Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 31 ERLENT Þrettán mönnum af- hent N óbelsverðlaun NÓBELSVERÐLAUNIN voru af- hent við hátíðlegar athafnir í Stokkhólmi og Osló á sunnudag. Karl Gústaf Svíakonungur afhenti tólf mönnum Nóbelsverðlaunin fyrir vísindi, hagfræði og bók- menntir í Stokkhólmi og Haraldur Noregskonungur afhenti Kim Dae-jung, forseta Suður-Kóreu, friðarverðlaunin í Ósló. Kim, sem er 75 ára, fékk verð- launin fyrir störf í þágu lýðræðis og mannréttinda í Asíu, einkum fyrir að stuðla að nánari tengslum lands síns við Norður-Kóreu. Kim fór lofsamlegum orðum um kommúnistastjórnina í Norður- Kóreu fyrir að draga úr spennu í samskiptum ríkjanna. Hann lofaði að helga líf sitt baráttunni fyrir friði og mannréttindum í heim- inum og fyrir sáttum milli kóresku rikjanna. Haraldur konungur óskar hér Kim til hamingju við verðlaunaafhendinguna í Ósló. Kínverski sendiherrann í Stokk- hólmi afþakkaði boð um að vera viðstaddur verðlaunahátíðina vegna óánægju með að kínverski rithöfundurinn Gao Xingjian skyldi fá bókmenntaverðlaunin í ár. Er þetta í fyrsta sinn sem rit- höfundur fæddur í Kína fær bók- menntaverðlaun Nóbels. Gao fór frá heimalandi sínu eftir fjölda- morð kínverska hersins á mótmæl- endum á Torgi hins himneska frið- ar í Peking 1989 og verk hans hafa verið bönnuð í Kína frá 1986. Gao lýsti erfiðleikum si'num sem rithöf- undar í Kína og síðar sem útlaga og sagði að það væri ævintýri Ifk- ast að hann skyldi hafa fengið virt- ustu bókmenntaverðlaun hcims. Pakistan Sharif sendur í útlegð íslamabad. AP, AFP. VTRTUR lögíræðingur í Pakistan, M.D. Tahir, höfðaði í gær mál gegn herforingjastjóm landsins vegna óvæntrar ákvörðunar hennar um að leysa Nawaz Sharif, fyrrverandi for- sætisráðherra, úr haldi og senda hann í útlegð til Sádi-Arabíu. „Stjómin hefur sleppt dæmdum glæpamanni með ólöglegum hætti,“ sagði lögfræðingurinn. Sharif var steypt af stóli í valdaráni hersins, undir forystu Pervez Mush- arrafs hershöfðingja, fyrir fjórtán mánuðum og var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir mannrán og spillingu. Fangelsisdómurinn var mildaður á sunnudag og Sharif var sendur með flugvél til Sádi-Arabíu. Honum var hins vegar gert að greiða andvirði 700 milljóna króna í sekt, auk þess sem hann má ekki gegna opinberu emb- ætti í 21 ár. Stjómin gerði eignir hans í Pakistan upptækar. „Ef hægt er að láta Sharif lausan hvers vegna ættu þá aðrir glæpa- menn að veslast upp í fangelsum, einkum þeir sem hafa verið dæmdir fyrir minniháttar glæpi,“ sagði Tah- ir. Margir pakistanskir fjölmiðlar tóku í sama streng og sögðu ákvörð- unina sýna að Musharraf hershöfð- ingi stæði ekki við loforð sín um að skera upp herör gegn spillingu. Þeg- ar hershöfðinginn rændi völdunum lofaði hann að saksækja spillta emb- ættismenn áður en lýðræði yrði kom- ið á að nýju og sakaði Sharif um að hafa gerst sekur um mikla spillingu, eyðilagt stofnanir landsins og grafið undan stjórnarskránni. Stjórnmálamenn, sem hafa stutt herferð Musharrafs gegn spillingu, sögðust hafa orðið fyrir miklum von- brigðum. „Stjómin þarf að útskýra hvemig þessi ákvörðun þjónar hags- munum Pakistans," sagði einn þeirra, Imran Khan, leiðtogi Réttlætishreyf- ingarinnar. „Þetta dregur úr trúverð- ugleika stjómarinnar og hún ætti að boða til kosninga strax.“ Modet 6228DWE 14.4 v Rafhlöðuborvél Aukarafhlaða / taska JÓLATILBOÐSVERÐ 15.900,- ÞÓR HF Rcyfcjav* Armula 11 - S»ml66S-l&00 AkuwyfL- lónthmUm » jjMgWWj Komdu í reynsluakstur Grand Vitara er þekktur sem aflmikill, sterkbyggður jeppi, byggður á grind og með hátt og lágt drif. I nýjum Grand Vitara eru m.a. ABS-hemlar með EBD-hemlajöfnun, aukið farþegarými, umhverfiS' vænni vél og fleiri spennandi nýjungar. Líttu við og reynsluaktu liprum og spameytnum alvöru jeppa. 3-dyra: frá 1.840.000,- 5-dyra: frá 2.190.000,- 5-dyra: 23.510,- á mánuði Dæmi um meðalafborgun miðað við 1.100.000 kr. útborgun (t.d. bíll tekinn upp í), I 60 mánuði. $ SUZUKI ■X**........ SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sfmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf„ Laufásgötu 9, simi 462 63 00. SUZUKI BILAR HF Hafnarfjörður: GuðvarðurElfasson, Grænukinn 20,sfmi 555 15 50. Hvammstangi: Blla- og búvélasalan, Melavegi 17,sfmi 451 2Z30. gk£Mfunni yj Sími 568 51 00 Isafjörður: Bílagaröur ehf., Grænagaröi, slmi 456 30 95. Keflavik: BG bllakrlnglan, Grófinni 8, simi 421 12 00. www SUZtlkibilar ÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.