Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.12.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Meðal þeirra fyrstu sem sáu brimann í Isfélagshúsinu Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar Ætla má að kjör á endurtrygg-- ingum versni GUNNAR Felixson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf., seg- ir alveg ljóst að gífurlega mikið tjón hafi orðið í brunanum hjá Isfélag- inu í Vestmannaeyjum, þótt ekki sé hægt að segja á þessari stundu um hversu háar fjárhæðir er að ræða. Frystihúsið er tryggt hjá Trygg- ingamiðstöðinni og kom fram í til- kynningu félagsins til Verðbréfa- þings íslands í gær að áhrif tjónsins á afkomu Tryggingamið- stöðvarinnar á þessu ári verða í mesta lagi 40 milljónir króna. Það sem þar er umfram fellur á end- urtryggjendur. Að sögn Gunnars má ætla að endurtryggingakjör félagsins í framtíðinni muni versna vegna þessa tjóns. Að hans sögn er Tryggingamiðstöðin með endur- tryggingar hjá 5-6 evrópskum end- urtryggingafélögum. í fréttum Búnaðarbankans á Netinu í gær segir að ætla megi að tjónið muni jafnvel hafa áhrif á endurtryggingakjör annarra vá- tryggingafélaga vegna smæðar markaðarins. Gunnar sagðist ekki geta lagt mat á það. Hann sagði að fjölmargir þættir á mörkuðum hefðu áhrif á endurtryggingakjörin á hverjum tíma. Þannig gætu mikil tjón úti í Evrópu haft áhrif á end- urtryggingakjör hér á landi. ------------------------ A Atak í fræðslu- málum ófaglærðra LAGT hefur verið fram á Alþingi rík- isstjórnarfrumvarp sem ætlað er að tryggja Atvinnuleysistryggingasjóði heimild til að verja ákveðinni fjárhæð til að styrkja átak í fræðslumálum ófaglærðra á árunum 2001 tO 2003 samkvæmt samkomulagi milli Sam- taka atvinnulífsins og Flóabandalags- ins annars vegar og Verkamanna- sambands Islands hins vegar. Fjárhæð framlagsins ákvarðast við afgreiðslu fjárlaga hvers árs. Þannig er gert ráð fyrir að um 104 millj. kr. renni til fræðslusjóða Samtaka at- vinnulífsins, Verkamannasambands- ins og Flóabandalagsins á næsta ári, 53 millj. 2002 og 43 millj. kr. árið 2003. „Pabbi, siáðu, þao er að kvikna í“ BJARNI Sveinsson, sjóntaður í Vestmannaeyjum, og tólf ára dótt- ir hans, Sigrún, voru meðal þeirra allra fyrstu sem sáu eldsúlur stiga upp úr þaki Isfélagshússins á laugardagskvöldið. Þau voru stödd við veitingaskálann Skýlið sem er þar skammt frá og létu lögreglumenn vita sem komu að- vífandi á bifreið sinni og tilkynntu þeir slökkviliðinu um eldinn. Þetta var nokkrar mínútur fyrir kl. 22 um kvöldið. „Við vorum að fara inn í Skýlið um svona korter fyrir tíu. Keypt- um þar smáræði og þegar við komum aftur út að bflnum varð okkur litið að húsinu. Þá vantaði klukkuna svona fjórar mínútur í tíu. Þá heyrði ég smádynk og sá járnplötu skjótast upp. Það var eins og platan hefði rifnað af, svört reykjarsúla steig upp með neistaflugi. Sekúndubroti síðar kemur upp 10-15 metra há eldsúla sem datt strax niður aftur. Þetta var eins og gos og var svo ótrú- legt að ég trúði þessu ekki fyrst. Morgunblaðið/Sigurgeir Feðginin Bjarni Sveinsson og Sigrún Bjarnadóttir við hús ísfélagsins. Síðan kom eldurinn upp á fleiri stöðum og alit í einu logaði öll hlið hússins. Það var eins og eitt- hvað hefði legið í loftinu, einhver undarleg lykt sem við fundum, þegar maður hugsar um þetta til baka. Það var alla vega eitthvað sem kom í veg fyrir það að við stigum strax upp í bflinn eins og við erum vön að gera, heldur lit- um að húsinu og sáum þetta þá gerast,“ segir Bjarni. Hann segir að dóttir sín hafi séð eldinn rétt á undan honum. Hún segist hafa séð járnplötu þeytast upp í loftið og hafa þá sagt: „Pabbi, sjáðu, það er að kvikna í.