Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIO.TTTDAGTTR 12. DERRMBER 2000 53 MENNTUN Associated Press Islenskir friðarbekkir geta nú sameinast á vef hjá Skólatorg.is og haft samstarf við friðarbekki víða um heim. Skólavefur handa friðarbekkium Skólatorgið hefur opnað sérstakan vef handa friðarbekkjum. Þar geta þeir sam- einað krafta sína og sinnt verkefnum í heimabyggð. Friðarbekkir víða um land hvetja til dags friðar 1. janúar 2001 FRIÐARVEFUR fyrir bekki í grunnskólum landsins var opnaður um helgina á Skólatorginu á Netinu, www.skolatorg.is. Markmið er að þar geti íslenskir friðarbekkir haft bækistöðvar sínar, en í nóvember síðastliðnum hvatti friðarbekkurinn í Melaskóla, 6.E, bekki í hverju byggðalagi til að til að taka saman höndum og mynda friðarbandalag. Einnig hafa börn í 5. bekk grunn- skólans, sem fóru á friðarsýninguna Rómeó og Júlía og Amor eftir Hörpu Arnardóttur í Borgarleikhús- inu, verið hvött til að gerast frið- arbekkir. Friðarbekkir geta einnig skráð sig á Netinu í alþjóðleg samtök frið- arbekkja og gengið í alþjóðleg sam- tök sem eru vettvangur fyrir börn til að láta rödd sína heyrast og hafa það á stefnuskrá sinni að gera fyrsta dag hvers árs að degi friðar. Tilefni friðarbekkjavefjar Skóla- torgsins er starf í grunnskólum vegna alþjóðaárs Sameinuðu þjóð- anna um friðarmenningu og afnám ofbeldis, og að áratugurinn 2001- 2010 er helgaður friðarmenningu börnum til handa og afnám ofbeldis. Árið 2000 hafa börn staðið fyrir svokallaðri „friðarmínútu" sem flutt var í ýmsum grunnskólum 19. sept- ember í tilefni af friðardegi SÞ. Einnig hefúr íslenska UNESCO- nefndin hvatt foreldra, kennara og nemendur í grunnskólum til að kynna sér og skrifa undir Manifesto 2000 eða yfirlýsingu SÞ á Netinu um friðarmenningu (www.unesco.org/ manifesto2000). Börn hafa vakið at- hygli almennings á yfirlýsingunni og nú hafa 513 íslendingar skrifað und- ir. Samið var friðarljóð og borgar- stjórinn í Reykjavík var hvattur til að lýsa 1. janúar 2000 sem Dag frið- ar. Friðarbekkjavefurinn á Skóla- torginu er til að styðja starf frið- arbekkja og festa það í sessi í skól- um. Starfið á bæði að geta verið skemmtilegt og gefandi. Það felst í því að standa fyrir einhverju sem hefur góð áhrif á umhverfið eða leið- ir til betri heims fyrir börn. Núna stendur yfir það verkefni friðar- bekkja að hvetja sveitarfélög hvar- vetna á landinu til að lýsa 1. janúar 2001 sem dag friðar, og að brýna íbúana til að fagna nýju ári með frið Hvers vegna að skrá bekkinn? • Vegna þess að friðarvefurinn á Skólatorgi er vettvangur fyrir börn til að láta rödd sína heyrast, en Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að skoðanir barna séu jafngildar og fullorðinna og að það eigi að hlusta á þær ef finna eigi góðar lausnir á stríði. • Einn dag á ári, þriðja þriðjudag í september, er lögð sérstök áhersla á sjónarmið barna með því að halda „Hlustið á börnin-dag- inn“ (Hear the Children Day). Annan dag, 1. janúar, er dagur friðar haldinn hátíðlegur fyrir til- stuðlan barna. • Vegna þess að börn geta tekið þátt í því að breyta heiminum til betri vegar. • Vegna þess að börn í of mörgum löndum þjást vegna matarskorts og stríðsástands. • Vegna þess að þá geta bekkir tek- ið þátt í skemmtilegum uppákom- um. • Vegna þess að þá geta böm skipst á hugmyndum og látið gott af sér leiða í sínu hverfi eða byggðarlagi. í hjarta. Áætlað er svo að í mars 2001 verði haldin hátíð friðarbekkja á landinu í Borgarleikhúsinu, og ef til vill víðar. Alþjóðlegu grasrótarfriðarsam- tökin One Day in Peace, sem frið- arbekkir geta tengst, gengu á árinu til liðs við samtökin Millennium Meal (www.millenniummeal.org) hafa þau tekið saman höndum um að festa 1. janúar í sessi sem dag allra þjóða heims til brjóta saman brauð til matai’ með frið í huga, að deila gæðum til annarra með sátt í huga. Dagur friðar nýtur samþykkis SÞ og var haldinn 1. janúar 2000 í a.m.k. 135 löndum. Núna er búist við að hann verði haldinn í enn fleiri löndum og borgum. Á þessu ári var hann í Reykjavík, en ef til vill í fleiri bæjum og sveitum 01.01.01. Hugmyndin um friðarbekki lýtur einnig að innra skólastarfi. Hægt er að vinna með hugtök eins og um- burðarlyndi, mannorð, ofbeldi, hug- rekki og einelti í heimspekilegum samræðutímum. Þá má vinna með orð eins og frið í íslensku og sagn- fræði. í ensku gefst svo tækifæri til að skrifast á við friðarbekki í ensku- mælandi löndum. Og vegna þess að samskiptin fara fram á Netinu gefst tölvufræðikennurum kostur á að nota hugmyndina. Þá er hugmyndin talist nýtast vel í samstarfi foreldra og kennara. Vefur friðarbekkja var opnaður um helgina og er þar form til að skrá bekki. Búist er við að bekkir byrji fljótlega að skrá sig. Lýðskólinn á Sjálandi LÝÐSKÓLINN hefur hafið samstarf við Vallekilde Höj- skole á Sjálandi í Danmörku. Skólinn hefst 4. janúar nk. Oddur Albertsson, skólastjóri Lýðskólans, segir skólann í Danmörku mjög spennandi, með smiðjum og verkstæðum ýmiskonar en þar er t.d. fjöl- raiðlalfna. Heimasfða skólans er www.vallekildeh.dk. Nem- cndur fá aðstöðu, kennslu, hcrbergi og fullt fæði gegn 7.900 kr. greiðslu á viku. Þeir fá hins vegar ferðastyrki. Oddur veitir upplýsingar í síina 891-9057 og á netfanginu oddura@itn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.