafi vaknað áhugi meðal viðskiptaaðila hérlendis á því að kanna markaðinn ytra og hugsanleg viðskiptatækifæri á Staff- ordshire-svæðinu, en Útflutningsráð og sendiráð Bretlands era að kanna áhuga íslenskra fyrirtækja á þátt- töku í viðskiptanefnd sem stefnt er að að fari til Stoke í febrúar á næsta ári. Viðbrögð viðskiptalífsins sýna að hluta hvaða bolti er farinn að rúlla í Stoke, en Stoke-málinu í heild verða ekki gerð skil í stuttu máli og hvað þá rúmlega 120 ára sögu knatt- spyrnufélagsins. Nauðsynlegt er að hafa þetta í huga við lestur bók- arinnar Stoke City í máli og mynd- um. Bókin er í litlu broti og letrið stórt sem bendir til að hún eigi fyrst og fremst að höfða til ungra knatt- spyrnuunnenda. Inn í meginmálið, sem er einn samfelldur kafli án millifyrirsagna, er fléttað stuttum fréttaskotum og svarthvítum mynd- um, upplýsingarammar eru um tvo þekktustu leikmenn félagsins, Sir Stanley Matthews og Gordon Banks, listi er yfir knattspymustjór- ana og sérstaklega gerð grein fyrir árangri Guðjóns Þórðarsonar, sagt frá stuðningsmannaklúbbi Stoke á Islandi og íslenskum leikmönnum félagsins, fjallað um hernaðaráætlun íslensku fjárfestanna og árangur félagsins í tölum frá 1888 er tíund- aður á síðustu fjórum blaðsíðunum. Á kápu er vakin athygli á viðtali við Guðjón Þórðarson, en um er að ræða stutt svör á fjóram blaðsíðum við 10 spurningum. Eins og í fyrri bókum höfundar heldur hann sig við það að lið vinni 1-2 en ekki 2-1 á útivelli og hljómar það alltaf jafnilla. Annars er bókin vel skrifuð og ekkert út á textann að setja nema hvað það orkar tvímælis að spyrja hvort lesandinn hafi skráð sig í stuðningsmannaklúbb félagsins og ef ekki er hann hvattur til þess því ævintýrið sé rétt að byrja. Þetta væri sjálfsagt í bók sem félagið gæfi út eða stuðningsmannaklúbburinn en á ekki heima í bók ætlaðri al- menningi. Ekki frekar en ef spurt væri í bók Steingríms hvort lesand- inn hefði skráð sig í Framsóknar- flokkinn og hann hvattur til þess hafi hann ekki gert það. Ágrip af sögu Stoke City er yf- irskrift meginmálsins og eru það orð að sönnu. Islenskir fjölmiðlar hafa fjallað mikið um Stoke síðan í fyrra- haust og ekkert nýtt kemur fram í bókinni. Á heimasíðu Stoke er ágrip af sögu félagsins á ensku og íslenska ágripið bætir ekki miklu við það. Munurinn felst fyrst og fremst í tungumálinu og nálgunin er ís- lenskari í bókinni, en helmingur hennar fjallar um tímabilið frá yf- irtöku Islendinganna 15. nóvember 1999. Þá hafa myndirnar auðvitað mikið að segja í bókinni en þegar á heildina er litið er lítið í hana lagt og ekkert kafað undir yfirborðið. Það er miður því um mjög merkilegt mál er að ræða og margar íslenskar hlið- ar áþví. Steinþór Guðbjartsson f l fc
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.