Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 88
-88 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM i j wa !i w it.i 11 j i ■ i ■ m.i. ijj j 11 iu j i m i mmmtmmm *Ert þú Elvis? Þótt Elvis Presley hafí fallið frá fyrir nær aldarf]órðungi á hann sér enn einhverja heitustu fylgjendur sem tónlistarmaður getur átt. Egill Egilsson komst að því, þar sem hann var viðstaddur undirbúning Elv- is-hæfíleikakeppni hér á landi, að margur vildi rokkkóngurinn hafa verið. „ERTU MÆTTUR" segir Jósef „Ar- on“ Ólafsson, þegar ég kynni mig fyr- ir honum. Jósef, sem er svartklæddur frá hvirfli til ilja merktur Elvis Presl- ey á bakinu, tekur mér fagnandi. Inn- andyra í húsnæði Sjálfsbjargar í Há- túni 12 er mættur töluverður hópur Elvis-aðdáenda, bæði íbúar sem og þátttakendur í Elvis-hæfileikakeppn- inni. Skráðir eru 9 keppendur í keppnina. Elvis-lög hljóma og menn raula þau á meðan myndir og vegg- VÍSA VAKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferö og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ÍSLAND Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Sími 525 2000. □ □ úrsmiður, Lækjartorgi. TISSOT Swiss 1853 CHRONOGRAP Skeiðklukka 200 m vatnsþétt Órispanlegt gler Eðalstál Garðar Ólafsson teppi ásamt plöttum eru hengd upp á veggi húsnæðisins. Fjórði Elvis-klúbburinn Von er á Héðni Valdimarssyni, Elv- is íslands, með karíókígræjumar. Ég nýtti tækifærið og króaði Jósef eða Jobba af, til að forvitnast frekar um þennan fjórða Elvis-klúbb sem stofn- aður hefur verið frá upphafi Elvis-ár- daga á Tveim vinum, þegar hæfileika- keppnir voru haldnar þar á árum áður: „Klúbburinn var stofnaður 19. september 2000, og er ég formaður en tengdamamma er ábyrgðarmaður." En hvemig æxlaðist það til að þú stofnaðir þennan klúbb? „Ég hef verið Elvis-aðdáandi 64 því ég var 8 ára gamall. Átti fullt af plötum með Elvis, en er nýbyrjaður að safna geisladiskum með honum. Sjálfur var ég um tíma í klúbbi nr. 3, en eins og þú veist hafa verið stofn- aðir fjórir klúbbar og við sem stönd- um að honum bindum þær vonir við hann að þetta verði sá eini og síðasti sem stofnaðui- verður um Elvis. Ég hafði lengi ætlað af stað með Elvis- gervið sjálfur, og ákvað því að brjóta ísinn með því að koma fram í þætt- inum Með hausverk um helgar og svo seinna meir í þættinum hennar Stein- unnar Ólínu, Milli himins og jarðar. Þetta var ekki gert til þess að vekja athygli á sjálfum mér, heldur til að leyfa öðrum að njóta þess sem lögin hans Elvis hafa upp á að bjóða . Eg hafði upp á Sigga „Presley“ Guð- laugssyni til að vita hvemig ætti að stofna klúbbinn. Siggi reyndist okkur vel og fræddi okkur um allt það helsta í sambandi við hvemig stofiia ætti slíkan klúbb. Eftir af hafa farið á Hagstofuna og skráð klúbbinn og fengið kennitölu þá var klúbburinn orðinn lögformlegur. í klúbbnum era þegar skráðir félagar 10 og er ekki ætlunin að íjölga um sinn. Til að hljóta inngöngu í klúbbinn þurfa menn að uppfylla viss skilyrði." Leitun að slíkum tengdamömmum Hvaða skilyrði eru það - þurfa menn að eiga Elvis-galla? „Nei, ekld endilega. Við viljum bara að klúbburinn vaxi hægt og rólega. Menn geta skráð sig í klúbbinn og fengið fréttabréf klúbbsins sent til sín með fréttum af starfsemi hans. Þess má geta að Elvis-búningurinn sem ég skrýðist var saumaður af 75 ára gamalli konu, en kona mín og tengdamamma gáfu mér hann. Tengdamamma er ábyrg fyrir Héðinn Valdimarsson, Elvis Islands, án sólgleraugna og glitrandi Elvis-gallans. Elvis á sér greinilega marga dygga aðdáendur hér á landi. klúbbnum og hefur unnið með okkur í þessu af alefli. Það er leitun að slíkum tengdamömmum í dag.