“ Bjarni segir að það hafi komið honum verulega á óvart, vitandi að ekki væri eldsmatur þar sem virðist hafa kviknað í fyrst. Hann segir að þetta hafi verið óhugn- anleg lífsreynsla og Sigrún hafi verið lengi að jafna sig á eftir. Fulltrúar Verzlunarskólans fóru yfír samningstilboð með samninganefnd kennara í gær Útfærsla tilboðsins verður skoðuð nánar ÁKVEÐIÐ var á sáttafundi samn- inganefnda skólanefndar Verzlunar- skóla íslands og Félags framhalds- skólakennara í gær að fulltrúar Verzlunarskólans legðu fram ná- kvæmari útfærslu á samningstilboði, sem skólinn hefur gert kennurum, á sáttafundi á morgun. Samninga- nefndirnar komu saman til fundar hjá ríkissáttasemjara kl. 14 í gær til að ræða samningstilboð sem Verzl- unarskólinn lagði fram íyrir helgi. Enginn árangur varð aftur á móti af sáttafundi samninganefndar Félags framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins í gær. Sáttasemjari ákvað þó að boða deilu- aðila til sáttafundar á ný kl. 15 í dag. „Það fór vel á með okkur og það er boðaður annar fundur á miðvikudag- inn,“ sagði Þorvarður Eh'asson, skólastjóri Verzlunarskólans, að loknum fundi samninganefndar skólanefndar Verzlunarskólans með samninganefnd kennara í gær. „Við tókum að okkur að leggja fram frekari útfærslu á tilboðinu og fara nánar út í það sem ekki er gerð grein fyrir í upphaflegu tilboði þar sem við munum setja fram hvenær við treystum okkur til að tímasetja ein- stakar áfangahækkanir en í upphaf- legu tilboði okkar lögðum við ein- göngu fram tilboð um lokatölu," sagði hann. Þegar hann var spurður um hve miklar hækkanir fælust í tilboðinu og hversu stór hluti væri tilfærsla úr yf- irvinnu og öðrum greiðslum inn í dagvinnulaun sagðist Þorvarður ekki geta greint frá því fyrr en að loknum næsta fundi sem hefst kl. 14 á morg- un. Gunnar Bjömsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir að tilboð Verzlunarskólans byggist á samskonar hugmyndafræði og ríkið hafi lagt áherslu á í viðræðum við kennara, sem feli í sér að leysa upp þær nákvæmu skilgreiningar á vinnutíma sem verið hafa í kennara- samningunum. Hann kveðst þó ekki geta svarað því hvort þetta samn- ingstilboð hafi áhrif á kjaradeilu rík- isins og kennara. Komið hafi fram að kennarar vilja fá frekari upplýsingar um forsendur á bak við tilboð Verzl- unarskólans. Óskuðu eftir frekari skýringum Sérstök samninganefnd annast viðræðumar fyrir hönd kennara við Verzlunarskólann. Elna Katrín Jóns- dóttir, formaður Félags framhalds- skólakennara, er formaður nefndar- innar en auk hennar sitja tveir verzlunarskólakennarar í nefndinni. Elna Katrín sagði að á fundinum með fulltrúum Verzlunarskólans í gær hefðu kennarar óskað eftir frekari skýringum á þeirri samningshug- mynd sem skólanefnd Verzlunar- skólans hefði sett fram og kallað til- boð. „Það var farið yfir langan lista atriða sem samninganefnd kennara telur nauðsynlegt að komi fram til þess að hægt sé að meta hvað í þessu felst,“ sagði hún. Að sögn hennar líta kennarar ekki svo á að um