“ En hæfíleikakepgnin, er til nóg af sönnum Elvisum á íslandi? „Tilgangur keppninnar er eins og íyrr segir tækifæri til að menn geti notið tónlistar Elvis og komið saman og sungið lögin hans. Með þessari hæfileikakeppni er ætlun okkar, sem stöndum að klúbbnum, að allur ágóði, sem kemur inn af keppninni, renni til Félags krabbameinssjúkra bama. Við héldum skemmtun þegar klúbb- urinn var stofnaður og á þá skemmt- un komu 45 manns. Sjálfur hef ég far- ið í gervinu víða og troðið upp í gallanum fyrir krakkana á Sólheim- um. Einnig hef ég skemmt á árshátíð- um. Það verður ekki selt inn og ekk- ert áfengi haft um hönd, aðeins boðið upp á kaffi og kökur. Okkur finnst best að sleppa söngvatninu og láta þetta streyma frá hjartanu." Guðfaðir keppninnar Og þá er Jobbi rokinn, enda Héð- inn Valdimarsson mættur með kar- íókígræjumar. Kliður fer um salinn þegar Héðinn Valdimarsson mætir, enda maðurinn sláandi líkur Elvis sjálfum, með kolsvart hár og barta. Þær fáu konur sem era viðstaddar í salnum horfa dreymandi augum á Héðin, á meðan hann tengir græjum- ar. Allt er klárt og Héðinn, í kulda- jakka, og Jobbi ,Aron“ Presley bregða sér á sviðið og taka nokkrar Elvis-perlur. Allt í einu er sem Elvis „Þú ert ekkert annað en veiðihundur.“ Sigurvegari Elvis-keppninnar var hinn 13 ára gamli Guðmundur Óskar Guðmundsson sem söng „Are You Lonesome Tonight". Hér er hann á milli „kónganna" Jobba „Arons“og Héðins Valdimarssonar sem er EIvis Islands. „Ertu einmana í kvöld?“ sjálfur hafi litið inn til að hvetja sína menn, en bíðið við, röddin er ekki Elv- is, heldur rödd Héðins Valdimarsson- ar, sem tekur eina Elvis-perlu. Saum- nálar hefðu getað hranið í tonnatali en enginn hefði veitt því athygli, slík- ur er kraftur Héðins. Engin furða að Héðinn hafi lent í 4. sæti í Ohio fyrir ári, og burstað margan Japanann og Kanann. „Ert þú guðfaðir keppnninar," spyr ég Héðin á meðan vænlegir keppend- ur spreyta sig á Elvis, eftir magnaðan söng Héðins. Héðinn, sem er hógvær og lítið fyrir að hafa sig í frammi, brosir breitt, en viðstaddir kinka kolli. „Hann er búinn að standa með okk- ur í þessu gegnum þykkt og þunnt og ætti skilið að vera skírður Guðfaðir keppninnar,11 segir Jobbi og nikkar kolli til Héðins. Nokkrir áhorfendur era mættir, hafa vafalaust haldið að keppnin yrði haldin þetta sama kvöld. Þeir segjast hafa heyrt Elvis-hljóm- ana og runnið á hljóðið. Tengda- mamma Jobba hefur farið fimum höndum um salinn og uppi um alla veggi hanga myndir af goðinu. Kynn- ir keppninnar, þéttur á velli og keppn- ismaður mikill bæði í orði og hreyf- ingum, æfir sig á textanum fyrir morgundaginn og það er ekki laust við að skjálfti leiki um hann allan þeg- ar hann kynnir með tilþrifum hvem keppandann á fætur öðrum. Eins og Elvis sagði þá er það núna eða aldrei, og það er augljóst að í mönnum blundar Elvis. Tveir ungir strákar era að festa upp veggteppi af Elvis í anddyrinu. Annar þeirra er með Elv- is-hárgreiðslu en vinur hans er íklæddur svörtum Metallica-bol. Með Elvis í hjarta „Erað þið Elvis-fylgjendur,“ spyr ég á meðan þeir hengja upp vegg- teppi með Elvis. Þeir líta á mig og brosa. „Ég ætla að keppa," segir sá með Elvis-hárgreiðsluna. Hann heitir Kristinn Runólfur „Presley" Guð- laugsson, eða bara Kiddi Presley. Menn eru hreyknir af millinöfnum sínum og annar hver maður í salnum hefur annaðhvort Presley eða Aron sem millinafn. Allt án samþykkis Nafnanefndar, en hverjum skyldi ekki vera sama, á meðan andi Elvis svífur yfir vötnunum á keppninni. Það er ekki spuming um að vera Elvis, heldur að líða eins og Elvis í hjarta sínu. Með þessa visku þakka ég fyrir mig, á meðan tónar Kóngsins hljóma fram á nótt úr hveijum Presley-bark- anum á fætur öðram. Elvis er mættur á svæðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.