hefðbundið tilboð sé að ræða, enda sé þar engin grein gerð fyrir launatöflu, upphafshækkunum launa, áfangahækkunum á samn- ingstímabilinu og engin tilraun sé heldur gerð til að greina á milli launahækkana og tilfærslu milli vinnuþátta o.fl. „Hins vegar er þetta hugmynd sem við skoðum ekkert síð- ur en hvað annað. Þetta var ágætur fundur en niðurstaðan varð sú að samningsaðilar myndu hittast á mið- vikudaginn og þá ætlar Verzlunar- skólinn að leggja fram nánari út- færslu á sínu tilboði," sagði hún. Kennsluskylduafsláttur hverfl Elna Katrín sagði að á stuttum fundi með samninganefnd ríkisins í gær hefði verið rætt um þau atriði sem bæri í milli og svolítið hefði einn- ig verið rætt um hvort hægt væri að finna einhvern flöt á sameiginlegri markmiðasetningu. „En það er raun- verulega ekkert nýtt þar í augsýn,“ sagði hún. Tilboðið sem samninga- nefnd skólanefndar Verzlunarskól- ans lagði fram í seinustu viku er svo- hljóðandi: „Dagvinnutími verði 1.800 klst. á ári og til ráðstöfunar fyrir skólastjóra. Þar af verði 80 klst. varið til endurmenntunar. Miðað við 1.509 vikustundir skulu vera 62,9 stöðu- gildi við skólann. Kennsla umfram 24 stundir á viku verði greidd með yf- irvinnukaupi. Kennslustund í yfir- vinnu skal teljast sem ein klukku- stund. Engar aðrar greiðslur vegna skipulagningar, kennslu, prófa eða annarra starfa tengdra námi nem- enda. Mánaðarlaun verði kr. 263.000 í lok samningstímans 2003. Skóla- stjórn hefji viðræður við stjórn Líf- eyrissjóðs ríkisins um réttindamál." Fjallað er um þessar tillögur á heimasíðu Kennarasambandsins í gær og þar segir m.a.: „Tvennt er skýrt í samningshugmyndum VÍ frá 6. desember sl. Gert er ráð fyrir því að kennsluskylda allra verði fram- vegis 24 stundir á viku, þ.e. að kennsluskylduafsláttur vegna starfs- aldurs og lífaldurs hverfi. Þetta myndi t.d. þýða að til þess að gegna 100% starfi við kennslu þyrfti sex- tugur kennari að kenna um 7 kennslustundum á viku meira en starfssystkini í öðrum framhalds- skólum eða um 28 kennslustundum meira á mánuði. Reikna má annan kennsluskylduafslátt hlutfallslega til þess að glöggva sig á málinu. Á samningafundi í síðustu viku þegar VÍ lagði fram tilboð sitt lét skóla- stjóri VÍ þess þó getið að hann teldi ekki fært að taka til baka þegar áunninn kennsluafslátt. Hitt atriðið, sem kemur skýrt fram í tilboði VÍ, er tillaga um að meta hverja ýfirvinnustund í kennslu (40 mín. kst.) sem eina klukkustund í stað 1,45 klst. Miðað við þessa breyt- ingu yrði undirbúnings- og úr- vinnslutími hverrar kennslustundar 20 mínútur í stað 47 mínútna. Ekki kemrn- fram hvort hugsunin er að dreifa ávinningi af þessari tilfærslu á alla kennara burtséð frá því hvort þeir kenna yfu'vinnukennslu eða ekki. Ekkert mat er á tilfærslu þess- aii um áhrif til hækkunar á laun. I tilboði sínu ræðir VÍ um að með- almánaðarlaun verði kr. 263.000 árið 2003. Eins og sjá má af ofangreindu er engin tilraun gerð til þess að skýra þessa tölu eða tíunda hversu stór hluti hækkunar dagvinnulauna er fenginn með tilfærslum, hversu stór hluti er fenginn með hreinum launa- hækkunum eða hvort og þá hvernig meiningin sé að greiða fyrir þá stór- felldu starfskjararýrnun sem það hefði í för með sér að innleiða 24 stunda kennsluskyldu alla starfsævi kennaravið VÍ.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.